Ferðir fyrir fólk á besta aldri. Markmiðið er að bjóða upp á skemmtilega samveru og góða þjónustu. Á Tenerife er einstök veðursæld, góður aðbúnaður, verslanir, veitingastaðir, sól og sandur.
Dagskráin er fjölbreytt. Alls konar hreyfing eins og gönguferðir. Skemmtikvöldin einkennast af söng og dansi.
Spilabingó er aldrei langt undan sem og mini-golf og margt fleira sem eyjan býður uppá.
Lilja hefur verið fararstjóri í skemmtisiglingum, a.m.k. tvisvar á ári undanfarin 12 ár. Þar er alltaf glaumur og gleði sem hún mun taka með sér til Tenerife. Hún hefur einnig verið fararstjóri í skíðaferðum á Ítalíu og með eldri borgara á suðrænum slóðum eins og t.d. á Alicante og Mallorca. Lilja menntaði sig í Bretlandi og lauk námi frá Ferðamálaskóla Íslands vorið 2010. Hún er í sambúð og á 3 uppkomin börn.
Skemmtiprógrammið á Tenerife er líflegt, skemmtilegt og kætir alla.
Sól, sjór og sandur er auðvitað í stóru hlutverki á Tenerife og það er engin tilviljun að Íslendingar kjósa að fara þangað aftur og aftur. Þannig að vertu viss um að gleyma ekki sundfötunum og sólarolíunni.
Ferðir fyrir fólk á besta aldri. Markmiðið er að bjóða upp á skemmtilega samveru og góða þjónustu. Á Tenerife er einstök veðursæld, góður aðbúnaður, verslanir, veitingastaðir, sól og sandur.
Dagskráin er fjölbreytt. Alls konar hreyfing eins og gönguferðir. Skemmtikvöldin einkennast af söng og dansi.
Spilabingó er aldrei langt undan sem og mini-golf og margt fleira sem eyjan býður uppá.
Lilja hefur verið fararstjóri í skemmtisiglingum, a.m.k. tvisvar á ári undanfarin 12 ár. Þar er alltaf glaumur og gleði sem hún mun taka með sér til Tenerife. Hún hefur einnig verið fararstjóri í skíðaferðum á Ítalíu og með eldri borgara á suðrænum slóðum eins og t.d. á Alicante og Mallorca. Lilja menntaði sig í Bretlandi og lauk námi frá Ferðamálaskóla Íslands vorið 2010. Hún er í sambúð og á 3 uppkomin börn.
Skemmtiprógrammið á Tenerife er líflegt, skemmtilegt og kætir alla.
Sól, sjór og sandur er auðvitað í stóru hlutverki á Tenerife og það er engin tilviljun að Íslendingar kjósa að fara þangað aftur og aftur. Þannig að vertu viss um að gleyma ekki sundfötunum og sólarolíunni.
Flugtíminn er um fimm og hálf klukkustund. Flogið með Icelandair
Farangur:
Leyfilegt er að taka með sér eina innritaða tösku ef flogið er á almennu farrými. Hún má að hámarki vega 23 kg og heildarumfang (lengd + breidd + hæð) má ekki vera meira en 158 cm, að meðtöldu handfangi og hjólum.
Hægt er að finna nánari upplýsingar um leyfilegan farangur á vefsíðu Icelandair.
Akstur:
Hægt er að bóka akstur til og frá flugvelli og þarf að greiða fyrir það sérstaklega. Frá flugvellinum til gististaða er um 20 mínútna akstur.
Landfræðileg lega:
Kanaríeyjar eru sjö talsins og er Tenerife sú stærsta, 2,034 ferkílómetrar og liggur rúmlega 300 km út frá strönd Marokkó í Afríku.
Íbúafjöldi:
Á Kanaríeyjum búa samtals 2,1 milljón manns, þar af um 900 þúsund á Tenerife.
Tímamismunur:
Á veturna eru Kanaríeyjar í sama tímabelti og Ísland, en á sumrin eru eyjarnar klukkutíma á undan.
Greiðslukort:
Lang flestar búðir og veitingastaðir taka öll helstu kreditkort. Ekki er hægt að treysta því að hægt sé að greiða fyrir vöru eða þjónustu með debetkorti, en að sjálfsögðu er hægt að taka pening út úr hraðbönkum, hvort sem er út á kredit- eða debetkort.
Hitastig og veður:
Tenerife státar af veðurblíðu og mildu loftslagi árið um kring þar sem hafgola og hafstraumar sjá um að halda hitanum jöfnum og þægilegum. Það hefur því verið sagt að á Tenerife ríki eilíft vor með að jafnaði um 20-25°C á daginn.
Öryggi:
Á flestum baðströndum gilda ákveðnar öryggisreglur því ekki eru alls staðar starfsmenn á öryggisvakt. Öryggisreglur eru þannig:
• Rauður fáni: Bannað er að fara í sjóinn. Getur varðað sektum.
• Gulur fáni: Aðgát skal höfð við böð.
• Grænn fáni: Ládeyða, gott baðveður.
Tryggingar:
Öllum ferðalöngum er ráðlagt að fara vel yfir sínar tryggingar áður en lagt er af stað í ferðalag og kaupa sérstaka ferðatryggingu sé hún ekki þegar innifalin í korti eða heimilistryggingu viðkomandi. Einnig er gott að hafa meðferðis tryggingaskírteini frá Tryggingastofnun ríkisins, komi eitthvað óvænt upp á.
Fararstjórar:
Íslenskir fararstjórar taka á móti farþegum á flugvelli og eru þeim innan handar allan dvalartímann. Upplýsingar um viðtalstíma og nauðsynleg símanúmer er að finna í upplýsingamöppum á gististöðum.
Apótek:
Á spænsku bera þau nafnið Farmacia og eru auðþekkt á stórum grænum krossi. Þau eru yfirleitt opin alla virka daga frá kl. 09:00 til 13:30 og frá 17:00 til 20:00 en þó er það aðeins breytilegt milli staða. Á laugardögum eru flest apótek opin fyrir hádegi. Yfirleitt er auðvelt að nálgast lyf í apótekum við minni háttar kvillum, en við bendum fólki á að hafa samband í neyðarsíma okkar ef það þarf á lækni að halda. Það er alltaf eitthvert apótek opið allan sólarhringinn og hægt er að fá upplýsingar hjá læknum, leigubílstjórum eða í móttöku gisti-staðar hvaða apótek er með næturvakt hverju sinni.
Bankar:
Eru opnir frá kl. 09:00 til 14:00 alla virka daga. Á laugardögum er opið frá kl. 09:00 til 12:00. Hraðbankar eru víða og mælum við með að nota þá sem eru hjá bankaútibúum. Hægt er að taka út peninga í hraðbönkum, en athugið þá að hafa PIN númer kortsins við hendina. Þegar verslað er út á kredit- og debetkort í búðum er orðið algengt að biðja fólk um PIN númer korts líkt og á Íslandi.
Kranavatnið:
Er drykkjarhæft en það bragðast ekki vel. Við mælum með að keyptar séu vatnsflöskur í matvöruverslunum til drykkjar og matargerðar.
Mosquitoflugur:
Lifa á Tenerife og því er skynsamlegt að bera á sig svokölluð anti-mosquito krem eða úða þegar rökkva tekur (slík krem/úðar er hægt að kaupa í apótekum og í flestum matvöruverslunum). Við hvetjum ykkur til að leita hiklaust til læknis ef þið fátið slæmt bit.
Þjórfé:
Það er til siðs að gefa þjórfé ef fólk er ánægt með þjónustu sem því er veitt. Þó er enginn skyldugur til að gefa. Á veitingastöðum er ágætt að miða við 5-10% þjórfé. Herbergisþernum er yfirleitt gefið 5-10 evrur á viku og einnig er rútubílstjórum gefið þjórfé í lok sérferðar.
Samgöngur:
Á Tenerife eru samgöngur góðar og auðvelt að komst þangað sem hugurinn leitar. Almenningsvagnar ganga yfirleitt á 15-40 mínútna fresti og heitir strætisvagnafyrirtækið Titsa. Leigubílar eru þægilegasti ferðamátinn og þá er auðvelt að finna. Bílarnir eru hvítir að lit og það logar grænt ljós á þeim ef þeir eru lausir. Auðveldast er að veifa þeim út á götu eða láta gestamóttöku eða veitingastaði panta þá. Allir leigubílar eiga að vera með gjaldmæli en þó taka þeir yfirleitt fast verð fyrir ákveðnar vegalengdir. Innan Amerísku strandarinnar kosta um 3 til 6 Evrur að fara á milli staða. Góð regla að spyrja um verð áður en lagt er af stað í lengri ferðir. Rútur ganga á milli helstu staða á Tenerife. Endastöðin heitir Titsa Estación de Guaguas de Playa de las Américas og er staðsett rétt hjá ráðstefnuhöllinni Palacio de Congresos.
Þvottahús:
Heita á spænsku Lavandería og er þau að finna á sumum gististöðum. Einnig eru þvottahús oft í verslunarmiðstöðvum.
Verð frá: 324.900 kr. á mann m.v. 2 í herbergi með hálfu fæði og þann 10.janúar í 14 nætur á Vulcano.
Sjá nánar verð og möguleika á dagafjölda í bókunarvél.
Hægt er að lækka greiða með allt að 100.000 vildarpunktum á mann.
Innifalið: Flug, íslenskir farar- og skemmtanastjórar. Gisting með hálfu fæði, 1/2 flaska af víni og vatn með kvöldverði. Ekki innifalið: Akstur milli flugvallar og hótels og annað sem er ekki tilgreint.
La Siesta er gott hótel, vel staðsett á Playa de las Americas ströndinni. Hótelið er þriggja hæða bygging, U-laga, með fallegum garði, sundlaug og barnalaug, heilsulind og skemmtidagskrá.
Stutt er til strandarinnar og göngugatna þar sem verslanir, barir, veitingahús og kaffihús eru á hverju strái og örstutt yfir að hótelunum Villa Cortes, Vulcano, Bitácora og Parque Santiago.
Hótelið býður upp á skemmtidagskrá á hverjum degi fyrir alla aldurshópa. Leikir í sundlauginni á daginn og lifandi tónlist, skemmtiatriði og diskó á kvöldin. Á staðnum er hárgreiðslustofa, heilsurækt, tækjasalur og heilsulind. Heilsuræktin er innifalin ef þú ert gestur á La Siesta, utanaðkomandi geta þó borgað inn til að fá aðgang. Heilsulindin er innifalin fyrir þá sem hafa bókað á „Club Alexandre” herbergjunum. Þar er upphituð inni sundlaug.
Hægt er að velja um að gista í hefðbundnum herbergjum eða svokölluðum „Club Alexandre” herbergjum. Venjulegu herbergin eru misstór, en öll rúmgóð. Þau eru loftkæld með hárþurrku, sjónvarpi, síma öryggishólfi og litlum setkrók. Einnig er hægt að fá smábar gegn greiðslu en ekki er hægt að fá tóman smábar/ísskáp.
Club Alexandre herbergin eru jafn stór og hefðbundin herbergi, en þau eru öll með garðsýni og betur útbúnum baðherbergjum. Kaffivélar fylgja þessum herbergjum en kaffihylki aðeins við komu á hótelið. Eftir það þarf að kaupa kaffihylkin en þau eru meðal annars seld í móttökunni. Gestir fá einnig baðsloppa og inniskó.
Nettenging er gegn gjaldi en getur verið hæg og er misjöfn milli herbergja. Netið hefur verið í lagi í sameiginlegu rými hótelsins.
Hægt er að panta herbergi með hjólastólaaðgengi. Herbergin eru flest með baðkar.
„Magic Park“ eða Töfragarðurinn, er skemmtigarður sem staðsettur er á hótelinu og er hugsaður fyrir börn á öllum aldri. Garðurinn skiptist í tvö svæði. Annars vegar svæði fyrir krakka á aldrinum 2-9 ára. Á því svæði eru rennibrautir, ýmis leiktæki, leiksvið og aðstaða þar sem krakkar geta litað og málað. Hins vegar er svæði fyrir eldri börn og fullorðna með leiktækjum, fótboltaspilum, keilu, borðtennis, biljarð-borðum o.fl. Greiða þarf fyrir aðgang að flestum tækjunum.
Einnig er aðgengi að ,,Paddle Court" sem er svipaður og tennisvöllur.
„El Drago“ er veitingasalur hótelsins, bjartur og huggulegur. Þar ganga gestir að morgunverði og kvöldverði af hlaðborði. Hægt er að skipta út kvöldverði fyrir hádegisverð. Snakkbar er á sundlaugarsvæðinu og á hótelinu er einnig þægilegur píanóbar þar sem gjarnan er skemmtidagskrá á kvöldin.
Vikulega eru þemakvöld á hótelinu og eru þau ýmist inni eða úti. Þar má nefna Kanaríeyjakvöld, ítölsk kvöld og grillveislu í garðinum.
Fjarlægðir
Flugvöllur: 15 min akstur
Miðbær: Er í hjarta Playa de las Américas
Veitingastaðir: Allt um kring
Aðstaða
Sundlaug
Skemmtidagskrá
Veitingastaður
Aðgengi fyrir fatlaða
Bar
Gestamóttaka
Heilsulind
Líkamsrækt
Lyfta
Nettenging: Gegn gjaldi, en athugið að hún getur verið misjöfn milli herbergja.
Handklæði fyrir hótelgarð: Handklæði fyrir sundlaugargarð kosta 0,50 cent pr dag. Hægt er að leiga þau í móttöku.
Vistarverur
Sjónvarp
Loftkæling
Minibar
Hárþurrka
Herbergi: Herbergjategund: "Standard" og "Club Alexandre" herbergi
Spring hotel Vulcano er mjög gott 4 stjörnu hótel á besta stað í hjarta Amerísku strandarinnar. Við hótelið er stór gróðursæll garður með sundlaug, barnalaug og fjölda sólbekkja.
Ströndin er um 300 metra frá hótelinu og stutt er að göngugötum með verslunarhúsum og sérverslunum. Barir, veitingahús og kaffihús eru á hverju strái og hótelin Villa Cortes, La Siesta og Parque Santiago eru steinsnar frá hótel Vulcano.
Hótelið býður upp á skemmtidagskrá á hverjum degi. Sundleikfimi og leikir í lauginni eru á daginn. Fjölbreyttar sýningar eru á kvöldin, einnig lifandi tónlist og dans. Við hótelið er tennisvöllur og einungis einn km. er á golfvöllinn Club de Golf las Américas.
Herbergi eru 365 talsins, mjög rúmgóð og geta rúmað þrjá gesti. Öll loftkæld, með síma, sjónvarpi, smábar gegn gjaldi (1 eur á dag), öryggishólfi, hárþurrku og svölum eða verönd.
Hægt er að tryggja sér herbergi með svölum sem snúa yfir sundlaugargarðinn gegn auka greiðslu. Þar er öryggishólf án aukagjalds og handklæði til að nota við sundlaugina.
,,UP" herbergi á Vulcano bjóða uppá meiri þjónustu eins og aðstoð með töskur uppá herbergi, aðgangur í heilsulind, aðgangur á þakverönd með þægilegri aðstöðu, drykkjum og snarli. Herbergin eru betri með baðslopp og inniskóm, gjöf við komu og Nespresso kaffivél (hylkin ekki innifalin).
Einnig er nettenging og öryggishólf innifalin sem er gegn gjaldi annars.
Ef gist er 7 nætur eða lengur er einnig einn kvöldverður og 30 min nudd.
Í aðal veitingasal hótelsins er matur borinn fram á hlaðborði, eins og gjarnan tíðkast á Spáni og á það bæði við um morgun- og kvöldverð. Á hótelinu er einnig pianóbar og snakkbar við sundlaugina.
Hótel Vulcano er einstaklega góður kostur á sanngjörnu verði og hafa gestir verið hæstánægðir þar í gegnum tíðina.
***Vinsamlegast athugið að líkamsræktin og spa-ið er lokað á Vulcano til 31. júlí vegna viðgerða, hótelgestir geta nýtt sér í staðinn bæði líkamsrækt og heilsulind hótel Bitacora sem er í næsta nágrenni ***
Fjarlægðir
Flugvöllur: 20 km
Miðbær: Í miðbænum
Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
Sundlaug
Skemmtidagskrá
Veitingastaður
Aðgengi fyrir fatlaða
Bar
Gestamóttaka
Lyfta
Nettenging: Þráðlaust net á sameiginlegu rými og tölvur í gestamóttöku
Heilsulind: Hægt að panta heilsumeðferðir og hárgreiðslu
Herbergi: Tveggja manna herbergi með og án garðsýnis
Lilja Jónsdóttir hefur starfað í ferðageiranum sl. 30 ár, bæði sem sölumaður, fararstjóri og skemmtanastjóri.
Lilja Jónsdóttir menntaði sig í ferðamálafræðum í Bretlandi og lauk einnig námi frá Ferðamálaskóla Íslands vorið 2010.
Hún hefur verið fararstjóri í skemmtisiglingum um Karíbahafið, a.m.k. tvisvar á ári undanfarin 10 ár. Þau skip sem Lilja hefur siglt með ásamt sínum farþegum eru frá Royal Caribbean Cruise line, Celebrity Cruises, Carnival Cruises og Norwegian Cruise line. Hún hefur einnig verið fararstjóri í skíðaferðum á Ítalíu og með eldri borgara á suðrænum slóðum eins og t.d.Costa del Sol, Benidorm, Mallorca og Tenerife.
Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA