Timor hotel, Playa de Palma

Vefsíða hótels

Mjög gott hótel á frábærum stað í hinu líflega Arenal-hverfi, aðeins 150 metra frá gylltri sandströndinni. Verslanir og veitingastaðir allt um kring.
Í hótelinu eru 240 bjartar vistarverur sem skiptast í tveggja og þriggja manna herbergi og svítur sem rúma tvo. Innréttingar eru smekklegar og stílhreinar, parkett er á gólfum. Allar vistarverur eru búnar loftkælingu og upphitun, síma, öryggishólfi og flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum. Smábar og þráðlaus nettenging eru í boði gegn gjaldi. Á baðherbergjum er hárþurrka og ókeypis baðvörur. Baðsloppar og strandhandklæði fylgja svítum. Svalir búnar húsgögnum eru við öll herbergi. Útsýnið er ýmist yfir himinblátt Miðjarðarhafið eða upp til fjalla og yfir lífið og fjörið í Arenal-hverfinu. 

Í hótelinu er hlaðborðsveitingastaður með ríkulegu úrvali heitra og kaldra rétta, spænskra jafnt sem alþjóðlegra. Í kaffiteríunni er hægt að fá létta rétti og ilmandi kaffidrykki. 
Í hótelgarðinum er sundlaug með afmörkuðu svæði fyrir börnin. Við laugina er hægt að væta þurrar kverkar og seðja sárasta hungrið á snarlbarnum. Sólbaðsaðstaðan er hin fínasta með sólbekkjum og sólhlífum. Fimm daga vikunnar er skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna, með fjölbreyttri afþreyingu og lifandi tónlist, diskótek á kvöldin. Sérstakt leiksvæði er fyrir börnin úti og leikherbergi inni á hótelinu. 

Þeir sem vilja taka sér smá hvíld frá geislum sólarinnar geta tekið góðan sundsprett í innilauginni. Þar er einnig nuddpottur, gufubað og hin ágætasta líkamsræktaraðstaða. Hægt er að panta tíma í nuddi og ef sólin lætur ekki sjá sig er hægt að leggjast í ljósabekk. 
Móttakan er opin allan sólarhringinn, þar er töskugeymsla, gjaldeyrisskipti, þvottahús og þurrhreinsi- og strauþjónusta. Einnig er hægt að leigja hjól og fá góðar upplýsingar hjólaleiðir í nágrenninu.

Hotel Timor er á besta stað í hinu líflega Arenal-hverfi þar sem mannlífið er fjörugt og verslanir og veitingastaðir eru á hverju strái. Örstutt er á gyllta Palma-ströndina og skamman tíma tekur að komast með almenningssamgöngum inn í miðborg Palma. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 10 km
 • Miðbær: Í hinu líflega Arenal hverfi
 • Strönd: Örstutt að ganga á ströndina
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Líkamsrækt
 • Nettenging: Gegn gjaldi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Minibar: Gegn gjaldi

Fæði

 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun