fbpx Perlur Atlantshafsins | Vita

Perlur Atlantshafsins

Skemmtisigling um Kanaríeyjar og Madeira

Ferðir
Flug

Myndagallerí

MSC Musica 
Kanaríeyjar og Madeira
27. febrúar - 8. mars

Santa Cruz, Tenerife - Arrecife, Lanzarote - Fuerteventura - Santa Cruz, La Palma -  Las Palmas, Gran Canaria - Funchal, Madeira

Flogið er í morgunflugi með Icelandair til Tenerife þar sem gist verður í 2 nætur á INNSiDE by Melia. Þann 1. mars verður siglt af stað með MSC Musica áleiðis til Arrecife á Lanzarote, eftir það verða hver Kanaríeyjan á fætur annarri heimsótt, Fuerteventura, La Palma og Gran Canaria og að lokum verður siglt upp til Madeira áður en haldið er aftur til Santa Cruz á Tenerife.
 

Flugnúmer Dags Flugvöllur  Brottför Flugvöllur Landing
FI 580 27. feb Keflavík 10:00 Tenerife 15:25
FI 581 08. mar Tenerife 16:25 Keflavík 21:55

 

Siglingarleið

Dagur Áfangastaður  Koma Brottför
01. mar Santa Cruz, Tenerife, Kanarí   23:00
02. mar Arrecife, Lanzarote, Kanarí 09:00 20:00
03. mar Fuereventura, Kanarí 08:00 20:11
04. mar Á siglingu    
05. mar Santa Cruz, La Palma, Kanarí 08:00 18:00
06. mar Las Palmas, Grand Canaria, Kanarí 07:00 16:00
07. mar Funchal, Madeira, Portúgal 09:00 17:00
08. mar Santa Cruz, Tenerife, Kanarí 09:00  

 


msc_musica_venedig.jpg

MSC Musica er fyrsta skipið í svokölluðum Musica-flokki MSC Cruises og var sjósett árið 2006. Skipið er með 16 þilför og rúmar um 2.500 farþega í 1.275 klefum.
Á skipinu er að finna afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Þar er meðal annars stórt sundlaugardekk með heitum pottum og sólbekkjum og glæsilegt leikhús sem býður upp á fjölbreytta skemmtidagskrá á hverju kvöldi.

Á skipinu er fimm veitingastaðir, má þar nefna tvo aðal veitingarstaði, ítalskan pizzastað og asískan veitingastað.
Nokkrir barir og skemmtistaðir eru um borð, allt frá notalegum vínbörum til lifandi tónlistarstaða þar sem boðið er upp á bæði djass og popp. Einnig er að finna stóra og bjarta setustofu með glerlofti þar sem farþegar geta notið drykkja og útsýnis á sama tíma.
MSC Musica er hannað með rými og glæsileika að leiðarljósi og býður upp á afslappað en jafnframt líflegt andrúmsloft sem hentar jafnt pörum, fjölskyldum og vinahópum sem vilja upplifa klassískt skemmtiferðaskip MSC Cruises.


ship_msc_musica_poolarea.jpg

Föstudagur 27. febrúar,  Keflavík  - Tenerife
Flogið er með Icelandair klukkan 10:00 um morguninn frá Keflavík til Tenerife. Áætluð lending er kl.15:25. Rúta bíður eftir hópnum og ekið er á hótel Innside By Melia  á Santa Cruz þar sem gist er í tvær nætur fyrir siglinguna.


tenerife_almennt_12.jpg

Laugardagur 28. febrúar, Santa Cruz, Tenerife
Santa Cruz, höfuðborg Tenerife, iðar af menningu og náttúrufegurð. Strandgatan Avenida Marítima liggur meðfram strandlengjunni og býður upp á stórfenglegt útsýni yfir Atlantshafið með fjölda verslana, veitingastaða og kaffihúsa. Í Santa Cruz má einnig finna stórbrotnar byggingar eins og Auditorio de Tenerife, glæsilegt tónleikahús hannað af Santiago Calatrava, ásamt sögulegum minjum á borð við Castillo de San Cristóbal, sem er virki frá 17. öld.


tenerife_almennt_santa_cruz.jpg

Sunnudagur 1. mars, Santa Cruz - MSC Musica
Um hádegi er ekið að höfninni þar sem MSC Musica liggur við festar. Eftir innritun gefst góður tími til að kynna sér skipið og þjónustuna um borð. Siglt úr höfn kl. 23:00


msc_kanaryeyjar.jpg

Mánudagur 2. mars, Arrecife, Lanzarote
Arrecife á eyjunni Lanzarote er þekkt fyrir ótrúlegt eldfjallalandslag sem líkist tunglinu. Þar er hið svokallaða "Fire Mountain" sem staðsett er í Timanfaya þjóðgarðinum.  Hægt er að fara um þetta magnaða landslag með kameldýrum, sem er ævintýraleg hálfs dags ferð. Eldfjallið á eyjunni hefur skapað einstakan fjölbreytileika í náttúrunni, sérstaklega í kóralrifum hennar, sem gerir hana að frábærum stað til köfunar og snorklunar.


lanzarote_arricife.jpg

Þriðjudagur 3. mars, Fuerteventura
Fuerteventura fær nafn sitt af spænska orðinu fuerte (sterkur) og viento (vindur). Eyjan er sannkölluð paradís fyrir brimbrettafólk, þar sem sterkir hafvindar skapa fullkomin skilyrði fyrir sjósport. Í ágúst á hverju ári er haldin þar heimsmeistaramót á brimbrettum sem fjöldi manna sækir.


istock-624437802.jpg

Miðvikudagur 4. mars,  Á siglingu
Upplagt að slaka á og njóta þjónustunnar um borð 


msc_gym.jpg

Fimmtudagur 5. mars, Santa Cruz, La Palma
Á austurhluta La Palma er að finna höfuðborgina Santa Cruz. Nafnið merkir „Heilagi krossinn“ og þar búa um 20.000 manns. Borgin er aðalhöfn La Palma, en fyrir þá sem vilja kanna meira býður Breña Baja upp á stórkostlegt útsýni yfir eyjuna La Gomera, sem er næst minnst Kanaríeyjanna.


istock-2161968620.jpg

Föstudagur 6. mars, Las Palmas, Gran Canaria
Las Palmas, höfuðborg Gran Canaria, sameinar gylltar strendur, ríka menningu og sögulega byggingarlist. Þar eru meðal annars hin vinsæla Las Canteras strönd, fallega Vegueta-hverfið með dómkirkju sinni og söfnum, auk líflegs næturlífs. Með sitt milda loftslag allt árið laðar borgin bæði að sér þá sem sækjast eftir afslöppun og þá sem leita ævintýra.


las_palmas_borg_3.jpg

Laugardagur 7. mars, Funchal, Madeira  
Funchal, höfuðborg Madeira, þar sem hvít hús raðast upp eftir hlíðum. Hún skiptist í þrjú svæði: Gamla bæinn í austurhluta, sem skartar sögulegri byggingarlist; vesturhlutann sem er helsti ferðamannastaðurinn með hótelum og áhugaverðum stöðum á borð við Casino Gardens, Quinta das Cruzes safnið og líflega Carriera-götuna; og miðbæinn, þar sem meðal annars er að finna spennandi söfn á borð við Madeira Wine Institute.


funchal_madeira_6.jpg

Sunnudagur 8.mars, Santa Cruz, Tenerife
Skipið leggst við bryggju um kl. 09:00 að morgni. Eftir morgunverð verður boðið upp á skoðunarferð áður en farið verður út á flugvöll. Flogið er heim til Íslands í beinu flugi Icelandair klukkan 16:25 og lending í Keflavík áætluð kl.21:55.


istock-624950706.jpg

 

 

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
  • Hagnýtar Upplýsingar

  • Verð og innifalið

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef TFS

    5 KLST

    Morgunflug

  • Gjaldmiðill

    Evra

    Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun