Alicante borg
Sameinaðu borg, sól og strönd
Myndagallerí
Sameinaðu borg, sól og strönd
Beint flug með Icelandair árið um kring!
Lækkaðu verð ferðarinnar Vildarpunktum
Alicante er dásamleg borg, lífleg, flest í göngufæri og ekki skemmir fyrir að þar er einnig hægt að skreppa á ströndina ef þannig liggur á manni.
Alicante er staðsett í hjarta Costa Blanca héraðsins á Spáni. Þaðan er akstursfjarlægð til Valencia um 90 mínútur og um fimm klst. til Barcelona. Strandlengjan við borgina er yfir 7 km löng og fjölbreyttir skemmtigarðar og aðstæður til íþróttaiðkunar eru á hverju strái. Einnig er hægt að finna fjölda áhugaverða safna, sögulegar minjar, skemmtilega markaði að hætti innfæddra og heimsþekktar verslanir. Mikil matar- og vínmenning er Í Alicante sem endurspeglast í fjölda framúrskarandi veitingastaða á svæðinu.
Flogið með Icelandair
Láttu þér líða vel og njóttu afþreyingar og frábærrar þjónustu Icelandair alla leið til Alicante og aftur á leiðinni heim.
Alicante borg
Sameinaðu borg, sól og strönd
Beint flug með Icelandair árið um kring!
Lækkaðu verð ferðarinnar Vildarpunktum
Alicante er dásamleg borg, lífleg, flest í göngufæri og ekki skemmir fyrir að þar er einnig hægt að skreppa á ströndina ef þannig liggur á manni.
Alicante er staðsett í hjarta Costa Blanca héraðsins á Spáni. Þaðan er akstursfjarlægð til Valencia um 90 mínútur og um fimm klst. til Barcelona. Strandlengjan við borgina er yfir 7 km löng og fjölbreyttir skemmtigarðar og aðstæður til íþróttaiðkunar eru á hverju strái. Einnig er hægt að finna fjölda áhugaverða safna, sögulegar minjar, skemmtilega markaði að hætti innfæddra og heimsþekktar verslanir. Mikil matar- og vínmenning er Í Alicante sem endurspeglast í fjölda framúrskarandi veitingastaða á svæðinu.
Flogið með Icelandair
Láttu þér líða vel og njóttu afþreyingar og frábærrar þjónustu Icelandair alla leið til Alicante og aftur á leiðinni heim.
-
Hagnýtar upplýsingar
-
Verslun og þjónusta
Hagnýtar upplýsingar
FLUG:
Flugtíminn er um fjórar og hálf klukkustund. Flogið með Icelandair.
Inn á heimasíðu Icelandair er m.a. hægt að innrita sig í flugið, bæði út og heim 24 klst. fyrir flug, bóka sig í sæti og setja inn upplýsingar svo hægt sé að safna Vildarpunktum fyrir flugið fyrir þá sem eru í Vildarklúbb Icelandair. Einnig er hægt að panta mat fyrirfram fyrir flugið, í síðasta lagi 24 klst fyrir brottför.
Í einstaka tilvikum er flogið með öðrum flugfélögum en þá er það tekið fram í bókunarvél.
FARANGUR:
Icelandair: Leyfilegt er að taka með sér eina innritaða tösku ef flogið er á almennu farrými. Hún má að hámarki vega 23 kg og heildarumfang (lengd + breidd + hæð) má ekki vera meira en 158 cm, að meðtöldu handfangi og hjólum.
Hægt er að finna nánari upplýsingar um leyfilegan farangur á vefsíðu Icelandair.
AKSTUR:
Hægt er að bóka akstur til og frá flugvelli og þarf að greiða fyrir það sérstaklega. Ath. gert er ráð fyrir að hver farþegi sem bókaður er í rútuferð til og frá flugvelli sé með 1 tösku, ef ferðast er með meiri farangur þarf að láta vita fyrirfram og jafnframt ath. hvort að sé pláss í farangursgeymslu rútunnar.
Ekki er boðið upp á rútuferðir til og frá flugvelli til Alicante borgar en auðvelt er að taka leigubíl á milli þar sem einungis er um 10 mín akstur inn í borgina.
TÍMAMISMUNUR:
Á sumrin eru þeir tveimur klukkustundum á undan.
GREIÐSLUKORT:
Lang flestar búðir og veitingastaðir taka öll helstu kredit- eða debetkort. Ekki er hægt að treysta því að hægt sé að greiða fyrir vöru eða þjónustu með kortum, en að sjálfsögðu er hægt að taka pening út úr hraðbönkum, hvort sem er út á kredit- eða debetkort.
ÖRYGGI:
Á flestum baðströndum gilda ákveðnar öryggisreglur því ekki eru alls staðar starfsmenn á öryggisvakt. Öryggisreglur eru þannig:
• Rauður fáni: Bannað er að fara í sjóinn. Getur varðað sektum.
• Gulur fáni: Aðgát skal höfð við böð.
• Grænn fáni: Ládeyða, gott baðveður
TRYGGINGAR:
Öllum ferðalöngum er ráðlagt að fara vel yfir sínar tryggingar áður en lagt er af stað í ferðalag og kaupa sérstaka ferðatryggingu sé hún ekki þegar innifalin í korti eða heimilistryggingu viðkomandi. Einnig er gott að hafa meðferðis tryggingaskírteini frá Tryggingastofnun ríkisins, komi eitthvað óvænt upp á.
FARARSTJÓRI:
Fararstjóri VITA er á Alicante svæðinu yfir sumartíma. Hún heitir Jóhanna G. Benediktsdóttir. Jóhanna tekur á móti farþegum á flugvelli og hægt er að ná í hana í þjónustu/neyðarsíma á meðan á dvölinni stendur. Ath yfir vetrarmánuði er ekki fararstjóri á vegum VITA.
APÓTEK:
Apótek bera nafnið Farmacia á spænsku og eru auðþekkt á stórum grænum krossi. Yfirleitt er auðvelt að nálgast lyf í apótekum við minni háttar kvillum. Það er alltaf eitthvað apótek opið allan sólarhringinn og hægt er að fá upplýsingar hjá læknum, leigubílstjórum eða í hótelmóttöku um hvaða apótek er með næturvakt hverju sinni.
LÆKNISÞJÓNUSTA
Ef grunur leikur á veikindum skal hiklaust leita til læknis. Sama á við ef slys verða. Á svæðinu eru læknastofur (Clínica) sem bjóða upp á læknisþjónustu allan sólarhringinn. Þar eru yfirleitt enskumælandi læknar sem geta komið í vitjun á gististaði ef þess er óskað. Einnig bendum við á að móttakan á hótelinu getur verið ykkur innan handar.
Þjónustuaðilar munu að sjálfsögðu aðstoða við læknasamskipti ef þess er óskað. Mikilvægt er að hafa vegabréf og tryggingarskjöl (bláa alþjóðlega tryggingarskírteinið frá TR E-111) meðferðis þegar læknisaðstoðar er leitað.
BANKAR:
Opnir frá kl. 09:00 til 14:00 alla virka daga. Á laugardögum er opið frá kl. 09:00 til 12:00. Hraðbankar eru víða og mælum við með að nota þá sem eru hjá bankaútibúum. Hægt er að taka út peninga í hraðbönkum, en athugið þá að hafa PIN númer kortsins við hendina. Þegar verslað er út á kredit- og debetkort í búðum er fólk stundum beðið um að sýna vegabréf til að staðfesta að þeir eigi kortið.
KRANAVATNIÐ:
Er drykkjarhæft en það bragðast ekki vel. Við mælum með að keyptar séu vatnsflöskur í matvöruverslunum til drykkjar og matargerðar.
MOSQUITOFLUGUR:
Lifa hér og því er skynsamlegt að bera á sig svokölluð anti-mosquito krem eða úða þegar rökkva tekur (slík krem/úðar er hægt að kaupa í apótekum og í flestum matvöruverslunum). Við hvetjum ykkur til að leita hiklaust til læknis ef þið fátið slæmt bit.
ÞJÓRFÉ:
Það tíðkast að gefa 5-10% þjórfé fyrir góða þjónustu, og á það sérstaklega við um veitingastaði..
BÍLALEIGUBÍLAR
Best er að hafa samband við þjónustuaðila okkar um leigu á bílaleigubil. Rétt er að hafa í huga að væntanlegur ökumaður þarf að hafa gilt ökuskírteini og vegabréf til að geta tekið bíl á leigu. Við árekstur þarf alltaf að kalla til lögreglu og fylla út skýrslu, bæði fyrir bílaleiguna og leigutaka. Ath stafrænökuskirteini eru ekki gild á Spáni.
ALMENNINGSVAGNAR
Ganga yfirleitt á 15-40 mínútna fresti og heitir strætisvagnafyrirtækið Autobuses Ifach.
LEIGUBÍLAR
Eru þægilegasti ferðamátinn og þá er auðvelt að finna. Bílarnir eru hvítir að lit og það logar grænt ljós á þeim ef þeir eru lausir. Auðveldast er að veifa þeim út á götu eða láta gestamóttöku eða veitingastaði panta þá. Allir leigubílar eiga að vera með gjaldmæli en þó taka þeir yfirleitt fast verð fyrir ákveðnar vegalengdir.
Verslun og þjónusta
VERSLUN;
Mikið úrval er af verslunum og eru þær almennt opnar frá kl. 09:00 – 24:00.
Verslunarmiðstöðin Centro Comercial Plaza Mar 2 er í 10 mín aksturs fjarlægð frá miðbæ Alicante, hún er opin alla daga frá kl. 09:00-22:30 nema sunnudaga frá kl. 11:00-22:00.
Verslunarmiðstöðin Centro Comercial Gran Vía þar sem m.a. er Primark er í u.þ.b. 15 mín aksturs fjarlægð frá miðbænum, hún er opin alla daga frá kl. 09:00-01:00 eftir miðnætti nema á sunnudögum þá opnar hún kl. 12:00 á hádegi og er opin til kl. 01:00 eftir miðnætti.
Einnig eru outlet verslanir "The Outlet Stores Alicante" í um 20 mín aksturs fjarlægð frá miðbænum.
MARKAÐIR:
Flottur matarmarkaður "Mercat Central d'Alacant" með sjávarfang, kjöt, osta, brauð og fleira er í miðbæ Alicante. Hann er opinn frá kl. 07:00-14:30 alla daga nema sunnudaga, þá er lokað. Heimilisfangið er Av. Alfonso El Sabio, nº 10.
Flottur útimarkaður er einnig í Alicante í u.þ.b. 10 mín aksturs fjarlægð frá miðbæ Alicante. Hann heitir Mercadillo Teulada. Markaðurinn er með allt milli himins og jarðar s.s. sælgæti, ávexti, grænmeti, osta, sjávarfang og ýmislegt fleira matarkinns. Einnig fæst þar fatnaður, skór, gjafavara og ýmislegt fleira. Markaðurinn er staðsettur við götuna Calle Teulada og er opinn á fimmtudögum og laugardögum kl. 07:30-14:00.
ATH Varið ykkur sérstaklega á þjófunum þegar farið er á markaði.
Gististaðir
Kort
Myndagallerí
Meliá Alicante
Glæsilegt hótelVið Postiguet-ströndina
Óheft útsýni yfir Miðjarðarhafið
» Nánar
Meliá Alicante
Vefsíða hótels
Glæsilegt hótel á frábærum stað við Postiguet-ströndina og smábátahöfnina í Alicante. Á aðra hönd er Postiguet-ströndin og á hina er göngugatan La Explanada de España. Hér er iðandi mannlíf á alla kanta, verslanir, veitingastaðir, gamli bærinn og Santa Barbara-kastalinn í léttu göngufæri. Strætó og leigubílar stoppa rétt við hótelið.
Í hótelinu eru 545 stílhrein og rúmgóð herbergi sem rúma tvo eða þrjá einstaklinga og fjölskylduherbergi og svítur sem rúma allt að fjóra. Öll herbergin eru búin loftkælingu og upphitun, flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum, síma, öryggishólfi og smábar. Á baðherbergjum er hárþurrka, ókeypis baðvörur og ýmist baðker eða sturta. Við öll herbergi eru svalir með húsgögnum og er útsýni ýmist yfir hafið eða smábátahöfnina. Þráðlaus nettenging er í herbergjum og sameiginlegum rýmum gestum að kostnaðarlausu.
Það er ekki amalegt að byrja daginn á ríkulegu morgunverðarhlaðborði og njóta um leið óhefts útsýnis yfir Miðjarðarhafið úr veitingasalnum. Í hádeginu og á kvöldin er tilvalið að klæða sig í betri fötin og njóta ljúffengra rétta úr ferskasta hráefni sem völ er á af matseðlinum á Terra-veitingastaðnum eða slaka á yfir léttari réttum á veitingastaðnum Blu við sundlaugina. Á setustofubarnum er boðið upp á úrval kokteila og annarra svalandi drykkja.
Sundlaug er við hótelið með sólbekkjum og sólhlífum. Krakkaklúbbur er starfræktur fyrir börn 5 til 12 ára. Heilsulind með líkamsræktaraðstöðu, heitum pottum, líkams- og snyrtimeðferðum er við hlið hótelsins.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 13 km
- Strönd: Við Postiguet-ströndina
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
SPA Porta Maris by Melia
Vel staðsettVið smábátahöfnina
Veitingastaðir og verslanir nálægt
» Nánar
SPA Porta Maris by Melia
Vefsíða hótels
Hótel Spa Porta Maris er fjögurra stjörnu hótel staðsett á einum besta stað borgarinnar. Ströndin er alveg við hótelið en jafnframt er stutt að ganga að miðbænum og í gamla bæinn. Veitingastaðir og verslanir má finna allt um kring.
Hótelið stendur við hliðina á Suites del Mar og tilheyra þau sömu hótelkeðjunni. Sameiginleg móttaka og ýmis önnur þjónusta er fyrir bæði hótelin, en þó er ekki allt sameiginlegt.
Aðstaðan á hótelinu er mjög góð og margt sem stendur til boða, sem dæmi er tilvalið að fá sér hressingu á veitingastaðnum Luz de Mar og njóta um leið útsýnisins yfir smábátahöfnina en á staðnum er m.a. boðið upp á tapasrétti sem margir þekkja og elska. Annar veitingastaður er á hótelinu sem heitir Marabierta og er opinn á kvöldin. Þarna er einnig bar og móttaka sem opin er allan sólarhringinn. Heilsulind og líkamsrækt er staðsett rétt hjá hótelinu og stendur hótelgestum til boða gegn aukagjaldi.
Herbergin á hótelinu eru annað hvort með útsýni yfir höfnina eða sjávarsýn. Öll eru þau með sjónvarpi, síma, öryggishólfi, minibar, hárþurrku, te- eða kaffivél og helstu snyrtivörum.
Dásamlegt útsýni og litríkt mannlíf má finna allt um kring á þessu vel staðsetta hóteli þar sem flest allt er í göngufjarlægð. Uppi á hæðinni fyrir ofan blasir svo kastalinn við í öllu sínu veldi og setur fallegan svip á borgina.
Fjarlægðir
- Miðbær: Í göngufæri - 5 mínútur
- Strönd: Rétt hjá
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
- Flugvöllur: 13 km.
Aðstaða
- Sundlaug
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Handklæði fyrir hótelgarð
- Nettenging
- Heilsulind: Já, gegn gjaldi
- Líkamsrækt: Já, gegn gjaldi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Suites del mar by Melia
Vefsíða hótels
Suites del Mar by Melia er mjög vel staðsett fjögurra stjörnu hótel í Alicante borg þar sem hótelgestir hafa tækifæri á að upplifa samtímis allt það sem ströndin hefur upp á að bjóða og ys og þys borgarlífsins.
Hótelið stendur við smábátahöfnina og er því útsýnið óviðjafnanlegt til allra átta, hvort sem horft er yfir höfnina, hafið eða mannlífið. Við hliðina á hótelinu er hótel SPA Porta Maris by Melia en tilheyra þessi hótel sömu hótelkeðju. Sameiginleg móttaka er fyrir þau bæði og deila hótelgestir sumu af því sem boðið er upp á en þó ekki öllu.
Aðstaðan er mjög góð og má þar nefna sundlaug, sólbaðsaðstaða og spa svo eitthvað sé nefnt. Móttakan er opin allan sólarhringinn og morgunverður er borinn fram á veitingastaðnum Llum de Mar en þar er tilvalið að byrja daginn með því að njóta fagurs útsýnis á meðan morgunverður er snæddur. Herbergin á hótelinu eru junior svítur og eru annað hvort með útsýni yfir höfnina eða sjávarsýn. Öll herbergin eru rúmgóð, nýtískulega hönnuð og búin nútímaþægindum eins og sjónvarpi, síma, öryggishólfi og kaffivél (Nespresso). Inni á herbergjum er einnig strandarhandklæði, sloppur og inniskór sem hótelgestir geta haft afnot af á meðan dvöl stendur
Í næsta nágrenni má finna verslanir, veitingastaði og áhugaverða staði. Uppi á hæðinni fyrir ofan blasir svo kastalinn við í öllu sínu veldi og setur fallegan svip á borgina þar sem hið gamla og nýja mætast.
Fjarlægðir
- Miðbær: Í göngufæri - 5 mínútur
- Strönd: Við ströndina
- Flugvöllur: 13,2 km.
- Veitingastaðir: Allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
-
Veðrið
-
Flugtími
Kef ALC
4,5
Morgunflug
-
Gjaldmiðill
€Evra
Gengi
-
Rafmagn
220 Volt