Golfskóli
Golfskóli í boði á Islantilla, Morgado og Valle del Este!
Myndagallerí
GOLFSKÓLI
Í golfskóla okkar er aðaláhersla lögð á að nemendur nái góðri færni í grunnatriðum.
Grip – Stöðu – Jafnvægi. Að námskeiði loknu verði allir nemendur betri golfarar og hafa meiri ánægju og kunnáttu á golfi. Samhliða tæknilegri þjálfun fer fram bókleg fræðsla um golf, s.s. golfleikinn, golfvellina, siðareglur, framkomu á golfvelli og forgjöfina. Líkamleg og andleg þjálfun, upphitun fyrir golfhring, teygjuæfingar og létt styrktarþjálfun.
Okkar markmið er að allir njóti sín sem best á golfvellinum. Við gerum þig að betri kylfingi.
Í golfskólanum lærirðu mikið um golf og umfram allt, á skemmtilegan máta. Það er gaman í golfi og það er gaman í golfskólanum.
Þeir sem eru lengra komnir geta bókað sig í einkatíma eða örkennslu, þar sem gerðar eru fínstillingar til að bæta leikinn.
Markmið golfskólans er að allir nemendurnir nái færni í grunnatriðum golfsveiflunnar, vippsins og púttsins og að þeir geti leikið golf á góðum hraða og haft gaman af.
-
Veðrið
-
Flugtími
Kef Fao
4
Morgunflug