Iris apartments, Sa Coma

Vefsíða hótels

Einfaldar en vel búnar tveggja hæða íbúðir í hinum fallega og notalega strandbæ, Sa Coma. Hentugar fyrir fjölskyldur.

Þær eru á tveimur hæðum og byggðar umhverfis fallegan og vel hirtan sameiginlegan sundlaugargarð með góðri sólbaðsaðstöðu. Þær eru ýmist með tveimur eða þremur svefnherbergjum og hýsa minni íbúðirnar allt að fimm manns en sjö rúmast í þeim stærri. Rúmgóðir fataskápar eru í herbergjum. Í íbúðunum er loftkæling og öryggishólf, í setustofunni er sófi og sjónvarp. Eldhúsið er vel búið með helluborði, sambyggðum kæli- og frystiskáp, örbylgjuofni og öðrum nauðsynlegum eldhústækjum og áhöldum. Baðherbergi er með sturtuklefa og fylgja því handklæði og hárþurrka. Þráðlaust netsamband næst bæði inni í íbúðinni og úti í sundlaugargarðinum. Við allar íbúðirnar er sérverönd og útigrill.
Það er þrifið og skipt á handklæðum 2 x í viku og skipt á rúmum 1 x í viku. 

Það er engin móttaka á Iris, en kassi vinstra megin þegar komið er inn í garðinn og þar finna gestir nafnið sitt og bókstaf sem segir þeim hvaða hús þau fá.

Strandbærinn Sa Coma er á austurhluta Mallorca, um 70 km frá höfuðborginni Palma. Þótt bærinn sé ekki stór skortir dvalargesti ekkert af því sem gerir sumarleyfi skemmtilegt og afslappandi í senn. Tennisvöllur er við íbúðasamstæðuna og niður á strönd er aðeins fimm mínútna gangur.

Veitingahús, kaffihús og kjörbúðir eru í göngufæri. Sumum finnst golf bráðnauðsynlegur þáttur í sumarleyfi og golfvöllur er í aðeins 3ja km fjarlægð frá íbúðunum. Barnaleikvöllur er einnig skammt frá. Ekkert mál er að komast í sjóstangaveiði, á seglbretti, í eikjuróður, gönguferðir, hjólreiðar, veggtennis, froskköfun, snorkuköfun og margt fleira. Auðvitað er hægt að leigja bíl og sjá sig betur um – af nógu er að taka á þessum hluta eyjarinnar. Til dæmis er stutt til Manacor, 30.000 manna bæjar sem er annálaður fyrir framleiðslu vandaðra gerviperla, eða Majorica-perla, auk þess sem  í bænum er að finna einn líflegasta götumarkað eyjarinnar. Enn styttra er til smábæjarins Porto Cristo, sem er frægur fyrir Drekahellana (Cuevas del Drach), einhverja fallegustu og tilkomumestu dropasteinshella í heimi.

Það er sem sé nóg að gera, nóg við að vera!

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 69 km
 • Miðbær: 62 km til Palma
 • Strönd: Við ströndina
 • Veitingastaðir: Í nágrenninu

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Íbúðir
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í íbúðum
 • Íbúðir: með svefnplássi fyrir allt að 7 gesti
 • Gestamóttaka: Það er engin móttaka á Iris, en kassi vinstra megin þegar komið er inn í garðinn og þar finna gestir nafnið sitt og bókstaf sem segir þeim hvaða hús þau fá.

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun