The suites at Beverly Hills, Los Cristianos

Vefsíða hótels

Einfalt, snyrtilegt og þægilegt íbúðahótel á Los Cristianos svæðinu. Fjölbreytt þjónusta og andrúmsloftið er afslappað. Verslanir og veitingastaðir í nálægum götum.

Í hótelinu eru 244 bjartar íbúðir, sem skiptast í stúdíó sem henta tveimur og íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum fyrir allt að sex einstaklingum. Innréttingar eru klassískar, einfaldar og hlýlegar. Flísar eru á gólfum. Loftkæling, sími, flatskjársjónvarp, öryggishólf, straujárn og -borð og þráðlaus nettenging er í öllum íbúðum. Í stúdíóbúðum er góður borðkrókur, eldhúskrókur með kaffivél, hellum, ofni, hraðsuðukatli, brauðrist, örbylgjuofni og öllum viðeigandi eldhúsáhöldum. Í stærri íbúðum er fullbúið eldhús með öllu tilheyrandi. Baðherbergin eru rúmgóð og fín, sérstaklega í stærri íbúðum, og alls staðar fylgir hárþurrka. Við allar vistarverur eru svalir eða verönd búin húsgögnum.

Veitingastaðurinn Piazza er við hliðina á móttökunni og þar er borið fram ríkulegt morgunverðarhlaðborð alla morgna og hádegisverður og kvöldverður af hlaðborði og af matseðli. Þar að auki er hægt að gæða sér á léttum réttum og ljúffengum drykkjum fram á kvöld og djamma fram á nótt á næturklúbbnum, sem best er að taka fram að er einstaklega vel hljóðeinangraður. Þeir sem kjósa að sjá ekki sjálfir um eldamennskuna geta verið í hálfu fæði á hótelinu

Í hótelgarðinum eru tvær sundlaugar með ágætri sólbaðsaðstöðu með sólbekkjum og sólhlífum. Líkamsræktaraðstaða er í hótelinu, tveir veggtennisvellir og keilusalur auk leiksvæðis fyrir börnin.  
Í móttökunni er boðið upp á þvotta- og þurrhreinsiþjónustu og þar er einnig bíla- og hjólaleiga.

Hótelið er á Los Cristianos svæðinu og er staðsett aðeins uppi í hlíð þannig að það er um 20 mínútna gangur niður á strönd. Þeir sem leggja ekki í gönguna þurfa þó ekki að hafa áhyggjur því að á um klukkustundar fresti er ókeypis skutluþjónusta til og frá ströndinni, í miðbæinn og iðandi mannlífið á Amerísku ströndinni. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 15 km
 • Miðbær: Á Los Cristianos svæðinu
 • Strönd: Um 20 min gangur niður á strönd
 • Veitingastaðir: Í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnaleiksvæði
 • Gestamóttaka
 • Íbúðir
 • Líkamsrækt
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði
 • Án fæðis