Sigling á Rín
Skemmtileg 8 daga ferð
Myndagallerí
Skemmtileg sigling um Rínarfljót
28. maí - 5. júní
Frankfurt, Speyer/ Germersheim - Þýskaland, Strassburg, - Frakkland, Basel - Sviss, Breisach, Meinz - Þýskaland
Stutt ferðalýsing
Flogið með Icelandair til Frankfurt þann 28. maí klukkan 07:20 og lent kl. 13:00 að staðartíma. Gist verður á hóteli í Frankfurt í eina nótt fyrir siglingu. A-Rosa CLEA siglir af stað kl. 21:00 þann 29.maí. Siglt er eftir Rínarfljóti og eftir Rínardal þar sem komið er við í dásamlegum borgum og bæjum. Siglingin endar í Frankfurt síðdegis 4.júní þar sem gist verður um borð síðustu nóttina áður en haldið verður aftur heim til Íslands.
Flug
Flugnúmer | Dags | Flugvöllur | Kl | Flugvöllur | Kl |
FI520 | 28. maí | Keflavík | 07:20 | Frankfurt | 13:00 |
FI521 | 05. júní | Frankfurt | 14:00 | Keflavík | 15:45 |
Siglingarleið
Dagur | Áfangastaður | Koma | Brottför |
29. maí | Frankfurt / Main, Þýskalandi | 21:00 | |
30. maí | Speyer / Germersheim, Þýskalandi | 11:00 | 21:00 |
31. maí | Strassburg (Kehl), Þýskalandi | 08:00 | |
01. júní | Strassburg (Kehl), Þýskalandi | 12:00 | |
02. júní | Basel, Þýskalandi | 08:00 | 22:00 |
03. júní | Breisach, Þýskalandi | 06:00 | 13:00 |
04. júní | Mainz, Þýskalandi | 09:00 | 12:00 |
04. júní | Frankfurt / Main, Þýskalandi | 17:30 | |
05. juní | Frankfurt / Main, Þýskalandi |
A-Rosa Clea
A-Rosa Clea er fljótabátur sem siglir á Rín og er í eigu þýska skipafélagsins A-Rosa.
Clea er 110 m. á lengd og 11,45 m. á breidd. Í skipinu eru 70 klefar, allir vel útbúnir með helstu þægindum. Klefarnir eru ýmist með glugga eða með svokölluðum Juliette-svölum. Klefarnir eru með öryggishólfi, loftkælingu og sjónvarpi. Baðherbergin með hárþurrku, snyrtivörum og sloppum. Rúmgott sólardekk með sólbekkjum, heitum potti, æfingaaðstöðu og stóru taflborði auk annarra leiktækja. Veitingastaðir eru um borð - hlaðborð, grill, a la carte staður og bar.
Fimmtudagur 28. maí Keflavík - Frankfurt
Flogið er til Frankfurt með Icelandair kl. 07:20 og lent um kl. 13:00. Þar bíður rúta sem ekur hópnum á hótel þar sem gist er í eina nótt fyrir siglingu.
Föstudagur 29. maí Frankfurt - A-Rosa CLEA
Morgunverður á hótelinu og um miðjan dag er ekið að skipi. Kvöldverður og skemmtun á skipinu öll kvöld.
Laugardagur 30. maí Speyer
Speyer er yfir 2.000 ára gamall bær og stendur á lágri hæð við árbakkann. Borgin er elsta miðaldarborg Þýskalands. Helsta kennileiti hennar er dómkirkjan sem er á heimsminjaskrá UNESCO.
Sunnudagur 31. maí og mánudagur 1. júní Strassburg (Kehl)
Strassburg er miðstöð menningar og stjórnmála. Borgin er staðsett í Alsace-héraði í Frakklandi, rétt við landamæri Þýskalands. Í borginni er blanda af frönskum og þýskum áhrifum í byggingarlist, matargerð og menningu.
Strassburgardómkirkjan (Cathédrale Notre-Dame de Strasbourg) er eitt af stórkostlegustu mannvirkjum miðaldar í Evrópu. Hún var lengi sú hæsta í heimi og er þekkt fyrir frábært klukkuverk og glæsilegar steinmyndir. Frá útsýnispallinum í turninum er stórbrotið útsýni yfir alla borgina.
Borgin er einnig þekkt fyrir að vera miðstöð evrópskra stofnana, þar á meðal Evrópuráðsins og Evrópuþingsins, sem gefur henni alþjóðlegt og pólitískt yfirbragð. Það gerir hana einnig áhugaverða fyrir þá sem vilja kynnast bæði sögu og nútíma stjórnmálum.
Þriðjudagur 2. júní Basel, Sviss
Borgin er heimili elstu háskóla Sviss og státar af því að vera miðaldaborg með Spalen-hliðið sem glæsilegt kennileiti. Auk þess telur borgin 27 söfn sem bjóða upp á fjölbreytta sögu og menningu.
Miðvikudagur 3. júní Breisach
Litla borgin Breisach stendur á bröttum kletti við Rínarfljótið, suðvestur af Kaiserstuhl-hæðum. Helsta kennileiti borgarinnar er Münster Sankt Stephan dómkirkjan, sem gnæfir yfir borgina þar sem hún stendur uppi á hæð, en þaðan er stórkostlegt útsýni yfir Rínardalinn. Í Breisach er einnig Geldermann freyðivínsframleiðslan. Heimsókn til Breisach er ómissandi í Rínarferðum.
Fimmtudagur 4. júní Meinz og Frankfurt
Komið er til Mainz klukkan 9:00 um morguninn. "Mainz bleibt Mainz" (eða ‘Mainz er alltaf Mainz’) er meira en bara máltæki því þessi fullyrðing lýsir hinum afslappaða lífsstíl sem íbúar borgarinnar eru stoltir af. Þetta viðhorf gerir borgina að ánægjulegum viðkomustað fyrir ferðamenn því hér er tekið einstaklega vel á móti gestum. Farið er frá Meinz á hádegi og siglt til Frankfurt.
Klukkan 17:30 er komið til Frankfurt sem er meðan annars fæðingarborg Goethe og einnig kom hér saman fyrsta þýska þjóðþingið árið 1848. Frankfurt er þekkt fyrir mörg stórkostleg háhýsi sem gaman er að skoða þegar siglt er eftir ánni.
Föstudagur 5. júní Frankfurt - Keflavík
Eftir morgunverð á bátnum er farið frá borði þar sem rúta bíður hópsins og ekið sem leið liggur að Frankfurtarflugvelli. Flogið heim til Keflavíkur klukkan 14:00 og lent um klukkan 15:45.
-
Veðrið
-
Flugtími
Kef
FRA
4
Morgunflug