fbpx Madonna di Campiglio | Vita

Madonna di Campiglio

Einn af þekktustu skíðabæjum Ítala

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Madonna er einn af þekktustu skíðabæjum Ítala

 

Flogið er með áætlunarflugi til og frá Verona. Flutningur á skíðum er innifalinn í verði. Akstur til og frá flugvelli er í boði gegn aukagjaldi fyrir farþega með flug og gistingu hjá VITA. 

Fararstjórar VITA eru Jónas Valdimarsson og Lóa Pind Aldísardóttir, þau verða á svæðinu í brottförum þann 20.-27.des og svo aftur frá 13.jan - 2.mars. Það verða ekki fararstjórar í Madonna á vegum Icelandair VITA frá 27.des - 13.janúar. 

Til Madonna flykkist skíðafólk á öllum aldri hvaðanæva að úr heiminum á hverju ári. Bærinn stendur í dalnum Val Rendena í vesturhluta Trentino héraðsins rétt við rætur vestur-Dólómítanna.

Þetta fallega fjallaþorp liggur í rúmlega 1.500 metra hæð yfir sjávarmáli og eru bæjarbúar um það bil þúsund talsins. Stutt er í skíðalyftur og kláfa úr miðbænum og liggja hæstu brekkurnar upp í allt að 2.600 metra hæð. Skíðabrekkurnar eru eins fjölbreyttar og þær eru margar og henta jafnt byrjendum sem lengra komnum.
Í miðbænum mynda hótelin umgjörð um tvö torg, en það er skemmtilegt göngusvæði, með fjölda veitingastaða og verslana. 


madonna_veronese_3.jpg

Fjallasvæðið

Fjallasvæðið skiptist í fjögur mismunandi skíðasvæði sem hægt er að skíða á milli og getur fólk valið um svartar, rauðar eða bláar brekkur, allt eftir getu hvers og eins. Svæðin Pradalago og Grosté eru auðveldust á meðan svæðin Spinale og 5 Laghi fela í sér meiri áskoranir og ögranir.


madonna_trovati_5.jpg

Skíðasvæðið

Skíðasvæðið er gríðarstórt, samtals um 150 km af skíðabrautum. Lengsta einstaka skíðabrautin telur heila fimm kílómetra. Lyftur eru 59 talsins og flestar eru þær opnar frá kl. 8.30 til 16.30 alla daga.
Boðið er upp á skíðakennslu á svæðinu fyrir alla aldurshópa. Hægt er að skíða frá Madonna yfir í þrjá nærliggjandi smærri skíðabæi, Folgarida, Marilleva og Pinzolo. Fyrrihluta dags og fram yfir miðjan dag er lífið í skíðabrekkunum en eftir að miðdegishvíldinni eða „síestunni“ lýkur og fram á kvöld færist líf í bæinn sjálfan. Miðbærinn er afar heillandi og gefa fjöldi skemmtilegra kaffihúsa og fjölbreyttra verslana honum skemmtilegan blæ.

Allir skíðafarþegar VITA fá 20% afslátt hjá Everest ferða- og útvistaverslun ef keyptur er skíðabúnaður eða skíðafatnaður, með því að framvísa staðfestingu á skíðabókun frá VITA fyrir veturinn 2023-2024. Verslunin er staðsett í Skeifan 6, 108 Reykjavík

Lesa nánar um Madonna
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Hagnýtar upplýsingar

 • Dagskrá

 • Verslun og þjónusta

 • Farangursheimild og sætisval

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef VRN

  4 klst

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

 • Bjórverð

  Meðalverð 3-4 EUR

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun