fbpx Umhverfisstefna VITA | Vita

UM VITA

Á þessum síðum finnur þú allar upplýsingar um VITA, nýjustu tilboðin, ferðaskilmála, upplýsingar um hópabókanir og fleira.

Umhverfisstefna VITA

VITA gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart umhverfinu, leggur metnað sinn í að umgangast umhverfið af nærgætni og leitar ávallt leiða til að lágmarka umhverfisáhrif frá starfsemi félagsins.

VITA kýs að sýna samfélagslega ábyrgð og vernda umhverfið. Við viljum vera góð fyrirmynd og leiðandi á markaði.

VITA leggur áherslu á að bjóða góða þjónustu jafnframt því að vinna stöðugt að umbótum í umhverfismálum.

Markmið:

•    Fara vel með auðlindir, draga úr úrgangi og auka endurvinnslu.
•    Setja mælanleg markmið um árangur í umhverfismálum.
•    Velja vörur og þjónustu með tilliti til umhverfissins jafnt sem kostnaðar og gæða.
•    Fara að kröfum ISO 14001 staðalsins og bæta stöðugt virkni umhverfisstjórnunarkerfisins.
•    Fylgja viðeigandi lögum og reglugerðum er varðar umhverfismál sem og setja sér kröfur sem ganga lengra eftir því sem við á. 
•    Fræða starfsfólk, þjónustuaðila og viðskiptavini fyrirtækisins um umhverfismál og hvetja til aukins árangurs á þessu sviði.

Spurningar eða kvartanir vegna umhverfismála berist til [email protected]

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun