fbpx Penina í Portúgal | Vita

Penina í Portúgal

5* Golf Resort í hjarta Algarve!

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Golfskóli og golf fyrir lengra komna á sama stað. 

Hægt er að sjá allar dagsetningar og flugtíma í bókunarvél hér til hægri.

Penina er staðsett í vestur hluta Algarve héraðs skamt frá borginni Portimao. Aðrir líflegir bæir í næsta nágrenni við Penina eru Lagos, Lagoa og strandbærinn Carvoeiro. Frá Faro flugvelli til Penina er u.þ.b. klukkutíma akstur. Sjá kort.

Penina er heimsþekkt Golfresort staðsett í yndislegri náttúru. Við hótelið eru 3 golfvellir. Keppnisvöllurinn Sir Henry Cotton 18 holur. Academy 9 holur völlur og Resort 9 holu völlur. Á staðnum er glæsilegt nýtt æfingasvæði sem þegar er talið eitt af þeim betri í Evrópu, púttflöt, chipping flöt, sandglompur og flöt til að slá inná.

Í aðeins 15. mín. akstursleið frá Penina er stórkostlegur golfvöllur Onyria Palmares. Völlurinn var nýlega kosinn besti golfvöllur Evrópu og einstakt tækifæri er að prófa þessa perlu í ferðinni. Nánari upplýsingar hjá fararstjóra erlendis.

Penina er ódauðlegur minnisvarði um hinn glæsilega golfvallahönnuð Sir Henry Cotton. Það voru hrísgrjónaakrar á staðnum þegar Sir Henry kom til að hanna golfvöll. Svæðið er nokkuð flatt og fanst Sir Henry þar með ástæða til að planta þó nokkuð af trjám og setja inn vatnatorfærur fyrir kylfingana með lengri höggin.

Penina Academy völlurinn er þægilegur 9 holu völlur en leynir á sér þar sem stórt vatn er við þriðju par 3 holuna og fjórða er löng par 5 braut. Penina Resort völlurinn er einnig 9 holu völlur með trjám og vatnatorfærum rétt eins og keppnisvöllurinn. Á Penina hefur hið þekkta golfmót Portugal Open verið haldið 8 sinnum.

Hótelið er 5* hótel með 188 herbergi sem eru vel búin öllum þeim þægindum sem gestir geta hugsað sér. Herbergin er nýtískuleg og fallega innréttuð. Við hótelið er sundlaugagarður með stórri sundlaug, veitingastað og bar.

 

Sjá nánar um Penina
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Innifalið á Penina

 • Flugupplýsingar

 • Hagnýtar upplýsingar

Penina

"Bestu þakkir fyrir góða þjónustu. Við hjónin viljum lýsa yfir ánægju með golfferðina til Penina í apríl s.l.
Allt var eins og best verður kosið. Hótelið, maturinn og fararstjórnin alveg frábær.  Ein með betri golfferðum sem
við höfum farið í og eru þær þó nokkuð margar.
Kær kveðja Rósa og Ársæll, apríl 2015"

- Ársæll Lárusson og Rósa Martinsdóttir

Gististaðir

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef FAO

  4,10 klst

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evrur

  Gengi

 • Golf

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun