Playa Dorada hotel, Sa Coma

Vefsíða hótels

Prýðilegt 3ja stjörnu íbúðahótel á góðum stað rétt við ströndina í Sa Coma.  Playa Dorada er  “allt innifalið” hótel með stúdíóum og íbúðum. 

Eftir endurhönnun á íbúðum er ekki eldhúskrókur en það er ísskápur í þeim öllum. Sameiginlega aðstaðan er einnig nýlega endurnýjuð.

Hótelbyggingin er átta hæðir með þremur lyftum. Í henni eru 153 íbúðir, stúdíóíbúðir með pláss fyrir þrjá og stærri íbúðir sem hýsa mest fjóra. Íbúðirnar eru loftkældar og í þeim er öryggishólf og sími. Ekki er netaðgangur í herbergjum er hins vegar er ókeypis þráðlaust net á almenningssvæðum.  Sjónvarp er hægt að fá gegn aukagjaldi. Í svefnherbergjum er bæði kommóða og fataskápur. Svalir eru á öllum íbúðum og frá efri hæðunum má sjá út á Miðjarðarhafið.

Veitingastaður er í hótelinu, rómaður fyrir ríkulegt og girnilegt hlaðborð með hvort tveggja þjóðlegum og alþjóðlegum réttum. Staðurinn býður upp á morgunverð, hádegisverð og kvöldverð og er hlaðborðið opið þrjár stundir í senn þrisvar á dag.  Barinn er opinn frá morgni til miðnættis og hressandi að fá sér drykk í skugga pálmanna í sundlaugargarðinum sem er snyrilegur með  sundlaug, barnalaug, snakkbar og sólbaðsaðstöðu. 
Barnadagskrá er á daginn. 

Strandbærinn Sa Coma er á austurhluta Mallorca, um 70 km frá höfuðborginni Palma. Þótt bærinn sé ekki stór skortir dvalargesti ekkert af því sem gerir sumarleyfi skemmtilegt og afslappandi í senn. Veitingahús, kaffihús og kjörbúðir eru alls staðar og stutt er á næsta golfvöll. Ekkert mál er að komast í borðtennis, pílukast, hjólreiðar, froskköfun, snorkuköfun og alls konar tómstundaiðju aðra sem boðið er upp á í strandbæjum af þessu tagi. Þá er hægt að leigja bíl og sjá sig betur um. Stutt er til Manacor, höfuðstaðar Majorica-perlanna, auk þess sem  þar er að finna einn líflegasta götumarkað eyjarinnar. Enn styttra er til smábæjarins Porto Cristo, sem er frægur fyrir Drekahellana (Cuevas del Drach), einhverja fallegustu og tilkomumestu dropasteinshella í heimi.

Engum þarf að leiðast!

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 69 km
 • Miðbær: 68 km í miðbæ Palma
 • Strönd: Við ströndina
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnasundlaug
 • Íbúðir
 • Lyfta
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Sjónvarp: Gegn gjaldi

Fæði

 • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun