Flogið með Icelandair
Fararstjóri Lilja Jónsdóttir
Dagsetningar eru: 12. september - 18 nætur, 21 nótt, 25 nætur
16. september - 14 nætur, 17 nætur, 21 nótt
Líflegar og skemmtilegar ferðir. Dagskrá er að venju fjölbreytt. Alls konar hreyfing, gönguferðir, minigolf ofl. Spilakvöld og spilabingó eru aldrei langt undan.
Við leggjum einnig áherslu á þarfir hópsins og hvað er í boði hverju sinni.
Lilja hefur mikla reynslu sem fararstjóri en hún lauk námi frá Ferðamálaskóla Íslands vorið 2010. Hún hefur verið fararstjóri í skemmtisiglingum um Karíbahafið og skíðaferðum á Ítalíu. Einnig hefur hún áður verið fararstjóri í eldriborgaraferðum á Costa del Sol, Mallorca og Tenerife.
Hótelið
Melia Benidorm er fínt og flott hótel á góðum stað skammt frá Levante-ströndinni. Eitt besta hótelið á Benidorm með glæsileg sameiginleg salarkynni, frábæran sundlaugargarð og vel útbúna heilsulind. Á hótelinu eru 526 björt og rúmgóð herbergi, með svalir sem snúa ýmist út að hafi eða inn í garðinn. Í öllum herbergjum er gervihnattasjónvarp, sími, internet, útvarp, smábar, loftkæling, hárþurrka, marmaragólf, skrifborð, sófi og öryggishólf sem rúmar fartölvu (gegn gjaldi).
Sundlaugargarðurinn er stór og glæsilegur, þar eru tvær stórar sundlaugar, barnalaug og sérstakt svæði fyrir börnin. Einnig er innilaug og nuddpottur. Heilsuræktin er glæsileg og þar er í boði fjölbreytt úrval snyrti- og nuddmeðferða auk þess sem hægt er að fá nudd á herbergjum. Við sundlaugina er hægt að leigja handklæði.
Greiða þarf tryggingagjald fyrsta daginn, sem fæst endurgreitt þegar hótelgestir skila handklæðum sínum.
Benidorm
Nafnið þýðir “Hvíta ströndin” og hún stendur vel undir nafni. Gullfalleg strandlengjan með sínum hvíta sandi teygir sig svo langt sem augað eygir. Óviðjafnanleg sólin heldur henni svo volgri allt árið um kring.
Á Benidorm er eitthvað fyrir all. Góðir veitingastaðir, skemmtilegir barir, sundlaugagarðar, fjölbreytt afþreying eða bara rólegheit á ströndinni.
Benidorm hefur vaxið úr litlu þorpi í eina af stærstu borgum Costa Blanca héraðs. Hún er stundum kölluð „Manhattan“ Spánar eða Beniyork (New York Evrópu). Fjallið Puig Campana rís hátt og tígulegt yfir borginni.
Flogið með Icelandair
Fararstjóri Lilja Jónsdóttir
Dagsetningar eru: 12. september - 18 nætur, 21 nótt, 25 nætur
16. september - 14 nætur, 17 nætur, 21 nótt
Líflegar og skemmtilegar ferðir. Dagskrá er að venju fjölbreytt. Alls konar hreyfing, gönguferðir, minigolf ofl. Spilakvöld og spilabingó eru aldrei langt undan.
Við leggjum einnig áherslu á þarfir hópsins og hvað er í boði hverju sinni.
Lilja hefur mikla reynslu sem fararstjóri en hún lauk námi frá Ferðamálaskóla Íslands vorið 2010. Hún hefur verið fararstjóri í skemmtisiglingum um Karíbahafið og skíðaferðum á Ítalíu. Einnig hefur hún áður verið fararstjóri í eldriborgaraferðum á Costa del Sol, Mallorca og Tenerife.
Hótelið
Melia Benidorm er fínt og flott hótel á góðum stað skammt frá Levante-ströndinni. Eitt besta hótelið á Benidorm með glæsileg sameiginleg salarkynni, frábæran sundlaugargarð og vel útbúna heilsulind. Á hótelinu eru 526 björt og rúmgóð herbergi, með svalir sem snúa ýmist út að hafi eða inn í garðinn. Í öllum herbergjum er gervihnattasjónvarp, sími, internet, útvarp, smábar, loftkæling, hárþurrka, marmaragólf, skrifborð, sófi og öryggishólf sem rúmar fartölvu (gegn gjaldi).
Sundlaugargarðurinn er stór og glæsilegur, þar eru tvær stórar sundlaugar, barnalaug og sérstakt svæði fyrir börnin. Einnig er innilaug og nuddpottur. Heilsuræktin er glæsileg og þar er í boði fjölbreytt úrval snyrti- og nuddmeðferða auk þess sem hægt er að fá nudd á herbergjum. Við sundlaugina er hægt að leigja handklæði.
Greiða þarf tryggingagjald fyrsta daginn, sem fæst endurgreitt þegar hótelgestir skila handklæðum sínum.
Benidorm
Nafnið þýðir “Hvíta ströndin” og hún stendur vel undir nafni. Gullfalleg strandlengjan með sínum hvíta sandi teygir sig svo langt sem augað eygir. Óviðjafnanleg sólin heldur henni svo volgri allt árið um kring.
Á Benidorm er eitthvað fyrir all. Góðir veitingastaðir, skemmtilegir barir, sundlaugagarðar, fjölbreytt afþreying eða bara rólegheit á ströndinni.
Benidorm hefur vaxið úr litlu þorpi í eina af stærstu borgum Costa Blanca héraðs. Hún er stundum kölluð „Manhattan“ Spánar eða Beniyork (New York Evrópu). Fjallið Puig Campana rís hátt og tígulegt yfir borginni.
Um 4 klst. Flugvöllurinn er Alicante airport (ALC).
AKSTUR:
Hægt er að bóka akstur til og frá flugvelli og þarf að greiða fyrir það sérstaklega. Um 50 mín. akstur er frá flugvellinum í Alicante til Benidorm.
TÍMAMISMUNUR:
Á sumrin eru þeir tveimur klukkustundum á undan.
GREIÐSLUKORT:
Lang flestar búðir og veitingastaðir taka öll helstu kreditkort. Ekki er hægt að treysta því að hægt sé að greiða fyrir vöru eða þjónustu með debetkorti, en að sjálfsögðu er hægt að taka pening út úr hraðbönkum, hvort sem er út á kredit- eða debetkort.
SIESTA
Flestir fara í hádegisverðarhlé um miðjan daginn. Þjónustufyrirtæki, skrifstofur og verslanir loka oftast frá um það bil 13:30 til um það bil 16:30 eða í u.þ.b. 3 tíma. Stórmarkaðir eins og Carrefour og verslunarmiðstöðvar loka þó ekki yfir miðjan daginn.
ÖRYGGI:
Á flestum baðströndum gilda ákveðnar öryggisreglur því ekki eru alls staðar starfsmenn á öryggisvakt. Öryggisreglur eru þannig:
• Rauður fáni: Bannað er að fara í sjóinn. Getur varðað sektum.
• Gulur fáni: Aðgát skal höfð við böð.
• Grænn fáni: Ládeyða, gott baðveður.
SÓLBÖÐ
Ráðlagt er að fara varlega í sólböðin fyrstu dagana eftir komu, eða á meðan húðin er að venjast sólinni. Góð regla er að bera alltaf á sig sólaráburð nokkrum mínútum áður en farið er út í sólina. Bera verður á líkamann með reglulegu millibili til að viðhalda virkni og forðast þannig sólbruna. Gott er að bera After-Sun-krem á sig eftir sólbað. Munið að drekka nóg af vatni þegar legið er í sólbaði, fyrst og fremst til að forðast sólsting og/eða uppþornun. Einkenni sólstings eru ógleði, þreyta, höfuðverkur og jafnvel hár hiti. Gott ráð við roða eða vægum sólbruna er að bera Aloe Vera- krem eða hreina jógúrt á svæðið. Einnig er ráðlagt að nota höfuðfat til að forðast sólsting.
TRYGGINGAR:
Öllum ferðalöngum er ráðlagt að fara vel yfir sínar tryggingar áður en lagt er af stað í ferðalag og kaupa sérstaka ferðatryggingu sé hún ekki þegar innifalin í korti eða heimilistryggingu viðkomandi. Einnig er gott að hafa meðferðis tryggingaskírteini frá Tryggingastofnun ríkisins, komi eitthvað óvænt upp á.
APÓTEK:
Apótek bera nafnið Farmacia á spænsku og eru auðþekkt á stórum grænum krossi. Yfirleitt er auðvelt að nálgast lyf í apótekum við minni háttar kvillum. Það er alltaf eitthvað apótek opið allan sólarhringinn. Hægt er að fá upplýsingar hjá læknum, leigubílstjórum eða í hótelmóttöku um hvaða apótek er með næturvakt hverju sinni.
LÆKNISÞJÓNUSTA
Ef grunur leikur á veikindum skal hiklaust leita til læknis. Sama á við ef slys verða. Á svæðinu eru læknastofur (Clínica) sem bjóða upp á læknisþjónustu allan sólarhringinn. Þar eru yfirleitt enskumælandi læknar sem geta komið í vitjun á gististaði ef þess er óskað. Einnig bendum við á að móttakan á hótelinu getur verið ykkur innan handar.
Þjónustuaðilar munu að sjálfsögðu aðstoða við læknasamskipti ef þess er óskað. Mikilvægt er að hafa vegabréf og tryggingarskjöl (bláa alþjóðlega tryggingarskírteinið frá TR E-111) meðferðis þegar læknisaðstoðar er leitað.
BANKAR:
Opnir frá kl. 09:00 til 14:00 alla virka daga. Á laugardögum er opið frá kl. 09:00 til 12:00. Hraðbankar eru víða og mælum við með að nota þá sem eru hjá bankaútibúum. Hægt er að taka út peninga í hraðbönkum, en athugið þá að hafa PIN númer kortsins við hendina. Þegar verslað er út á kredit- og debetkort í búðum er fólk stundum beðið um að sýna vegabréf. Þetta er til að staðfesta að viðkomandi eigi kortið.
KRANAVATNIÐ:
Er drykkjarhæft en það bragðast ekki vel. Við mælum með að keyptar séu vatnsflöskur í matvöruverslunum til drykkjar og matargerðar.
MOSQUITOFLUGUR:
Lifa hér og því er skynsamlegt að bera á sig svokölluð anti-mosquito krem eða úða þegar rökkva tekur. Slík krem/úðar er hægt að kaupa í apótekum og í flestum matvöruverslunum. Við hvetjum ykkur til að leita hiklaust til læknis ef þið fátið slæmt bit.
ÞJÓRFÉ:
Það tíðkast að gefa 5-10% þjórfé fyrir góða þjónustu, og á það sérstaklega við um veitingastaði og leigubílstjóra.
GOLFVELLIR
Hér er fjöldinn allur af golfvöllum. Sá sem er næstur Benidorm er Villaitana, fyrir ofan Benidorm, nærri Terra Mítica. Eins er Club de Golf Don Cayo í Altea. Fyrir utan Alicante er 18 holu völlur Golf Alicante. Allar frekari upplýsingar um golf á Spáni má finna á vefsíðunni golfspain.com
BÍLALEIGUBÍLAR
Best er að hafa samband við þjónustuaðila okkar um leigu á bílaleigubil. Rétt er að hafa í huga að væntanlegur ökumaður þarf að hafa gilt ökuskírteini og vegabréf til að geta tekið bíl á leigu. Við árekstur þarf alltaf að kalla til lögreglu og fylla út skýrslu, bæði fyrir bílaleiguna og leigutaka.
ALMENNINGSVAGNAR
Ganga yfirleitt á 15-40 mínútna fresti og heitir strætisvagnafyrirtækið Autobuses Ifach.
LEIGUBÍLAR
Eru þægilegasti ferðamátinn og þá er auðvelt að finna. Bílarnir eru hvítir að lit og það logar grænt ljós á þeim ef þeir eru lausir. Auðveldast er að veifa þeim út á götu eða láta gestamóttöku eða veitingastaði panta þá. Allir leigubílar eiga að vera með gjaldmæli en þó taka þeir yfirleitt fast verð fyrir ákveðnar vegalengdir.
Innifalið: Flug, íslenskir farar- og skemmtanastjórar. Gisting með hálfu fæði, ásamt glasi af borðvíni eða vatni með kvöldverði. Ekki innifalið: Akstur milli flugvallar og hótels.
Melia Benidorm er fínt og flott hótel á góðum stað. Um 10 min gangur að Levante-ströndinni. Eitt besta hótelið á Benidorm með glæsileg sameiginleg salarkynni, frábæran sundlaugargarð og vel útbúna heilsulind.
Á hótelinu eru 526 björt og rúmgóð herbergi. Herbergin eru með svalir sem snúa ýmist út að hafi eða inn í garðinn. Hótelið er þó ekki alveg við ströndina. Hægt er að fá samliggjandi herbergi með ,,superior" herbergjum.
Athugið að VITA mælir með að bókað sé Superior herbergi fyrir 3 aðila ásamt ungabarni þar sem standard herbergin rúma ekki bæði auka rúm og barnarúm.
Í öllum herbergjum er gervihnattasjónvarp, sími, internet, útvarp, smábar, loftkæling, hárþurrka, marmaragólf, skrifborð, sófi og öryggishólf sem rúmar fartölvu (gegn gjaldi).
Á baðherbergjum er baðkar með sturtuhaus.
Nokkur veitingahús eru á hótelinu;
El Curt er með hlaðborð
El Moralet og á sundlaugarbarnum Chiringuito L'Illa er hægt að fá snarl og léttari rétti (ekki innifalið í verði fyrir hálft fæði).
Á bar hótelsins er líf og fjör.
Sundlaugargarðurinn er stór og glæsilegur, þar eru tvær stórar sundlaugar, barnalaug og sérstakt svæði fyrir börnin. Einnig er innilaug og nuddpottur. Heilsuræktin er glæsileg og þar er í boði fjölbreytt úrval snyrti- og nuddmeðferða auk þess sem hægt er að fá nudd á herbergjum.
Við sundlaugina er hægt að leigja handklæði. Greiða þarf 10 Evru tryggingagjald fyrsta daginn, sem fæst endurgreitt ef hótelgestir skila handklæðum sínum.Gott hótel á fínum stað, rétt hjá Levante ströndinni. Nýlega voru allar lyftur endurnýjaðar. Fín sameiginlega salarkynni með tveimur byggingum, Poniente og Levante.
Ath. Í vetur standa yfir framkvæmdir í garðinum og eru báðar útisundlaugarnar og garðurinn er lokaður frá 8. jan. - 26.mars 2024. Innisundlaugin verður opin eins og alltaf. Þann 27.mars n.k verður önnur útisundlaugin opnuð og gert er ráð fyrir að hin sundlaugin opni 20.maí n.k. Reynt verður að halda bæði hávaða og ónæði í lágmarki.
HEY!
Fjarlægðir
Flugvöllur: 56 km - 50 mín
Miðbær: 2,5 km í gamla bæinn
Strönd: 900 metrar að Levante ströndinni
Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
Sundlaug
Skemmtidagskrá
Veitingastaður
Aðgengi fyrir fatlaða
Bar
Barnasundlaug
Gestamóttaka
Heilsulind
Herbergi
Líkamsrækt
Lyfta
Nettenging: Frítt Wi-fi, það þarf að biðja um aðgangsorð í móttöku
Vistarverur
Sjónvarp
Loftkæling
Verönd/svalir
Minibar
Hárþurrka
Öryggishólf: Gegn gjaldi, 1,50 evra á dag 10 evru trygging
Það er það sem allt snýst um á Benidorm, sem er á Costa Blanca. Nafnið þýðir “Hvíta ströndin” og hún stendur vel undir nafni. Strandlengjan er gullfalleg, hvítur sandur svo langt sem augað eygir, og óviðjafnanleg sólin heldur henni volgri allt árið um kring. Á Benidorm finna allir eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem það eru veitingastaðir og barir, sundlaugagarðar eða bara rólegheitin á ströndinni, er alveg ljóst að um frábæran sólarstað er að ræða.
Frá árinu 1960 hefur Benidorm vaxið úr litlu þorpi eina af stærstu borgum héraðsins. Ólíkt öðrum borgum Costa Blanca héraðsins skartar Benidorm ótrúlegum fjölda himinhárra hótelbygginga meðfram strandlengjunni. Borgin er stundum kölluð „Manhattan“ Spánar eða Beniyork (New York Evrópu). Fjallið Puig Campana, 1406 m rís hátt og tígulegt yfir borginni.
Benidorm er einn vinsælasti sumaráfangastaður Costa Blanca strandarinnar.
Skemmtigarðar og vatnsrennibrautagarðar – Þeir bestu á Spáni!
Benidorm er skemmtileg, það er alveg ljóst! Renndu þér í sólinni eða skelltu þér í skemmtigarð með alla fjölskylduna, það slær í gegn!
Terra Mitica-skemmtigarðurinn;– Fjör fyrir alla fjölskylduna
Stærsti og skemmtilegasti garður í Evrópu! Stórkostlegir rússíbanar af öllum stærðum og gerðum, sýningar á hverju strái, sjóræningjar, skylmingaþrælar og ýmislegt fleira, meðal annars stórfenglegar leiksýningar á kvöldin. Frábær skemmtun fyrir unga sem aldna.
Vegalengd er ca 10 km frá flestum hótelum á Benidorm.
Aqualandia;– Vatnsrennibrautagarður í heimsklassa
Big Bang eða Kamikaze? Báðar rennibrautirnar? Ekkert mál, þær eru hver annarri betri í þessum frábæra garði. Stórskemmtilegt lón er í garðinum þar sem finna má svæði fyrir börn, og alla hina líka! Slettu úr klaufunum í Aqualandia, þaðan sem allir fara heim með bros á vör.
Vegalengd er ca 1-5 km frá flestum hótelum á Benidorm.
Mundomar;– Vatnaveröld og framandi dýralíf
Heillandi ævintýraland með fallegu sjávarlífi og framandi fuglalífi. Sjáðu dansandi höfrunga, sæljónin leika sér, páfagaukasýninguna og farðu með börnin í barnalandið. Og ekki gleyma hinu risastóra fiskabúri þar sem litadýrðin og fjölbreytnin er æðisleg. Frábær garður.
Vegalengd er ca 1-5 km frá flestum hótelum á Benidorm.
Terra Natura;– Glænýr náttúrulífsgarður
Engar sýnilegar hindranir á milli þín og dýranna. Sjáðu undur náttúrunnar með eigin augum á stórfenglegum sýningum og með snilldarlega útsettum atriðum. Í garðinum færðu tvo fyrir einn, þar er líka Aqua-Natura garðurinn. Þessi frábæri vatnsrennibrautagarður býður uppá skemmtun og afslöppun áður en þú snýrð aftur heim í sólskinsskapi.
Vegalengd er ca 10-15 km frá flestum hótelum á Benidorm.
Hér er hægt að njóta yndislegra stranda en einungis 10 km skilja að Benidorm og Albir. Aðeins er um 1,5 km til Altea frá Albir.
Ströndin í Albir er steinaströnd. Hún er 590 metra löng og hefur verið verðlaunuð árlega fyrir gæði. Andrúmsloftið er rólegt og afslappað en samt sem áður er þar allt til alls. Þar sem bærinn er lítill, er stutt að fara á milli staða, miðbær og strönd ávallt í göngufæri. Albir hefur verið mjög vinsæll hjá fjölskyldufólki undanfarin ár.
í Altea sem er lítill bær um 1,5 km frá Albir, er sandströnd.
Skemmtigarðar og vatnsrennibrautagarðar – Þeir bestu á Spáni!
Renndu þér í sólinni eða skelltu þér í skemmtigarð með alla fjölskylduna, það slær í gegn!
Terra Mitica-skemmtigarðurinn;– Fjör fyrir alla fjölskylduna
Stærsti og skemmtilegasti garður í Evrópu! Stórkostlegir rússíbanar af öllum stærðum og gerðum, sýningar á hverju strái, sjóræningjar, skylmingaþrælar og ýmislegt fleira, meðal annars stórfenglegar leiksýningar á kvöldin. Frábær skemmtun fyrir unga sem aldna.
Vegalengd er ca 15-20 km frá flestum gististöðum á Albir.
Aqualandia;– Vatnsrennibrautagarður í heimsklassa
Big Bang eða Kamikaze? Báðar rennibrautirnar? Ekkert mál, þær eru hver annarri betri í þessum frábæra garði. Stórskemmtilegt lón er í garðinum þar sem finna má svæði fyrir börn, og alla hina líka! Slettu úr klaufunum í Aqualandia, þaðan sem allir fara heim með bros á vör.
Vegalengd er ca 2-10 km frá flestum gististöðum á Albir.
Mundomar;– Vatnaveröld og framandi dýralíf
Heillandi ævintýraland með fallegu sjávarlífi og framandi fuglalífi. Sjáðu dansandi höfrunga, sæljónin leika sér, páfagaukasýninguna og farðu með börnin í barnalandið. Og ekki gleyma hinu risastóra fiskabúri þar sem litadýrðin og fjölbreytnin er æðisleg. Frábær garður.
Vegalengd er ca 2-10 km frá flestum gististöðum á Albir.
Terra Natura;– Glænýr náttúrulífsgarður
Engar sýnilegar hindranir á milli þín og dýranna. Sjáðu undur náttúrunnar með eigin augum á stórfenglegum sýningum og með snilldarlega útsettum atriðum. Í garðinum færðu tvo fyrir einn, þar er líka Aqua-Natura garðurinn, frábær vatnsrennibrautagarður þar sem þú getur skemmt þér og slappað af áður en þú snýrð aftur heim í sólskinsskapi.
Vegalengd er ca 15-20 km frá flestum gististöðum á Albir.
Calpe á sér merka sögu. Bronsaldarminjar allt frá tímum Rómverja og fyrr eru líka merki um hernað og róstur við herskáar múslimskar þjóðir handan Miðjarðarhafsins. Stórkostlegar klettamyndanir einkenna staðhætti og landslag. Veðurfar er jafnan afar gott enda loftslagið milt Miðjarðarhafsloftslag.
Calpe er í dag glæsilegur og lifandi ferðamannabær á besta mælikvarða með fjölbreytilega menningu og mannlíf og góðar samgöngur í allar áttir. Við hafið eru fallegar, hvítar strendur og sjórinn er dásamlegur. Hér er því fjölmargt í boði sem tengist hafinu, sundi, bátum, köfun og jafnvel fiskveiðum. Hótelin eru glæsileg með fjölbreytilegum veitingum og allskonar veitingahúsum, jafnt fyrir matarsérvitringa sem hinn venjulega ferðamann. Fjöldi safna er í borginni og afþreyingarmöguleikar því margir fyrir ferðamanninn og hér er gott að dvelja.
Skemmtigarðar og vatnsrennibrautagarðar – Þeir bestu á Spáni!
Renndu þér í sólinni eða skelltu þér í skemmtigarð með alla fjölskylduna, það slær í gegn!
Terra Mitica-skemmtigarðurinn;– Fjör fyrir alla fjölskylduna
Stærsti og skemmtilegasti garður í Evrópu! Stórkostlegir rússíbanar af öllum stærðum og gerðum, sýningar á hverju strái, sjóræningjar, skylmingaþrælar og ýmislegt fleira, meðal annars stórfenglegar leiksýningar á kvöldin. Frábær skemmtun fyrir unga sem aldna.
Vegalengd er ca 25-35 km frá flestum gististöðum á Calpe.
Aqualandia;– Vatnsrennibrautagarður í heimsklassa
Big Bang eða Kamikaze? Báðar rennibrautirnar? Ekkert mál, þær eru hver annarri betri í þessum frábæra garði. Stórskemmtilegt lón er í garðinum þar sem finna má svæði fyrir börn, og alla hina líka! Slettu úr klaufunum í Aqualandia, þaðan sem allir fara heim með bros á vör.
Vegalengd er ca 25-35 km frá flestum gististöðum á Calpe.
Mundomar;– Vatnaveröld og framandi dýralíf
Heillandi ævintýraland með fallegu sjávarlífi og framandi fuglalífi. Sjáðu dansandi höfrunga, sæljónin leika sér, páfagaukasýninguna og farðu með börnin í barnalandið. Og ekki gleyma hinu risastóra fiskabúri þar sem litadýrðin og fjölbreytnin er æðisleg. Frábær garður.
Vegalengd er ca 25-35 km frá flestum gististöðum á Calpe.
Terra Natura;– Glænýr náttúrulífsgarður
Engar sýnilegar hindranir á milli þín og dýranna. Sjáðu undur náttúrunnar með eigin augum á stórfenglegum sýningum og með snilldarlega útsettum atriðum. Í garðinum færðu tvo fyrir einn, þar er líka Aqua-Natura garðurinn, frábær vatnsrennibrautagarður þar sem þú getur skemmt þér og slappað af áður en þú snýrð aftur heim í sólskinsskapi.
Vegalengd er ca 25-35 km frá flestum gististöðum á Calpe.
Lilja Jónsdóttir hefur starfað í ferðageiranum sl. 30 ár, bæði sem sölumaður, fararstjóri og skemmtanastjóri.
Lilja Jónsdóttir menntaði sig í ferðamálafræðum í Bretlandi og lauk einnig námi frá Ferðamálaskóla Íslands vorið 2010.
Hún hefur verið fararstjóri í skemmtisiglingum um Karíbahafið, a.m.k. tvisvar á ári undanfarin 10 ár. Þau skip sem Lilja hefur siglt með ásamt sínum farþegum eru frá Royal Caribbean Cruise line, Celebrity Cruises, Carnival Cruises og Norwegian Cruise line. Hún hefur einnig verið fararstjóri í skíðaferðum á Ítalíu og með eldri borgara á suðrænum slóðum eins og t.d.Costa del Sol, Benidorm, Mallorca og Tenerife.
Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA