fbpx Cascais | Vita

Cascais

Strandbær í nágrenni Lissabon

Bókaðu þína ferð
2 Farþegar
Tegund ferðar
Áfangastaður
Brottför
Dvalartími

Myndagallerí

Cascais er heillandi strandbær í Portúgal, staðsettur um 30 km vestur af Lissabon. Þessi sjarmerandi bær er þekktur fyrir fallegar strendur, ríka sögu, huggulegan miðbæ og afslappaða Miðjarðarhafsstemningu.

Bærinn var upphaflega lítið sjávarþorp sem breyttist í vinsælan áfangastað fyrir portúgölsku konungsfjölskylduna. Konungsfólk og aðalsmenn komu þangað til að njóta milda loftlagsins og rólega umhverfisins. Þannig varð Cascais að lúxusferðamannastað.

Í dag er staðurinn vinsæll bæði meðal heimamanna og ferðamanna og býður upp á einstaka blöndu af menningu, náttúrufegurð og útivistarmöguleikum. Þar eru fræg kennileiti eins og Boca do Inferno, Citadel de Cascais-virkið og Sintra-fjöllin. Á torginu Largo Luís de Camões er gaman að setjast niður og fylgjast með mannlífinu.

Miðbærinn er líflegur með kaffihús, litlar verslanir og veitingastaði við sjávarsíðuna og stórbrotið útsýni.

Strendurnar

Praia da Rainha eða Drottningarströndin er lítil en notaleg strönd í hjarta bæjarins. Hún var upphaflega einkaströnd drottningar á 19. öld en er vinsæl í dag sem almenningsströnd.

Praia da Ribeira-ströndin er rétt við bæinn og frábær staður til að slaka á eða taka sundsprett.

Praia do Guincho er stærri, í 5 km fjarlægð frá miðbænum, en hún er sérstaklega eftirsótt meðal brimbrettakappa og áhugafólks um vatnasport.

Aðrar strendur í nágrenninu eru Praia da Conceição og Praia da Duquesa sem liggja hlið við hlið og eru fullkomnar fyrir fjölskyldur og afslöppun. Nálægt má einnig finna strendur í Estoril, eins og Praia do Tamariz.

Boca do Inferno

Það er áhrifaríkt að sjá öldurnar skella á Boca do Inferno-klettunum, þar sem þeir mynda boga yfir sjónum hjá Costa da Guia, norður af Cascais. Í nágrenninu eru einnig góðar gönguleiðir, hjólastígar og frábærir sjávarréttastaðir.

Cidadela de Cascais

Cidadela virkið var byggt sem varnargarður á milli 15. og 17. öld til að verja Cascais strandlengjuna. Í grenndinni er Museu Condes de Castro Guimarães höllin með listaverkum og sögulegum gripum, og Casa das Histórias Paula Rego, nútímalistasafn tileinkað verkum hinnar þekktu portúgölsku listakonu Paula Rego.

Hjólaleið til Praia do Guincho

Það er dásamlegt að leigja hjól og fylgja strandstígnum frá Cascais til Praia do Guincho. Á leiðinni er útsýni yfir hafið og klettana sem einkenna svæðið.

Marina de Cascais

Við höfnina liggja lúxussnekkjur sem gaman er að skoða og svo má ekki missa af portúgölsku sjávarréttunum á veitingastöðunum. Ekkert er betra en nýgrillaður fiskur, sjávarréttarisotto eða kræklingur í hvítlauks- og kóríandersósu.

 

Cascais er töfrandi áfangastaður sem laðar að ferðamenn frá öllum heimshornum.

 

 

 

Sjá nánari ferðalýsingu
Bókaðu þína ferð
2 Farþegar
Tegund ferðar
Áfangastaður
Brottför
Dvalartími
  • Hagnýtar upplýsingar

Sjá alla gististaði
  • Veðrið

    17.8 °C

    Skýjað

  • Flugtími

    Kef LIS

    4,5

    Eftirmiðdagsflug

  • Gjaldmiðill

    EUR

    Evra

    Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun