fbpx Gran Canaria | Vita

Gran Canaria

Meira en þú heldur

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Gran Canaria! Veðursæld og þægilegt loftslag.  

Góð hótel, skemmtun, friðsæld og fegurð.

Lækkaðu verð ferðarinnar Vildarpunktum 

Á Gran Canaria geturðu flatmagað í sólinni, skoðað stórbrotnar náttúruperlur, stundað hreyfingu sem rífur upp adrenalínið  eða rölt um litla fallega bæi þar sem tíminn stendur í stað.

Það er meira en þú heldur á Gran Canaria!


eugenia_victoria_-_sundlaug.jpeg

Gistimöguleikar af öllum stærðum og gerðum. Allt frá einföldum og hagstæðum íbúðahótelum yfir í 5 stjörnu lúxus hótel.


villa_del_conde_9.jpg

VITA býður upp á gistingu á nokkrum mismunandi stöðum, þar á meðal:

Við Ensku ströndina, Playa del Inglés

Enska ströndin eða Playa del Inglés býður upp á sól og sand á daginn og fjör á kvöldin enda er ekki einungis um að ræða stærsta áfangastað Gran Canaria heldur einn stærsta sumarleyfisstað á Spáni. Áfangastaðurinn var búinn til á sjöunda áratug síðustu aldar á eyðilandi en er í dag þekktur um alla Evrópu og viðkomustaður gríðarlegs fjölda af ferðamönnum á hverju ári. Svæðið einkennist af stórum hótelum, verslunarmiðstöðvum, skyndibitastöðum og líflegum miðbæ. Á milli indverskra markaða þar sem er hægt að kaupa allskonar varning, keppast veitingastaðir um að kynna fjölbreytt úrval af alþjóðlegum réttum, rétti frá öllum heimshornum, morgunverðarmatseðla, hlaðborð og svo mætti lengi telja. 


kanari_maspalomas_almennt_2.jpg

Fyrir þá sem elska að versla er ýmislegt í boði. Verslanir eru svo að segja á hverju strái, stórar sem smáar en í stærstu verslunarmiðstöðvunum, Yumbo Centrum og Kasbah, eru einnig mjög fjölbreyttar verslanir og búðir.
Hér er ekki mikið um menningarminjar eða kennileiti. Á daginn er andrúmsloftið fjölskylduvænt og afslappað en á kvöldin breytist allt þegar diskótek og næturklúbbar opna og gleðskapur stendur langt fram á nótt.  
Hér eru hótel fyrir allar tegundir ferðamanna, hvort sem um er að ræða fjölskyldur, vinahópa eða ferðamenn sem vilja vera á hótelum sem eru einungis fyrir fullorðna. Frá ströndinni er stutt í golfið í Maspalomas og hægt er að vera á hótelum í næsta nágrenni við golfklúbbinn. Þeir sem njóta þess að vera í miðju fjörinu hafa úr nógu að velja miðsvæðis. Stór hótel í miðbænum eru þó ef til vill ekki fyrir alla og þá er um að gera að velja hótel með góðum hótelgörðum þar sem hægt er að slaka vel á, aðeins utan við miðbæjarkjarnann.
Á ensku ströndinni er æðislegt að liggja í sólbaði og njóta lífsins við sjávarsíðuna. Meðfram sjónum liggur hin heillandi Paseo Costa Canaria göngugata sem skemmtilegt er að ganga eftir, fylgjast með mannlífinu, skoða byggingar og njóta hitabeltisgróðursins. Göngugatan liggur meðfram allri strandlengjunni, alveg að sandöldunum í Maspalomas. 

Á Maspalomas / Meloneras svæðinu

Maspalomas er svæðið sem nær til sumarleyfisstaðanna Águila, Las Bussas, San Agustín og Playa del Inglés (Ensku strandarinnar). Þetta er dásamleg 17 km löng strandlengja með sandöldum, breiðum sandströndum, grunnu og tæru vatni og yndislegu hitabeltisloftslagi allt árið um kring. Því er svæðið svokölluð paradís fyrir sóldýrkendur og fjölskyldur sem elska frí við sjávarsíðuna.


kanari_maspalomas_beach_istock_1.jpg

Hverfið í kringum stærsta golfvöllinn á svæðinu er skilið að frá Ensku ströndinni með 400 hekturum af stórbrotnum sandöldum sem hafa verið þjóðgarður frá árinu 1994. Einungis er hægt að komast yfir þjóðgarðinn fótgangandi eða á kameldýri en hvort um sig fær þig til að líða eins og þú sért kominn í ævintýraheim. Eyðimörkin er vettvangur fjölmargra sjaldgæfra plöntutegunda sem sumar finnast eingöngu á Kanaríeyjum. Einhvern veginn ná þær að þrífast í þessu þurra og hrjóstruga umhverfi ásamt eðlum og kanínum. Hluti af sandöldusvæðinu er fjölsótt nektarnýlenda þannig að gott er að hafa það í huga þegar gengið er um svæðið.
Í vesturhluta náttúruparadísarinnar má finna El Oasis, eða vin í eyðimörkinni, sjávarlón sem umkringt er pálmatrjám en þar stoppa fjölmargar fuglategundir héðan og þaðan úr Evrópu á leið sinni til Afríku.  Í grennd við lónið er Faro de Maspalomas, 65m hár viti sem byggður var árið 1886. Byggingin gnæfir yfir svæðið og gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að leiðbeina skipum sem fara um svæðið.
Frá sjöunda áratug síðustu aldar hefur efnahagur héraðsins vænkast mjög af ferðamannastraumnum. Nú er svæðið meira að segja aðdráttarafl fyrir fólk sem kemur þangað í viðskiptaerindum því þar hefur verið reist ráðstefnuhöll, Palacio de Congresos de Maspalomas, en hún rúmar meira en 5000 einstaklinga. Það er þó margt fleira sem dregur ferðamenn að svæðinu. Ógrynni er af leiðum til að skemmta sér í sólinni og fjörið endar aldrei. Maspalomas er svo indæll sumarleyfisstaður. Þar eru flott hótel þar sem virkilega er hægt að slaka á og njóta lífsins í sólinni. 

Meloneras

Ef þú ert að leita að flottum, fáguðum og glæsilegum áfangastað á Gran Canaria er Meloneras rétti staðurinn fyrir þig! Hverfið er fullkomlega staðsett nálægt vinsælum áfangastöðum; Maspalomas og Playa del Inglés. Allir þessir áfangastaðir eru á suðurströndinni og snýr Meloneras í áttina að hafnarbænum Puerto Rico. Meloneras nær frá vitanum og upp strandlengjuna í norðvesturátt. Staðurinn hefur nýlega fengið upplyftingu og þvílíkur munur! Allt sem tengist bænum er með einhvers konar lúxusyfirbragð, bærinn er aðlaðandi, nýtískulegur, ríkulegur og framar öllu flottur en án þess að vera of yfirdrifinn. 
Hvarvetna eru hönnunarbúðir, skartgripabúðir og verslanir með flottar vörur. Þetta er himnaríki fyrir þá sem finnst gaman að versla. Eins fyrir alla sem elska að borða góðan mat á flottum veitingastöðum. Meðfram göngugötunni eru verslunarkjarnar, veitingahús, kaffihús og barir og á göngugötunni er því hægt að fá sér allskonar mat frá hinum ýmsu áttum. Fjölbreytt úrval fallegra veitingahúsa með innlendan eða alþjóðlegan matseðil gerir það að verkum að erfitt getur reynst að velja rétta staðinn til að setjast inn á, borða góðan mat og horfa á heillandi sólarlagið. Sannkallað lúxusvandamál!
Strandlengjan er með gylltum og fallegum fjörusandi og þar er fullkomið að leggjast niður til sólbaðsiðkunar og fá sér svo stöku sinnum dýfu í kristalstært Atlantshafið. Fólk, hvaðanæva af eyjunni, kemur þangað til  þess að upplifa ró og frið og slaka á við ströndina. Þú veist alltaf að einhver staður er góður ef innfæddir koma líka þangað. 
Á kvöldin lifnar heldur betur yfir Meloneras. Þar eru nokkrir flottir staðir til að hanga á með vínglas eða bjór og horfa á sólsetrið eða jafnvel slaka á og spjalla við vini með lifandi tónlist í bakgrunninum. Ólíkt Ensku ströndinni þá býður Meloneras upp á aðeins fágaðra næturlíf. Gaman getur verið að fara inn á spilavíti og prófa að spila rúllettu eða taka í einhvers konar spil en þetta er vinsæll afþreyingarmöguleiki.  Svo er hægt að kíkja á sýningar eða skemmtikvöld, til dæmis Legend Cabaret sýninguna.
Hótelin á svæðinu eru glæsileg, mikilfengleg og með allskonar fríðindum. Mörg þeirra eru 4-5 stjörnu og sum líta út eins og hallir. Það er mjög sérstakt, alveg einstakt að gista á þessum hótelum, ekki síst vegna þess að veitingahúsin á þeim eru mörg hver stórkostleg og þar starfa frábærir kokkar – þeir bestu á eyjunni. 
Meloneras býður upp á fullkomnar aðstæður til að slaka á í þægilegu og spennandi umhverfi. Hótelin eru fjölbreytt en þau eru mörg með heilsulindir þar sem hægt er að panta slökunar- og snyrtimeðferðir. Á hótelunum er einnig fjölbreytt úrval af stórgóðum veitingahúsum, litlum spilavítum og skemmtileg dagskrá fyrir börnin. Í nágrenninu eru skemmtigarðar og svo er alltaf gaman að skemmta sér við sjávarsíðuna, leika sér í sandinum og svamla um í tærum sjónum.
Ekki má gleyma golfinu. Á Meloneras er nýlegur 18 holu golfvöllur svo golfarar hafa frábæran golfvöll í næsta nágrenni. Þeir sem spila golf fá þarna tækifæri til að spila í fallegu, grónu umhverfi og í góðu veðri. Útsýnið er frábært og klúbbhúsið er virkilega skemmtilegt.
Þú átt eftir að muna lengi eftir Meloneras. Farðu í eitt frí þangað og þig langar að komast þangað aftur og aftur og aftur…


kanari_playa_del_ingles_almennt1.jpg

Afþreying
Eyjan er vinsæll áfangastaður allt árið um kring fyrir sólþyrsta ferðamenn. Hún býr yfir töfrandi sjarma og úrval afþreyingu. Hægt er að stunda alls kyns útivist og vatnasport þar sem lofthiti er oftast yfir 20 gráður yfir vetrartímann og heitara yfir sumarið. Sjávarhiti er einnig frá 18-22 gráðum. Kafarar, brimbrettakappar, göngu- og hjólreiðafólk, klifrarar og ævintýrafólk almennt flykkist því til Gran Canaria. Á meðal áhugamanna um adrenalín eru þeir sem elska að slappa af og njóta þess að dorma á ylvolgri strönd með kaldan drykk við hönd.
Stærri og smærri strendur eru um allt á eyjunni. Hvort sem líflegar og fjörugar henta eða rólegar og fámennar. Allar útgáfur finnast á Gran Canaria.
Fyrir börnin eru garðar eins og Aqualand Maspalomas, Palmitos Park, Angry Birds Activity Park, Adventure Park Hangar 37Holiday World og Sioux City svo eitthvað sé nefnt. 


kanari_agualand.jpg

Hér er allt til alls og því allar forsendur til staðar fyrir fullkomið frí! Fararstjórar VITA eru til taks og geta aðstoðað við að bóka skoðunarferðir. Þeir geta einnig gefið upplýsingar um þjónustu og stofnanir á svæðinu.
Auðvelt er að keyra á eigin vegum um eyjuna og upplagt að leiga bílaleigubíl ef áhugi er fyrir því. Almenningssamgöngur eru líka fínar og hagstæð leið til að skoða sig um. 

Sjá upplýsingar um hina ýmsu afþreyingu á Gran Canaria undir "Afþreying".

Flogið með Icelandair
Láttu þér líða vel og njóttu afþreyingar og frábærrar þjónustu Icelandair alla leið til Gran Canaria og aftur á leiðinni heim. 

Veldu þitt sæti
Þú getur valið þitt sæti um borð í vélum Icelandair þegar þú ferðast með VITA. Hafðu ferðalagið eins og þú vilt hafa það!

Afþreyingarkerfi um borð
Yfir 600 klukkustundir af afþreyingarefni um borð í vélum Icelandair. Þú getur horft á nýjar eða klassískar kvikmyndir, sjónvarpsþætti og heimildarmyndir. Einnig er hægt að hlusta á innlenda og erlenda tónlist. Þú ert með snertiskjá fyrir framan þig og ræður ferðinni. 

Safnaðu Vildarpunktum
Viðskiptavinir VITA safna auk þess 2.300 Vildarpunktum fyrir valdar ferðir í leiguflugi ef bókað er á vefsíðu.

Sjá nánari ferðalýsingu
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Hagnýtar upplýsingar

  • Afþreying

  • Verslun og þjónusta

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef LPA

    5,5

    Morgunflug

  • Gjaldmiðill

    EUR

    Evra

    Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun