Ponent Mar Hotel, Palmanova

Vefsíða hótels

Einstaklega flott íbúðahótel alveg við sjóinn í Palma Nova, aðeins 15 kílómetra vestur af höfuðborginni Palma. Vinsælt meðal Íslendinga árum saman.

Í Ponent Mar-hótelinu eru 156 íbúðir, ýmist stúdíó eða með einu svefnherbergi. Lyftur eru í hótelinu. Íbúðirnar eru bjartar og rúmgóðar með vönduðum innréttingum, flísalagðar og búnar loftkælingu, gervihnattasjónvarpi, tónlistarstöðvum, öryggishólfi, eldhúskrók með helluborði, ísskáp og öðrum nauðsynlegum eldhúsbúnaði. Þráðlaus netaðgangur er fáanlegur gegn gjaldi en frír netaðgangur er á almenningssvæðum. Baðherberginu fylgir hárþurrka og svalir eða verönd eru á öllum íbúðum. Þrifið er alla daga nema sunnudaga. Gott aðgengi er fyrir hreyfihamlaða í hjólastól.

Hótelinu hefur verið einstaklega vel við haldið og hefur marga fastagesti sem vilja hvergi annars staðar vera.

Loftkældur 200 manna veitingastaður er í hótelinu, samnenfndur því, þar sem borinn er fram fjölbreyttur morgunverður og kvöldverður á hlaðborði. Vista Mar er minni veitingastaður með frábærri sjávarsýn, þar sem kvöldverður með alþjóðlegum réttum og sérstökum barnamatseðli er í boði. Bellavista er veitingastaður við útisundlaugina þar sem gestir geta notið hádegisverðar í ferska loftinu með útsýni yfir Palma-flóann. Setustofubarinn er opinn frá morgni til miðnættis og þar er boðið upp á snarl  auk drykkja og skemmtidagskrár.

Nóg er við að vera. Útisundlaug með sólbaðsaðstöðu, bekkjum og sólhlífum, er við hótelið auk þess sem hægt er að grípa í billjard, borðtennis og pílukast á staðnum. Innisundlaug, líkamsræktarsalur, heilsulind og snyrtistofa eru í hótelinu. Aðeins eru þrír kílómetrar að næsta golfvelli og reiðhjólaleiga er í hótelinu. Ekki þarf að leita langt frekar en annars staðar á Mallorca til að komast í froskköfun, hellaskoðun, kajakróður, siglingar, útreiðar, vatnsskemmtigarða og fleira.

Palma Nova er aðeins í 15 km fjarlægð frá höfuðborginni Palma og þangað er auðvelt að komast. Í Palma renna nútíð og fortíð saman í eitt og þar er gaman að gleyma sér í gamla borgarhlutanum eða stórverslununum sem finnast víða í borginni.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 20 km
 • Strönd: 200 m
 • Miðbær: 16 km til Palma
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnaleiksvæði
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Íbúðir
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og gegn gjaldi í herbergjum

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun