Don Miguel Playa, Playa de Palma

Vefsíða hótels

Einfalt og þægilegt hótel á Playa de Palma, 450 metra frá ströndinni og stutt er í almenningssamgöngur. Sundlaug, tennisvellir og minigolf eru við hótelið.
Í hótelinu eru 84 vistarverur sem skiptast í 76 tveggja manna herbergi og átta þriggja manna herbergi. Allar vistarverur eru innréttaðar á einfaldan og smekklegan hátt, í dæmigerðum Mallorca-stíl, áklæði er með ljósu munstri og flísar eru á gólfum. Herbergin eru búin loftkælingu og upphitun, sjónvarpi með gervihnattarásum, síma og öryggishólfi gegn gjaldi. Við öll herbergin eru svalir búnar húsgögnum. Útsýni er ýmist yfir sundlaugargarðinn eða yfir tennisvellina. Þráðlaust netsamband er á herbergjum og í sameiginlegum rýmum gegn gjaldi.
Í hótelinu er hlaðborðsveitingastaður sem opinn er frá kl. 12 til 14 í hádeginu og frá kl. 19 til 21 á kvöldin. Þar eru bornir fram alþjóðlegir réttir og áhersla lögð á gæði og ferskleika. 

Við sundlaugina er góð aðstaða fyrir þá sem vilja slaka á og sleikja sólina, þar eru sólbekkir og sólhlífar. Ef þorsti sækir að er upplagt að setjast við sundlaugarbarinn og gæða sér á úrvali drykkja, áfengra sem óáfengra, og þar er einnig snarlbar. Setustofan er inn af barnum og þar er tilvalið að taka sér pásu frá geislum sólarinnar, þar er sjónvarp, billjarðborð og borðleikir. 

Hér er nóg að gera fyrir þá sem hafa yndi af hreyfingu. Líkamsræktaraðstaða er í hótelinu og fyrir þá sem kjósa hreyfingu úti við eru þrír tennisvellir og fimm spaðatennisvellir við hótelið. Þar eru einnig tveir sparkvellir og minigolfsvæði. Þá eru góðar gönguleiðir nálægt hótelinu. Leiksvæði er fyrir börnin.
Móttakan er opin allan sólarhringinn. Þar er boðið upp á gjaldeyrisskipti, töskugeymslu, þvottaþjónustu, hreinsun og strauningu. 
Hotel Don Miguel er góður kostur fyrir þá sem kjósa einfaldan en þægilegan gististað í rólegu umhverfi þó að ströndin sé í aðeins 450 metra fjarlægð með iðandi mannlífi, veitingastöðum og verslunum. Strætó stoppar spölkorn frá hótelinu og þaðan er hægt að komast á 20 mínútum inn í miðborg Palma. Aðeins tekur 10 mínútur að aka að næsta golfvelli. 

 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 8 km
 • Strönd: 450 m

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Nettenging: Gegn gjaldi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Hálft fæði
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun