fbpx Berlín, beint flug, Icelandair.

Berlín

Menning, saga og skemmtun

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Berlín, ævintýraleg og skemmtileg

 

Berlín er borg sem heillar alla þá sem sækja hana heim. Borg andstæðnanna, þar sem ægir saman glamúr og glæsileika og gróskumikilli nýsköpun sem endurspeglast í framsækinni byggingarlist,  dásamlegri matargerð, ævintýralegu skemmtanalífi og sögunni sem hér drýpur af hverju strái.
Berlínur bjóða að kaupa skoðunarferðir en þær byrjuðu upphaflega með það að markmiði að bjóða upp á ferðir fyrir Íslendinga um Berlín.
Starfssviðið hefur þó töluvert víkkað síðustu ár og aðstoða þær nú í raun við allt sem Íslendinga vantar að gera í Berlín hvort sem það er að skipuleggja árshátíðir, heimsóknir í fyrirtæki, túlkanir, viðburði og allt milli himins og jarðar.


berlin_almennt_8.jpg

Sagan

Bismarck og Marx, Einstein og Hitler, John F. Kennedy og Bowie, allir settu þeir mark sitt á – og voru markaðir af – borginni Berlín sem á sér svo ríka sögu. Berlín er byltingarborg, hér voru höfuðstöðvar nasista, hún var sprengd í tætlur, klofin í tvennt og loks sameinuð á ný – og þá erum við aðeins að tala um 20. öldina. Hægt er að fá sér göngutúr eftir hluta af Berlínarmúrnum, skoða stórkostlega prússneska höll, heimsækja Checkpoint Charlie og staðinn þar sem helförin var skipulögð. Berlín býr yfir endalausum töfrum og það er óhætt að segja að hér mætist nútíð og fortíð á hverju horni. 

Menning og mannlíf

Eigi einhver borg skilið að vera kölluð borgin sem aldrei sefur, þá er það Berlín. Sagan segir að Berlínarbúar kunni allra Þjóðverja best að njóta lífsins og eflaust er eitthvað til í því, í það minnsta hefur borgin upp á eitthvað að bjóða fyrir unga sem aldna, hver svo sem smekkurinn kann að vera eða fjárhagurinn. Hér er hægt að sækja litla kjallaraholuklúbba, dansa við dúndrandi iðnaðarteknó, setjast á fínustu kokteilbari eða í bjórgarða undir beru lofti, njóta syndsamlegra kabaretta og seiðmagnaðra sinfónía. 
Sköpunargleðin á sér engin mörk í Berlín, einni helstu frumkvöðlaborg Evrópu. Það er ekki síst nægu rými fyrir alla, hagstæðu leiguverði og frjálslegu andrúmslofti sem nærir alla nýsköpun að þakka að menningarleg tilraunastarfsemi hvers konar hefur dafnað í borginni síðustu 20 ár. Heimsþekktir listamenn koma fram í leikhúsum, á tónleikum og í óperuhúsum, kanónur í listaheiminum á borð við Ólaf Elíasson og Jonathan Meese eiga heimili hér og George Clooney og Tom Hanks léku í stórmyndum sem gerast í borginni. Hámenning eða lágmenning, skiptir ekki öllu – ef það er menning á annað borð þá þrífst hún hér.
Berlín er fjölmenningarleg stórborg en þeir sem heimsækja hana eru sammála um að andrúmsloftið líkist frekar sjarmerandi alþjóðaþorpi. Umburðarlyndi á alla kanta er heimamönnum hugleikið og þeir leggja meiri áherslu á einstaklingsfrelsið og skapandi lífsstíl en stöðutákn og seðlasöfnun. Kaffihús eru troðin frá morgni til kvölds og klúbbarnir eru opnir fram undir morgun – ef ekki lengur. Berlín breiðir úr sér en áhugaverðustu staðirnir standa ótrúlega þétt og því er lítið mál að njóta þess helsta sem borgin hefur upp á að bjóða á tveimur jafnfljótum, reiðhjóli eða með almenningssamgöngum.


berlin_almennt_7.jpg

Helstu kennileiti 

Hvort sem þú hefur áhuga á sögu, list eða menningu er af nógu að taka í Berlín. Safnið við Checkpoint Charlie, sem var aðalhliðið á Berlínarmúrnum, má enginn láta fram hjá sér frara frekar en minnisvarðann um Helförina við Brandenburgarhliðið sem hreyfir við þeim allra hörðustu. Það stendur ekki mikið eftir af veggnum sjálfum en þó brot og brot og þau njóta mikilla vinsælda meðal ferðamanna. Þeir sem haldnir eru menningarþorsta geta slökkt honum á Safnaeyjunni, Museuminsel, þar sem fimm þjóðarsöfn Þýskalands standa í þyrpingu og hýsa listaverk frá öllum heimshornum. 
Við mælum einnig með skoðunarferð að Brandenburgarhliðinu, þýska þinghúsinu Reichstag, Dómkirkjunni, Sjónvarpsturninum, Charlottenborgarhöll og East Side Gallery svo að fátt eitt sé nefnt.
Til að ná sér niður eftir spennandi skoðunarferðir og safnarölt er margt vitlausara en að setjast niður og svala þorstanum í lok dags í bjórgörðunum í Tiergarten. 

Sjá nánar um Berlín
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Skoðunarferðir

  • Hagnýtar upplýsingar

  • Verslun og þjónusta

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef TXL

    4

    Morgunflug

  • Gjaldmiðill

    Evra

    Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun