Frá Róm til Barcelona, Gott fólk 60Plús

Þægileg sigling um Miðjarðarhafið

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband

Myndagallerí

Sérstaklega skipulögð ferð fyrir Gott fólk 60Plús

Celebrity Constellation 
4. – 17.maí 2018
Fararstjóri: Lilja Jónsdóttir

Róm og Napolí, Ítalíu – Catanía, Sikiley – Valetta, Möltu  - Palma, Mallorca -  Cartagena, Spáni – Gíbraltar, Stóra Bretlandi og Barcelona Spáni.

Stutt ferðalýsing

Flogið er til Rómar með millilendingu í London. Dvalið er í Róm í 3 nætur og farnar skoðunarferðir í Péturskirkjuna, Vatikan safnið, Colosseum og um Forum Romanum. Stigið um borð í Celebrity Constellation og siglt til Napolí og svo áfram til Sikileyjar.  Eftir dag á siglingu er komið til Valletta á Möltu og þá liggur leiðin til Palma, höfuðborgar Mallorca, Cartagena og Gíbraltar.
Við fáum annan dag á siglingu áður en komið er til hafnar í Barcelona, þar sem gist er um borð síðustu nóttina.

Um skipið

Celebrity Constellation er í svokölluðum „Millennium“ flokki hjá Celebrity Cruises, sem er næst hæsti klassi skipafélagsins. Innréttingar skipsins einkennast af marmara, klassískum viðarinnréttingum og gleri. Allur aðbúnaður og vistarverur bera vott um gæði og glæsileika. Skipið er tæplega 300 metrar á lengd og með rými fyrir liðlega 2.000 farþega.  Barir, veitingasalir, leiksýningar, skemmtanir, ótrúleg heilsulind og ótal aðrir afþreyingarmöguleikar, að ógleymdri fyrsta flokks þjónustunni sem fæst um borð, gera siglingu með Celebrity Constellation ógleymanlega. Í maí 2010 fór skipið í klössun og var allt tekið í gegn. 


celebrity_constellation6.jpg

Flugtafla

Flugnúmer Dags Brottför Kl. Áfangastaður Lending
BA 801 4.maí Keflavík 10:40 London 14:55
BA   558 4.maí London 18:35 Róm 22:10
VY 8560 17.maí Barcelona 19:25 Keflavík 21:55

Siglingaleið

Dagur Viðkomustaður (höfn) Koma Brottför
7.maí Róm (Civitavecchia), Ítaliu   17:00
8.maí Napolí, Ítalíu 07:00 18:00
9.maí Catania, Sikiley 10:00 19:00
10.maí Valletta, Möltu 07:00 18:00
11.maí Á siglingu    
12.maí Palma, Mallorca 09:00 18:00
13.maí Cartagena, Spáni 08:00 19:00
14.maí Gibraltar 14:30 22:00
15.maí Á siglingu    
16.maí Barcelóna 07:00  
17.maí Barcelóna    

Dagskrá og ferðatilhögun:

Föstudagur 4. maí, Keflavík – London – Róm. 
Flogið til Rómar með millilendingu á London Heathrow. Áætluð lending er kl. 22:10. Ekið á hótel Ariston sem er gott og vel staðsett 4ra stjörnu hótel, vinsælt og vel látið af farþegum VITA. Gist á hótel Ariston í 3 nætur.


celebrity_constellation_rome_vatican_st_peters_basilica_2.jpg

Laugardagur 5. maí, Róm.  
Borgin eilífa hefur hún verið kölluð og ber nafn með rentu. Rómaborg hefur um aldir verið sögusvið keisara, páfa og pílagríma sem lagt hafa leið sína til borgarinnar í gegnum aldirnar. Engin borg stenst samanburð við Róm þegar kemur að sögufrægum stöðum og byggingum. Hér er Péturskirkjan, Vatíkanið, Sixtínska kapellan með stórkostlegum málverkum eftir Michelangelo og aðra listamenn, Rómartorgið eða Foro Romano, Kólósseum, Panþeon og Navónutorg. Hér skópu frægustu meistarar endurreisnarinnar og barrokktímans sín fegurstu verk sem gera borgina að risavöxnu listasafni. Róm er líka borg hinna glæsilegu gosbrunna og er Trevíbrunnurinn líklega þekktastur eftir að Fellini notaði hann í atriði í mynd sinni Hið ljúfa líf, La Dolce Vita.

Róm er ein af háborgum tískunnar og engir eru Ítölum fremri þegar kemur að hönnun og tísku. Það er gaman að versla í Róm, hvort sem er í verslunum heimsfrægra hönnuða, eða í freistandi sérverslunum við Spænsku tröppurnar eða á hinum líflega flóamarkaði, Porta Portese.


celebrity_constellation_rome_colosseum.jpg

Skoðunarferð: Vatikanið, Sixtínska Kapellan og Péturskirkjan
Við hefjum ferðina á því að skoða Vatíkansafnið sem hýsir stórkostlegustu verk klassíska tímans og endurreisnarinnar. Úr Vatíkansafninu er gengið í Sixtínsku kapelluna þar sem margrómuð verk endurreisnarinnar prýða veggina. Stórkostlegastar af þeim öllum eru loftmynd Michelangelos af sköpun heimsins og mynd hans af dómsdegi á gaflinum fyrir ofan altari páfa. Að skoða þessi verk er vart með orðum lýst. Þaðan er gengið í eina stærstu og fegurstu kirkju kristninnar, Péturskirkjuna, sem er helgasta kirkjan í kaþólskum sið og reist yfir gröf Péturs postula. Ferðin endar rétt hjá torginu Piazza Navona, en þar er upplagt að borða hádegisverð. Eftir það er frjáls tími til að njóta miðborgarinnar og allir fara heim á hótel þegar þeim hentar.

Sunnudagur 6. maí.  Róm, skoðunarferð: Hálfs dags ferð að skoða Kólosseum og Forum Romanum
Ekið er að voldugasta hringleikhúsi heims, Kólosseum. Það er í senn tákn borgarinnar en einnig þess tíma þegar þrælar og kristnir menn þurftu að berjast fyrir lífi sínu meðan æstur múgurinn hrópaði á meira blóð. Bygging Kólosseum hófst rúmlega 70 e. kr. en talið er að féð til byggingarinnar hafi komið úr ránsfeng úr musteri gyðinga í Jerúsalem. Kólosseum er í dag einn af helgireitum kaþólsku kirkjunnar því samkvæmt sögutúlkun hennar var hér kristnum mönnum miskunnarlaust slátrað borgarbúum til skemmtunar. Þegar mannvirkið er skoðað undrast maður tækni og listfengi Rómverja fyrir tvö þúsund árum. Frá Kólosseum er gengið út á gamla rómverska torgið, Forum Romanum, þar sem fornminjarnar eru skoðaðar, en þetta er eitt stærsta fornleifasafn heims og allt utanhúss. Þaðan er gengið upp á Kapitolhæð þar sem m.a. ráðhús Rómar stendur í dag. Ekið til baka á hótelið, en þeir sem vilja geta verið eftir í bænum og farið heim á eigin vegum.

Mánudagur 7. maí. Ekið frá Róm til Citiavecchia og lagt úr höfn
Eftir morgunverð er tékkað útaf hótelinu og ekið til bæjarins Citiavecchia og tekur aksturinn liðlega eina klukkustund. Komum að höfninni um kl.13:00 og þar bíður skemmtiferðaskipið Celebrity Constellation okkar. Innritun fer fram við skipshlið og gengið eru um borð þar sem ljúffengur hádegisverður er til reiðu.


celebrity_constellation_rome_castel_santangelo.jpg

Þriðjudagur 8.maí. Napolí
Napolí er fræg hafnarborg og er þriðja stærsta borgin á Ítalíu. Í miðborginni má sjá gamlan arkitektúr, þar á meðal 13. aldar virki Castel Nuovo, Piazza della Borsa og Piazza Plebiscito.  Borgin hefur að geyma margar mjög fallegar byggingar, bæði frá tímum Grikkja og Rómverja og er þétt byggð og litrík.  Napolí er þekkt fyrir einstaka matarmenningu sem spannar þá helst pizzur, pasta, sjávarfang og einstaklega gott kaffi.  Frá Napolí sést bæði eyjan Capri og eldfjallið fræga Vesúvíus. Það tekur innan við eina klukkustund að aka að hinni fornu borg Pompeii sem fór undir ösku úr fjallinu árið 79 fyrir Krist.


napoli_italy_12.jpg

Miðvikudagur 9.maí. Sikiley
Borgin Catania liggur við rætur Etnu, stærsta eldfjalls í Evrópu, á austurströnd Sikileyjar. Auk þess að vera glæsileg og nútímaleg er borgin ein af miðstöðvum tækniiðnaðar í Evrópu. Barokkstílinn er allsráðandi í byggingarlistinni en hér eru einnig miðaldakastalar, rómversk hringleikahús og lífleg menningar- og listamiðstöð. Fyrsti háskólinn á Sikiley var stofnaður hér árið 1434. Ursino-kastalinn sem byggður var á 13. öld hýsir nú stórt safn. Á dómkirkjutorginu í hjarta borgarinnar stendur helsta og merkilegasta kennileiti borgarinnar, Fílagosbrunnurinn sem, merkilegt nokk, var byggður árið 1736 úr hraungrýti og fornegypskri broddsúlu. Sjón eru sögu ríkari.


sikiley_old_town.jpg

 

Fimmtudagur 10.maí. Malta
Í miðju Miðjarðarhafinu er þessi litla eyja sem er á siglingarleið þeirra sem fara í gegn um hafið. Valletta er höfuðborgin þar sem skipið leggst við bryggju kl. 08:00. Árið 1528 afhenti Charles V af Spáni Möltu til Riddarana af St. John. Margar áhugaverðar kalksteinsbyggingar og virkisveggir frá riddurunum hafa varðveist vel og gera Valletta einfaldlega stórfenglega að upplifa í dag. Þegar farið er um borgina að aðal torginu er farið framhjá mörgum fornum byggingum og upp að St. John‘s dómkirkjunni þar sem má sjá minjar um marga af riddurunum.


malta_shutter_10.jpg

Föstudagur 11.maí. Á siglingu
Njótið þess að skoða skipið og svo má t.d. leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð, eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur.
Matur og drykkur allan daginn, svo bíða 3ja rétta kvöldverðir og glæsilegar sýningar á kvöldin.


celebrity_constellation_millenium_class.jpg

Laugardagur 12.mai. Palma, Majorca
Palma er heillandi borg með breiðstræti, þröngur göngugötur, litlar og snotrar verslanir og verslunarmiðsöðina PORTO PI. Ýmis þekkt söfn eru í og við Palma, t.d. Museu de Mallorca þar sem gefur að líta mörg sagnfræðilega mikilvæg verk er lúta að Mallorca. Annað safn sem vert er að heimsækja er safn verka tileinkað katalónska listamanninum Joan Miró. Dómkirkjan gnæfir yfir borgina og þaðan er mikið og fagurt útsýni yfir höfnina, þar sem hundruðir lystisnekkja liggja.


palma_mallorca_4.jpg

Sunnudagur 13.maí. Cartagena
Þeir gleyma því seint sem njóta hrífandi útsýnisins yfir ljúffengum málsverði meðan skipið nálgast Spánarstrendur. Þegar gengið er frá borði bíða stórkostleg ævintýri undir og yfir og allt um kring. Hafnarborgin Cartagena liggur á suðausturströnd Spánar, umlukin fimm hæðum sem mynda náttúrulegt hafnarstæði. Cartagena, eða Nýja-Karþagó, var höfuðvígi Karþagómanna þegar þeir réðu lögum og lofum á Spáni fyrir Krist og nefndu þeir hana því eftir höfuðborg sinni. Sagan, allt aftur til fornaldar, drýpur því af hverju strái á hafnarsvæðinu. Borgin er umlukin múrum, virkisveggir umkringja höfnina og víða má sjá rómverskar rústir.
Það er heillandi og því gott að gefa sér góðan tíma til að rölta eftir þröngum götunum sem eru svo einkennandi fyrir gamla bæjarhlutann eða slaka bara á og setjast niður á einu af kaffihúsunum, börunum eða veitingastöðunum við sjávarsíðuna.


cartagena_spain_2.jpg

Mánudagur 14.maí. Gíbraltar
Þó að Gíbraltar sé aðeins lítill skagi við suðurenda Costa del Sol á Spáni hefur þessi útvörður breska heimsveldisins gegnt veigamiklu sögulegu hlutverki vegna klettsins fræga því að þaðan sést yfir tvö hafsvæði og tvær heimsálfur.
Skoðunarferð um þennan syðsta odda Evrópu, með Atlantshafið á aðra hönd og Miðjarðahafið á hina, er hreint ógleymanleg. Staðsetning Gíbraltarkletts hefur gert hann að einu mikilvægasta hernaðarlega höfuðvígi heims í gegnum aldirnar. Það er óhætt að kalla það að vera á toppi tilverunnar að standa í 426 metra hæð og virða fyrir sér óviðjafnanlegt útsýnið sem nær alla leið til Afríku, yfir spænsku sveitirnar og strandlengju Costa del Sol og bæinn sem breiðir úr sér fyrir neðan klettinn.


gibraltar_sigling_skemmtisigling_2.jpg

Þriðjudagur 15. maí. Á siglingu
Síðasti dagurinn og um að gera að njóta þess að fara í heilsulindina þar sem hægt er að láta dekra við sig, eða jafnvel að taka á því í heilsuræktinni. Alltaf mikið um að vera í verslunum, vörur á tilboðum og svo er  kannski er einhver bar sem ekki hefur tekist að heimsækja.


celebrity_constellation_australia_sydney.jpg

Miðvikudagur 16. maí. Barcelona
Barcelona á norðaustanverðum Spáni, um 145 km sunnan landamæra Spánar og Frakklands.  Gestir þyrpast til borgarinnar frá öllum heimshornum til að njóta sérstöðu hennar, menningar og fegurðar. Þegar H.C. Andersen kom til Barcelona árið 1862 lét hann svo um mælt að borgin væri „París Spánar“. Það geta margir tekið undir. Borgin er mikils háttar menningarsetur með heillandi sögu. Þar er alls staðar að finna góða veitingastaði, sjarmerandi kaffihús, minjasöfn og merkar byggingar auk stórkostlegra dæma um skreyti- og byggingarlist í módernískum og „art nouveau“-stíl
Celebrity Constellation kemur til hafnar í Barcelona kl. 7:00 að morgni en gist er eina nótt í skipi í höfninni í Barcelona.  Farið verður í göngurferð með fararstjóra um borgina. Gengið um hina frægu Römblu og einnig í Gotneska hverfið og að höfninni.


barcelona_1.jpg

Fimmtudagur 17. maí. Barcelona, heimferð
Tékkað er úr skipi og farið er skoðunarferð um borgina áður en haldið er á ekið er á flugvöllinn.  Brottför er áætluð kl. 19:25 og lending í Keflavík kl. 21:55.

Sjá nánari ferðalýsingu

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband
  • Veðrið

  • Gjaldmiðill

    Evra

    Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði