fbpx Madeira | Vita

Madeira

Perla Atlantshafsins

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Blómaeyjan Madeira - eyja hins eilífa vors

Beint flug með Icelandair
25.sept - 3.okt í 8 nætur

Fararstjórar eru Guðmundur Viðar Karlsson og Draupnir Rúnar Draupnisson

Lækkaðu verð ferðarinnar um allt að 60.000 kr á mann með Vildarpunktum Icelandair

Eftir aðeins rúmlega fjögurra klukkustunda beint flug ertu kominn til paradísareyjarinnar Madeira, um 520 km vestur af Afríkuströndum. Hér er allt annar heimur. Þessi tignarlega eldfjallaeyja, umlukin hitabeltisandrúmslofti, hefur mikið aðdráttarafl. 

Friðsæld, fallegt landslag og fjölbreyttur gróður ásamt afar mildu veðurfari, heillar og laðar til  sín ferðamenn víða að. Madeira er frekar lítil portúgölsk eyja, tæplega 800 ferkílómetrar, en saga hennar er afar forvitnileg. Eyjan sjálf og nálægu eyjarnar Porto Santo og Desertas eyjar voru mikilvæg bækistöð hins mikla landkönnunar- og nýlenduveldis Portúgala fyrr á öldum og drógu að sér sæfara og drekkhlaðin kaupskip sunnan úr heimi. Þá sem nú er hér létt yfir öllu og gaman að vera. Við mætum dugmiklum og fjörugum eyjarskeggjum og fjölbreyttu mannlífi í höfuðborginni Funchal sem og í hinum fjölmörgu þorpum inni á eyjunni þar sem lífið gengur samt í allt öðrum takti og andrúmsloftið er annað. 
Funchal, sem stendur við skínandi klettastrendur Atlantshafsins, er fjölskrúðug og falleg borg með um 112.000 íbúa. Yfir borginni gnæfa háir og klettóttir fjallatindar. Funchal er gömul nýlenduborg, lifandi og skemmtileg. Steinlagðar gangstéttir og þröngar götur einkenna bæinn og endurnýjuð gömul hús standa við hlið nýtísku kaffihúsa og glæstra veitingastaða. Hér eru líka fyrirtaks hótel og iðandi fjörugt og margrómað næturlíf. Borgin er nútímaborg með fágað yfirbragð.


madeira_portugal_10.jpg

Hótelsvæðið Lido
Flest hótelin eru í hótelhverfinu Lido, sem teygir sig 3 km í vesturátt frá Funchal, og rétt vestan við það er ein besta verslunarmiðstöð á Madeira, „FORUM MADEIRA.“ Hverfið er samvaxið Funchal og í góðu göngufæri. Í Lido skiptast á hótel, kaffihús, veitingastaðir og verslanir. Flestar verslanirnar eru í litlum (eða meðalstórum) verslunarhúsum.
Framleiðsla Madeira-vína er aldagömul hefð á eyjunni en framleiðsla borðvína hefur verið í lágmarki. Madeira-vínin eru af ýmsum toga og eru sum drukkin sem listaukandi fordrykkur eða þá sem meltingarbætandi drykkur eftir mat og svo gjarnan með kaffinu að aflokinni máltíð. Nú á dögum er vínið hitað upp og geymt í hita til þess að auka gæðin. Madeiravín má geyma ótrúlega lengi eftir að flöskurnar hafa verið opnaðar, allt að einu ári án þess að það skemmist. Madeiravínflöskur má einnig geyma ótrúlega lengi lokaðar, allt að 150 árum.

 


madeira_portugal_18.jpg

Matargerð Madeirabúa einkenndist lengi af kröftugum og staðgóðum mat enda þurfti að seðja bændur og fiskimenn sem unnu hörðum höndum. Eyjarskeggjar voru of fátækir til þess að tími væri til að fága matargerðarlistina með fínum kryddjurtum og öðru snurfusi. Á dýrum hótelum í gamla daga var þess vegna boðið uppá gómsæta rétti frá meginlandinu. Á veitingahúsum í dag er að sjálfsögðu boðið upp á allt, alþjóðlega rétti og madeiríska. Fiskréttirnir héðan þykja prýðilegir, einnig t.d. grillað nautakjöt á teinum.

Madeira er skemmtilegur og fallegur staður heim að sækja með fjörmikið og fjölbreytilegt mannlíf.

Flogið með Icelandair
Láttu þér líða vel og njóttu afþreyingar og frábærrar þjónustu Icelandair alla leið til Madeira og aftur á leiðinni heim. 

Veldu þitt sæti
Þú getur valið þitt sæti um borð í vélum Icelandair þegar þú ferðast með VITA. Hafðu ferðalagið eins og þú vilt hafa það!

Afþreyingarkerfi um borð
Yfir 600 klukkustundir af afþreyingarefni um borð í vélum Icelandair. Þú getur horft á nýjar eða klassískar kvikmyndir, sjónvarpsþætti og heimildarmyndir. Einnig er hægt að hlusta á innlenda og erlenda tónlist. Þú ert með snertiskjá fyrir framan þig og ræður ferðinni. 

Safnaðu Vildarpunktum
Viðskiptavinir VITA safna auk þess 2.300 Vildarpunktum fyrir valdar ferðir í leiguflugi ef 
bókað er á vefsíðu.

Lesa nánar um Madeira
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Hagnýtar upplýsingar

  • Skoðunarferðir

  • Flogið með Icelandair

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef FNC

    4 klst

    Morgunflug

  • Gjaldmiðill

    Evra

    Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun