fbpx Icelandair VITA | Vita

VITA - ferðaskrifstofa í eigu Icelandair Group

Icelandair VITA

VITA verður Icelandair VITA

Summary texti fyrir body

Undanfarin misseri höfum við unnið að samþættingu þjónustu Icelandair og VITA en nú stígum við nýtt skref í ferlinu og kynnum stolt til sögunnar uppfært merki Icelandair VITA. Með samþættingunni sameinast þekking og drifkraftur starfsfólks Icelandair og VITA til að skapa draumaferðir fyrir alla þá sem vilja nálgast flug, gistingu og afþreyingu á einum stað.

Samþættingin mun veita okkur spennandi tækifæri til að efla þjónustu við pakkaferðir og auka vöruframboð enn frekar í takt við þarfir og óskir viðskiptavina. Icelandair VITA mun halda áfram að bjóða upp á borgarferðir með flugi og hóteli, fjölbreyttar sérferðir ásamt hreyfi-, skíða- og sólarlandaferðum bæði í leiguflugi og áætlunarflugi. Þær ferðir sem seldar hafa verið undir merkjum VITA Golf verða hluti af Icelandair VITA og munum við áfram vinna þær ferðir í góðu samstarfi við Peter Salmon og hans fólk.

Nú geta viðskiptavinir nálgast pakkaferðir bæði á heimasíðu VITA og Icelandair en einnig er hægt að hafa samband við þjónustudeild Icelandair VITA eða mæta í ferðaráðgjöf til okkar á Flugvallarveginn. Það er margt spennandi í farvatninu og mörg tækifæri til framtíðar. Við hlökkum til ferðasumarsins með ykkur.


icelandair-vita-logo_screen_hex_color_positive_transparent2x.png

 

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun