Tórínó

Sælkeraborg umkringd Alpafjöllunum

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Stórkostlegar barokkhallir og fallegir garðar

Beint flug með Icelandair
Haustferð 31. október - 4. nóvember

Fararstjóri: Guðmundur V. Karlsson

Ólík öðrum borgum á Ítalíu

Það er eitthvað við breiðstrætin með trjám á báðar hendur sem minnir á París og virðuleg kaffihúsin í art nouveau stíl sem minnir á Vínarborg, en enginn þarf að velkjast í vafa um að Tórínó stendur fyllilega fyrir sínu þar sem hún hvílir tignarlega umkringd Alpafjöllunum. 

Tórínó er ólík öðrum borgum Ítalíu, einkum í byggingarstíl og borgarskipulagi. Hér standa stórkostlegar barokkhallir og torg í röðum, bogagöng og fallegir garðar. Á vorin er fegurðin ólýsanleg þegar nýlaufguð trén sem standa í röðum með bökkum árinnar Pó og garðarnir þar um kring njóta sín til fulls. 

Piemontehérað

Tórínó er fæðingarstaður Ítalíu eins og við þekkjum hana. Það var hér í Piemontehéraði sem hinn slóttugi greifi af Cavour og kumpánar hans víluðu og díluðu um endurreisnina, sameiningu Ítalíu. Tórínó, sem verið hafði höfuðborg konungsríkis Savojaættarinnar, varð því fyrsta höfuðborg konungsveldisins Ítalíu árið 1861 og gegndi því hlutverki í nokkur ár.
Það var einnig í Tórínó sem sú snilldarhugmynd fæddist að selja almenningi súkkulaði á föstu formi, hér hefur einn helgasti dómur kirkjunnar, líkklæði Krists, verið varðveittur um aldaraðir, hér kom metsölubíllinn Fiat fyrst á götuna og Tórínó er heimaborg eins frægasta knattspyrnuliðs í heimi, Juventus. Þá verður að nefna að í borginni eru yfir 40 söfn, mörg hver á heimsmælikvarða. 

Mole Antonelliana

Helsta kennileiti Tórínó er Mole Antonelliana við Via Montebello. Byggingin er 167 metra há og minnir einna helst á blöndu af Eiffelturninum og Chrysler-byggingunni bandarísku. Hún var reist árið 1863 sem bænahús gyðinga en hýsir nú eftir vel heppnaðar endurbætur Kvikmyndasafn Ítalíu.

Tónlist og næturlíf

Næturlífið í Tórínó er líflegt og úr nægu er að velja. Landsþekktar og heimsfrægar stjörnur halda reglulega tónleika í bland við minna þekktar hljómsveitir heimamanna, klúbbar eru opnir fram undir morgun og tónlistarhátíðirnar margar. Tónlistarflutningurinn er ekki bundinn bara við kvöldin því að ekki er óalgengt að ganga fram á heilu hljómsveitirnar, fiðluleikara eða gítarsnillinga leika listir sínar á næsta götuhorni. 
Ef leiðin liggur út á lífið gæti verið sniðugt að byrja á fordrykk við undirleik plötusnúða á veitingastað eða bar við Piazza Vittorio Veneto eða í Quadrilatero- eða San Salvario-hverfunum. Í San Salvario er líflegt fjölmenningarsamfélag og síðastliðin ár hefur hverfið komist í tísku meðal yngra fólks sem sækir í fjölbreytileikann í veitingastöðum, börum og klúbbum. Vert er að hafa í huga að í Tórínó mætir enginn á næturklúbb fyrir miðnætti. Meðal vinsælustu staðanna eru Bunker, Hennessy, Big Club, Hiroshima Mon Amour, klúbbarnir í Docks Dora og barirnir og klúbbarnir í nágrenni við Valentino-garðinn og meðfram ánni Pó. Valið stendur um tónlist að hætti dj hússins eða lifandi djass, blús, sígaunadjass, rokk, raftónlist, house, R&B, hipphopp, ska og jafnvel pönk.

Vekjum athygli á gistináttaskatti sem borgaryfirvöld í Tórínó innheimta af ferðamönnum. Þetta eru €2,8 Evrur á mann á nótt ef gist er á 3* hóteli og €3,7 á mann á nótt ef gist er á 4* hóteli. Þessi skattur greiðist beint til hótels við brottför. Verð er birt með fyrirvara um breytingar. 

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél Turin airport

  4

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  EUR

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði