fbpx Benidorm með Lilju Jóns | Vita

Benidorm með Lilju Jóns

Gott fólk 60+

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Benidorm - Skemmtiferð - Gott fólk 60+

Flogið með Icelandair
Fararstjóri Lilja Jónsdóttir
Dagsetningar eru:
12. september - 18 nætur, 21 nótt, 25 nætur
16. september - 14 nætur, 17 nætur, 21 nótt

Líflegar og skemmtilegar ferðir. Dagskrá er að venju fjölbreytt. Alls konar hreyfing, gönguferðir, minigolf ofl.  Spilakvöld og spilabingó eru aldrei langt undan.

Við leggjum einnig áherslu á þarfir hópsins og hvað er í boði hverju sinni.

Lilja hefur mikla reynslu sem fararstjóri en hún lauk námi frá Ferðamálaskóla Íslands vorið 2010. Hún hefur verið fararstjóri í skemmtisiglingum um Karíbahafið og skíðaferðum á Ítalíu. Einnig hefur hún áður verið fararstjóri í eldriborgaraferðum á Costa del Sol, Mallorca og Tenerife.


alicante_benidorm_7.jpg

Hótelið
Melia Benidorm er fínt og flott hótel á góðum stað skammt frá Levante-ströndinni. Eitt besta hótelið á Benidorm með glæsileg sameiginleg salarkynni, frábæran sundlaugargarð og vel útbúna heilsulind. Á hótelinu eru 526 björt og rúmgóð herbergi, með svalir sem snúa ýmist út að hafi eða inn í garðinn. Í öllum herbergjum er gervihnattasjónvarp, sími, internet, útvarp, smábar, loftkæling, hárþurrka, marmaragólf, skrifborð, sófi og öryggishólf sem rúmar fartölvu (gegn gjaldi).

Sundlaugargarðurinn er stór og glæsilegur, þar eru tvær stórar sundlaugar, barnalaug og sérstakt svæði fyrir börnin. Einnig er innilaug og nuddpottur. Heilsuræktin er glæsileg og þar er í boði fjölbreytt úrval snyrti- og nuddmeðferða auk þess sem hægt er að fá nudd á herbergjum. Við sundlaugina er hægt að leigja handklæði.
Greiða þarf tryggingagjald fyrsta daginn, sem fæst endurgreitt þegar hótelgestir skila handklæðum sínum.


melia_benidorm_stodmynd.jpg

Benidorm
Nafnið þýðir “Hvíta ströndin” og hún stendur vel undir nafni. Gullfalleg strandlengjan með sínum hvíta sandi teygir sig svo langt sem augað eygir. Óviðjafnanleg sólin heldur henni svo volgri allt árið um kring.
Á Benidorm er eitthvað fyrir all. Góðir veitingastaðir, skemmtilegir barir, sundlaugagarðar, fjölbreytt afþreying eða bara rólegheit á ströndinni.
Benidorm hefur vaxið úr litlu þorpi í eina af stærstu borgum Costa Blanca héraðs. Hún er stundum kölluð „Manhattan“ Spánar eða Beniyork (New York Evrópu). Fjallið Puig Campana rís hátt og tígulegt yfir borginni.

Dásamleg borg með allt til alls. 

Sjá nánar um ferð
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Hagnýtar upplýsingar

  • Verð og innifalið

Gististaðir

Sjá alla gististaði
  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef ALC

    4,5

    Eftirmiðdagsflug

  • Gjaldmiðill

    Evra

    Gengi

  • Bjórverð

    2-4 EUR

  • Rafmagn

    220

    Volt

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun