fbpx Tenerife með Lilju Jóns | Vita

Tenerife með Lilju Jóns

Gott fólk 60+

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Hagstæð kjör, frábær félagsskapur og góð þjónusta

Beint flug með Icelandair
6.janúar
í 18 eða 20 nætur.
10.janúar í 14 eða 16 nætur. 

Fararstjóri er: Lilja Jónsdóttir

Ferðir fyrir fólk á besta aldri. Markmiðið er að bjóða upp á hagstæð kjör og góða þjónustu. Á Tenerife er einstök veðursæld, góður aðbúnaður, verslanir, veitingastaðir, sól og sandur.


tenerife_almennt_selflove_3.jpg

Dagskráin er fjölbreytt. Alls konar hreyfing eins og gönguferðir. Skemmtikvöldin einkennast af söng og dansi.
Spilabingó er aldrei langt undan sem og mini-golf og margt fleira sem eyjan býður uppá. 


web-la-siesta_hote_tene_vita.jpg

Lilja hefur verið fararstjóri í skemmtisiglingum, a.m.k. tvisvar á ári undanfarin 10 ár. Þar er alltaf glaumur og gleði sem hún mun taka með sér til Tenerife. Hún hefur einnig verið fararstjóri í skíðaferðum á Ítalíu og með eldri borgara á suðrænum slóðum eins og t.d. á Alicante og Mallorca. Lilja menntaði í Bretlandi og lauk námi frá Ferðamálaskóla Íslands vorið 2010. Hún er í sambúð og á 3 uppkomin börn. 

Skemmtiprógrammið á Tenerife er líflegt, skemmtilegt og kætir alla. Ekki er verra að fá gott verð á La Siesta, með vinsælustu hótelum VITA á Playa de las Americas.
La Siesta er gott og vel staðsett hótel á Playa de las Americas ströndinni. Þar er fallegur garður sundlaug og barnalaug, heilsulind og skemmtidagskrá.

Sól, sjór og sandur er auðvitað í stóru hlutverki á Tenerife og það er engin tilviljun að Íslendingar kjósa að fara þangað aftur og aftur. Þannig að vertu viss um að gleyma ekki sundfötunum og sólarolíunni.

Sjá nánar um ferð
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Hagnýtar upplýsingar

 • Verð og innifalið

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef TFS

  5,5 klst

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun