Zafiro Rey Don Jaime, Santa Ponsa

Vefsíða hótels

Gott, vel búið og einkar fjölskylduvænt hótel rétt við ströndina í Santa Ponsa  með fjölbreyttar verslanir, bari og veitingastaði innan seilingar. 

Í hótelinu eru 417 herbergi sem rúma allt að 3 gesti. Hótelið er á fimm hæðum og auðvitað með lyftum. Herbergin eru rúmgóð, björt, búin traustlegum viðarhúsgögnum og öðru því sem þarf til að gera dvölina notalega, svo sem loftkælingu og sjónvarpi. Þráðlaus netaðgangur fæst gegn gjaldi og öryggishólf sömuleiðis. Á baðherbergi er hárþurrka og svalir eru á öllum herbergjum.  Öll herbergin verða gerð upp veturinn 2014/2015

Veitingastaður með hlaðborði er opinn fyrir morgunverð, hádegismat og kvöldverð. Sérstakt hlaðborð er fyrir börn. Setustofubar er í hótelinu þar sem upplagt er að sitja í næði yfir kaffibolla eða gosglasi á daginn eða slaka á yfir drykk eftir kvöldmat. Á sundlaugarbakkanum er annar bar þar sem hægt er að fá bæði drykki og snarl. 

Vel er séð fyrir þörfum barnanna og barnaklúbbur er strafræktur til þess að þeim leiðist ekki auk þess sem ekki er langt að fara í vatnsskemmtigarð eða sædýrasafn. Á kvöldin býður hótelið upp á ýmiss konar uppákomur.

Þeir gestir sem vilja gjarnan gera eitthvað fleira en að sleikja sólina þurfa ekki að örvænta. Nálægt hótelinu eru hvorki fleiri né færri en sjö tennisvellir og fótboltavöllur með gervigrasi er alveg við hótelið. Þá má nefna að þrír golfvellir eru í Santa Ponsa. Í hótelbyggingunni er leikjastofa með billjard, borðtennis og píluspjaldi. Þá eru ótalin ýmis ævintýri sem hægt er að rata í eins og loftbelgjaflug, froskköfun, hellaskoðun, kajakróður, siglingar, útreiðar og fleira.

Santa Ponsa er aðeins í 20 km fjarlægð frá höfuðborginni Palma og þangað gengur strætó á 45 mínútna fresti. Í Palma renna nútíð og fortíð saman í eitt og þar er auðvelt að gleyma sér í gamla borgarhlutanum eða stórverslununum sem finnast víða í borginni. 

Vinsamlega athugið að Santa Ponsa svæðið er hæðótt þannig að flest hótelin eru í smá halla. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 34 km
 • Miðbær: 26 km til Palma
 • Strönd: 200 m
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnasundlaug
 • Herbergi
 • Lyfta
 • Nettenging: Nettenging gegn gjaldi á sameiginlegum svæðum og herbergjum

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun