fbpx Lissabon | Vita

Lissabon

Hvíta perlan

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Heillandi borg og frábær matur

Beint flug með Icelandair
21. - 25. apríl 
Fararstjórar eru Katrín Perla Gunnarsdóttir og Helgi Sigurðsson.

Dýrðlegar gamlar götur, víðfræg menningarsöfn, frábær hönnunarsöfn og verslanir, mannlífsblanda, götuveitingahús og lifandi næturlíf. Vegalengdir eru stuttar og fjölbreytt afþreying í boði.

„Fyrrum höfuðborg höfuðborganna“.
„Skyndikynni við söguna“.
„Gleymda borgin“.

Allt eru þetta nöfn sem aðdáendur borgarinnar gefa.

lissabon_borg_6.jpg 

Gamli borgarhlutinn. 

Sagt er að besta leiðin til að kynnast borginni sé að villast í gamla borgarhlutanum. Dásamlegt er að rölta um hin þröngu steinlögðu stræti. Ekki er verra að detta inn á Art Noveau kaffihúsin við Rossio og Praca do Commercio eða önnur þjóðsöguleg kaffihús og horfa í kring um sig á mannlífið. Skoða forna listmuni og nútímalist á söfnum á borð við Gulbenkian safnið, Nútímalistasafnið, Berardo hönnunarsafnið og öðrum víðfrægum söfnum. Hér úir og grúir af menningu, vilji maður það við hafa. Hér eru líka allskonar verslanir út um allt, verslunarmiðstöðvar og ótrúlegir flóamarkaðir og sérbúðir í bland við hátískuna.

Hverfin

Eru æðisleg og fjölbreytt. Mælt er með að eyða hálfum degi t.d. í Campo De Ourique. Þar er frábært að versla og fara á veitinga- kaffihús. Intendente er skemmtilega töff hverfi. Gaman er að skoða Vasco de Gama verslunarmiðstöðina, sædýrasafnið, fara með kláfnum sem fer yfir á höfnina og borða á veitingastöðunum við ströndina. 
Einnig er hægt að taka um 20 min akstur á Costa de Caparica ströndina sem er 20 km sólarströnd. 
Að lokum er gaman að vera dagspart í LX factory.

Miðborgin

Áhugavert getur verið að fá sér far með gömlu járnbrautinni gegnum miðborgina og uppgötva að sérhvert hús og sérhver gata á sér sína sögu. Skemmtana- og næturlíf Lissabon er kafli útaf fyrir sig. Sérviskuleg sælkeraveitingahús og skyndibitastaðir eru hér jafnrétthá og úrval þjóðlegra og alþjóðlegra rétta er gífurlegt. Lissabon er spennandi kostur fyrir matgæðinga og almennt er talið að gæði veitingahúsa séu hér mjög mikil.


lisbon_lissabon.jpg

Hvíta Perlan í suðri

Að nálgast Lissabon af hafi, eða sunnan yfir "25. apríl brúna" og upplifa hvernig borgin breiðir út faðminn móti komumanni, er mynd sem enginn getur gleymt sem upplifað hefur. Þá skilur maður gælunafnið sem hún fékk á öldinni sem leið - Hvíta perlan í suðri.
Íslenskir salt- og saltfisk- kaupmenn, sem þangað sóttu voru líka metnir sem þjóðhöfðingjar - mennirnir frá eyjunni norðlægu, þaðan sem besti saltfiskurinn kom - saltfiskurinn sem skyldi verða jólamáltíðin. Gilti þá einu hvað einvaldurinn og harðstjórinn Antonio de Oliveira Salazar lagði á þjóð sína af klöfum og harðræði.
Hann ákvað að "Bacalao Islandia" skyldi verða á borðum ríkra og fátækra á jólum.


sigling_yfir_hafid_lissabon_1.jpg

Sagan

Borgin á sér mikla og stórfenglega sögu og er afar skemmtileg að heimsækja. Hún er höfuðborg hins forna landkönnunar- og nýlenduveldis Portúgala. Sagan lifir hér í menningunni, söfnunum, gömlum götum og byggingum. Hinni gömlu byggingarhefð er hér vel við haldið í gömlum og mörgum tilfellum endurgerðum mannvirkjum, kirkjum, kastölum, brúm og götum. Samt er Lissabon spennandi nútímaborg.

Þetta er Lissabon, gamaldags borg og nútímaleg um leið.

Vekjum athygli á gistináttaskatti sem borgaryfirvöld í Lissabon innheimta af ferðamönnum. Þetta eru € 2 á mann á nótt og greiðist beint til hótels við brottför. Borga þarf € 1 á mann við komuna til landsins. Verð er birt með fyrirvara um breytingar. 

Lesa nánar um Lissabon
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Hagnýtar upplýsingar

 • Skoðunarferðir

 • Verslun og afþreying

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef LIS

  4 klst

  Hádegisflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

 • Bjórverð

  Meðalverð 2 EUR

 • Rafmagn

  220 Volt

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun