Houm Plaza by Son Rigo, Playa de Palma

Vefsíða hótels

Einfalt og gott íbúðahótel aðeins steinsnar frá strönd Palma-flóans með búðir, bari og veitingahús allt í kring

Hótelið er til húsa í þremur þriggja og fjögurra hæða byggingum með alls 125 íbúðum. Vistarverurnar eru allt frá stúdíói upp í tveggja svefnherbergja íbúðir. Allar ,,superior" íbúðir með einu og tveimur svefnherbergjum eru í aðalbyggingunni. ​Allar aðrar ,,standard" tveggja herbergja íbúðir eru í Son Rigo byggingunni og þar er ekki lyfta. Þær taka 5 manns, mest 3 fullorðnir en ,,superior" íbúðirnar taka 6 manns, mest 4 fullorðnir. ,,Standard" íbúðir með einu svefnherbergi hafa verönd sem snýr að garði. Í stofunni er svefnsófi. 
Allar íbúðir eru bjartar, þægilegar og flísalagðar, búnar loftkælingu, gervihnattasjónvarpi, síma og öryggishólfi. Ókeypis netaðgangur er alls staðar. Í eldhúskróknum er helluborð, ísskápur, örbylgjuofn, kaffivél, hraðsuðuketill og annað sem á heima í eldhúsi. Hreinlætisvörur fylgja baðherbergi. Svalir eða verönd eru á öllum íbúðum.

Veitingastaður er á hótelinu þar sem fram er reiddur morgunverður, bæði heitur og kaldur, innlendur og erlendur matur, bakkelsi, ávaxtasafi, kaffi og te. Á kvöldverðarhlaðborði er að finna grænmetisrétti og sérstakan mat fyrir börn úr innlendu og lífrænt ræktuðu hráefni auk úrvals annarra kaldra og heitra rétta.
Hægt að panta hálft fæði á staðnum. Snarlbar er við sundlaugarbakkann.

Hótelbyggingarnar standa í stórum, gróskumiklum og vel hirtum garði með tveimur sundlaugum.  Önnur laugin er umkringd sólbaðssvæði með bekkjum og sólhlífum og þar er ávallt líf og fjör. Hin er á rólegra svæði fyrir þá sem vilja slaka á í næði fyrir börnum og þeim ys og þys sem oft fylgir fjölskylduhótelum.
Gestir hafa aðgang að heilsulind, sána, nuddpotti og upphitaðri innisundlaug auk líkamsræktaraðstöðu.
Innritun er kl 14:00 og skila þarf íbúðum fyrir kl 11:00 á brottfarardegi.
Barnaklúbbur er starfræktur í hótelinu.

Marina Plaza-hótelið stendur á miðri „Pálmaströndinni“, Playa de Palma, svo að orkuboltana þarf ekki að skorta afþreyingu eða verðug viðfangsefni. Hraðbátar, seglbátar, seglbretti og sjóþotur eru um allt. Höfuðborgin Palma með öllum sínum sjarma er í fárra mínútna fjarlægð með bíl eða strætisvagni. Sædýrasafn og vatnsskemmtigarðar ekki langt undan og kylfingar þurfa ekki langt að fara til þess að sýna hvernig á að handleika kylfurnar. Þeim sem leiðist á Playa de Palma hlýtur að leiðast alls staðar.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 5 km
 • Miðbær: 11 km til Palma
 • Strönd: 100 m
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Íbúðir
 • Líkamsrækt
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í íbúðum
 • Lyfta: Það er einungis lyfta í Marina Plaza byggingunni, ekki Son Rigo.

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir

Fæði

 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun