Eftir aðeins rúmlega fjögurra klukkustunda beint flug ertu kominn til paradísareyjarinnar Madeira, um 520 km vestur af Afríkuströndum. Hér er allt annar heimur. Þessi tignarlega eldfjallaeyja, umlukin hitabeltisandrúmslofti, hefur mikið aðdráttarafl.
Friðsæld, fallegt landslag og fjölbreyttur gróður ásamt afar mildu veðurfari, heillar og laðar til sín ferðamenn víða að. Madeira er frekar lítil portúgölsk eyja, tæplega 800 ferkílómetrar, en saga hennar er afar forvitnileg. Eyjan sjálf og nálægu eyjarnar Porto Santo og Desertas eyjar voru mikilvæg bækistöð hins mikla landkönnunar- og nýlenduveldis Portúgala fyrr á öldum og drógu að sér sæfara og drekkhlaðin kaupskip sunnan úr heimi. Þá sem nú er hér létt yfir öllu og gaman að vera. Við mætum dugmiklum og fjörugum eyjarskeggjum og fjölbreyttu mannlífi í höfuðborginni Funchal sem og í hinum fjölmörgu þorpum inni á eyjunni þar sem lífið gengur samt í allt öðrum takti og andrúmsloftið er annað.
Funchal, sem stendur við skínandi klettastrendur Atlantshafsins, er fjölskrúðug og falleg borg með um 112.000 íbúa. Yfir borginni gnæfa háir og klettóttir fjallatindar. Funchal er gömul nýlenduborg, lifandi og skemmtileg. Steinlagðar gangstéttir og þröngar götur einkenna bæinn og endurnýjuð gömul hús standa við hlið nýtísku kaffihúsa og glæstra veitingastaða. Hér eru líka fyrirtaks hótel og iðandi fjörugt og margrómað næturlíf. Borgin er nútímaborg með fágað yfirbragð.
Hótelsvæðið Lido
Flest hótelin eru í hótelhverfinu Lido, sem teygir sig 3 km í vesturátt frá Funchal, og rétt vestan við það er ein besta verslunarmiðstöð á Madeira, „FORUM MADEIRA.“ Hverfið er samvaxið Funchal og í góðu göngufæri. Í Lido skiptast á hótel, kaffihús, veitingastaðir og verslanir. Flestar verslanirnar eru í litlum (eða meðalstórum) verslunarhúsum.
Framleiðsla Madeira-vína er aldagömul hefð á eyjunni en framleiðsla borðvína hefur verið í lágmarki. Madeira-vínin eru af ýmsum toga og eru sum drukkin sem listaukandi fordrykkur eða þá sem meltingarbætandi drykkur eftir mat og svo gjarnan með kaffinu að aflokinni máltíð. Nú á dögum er vínið hitað upp og geymt í hita til þess að auka gæðin. Madeiravín má geyma ótrúlega lengi eftir að flöskurnar hafa verið opnaðar, allt að einu ári án þess að það skemmist. Madeiravínflöskur má einnig geyma ótrúlega lengi lokaðar, allt að 150 árum.
Matargerð Madeirabúa einkenndist lengi af kröftugum og staðgóðum mat enda þurfti að seðja bændur og fiskimenn sem unnu hörðum höndum. Eyjarskeggjar voru of fátækir til þess að tími væri til að fága matargerðarlistina með fínum kryddjurtum og öðru snurfusi. Á dýrum hótelum í gamla daga var þess vegna boðið uppá gómsæta rétti frá meginlandinu. Á veitingahúsum í dag er að sjálfsögðu boðið upp á allt, alþjóðlega rétti og madeiríska. Fiskréttirnir héðan þykja prýðilegir, einnig t.d. grillað nautakjöt á teinum.
Madeira er skemmtilegur og fallegur staður heim að sækja með fjörmikið og fjölbreytilegt mannlíf.
Eftir aðeins rúmlega fjögurra klukkustunda beint flug ertu kominn til paradísareyjarinnar Madeira, um 520 km vestur af Afríkuströndum. Hér er allt annar heimur. Þessi tignarlega eldfjallaeyja, umlukin hitabeltisandrúmslofti, hefur mikið aðdráttarafl.
Friðsæld, fallegt landslag og fjölbreyttur gróður ásamt afar mildu veðurfari, heillar og laðar til sín ferðamenn víða að. Madeira er frekar lítil portúgölsk eyja, tæplega 800 ferkílómetrar, en saga hennar er afar forvitnileg. Eyjan sjálf og nálægu eyjarnar Porto Santo og Desertas eyjar voru mikilvæg bækistöð hins mikla landkönnunar- og nýlenduveldis Portúgala fyrr á öldum og drógu að sér sæfara og drekkhlaðin kaupskip sunnan úr heimi. Þá sem nú er hér létt yfir öllu og gaman að vera. Við mætum dugmiklum og fjörugum eyjarskeggjum og fjölbreyttu mannlífi í höfuðborginni Funchal sem og í hinum fjölmörgu þorpum inni á eyjunni þar sem lífið gengur samt í allt öðrum takti og andrúmsloftið er annað.
Funchal, sem stendur við skínandi klettastrendur Atlantshafsins, er fjölskrúðug og falleg borg með um 112.000 íbúa. Yfir borginni gnæfa háir og klettóttir fjallatindar. Funchal er gömul nýlenduborg, lifandi og skemmtileg. Steinlagðar gangstéttir og þröngar götur einkenna bæinn og endurnýjuð gömul hús standa við hlið nýtísku kaffihúsa og glæstra veitingastaða. Hér eru líka fyrirtaks hótel og iðandi fjörugt og margrómað næturlíf. Borgin er nútímaborg með fágað yfirbragð.
Hótelsvæðið Lido
Flest hótelin eru í hótelhverfinu Lido, sem teygir sig 3 km í vesturátt frá Funchal, og rétt vestan við það er ein besta verslunarmiðstöð á Madeira, „FORUM MADEIRA.“ Hverfið er samvaxið Funchal og í góðu göngufæri. Í Lido skiptast á hótel, kaffihús, veitingastaðir og verslanir. Flestar verslanirnar eru í litlum (eða meðalstórum) verslunarhúsum.
Framleiðsla Madeira-vína er aldagömul hefð á eyjunni en framleiðsla borðvína hefur verið í lágmarki. Madeira-vínin eru af ýmsum toga og eru sum drukkin sem listaukandi fordrykkur eða þá sem meltingarbætandi drykkur eftir mat og svo gjarnan með kaffinu að aflokinni máltíð. Nú á dögum er vínið hitað upp og geymt í hita til þess að auka gæðin. Madeiravín má geyma ótrúlega lengi eftir að flöskurnar hafa verið opnaðar, allt að einu ári án þess að það skemmist. Madeiravínflöskur má einnig geyma ótrúlega lengi lokaðar, allt að 150 árum.
Matargerð Madeirabúa einkenndist lengi af kröftugum og staðgóðum mat enda þurfti að seðja bændur og fiskimenn sem unnu hörðum höndum. Eyjarskeggjar voru of fátækir til þess að tími væri til að fága matargerðarlistina með fínum kryddjurtum og öðru snurfusi. Á dýrum hótelum í gamla daga var þess vegna boðið uppá gómsæta rétti frá meginlandinu. Á veitingahúsum í dag er að sjálfsögðu boðið upp á allt, alþjóðlega rétti og madeiríska. Fiskréttirnir héðan þykja prýðilegir, einnig t.d. grillað nautakjöt á teinum.
Madeira er skemmtilegur og fallegur staður heim að sækja með fjörmikið og fjölbreytilegt mannlíf.
Flogið með Icelandair í beinu leiguflugi og tekur flugið u.þ.b. 4 1/2 klst.
FARANGUR:
Leyfilegt er að taka með eina 23 kg tösku á mann og handfarangur skv. reglum Icelandair.
AKSTUR:
Hægt er að bóka akstur til og frá flugvelli og þarf að greiða fyrir það sérstaklega. Frá flugvellinum til miðborgarinnar er 20 - 30 mínútna akstur.
GISTINÁTTASKATTUR
Athugið að greiða þarf gistináttaskatt 2 EUR á mann á nótt, mest rukkað fyrir 7 nætur og greitt beint til hótelsins. Börn undir 12 ára greiða ekki gistináttaskatt.
TÍMAMISMUNUR:
Frá 31. mars til 27. október er klukkan á Madeira einum tíma á undan klukkunni á Íslandi. Frá 28. október - 30. mars er Maderia á sama tíma.
BÓLUSETNINGAR
Við ráðleggjum farþegum að hafa samband við sinn heimilislækni eða heilsugæslustöð varðandi hvort bólusetninga sé þörf. Einnig er hægt að hafa samband við Ferðavernd, Læknasetrinu í Mjódd, Þönglabakka 1, sími 535-7700
Athugið að ef bólusetningar er þörf getur þurft að gera hana tímanlega fyrir brottför.
GREIÐSLUKORT:
Lang flestar búðir og veitingastaðir taka öll helstu kreditkort. Ekki er hægt að treysta því að hægt sé að greiða fyrir vöru eða þjónustu með debetkorti, en að sjálfsögðu er hægt að taka pening út úr hraðbönkum, hvort sem er út á kredit- eða debetkort. Nota þarf PIN-númer á allar greiðsluvélar. Þetta á við bæði um verslanir og veitingastaði.
SAMGÖNGUR:
Fyrir þá sem ekki vilja ganga eru leigubílar á hverju strái.
VATN:
Kranavatnið er í góðu lagi og flestir drekka það en sumir kjósa flöskuvatn.
ÞJÓRFÉ:
Það er ekki nauðsynlegt að skilja eftir þjórfé en þó er það oft gert. Á dýrari veitingastöðum tíðkast þó að greiða 10%.
TRYGGINGAR:
Öllum ferðalöngum er ráðlagt að fara vel yfir sínar tryggingar áður en lagt er af stað í ferðalag og kaupa sérstaka ferðatryggingu sé hún ekki þegar innifalin
Hvernig væri að leyfa sálinni að lenda og kanna í rólegheitum næsta nágrenni? Ökum fyrst upp á Pico dos Barcelos þar sem við njótum frábærs útsýnis yfir vesturhlíðar Funchal og út á haf. Höldum síðan upp í fjöllin að hreint mögnuðum útsýnisstað, Eira do Serrado, þar sem sést niður í víðfrægan Nunnudalinn, Curral das Freiras. Því næst er haldið upp til litla þorpsins Monte og þar er hægt að rölta um í fallegum almenningsgarði og tölta upp ótaldar tröppur að Frúarkirkjunni þar sem síðasti keisari Austurríkis, Karl 2., liggur grafinn. Til baka til Funchal má annað hvort fara akandi eða bruna niður í bæ með Toboggan körfusleðum (ekki innifalið í verði), ýtt áfram og stjórnað af tveimur herramönnum sem eru gjarnan klæddir í hvít bómullarföt og með stráhatt. Í lok ferðar heimsækjum við litríkan Bændamarkaðinn í Funchal þar sem bændur og búalið alls staðar að af eyjunni bjóða afurðir sínar til sölu, m.a. grænmeti, ávexti, fisk og blóm, og að lokum er litið inn í Vínkjallara og bragðað þar á guðaveigum ef svo ber undir. Undir vissum kringumstæðum þarf að breyta röð viðkomustaða.
Verð: 8.900 kr
Ferðin tekur 6 klst.
Innifalið: Akstur, vínsmökkun (3 tegundir af madeira og hungangskökubiti) og íslensk fararstjórn.
Bela Madeira - Ógleymanleg dagsferð um eyjuna
Sláið tvær flugur í einu höggi og takið þátt í því ævintýri að fá að kynnast því besta sem Madeira hefur upp á að bjóða; töfrum vestur- og austurhlutans á einum degi. Eyjan er ósvikin náttúruperla: Fjölskrúðugt gróðurfar og aldingarðar, fagrar klettamyndanir, skógivaxin fjöll og friðsælir fiskimannabæir gleðja augu og anda. Við ökum fyrst vestur með suðurströndinni með sykurreyr, vínvið og bananaplöntur á báðar hendur. Eftir glæsilegt útsýnisstopp á hæsta sjávarhöfða á eyjunni, Cabo Girão, höldum við í norðurátt til Porto Moniz, stærstu hafnar á norðurhluta eyjarinnar þar sem finna má náttúrulegar baðlaugar. Þar gerum við stuttan stans en höldum svo í austurátt eftir vogskorinni norðurströndinni. Við ökum m.a. fram hjá fallegu litlu þorpi sem kennt er við þjóðardýrling Portúgala, heilagan Vincent. Þar rís klettur með Maríukapellu á, helgaðri undrinu í Fatima 1917. Í bænum Santana, aðeins austar, snæðum við hádegisverð. Eftir mat bíður okkar aðalaðdráttarafl bæjarins; gömul myndræn timburhús með stráþökum sem ná niður á jörð. Á leiðinni til baka til Funchal æjum við á náttúruverndarsvæðinu Ribeiro Frio (Kaldá), sem skartar innlendum plöntum og lárviðarskógi.
Verð: 13.900 kr
Ferðin tekur 8 klst
Innifalið: Akstur, hádegisverður og íslensk fararstjórn.
Paradísardalurinn, hálfsdagsgönguferð
Í þessari ljúfu ferð könnum við magnaðan stað á Madeira sem aðeins fáir þekkja. Hér gefst einnig kjörið tækifæri til að ganga meðfram Levada, áveitukerfi eyjarskeggja, sem er einstakt í sinni röð. Á u.þ.b. tveggja tíma rölti eftir þægilegum göngustíg drögum við að okkur ilminn af safaríkum gróðri í gullfallegu dalverpi með útsýni til sjávar og sveitar. Hvergi eru sneiðingar eða þverhnípi á leiðinni. Þessi ferð er upplagt tilefni til að snúa hjóli tímans aftur á bak og kynnast töfrum veraldar sem var á Madeira og njóta útskýringa innfæddra á mannlífi, viðartegundum og villijurtum. Í lok göngu erum við boðin velkomin í fjölskyldurekið tehús með skínandi útsýni yfir nágrennið. Þar verður boðið upp á alls kyns kræsingar úr framleiðslu gestgjafanna: heimabakað brauð úr sætum kartöflum, heimalagaða sultu og hunang, ljúffengt bakkelsi húsmóðurinnar og ávexti úr heimagarðinum þar sem einnig vaxa lækningagrös. Kaffi eða te úr blómjurtum staðarins fylgir að sjálfsögðu með. Þessi upplifun með heimafólki í ekta umhverfi líður seint úr minni.
Verð: 7.500 kr
Gangan er ca 2 tímar
Innifalið: Akstur, kaffi og kökur og íslensk fararstjórn.
Kvöldverður að hætti Madeira búa
Kvöldverð, sem snæddur er á dæmigerðum Madeira veitingastað, ætti enginn að láta fram hjá sér fara. Aðalrétturinn er hátíðarmatur Madeiringa, Espetada nautakjötsbitar, þræddir upp á tein og grillaðir yfir opnum eldi. Ýmiskonar meðlæti fylgir, m.a. maískaka, salat og heimabakað brauð og drykkir eru innifaldir. Meðan á máltíð stendur munu innfæddir dansa þjóðdansa og þér verður ef til vill boðið að taka þátt.
Verð: 9.900 kr
Ferðin tekur 3 klst.
Innifalið: Akstur, kvöldverður og danssýning.
Madeira vín í fordrykk, vatn og glas af hvítvíni eða rauðvíni með matnum og kaffi og Poncha líkjör eftir mat.
Þriggja tíma sigling á rennilegri „tvíbytnu“ - Magic Dolphin
Farkostur okkar er lúxus-seglbátur með tveimur skrokkum sem tengjast með þverbitum. Siglt er spölkorn á haf út undan suðurströnd Madeira, kannski í fylgd með ærslafengnum og forvitnum höfrungum. Á ströndinni trónir Capo Girão sem heimamenn telja hæsta sjávarhamar í heimi. Við sleikjum sólskinið og slökum á meðan báturinn líður áfram á mjúkum öldum að valinni legu þar sem tækifæri gefst til að busla í sjónum, ef veður leyfir. En auðvitað má líka láta fara vel um sig í forsælu um borð í þessari fallegu fleytu. Eftir skemmtilega sjóferð er aftur lagst að bryggju í Funchal.
Verð: 7.900 kr
Ferðin tekur ca 3 klst
Innifalið: Akstur og sigling.
Jeppasafarí, hálfsdagsferð
Þeir sem skella sér í ævintýralegt jeppasafarí um austurhluta Madeira fá sannarlega eitthvað fyrir sinn snúð. Fyrsti viðkomustaður er Machico þar sem portúgalskir sæfarar stigu á land á óbyggðri eyjunni 1420 og mörkuðu þar með upphaf landafundatímabilsins, stórveldistímans í sögu Portúgals. Síðan liggur leiðin eftir steinilögðum og grónum götum utan alfaravega. Í bröttum hlíðunum kúra gömul og gleymd þorp þar sem sum húsin standa langt frá þjóðvegum og þorpsverslunum og tíminn hefur staðið kyrr. Á torfærari leiðum að útsýnisstaðnum Portela er ekið í gegnum skóglendi sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Í brugghúsinu í Porto da Cruz má dreypa á ýmsum afbrigðum af eldvatni eyjarskeggja sem heimamenn kalla romm. Það er eimað úr safa sykurreyrsins og uppistaða í „poncha“-líkjörnum, þeim frægasta á Madeira. Síðasta stopp verður við Ponta do Rosto með fallegu útsýni yfir klettavík á austasta tanga Madeira, São Lourenço. Þaðan sést vel til eyðieyja, Desertas, og einnig til eyjarinnar Porto Santo eða helgu hafnar, 40 km í burtu.
Styttu þér stundir á leiðinni með bíómyndum, tónlist, eða þættinum sem þig langaði alltaf að sjá. Gæði og úrval fyrir alla aldurshópa. Í afþreyingarkerfinu geturðu horft á yfir 600 klukkustundir í formi nýrra og klassískra kvikmynda, sjónvarpsþátta og heimildarmynda og að auki geturðu hlustað á innlenda og erlenda tónlist. Þú ræður hvað þú horfir á því hver og einn hefur snertiskjá fyrir framan sig.
Á ferð með Icelandair VITA nýtur þú afþreyingar og frábærrar þjónustu Icelandair alla leið til Madeira og aftur á leiðinni heim.
Þitt sæti - þitt ferðalag
Þú getur valið þitt sæti um borð í vélum Icelandair þegar þú ferðast með Icelandair VITA. Hafðu ferðalagið eins og þú vilt hafa það.
Nýttu og njóttu Vildarpunkta
Hjá Icelandair VITA geta félagar í Icelandair Saga Club bæði safnað og notað Vildarpunkta þegar ferðast er í leiguflugi.
Wi-Fi um borð
Nú er hægt að tengjast þráðlausu Interneti í vélum Icelandair. Tengst er í gegnum gervihnött og því má búast við því að hraðinn sé svipaður og þegar 3G er notað á jörðu niðri. Tengingin er virk allt flugið, frá því að þú sest í sætið þitt og þar til þú gengur frá borði. Tengingin hentar vel til að skoða tölvupóst, vafra um vefinn og skoða samfélagsmiðla en ræður því miður illa við að streyma myndböndum eða vinnslu í gegnum VPN tengingu. Hægt er að kaupa aðgang að tengingunni um borð. Þeir farþegar sem eru bókaðir á Saga Premium eða eru Saga Club Gold meðlimir fá fría tengingu fyrir tvö tæki. Það er einfalt að tengjast þráðlausa netinu. Stilltu tækið á flugstillingu og virkjaðu svo Wi-Fi. Veldu "Icelandair Internet Access". Opnaðu vafra að eigin vali og veldu “Get Wi-Fi” til að fara í netgáttina og greiða fyrir tenginguna.
Nánari upplýsingar um virkni Wi-Fi tengingarinnar um borð má finna í Stopover Magazine
Porto Mare er fallegt 4 stjörnu hótel á góðum stað. Á hótelinu eru fjórir veitingastaðir, sex barir og 5 sundlaugar. Sundlaugagarðurinn er gróinn og við sundlaugina eru sólbekkir og sólhlífar. 2 nuddpottar eru í garðinum og um 100 metrar eru niður á strönd. Skemmtidagskrá fyrir börn er í boði á hótelinu og ýmis afþreying er í boði á hótelinu. Falleg heilsulind er á hótelinu þar sem hægt er að kaupa meðferðir eins og nudd og lítil líkamsræktaraðstaða er í boði.
Herbergin eru öll með svölum og hægt er að velja herbergi með útsýni til sjávar. Þau eru rúmgóð og í klassískum stíl. Minibar, aðstaða til að hita kaffi og te, öryggishólf og minibar er á öllum herbergjum. Frítt þráðlaust internet er um allt hótelið.
Glæsileiki, falleg hönnun og öll helstu þægindi einkenna VidaMar hótelið í Madeira. Hér er svo sannarlega allt til alls. Frábær staðsetning á ströndinni, fjölbreytt afþreying og fallegt umhverfi.
Á hótelinu eru 300 herbergi af ýmsum stærðum og gerðum en í þeim öllum eru þægindin í fyrirrúmi. Hægt er að fá tveggja til þriggja manna herbergi með sjávarsýn eða útsýni út í garðinn, fjölskylduherbergi og svítur af ýmsum stærðum og gerðum. Hér ættu því allir að geta fundið hentugar vistarverur. Herbergin eru björt og rúmgóð, innréttingar eru klassískar og húsgögn eru falleg. Flísar eru á gólfum. Í herbergjunum er loftkæling, frítt internet, flatskjársjónvarp með gervihnattastöðvum, ketill, skrifborð, lítill ísskápur og öryggishólf. Á baðherbergjum er sturta og baðkar, hárþurrka, sloppar og inniskór ásamt helstu snyrtivörum. Öllum herbergjum fylgja svalir eða verönd með útihúsgögnum.
Á hótelinu eru fimm veitingastaðir sem bjóða upp á mikla fjölbreytni. Þar er bæði í boði að prófa rétti frá svæðinu eða halda sig við alþjóðlega rétti, hvort sem farið er á hlaðborð eða aðra veitingastaði. Einnig er á hótelinu píanóbar og bar þar sem hægt er að spila billjarð.
Hótelgarðurinn er mjög vel skipulagður, stór og fallegur en í honum eru fjórar sundlaugar og skemmtilegur gróður, þar á meðal pálmatré. Einnig er góð aðstaða til sólbaðsiðkunar í garðinum. Útsýnið yfir Funchal flóa er stórbrotið.
Á hótelinu er góð líkamsræktaraðstaða og ýmsir íþróttavellir sem gera gestum kleift að huga að hreyfingu. Einnig er þar flott heilsulind með sánu, tyrknesku baði, fjölbreyttum sturtum og beinum aðgangi út að sjónum. Fjölbreytt afþreying er á hótelinu, til dæmis er hægt að fara að kafa, prófa aðrar vatnaíþróttir, spila skvass eða taka þátt í slökunarstundum. Á kvöldin er oft spiluð lifandi tónlist á barnum og fyrir börnin er starfræktur krakkaklúbbur á hótelinu.
VidaMar Resort Madeira er góður kostur fyrir fjölskyldur og aðra sem vilja njóta alls hins besta sem Madeira býður upp á. Hér er um að ræða hótel sem stendur á fallegum stað við sjóinn og hefur allt til alls til að fríið verði stórfenglegt.
Four Views Baía er fallegt 4 stjörnu hótel eingöngu fyrir fullorðna. Staðsett uppi í hæðum São João í um 15 mín göngufjarlægð frá sjónum.
Á hótelinu er flott sólbaðsaðstaða, tvær sundlaugar og sundlaugabar. Gestir hótelsins hafa aðgang að fallegu spa, heitum potti og nuddmeðferðum. Einnig er ágætlega vel útbúin líkamsræktarstöð á hótelinu.
Herbergin eru falleg og í nútímalegum stíl. Öll með sturtuklefa eða nuddbaðkari. Loftkæling er í herbergjum, öryggishólf gegn gjaldi, kaffivél, sjónvarp og hárþurrka. Hægt er að velja um herbergi með útsýni til fjalla eða til sjávar. Svalirnar eru ekki stórar. Frítt þráðlaust internet er um all hótelið.
Veitingastaður er á hótelinu þar sem boðið er upp á morgunverð og kvöldverð af hlaðborði og bar með flottum kokteilum og lifandi tónlist.
Savoy Palace er glæsilegt 5 stjörnu hótel á góðum stað í Funchal og eitt af lúxus hótelunum á Madeira. Á hótelinu er úrval veitingastaða og bara, hlaðborðsveitingastaður þar sem morgunverður er borinn fram en einnig fallegir veitingastaðir þar sem hægt er að sitja inni og úti. Garðurinn er fallegur og góð sólbaðsaðstaða. Sundlaug og barnalaug er í garðinum, einnig upphituð innilaug og sundlaug og solarium á þaki hótelsins. Líkamsræktaraðstaða og spa er á hótelinu þar sem í boði eru ýmis konar meðferðir.
Herbergin eru falleg og rúmgóð, um 40 fm. Þau eru öll með svölum, loftkælingu, sjónvarpi, öryggishólfi, kaffiaöstöðu, sloppum og inniskóm. Þráðlaust internet er um allt hótelið.
The Next er fallegt 4 stjörnu hótel rétt við sjóinn. Um 5 mínútna gangur er í miðbæinn. Hótelið er í nútímalegum stíl, gestamóttakan er rúmgóð og fallegur bar er á hótelinu. Morgun- og kvöldverður er borinn fram af hlaðborði. Hótelið leggur mikið uppúr tæknilegum lausnum USB tengi eru á mörgum stöðum til að hlaða tæki og frítt þráðlaust internet er um allt hótelið. Tvær sundlaugar eru á hótelinu, önnur á þakinu, og góð sólbaðsaðstaða.
Herbergin eru rúmgóð og smart, flatskjár er í öllum herbergum, loftkæling, minibar, hárþurrka og öryggishólf. Hægt er að vilja á milli herbergja og stúdíóa, án fæðis, með morgunverði eða hálfu fæði. Studíóin eru með lítilli eldunaraðstöðu og öll herbergin eru með útsýni yfir sjóinn.
Pestana Carlton Madeira er 5 stjörnu lúxus hótel alveg við sjóinn í um 15 mín göngufjarlægð frá miðbæ Funchal. Veitingastaðir og barir eru á svæðinu í kringum hótelið. Á hótelinu er heilsulind, innisundlaug og hægt að kaupa nudd og aðrar meðferðir. Ágætis líkamsræktaraðstaða er á hótelinu. Sundlaugargarðurinn er fallegur með útsýni til sjávar, sólbekkir og sundlaug. Veitingastaður og bar er á hótelinu með skemmtilegu útisvæði þar sem hægt er að njóta útsýnisins.
Herbergin eru rúmgóð og vel innréttuð í ljósum litum. Sloppar og inniskór eru á hverju herbergi ásamt handklæði fyrir sundlaugagarðinn. Þau eru öll með loftkælingu, sjónvarpi, hárþurrku, minibar, öryggishólfi og fríu þráðlausu interneti.
Fararstjóra- og leiðsögumannastörf hefur Guðmundur unnið á hverju ári síðan 1981. Hann hefur farið í fjölda ferða á vegum Icelandair VITA til hinna ýmsu áfangastaða.
Að loknu námi í þýsku, sögu, ensku og ítölsku við Háskóla Íslands og háskóla í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Ítalíu kenndi Guðmundur þýsku við Háskóla Íslands frá 1980 til 2021 og einnig þýsku -og stundum ítölsku og sögu- við Menntaskólann við Sund nokkrum árum skemur.
Guðmundur tók leiðsögumannapróf frá Leiðsöguskóla Íslands 1984 – og hefur þýtt þrjár bækur, úr sænsku, ítölsku og þýsku.
Guðmundur hefur unnið jöfnum höndum sem fararstjóri og leiðsögumaður heima og erlendis: Fyrstu sumurin í ýmiss konar ferðum um Ísland þvert og endilangt og á annað hundrað ferðum til Grænlands, síðan tóku einnig við störf á sólarströndum Portúgals, Ítalíu, Kýpur, Krítar og Tyrklands í 15 sumur.
Sérferðir erlendis hófust upp úr 1990 og hefur Guðmundur t.d. farið í ótaldar menningarferðir um Evrópulönd. Af stórborgum álfunnar eru honum Berlín, Lissabon og Róm sérstaklega hjartfólgnar, en Ítalía er það Evrópuland sem hvað mest hefur laðað hann og heillað í hálfa öld. Guðmundur hefur einnig farið í skemmtisiglingar, gönguferðir og í fjöldan allan af leiguflugsferðum til áfangastaða í fjórum heimsálfum. Hann getur því státað af ómældri og fjölþættri reynslu í leiðsögn og fararstjórn.
Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA