fbpx Spring hotel Vulcano Tenerife, Playa de las Américas

Spring hotel Vulcano, Playa de las Américas

Vefsíða hótels

Mjög gott 4 stjörnu hótel á besta stað í hjarta Amerísku strandarinnar. Við hótelið er stór gróðursæll garður með sundlaug, barnalaug og fjölda sólbekkja.

Ströndin er um 300 metra frá hótelinu og stutt er að göngugötum með verslunarhúsum og  sérverslunum.  Barir, veitingahús og kaffihús eru á hverju strái og hótelin Villa Cortes, La Siesta og Parque Santiago eru steinsnar frá hótel Vulcano.

Hótelið býður upp á skemmtidagskrá á hverjum degi. Sundleikfimi  og leikir í lauginni eru á daginn. Fjölbreyttar sýningar eru á kvöldin, einnig lifandi tónlist og dans. Við hótelið er tennisvöllur og einungis einn km. er á golfvöllinn Club de Golf las Américas.

Herbergi eru 365 talsins, mjög  rúmgóð og geta rúmað þrjá gesti.  Öll loftkæld,  með síma, sjónvarpi, smábar gegn gjaldi (1 eur á dag), öryggishólfi, hárþurrku og svölum eða verönd.
Hægt er að tryggja sér herbergi með svölum sem snúa yfir sundlaugargarðinn gegn auka greiðslu. Þar er öryggishólf án aukagjalds og  handklæði til að nota við sundlaugina.

Í aðal veitingasal hótelsins er matur borinn fram á hlaðborði, eins og gjarnan tíðkast á Spáni og á það bæði við um morgun- og kvöldverð.  Á hótelinu er einnig pianóbar og snakkbar við sundlaugina.

Hótel Vulcano er einstaklega góður kostur á sanngjörnu verði og hafa gestir verið hæstánægðir þar í gegnum tíðina.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 20 km
 • Miðbær: Í miðbænum
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Lyfta
 • Nettenging: Þráðlaust net á sameiginlegu rými og tölvur í gestamóttöku
 • Heilsulind: Hægt að panta heilsumeðferðir og hárgreiðslu
 • Herbergi: Tveggja manna herbergi með og án garðsýnis

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Minibar: Gegm gjaldi

Fæði

 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun