Iberostar Jardín del Sol, Santa Ponsa

Vefsíða hótels

Flott og kyrrlátt hótel á fallegum stað við Santa Ponsa-víkina. Aðeins fyrir 16 ára og eldri.  Hótel fyrir rómantísk pör á öllum aldri, tilvalið í brúðkaupsferðir og aðrar tímamótaferðir.

Í Jardín del Sol-hótelinu eru 260 herbergi einkar rúmgóð af mismunandi stærð, 35 til 50 m2, í tveimur byggingum. Herbergin eru björt með þægilegum innréttingum og húsgögnum og hugsuð fyrir fólk sem komi er til að njóta lífsins og slaka á. Í herbergjum er loftkæling og upphitun, gervihnattasjónvarp, sími, þráðlaus netaðgangur (gegn gjaldi) og öryggishólf (gegn gjaldi). Í baðherbergi er nuddbaðker og sturta. Stórar svalir eru á herbergjum (8 m2), búnar húsgögnum, og þaðan er stórfenglegt útsýni út á sjóinn.

Bellevue-veitingastaðurinn í hótelinu býður upp á glæsilegt hlaðborð á morgnana og kvöldin og eins og nafnið bendir til er útsýni þaðan fagurt.
Á Café del Sol-barnum er boðið upp á létta rétti og snarl af matseðli frá morgni til miðnættis og að sjálfsögðu er enginn hörgull á ljúffengum drykkjum og kokteilum á þessum fína bar á nýuppgerðri verönd.
Vinsamlega athugið, á Iberostar hótelunum er krafa um snyrtilegan klæðnað. Ekki er leyfilegt að vera í sundfötum á veitingastöðunum. Á kvöldin í matsal er mælt með að gestir séu til dæmis ekki í stuttbuxum.
Star Prestige-barinn er bæði inni- og útibar, einkar fallega innréttaður með þægilegum húsgögnum og frábæru útsýni.

Útisundlaugar með góðri sólbaðsaðstöðu, bekkjum og sólhlífum, eru við hótelið.

Í Jardín del Sol er gestum boðið upp á asíska heilsulind þar sem hægt er að komast í jóga og hugleiðslu auk þess að njóta nudds af ýmsu tagi, andlitsmeðferðar og líkamsræktar.

Alls konar sjósport er auðvitað innan seilingar, til dæmis köfun, seglbrettabrun, sjóþotureið, kajakróður og fleira. Vatnsskemmtigarðar eru heldur ekki langt undan. Auðvelt er að komast í hjólreiðar og á hestbak.

Þeir, sem geta helst ekki skilið golfsettið við sig, eru vel settir. Hvorki fleiri né færri en fimm golfvellir eru í grennd við hótelið.
Ekki má gleyma höfuðborginni Palma. Þangað eru ekki nema um 20 km frá Santa Ponsa og er borgin heillandi blanda gamalla tíma og nýrra, með söfnum, minnismerkjum, verslunum, kaffi- og veitingahúsum og næturklúbbum.

Hótel fyrir rómantísk pör á öllum aldri, tilvalið í brúðkaupsferðir og aðrar tímamótaferðir.
Vinsamlega athugið að Santa Ponsa svæðið er hæðótt þannig að flest hótelin eru í smá halla. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 33 km
 • Miðbær: 25 km í miðbæ Palma
 • Strönd: 1 km
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds á sameiginlegum svæðum og í herbergjum gegn gjaldi
 • Herbergi: Öll herbergi eru með sjávarsýn

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun