Tenerife með Hjördísi og Lilju

Skemmtun, gleði og gott verð

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband

Myndagallerí

Fyrir fólk á besta aldri. Frábær félagsskapur.

4. apríl í 14 eða 21 nótt.
11. og 18. apríl í 14 nætur.
Fararstjórar eru: Hjördís Geirsdóttir og Lilja Jónsdóttir

Hagstæð kjör og góð þjónusta

Ferðir fyrir fólk á besta aldri. Markmiðið er að bjóða upp á hagstæð kjör og góða þjónustu. Á Tenerife er einstök veðursæld, góður aðbúnaður, verslanir, veitingastaðir, sól og sandur.

Dagskráin  er fjölbreytt. Alls konar hreyfing, gönguferðir og áhersla á liðfimi með slökun og jóga að leiðarljósi. Skemmtikvöldin einkennast af gítar, söng og dansi.
Spilagaldrar og spilabingó eru aldrei langt undan sem og mini-golf eða hvað sem í boði er á hverjum stað.
„Eitt er víst að ávallt verður gaman þá“. 

Hjördís Geirsdóttir hefur sungið með hinum ýmsu hljómsveitum í liðlega 50 ár, þar af með eigin hljómsveit síðan 1991. Hjördís er gift Þórhalli Geirssyni til 50 ára og saman eiga þau fjölda afkomenda. Hjördís er Húsóskvísa frá húsmæðraskóla Suðurlands á Laugarvatni, er starfandi sjúkraliði, snyrtifræðingur og skemmtanastjóri heima og erlendis. Hún á einstaklega gott með að umgangast fólk á öllum aldri og mottóið hennar er að hláturinn lengir lífið!

Lilja hefur verið fararstjóri í skemmtisiglingum um Karabíahafið, a.m.k. tvisvar á ári undanfarin 10 ár. Þar er alltaf glaumur og gleði sem hún mun taka með sér til Tenerife. Hún hefur einnig verið fararstjóri í skíðaferðum á Ítalíu og með eldri borgara á suðrænum slóðum eins og t.d. Costa del Sol og Mallorca. Lilja menntaði í Bretlandi og lauk námi frá Ferðamálaskóla Íslands vorið 2010. Hún er í sambúð og á 3 uppkomin börn. 

Skemmtiprógrammið á Tenerife er líflegt, skemmtilegt og kætir alla. Ekki er verra að fá gott verð á La Siesta, vinsælasta hóteli VITA á Playa de las Americas.
La Siesta er gott og vel staðsett hótel á Playa de las Americas ströndinni. Þar er fallegur garður sundlaug og barnalaug, heilsulind og skemmtidagskrá.

Sól og sandur er auðvitað í stóru hlutverki á Tenerife og það er engin tilviljun að Íslendingar kjósa að fara þangað aftur og aftur. Þannig að vertu viss um að gleyma ekki sundfötunum og sólarolíunni.

Sjá nánari ferðalýsingu

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél SOL

  5,5 klst

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

 • Bjórverð

  íkon mynd af bjór

  Meðalverð 4-6 EUR

 • Rafmagn

  íkon mynd af ljósaperu

  220

Gististaðir

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði