Flogið er með leiguflugi til og frá Verona. Nema þann 7. janúar og 4. mars 2023 þá er heimflug í gegnum Munich í Þýskalandi og þann 14.janúar 2023 er útflug til Munchen.
Sjá nánar undir ,,Hagnýtar upplýsingar". Flutningur á skíðum er innifalin í leiguflugi til og frá Verona, en greiða þarf 3.800 krónur fyrir skíðin í flugi til/frá Munchen.
Til Madonna flykkist skíðafólk á öllum aldri hvaðanæva að úr heiminum á hverju ári. Bærinn stendur í dalnum Val Rendena í vesturhluta Trentino héraðsins rétt við rætur vestur-Dólómítanna.
Þetta fallega fjallaþorp liggur í rúmlega 1.500 metra hæð yfir sjávarmáli og eru bæjarbúar um það bil þúsund talsins. Stutt er í skíðalyftur og kláfa úr miðbænum og liggja hæstu brekkurnar upp í allt að 2.600 metra hæð. Skíðabrekkurnar eru eins fjölbreyttar og þær eru margar og henta jafnt byrjendum sem lengra komnum.
Í miðbænum mynda hótelin umgjörð um tvö torg, en það er skemmtilegt göngusvæði, með fjölda veitingastaða og verslana.
Fjallasvæðið
Fjallasvæðið skiptist í fjögur mismunandi skíðasvæði sem hægt er að skíða á milli og getur fólk valið um svartar, rauðar eða bláar brekkur, allt eftir getu hvers og eins. Svæðin Pradalago og Grosté eru auðveldust á meðan svæðin Spinale og 5 Laghi fela í sér meiri áskoranir og ögranir.
Skíðasvæðið
Skíðasvæðið er gríðarstórt, samtals um 150 km af skíðabrautum. Lengsta einstaka skíðabrautin telur heila fimm kílómetra. Lyftur eru 59 talsins og flestar eru þær opnar frá kl. 8.30 til 16.30 alla daga.
Boðið er upp á skíðakennslu á svæðinu fyrir alla aldurshópa. Hægt er að skíða frá Madonna yfir í þrjá nærliggjandi smærri skíðabæi, Folgarida, Marilleva og Pinzolo. Fyrrihluta dags og fram yfir miðjan dag er lífið í skíðabrekkunum en eftir að miðdegishvíldinni eða „síestunni“ lýkur og fram á kvöld færist líf í bæinn sjálfan. Miðbærinn er afar heillandi og gefa fjöldi skemmtilegra kaffihúsa og fjölbreyttra verslana honum skemmtilegan blæ.
Allir skíðafarþegar VITA fá 20% afslátt hjá Everest ferða- og útvistaverslun ef keyptur er skíðabúnaður eða skíðafatnaður, með því að framvísa staðfestingu á skíðabókun frá VITA fyrir veturinn 2022-2023. Verslunin er staðsett í Skeifan 6, 108 Reykjavík
Flogið er með leiguflugi til og frá Verona. Nema þann 7. janúar og 4. mars 2023 þá er heimflug í gegnum Munich í Þýskalandi og þann 14.janúar 2023 er útflug til Munchen.
Sjá nánar undir ,,Hagnýtar upplýsingar". Flutningur á skíðum er innifalin í leiguflugi til og frá Verona, en greiða þarf 3.800 krónur fyrir skíðin í flugi til/frá Munchen.
Til Madonna flykkist skíðafólk á öllum aldri hvaðanæva að úr heiminum á hverju ári. Bærinn stendur í dalnum Val Rendena í vesturhluta Trentino héraðsins rétt við rætur vestur-Dólómítanna.
Þetta fallega fjallaþorp liggur í rúmlega 1.500 metra hæð yfir sjávarmáli og eru bæjarbúar um það bil þúsund talsins. Stutt er í skíðalyftur og kláfa úr miðbænum og liggja hæstu brekkurnar upp í allt að 2.600 metra hæð. Skíðabrekkurnar eru eins fjölbreyttar og þær eru margar og henta jafnt byrjendum sem lengra komnum.
Í miðbænum mynda hótelin umgjörð um tvö torg, en það er skemmtilegt göngusvæði, með fjölda veitingastaða og verslana.
Fjallasvæðið
Fjallasvæðið skiptist í fjögur mismunandi skíðasvæði sem hægt er að skíða á milli og getur fólk valið um svartar, rauðar eða bláar brekkur, allt eftir getu hvers og eins. Svæðin Pradalago og Grosté eru auðveldust á meðan svæðin Spinale og 5 Laghi fela í sér meiri áskoranir og ögranir.
Skíðasvæðið
Skíðasvæðið er gríðarstórt, samtals um 150 km af skíðabrautum. Lengsta einstaka skíðabrautin telur heila fimm kílómetra. Lyftur eru 59 talsins og flestar eru þær opnar frá kl. 8.30 til 16.30 alla daga.
Boðið er upp á skíðakennslu á svæðinu fyrir alla aldurshópa. Hægt er að skíða frá Madonna yfir í þrjá nærliggjandi smærri skíðabæi, Folgarida, Marilleva og Pinzolo. Fyrrihluta dags og fram yfir miðjan dag er lífið í skíðabrekkunum en eftir að miðdegishvíldinni eða „síestunni“ lýkur og fram á kvöld færist líf í bæinn sjálfan. Miðbærinn er afar heillandi og gefa fjöldi skemmtilegra kaffihúsa og fjölbreyttra verslana honum skemmtilegan blæ.
Allir skíðafarþegar VITA fá 20% afslátt hjá Everest ferða- og útvistaverslun ef keyptur er skíðabúnaður eða skíðafatnaður, með því að framvísa staðfestingu á skíðabókun frá VITA fyrir veturinn 2022-2023. Verslunin er staðsett í Skeifan 6, 108 Reykjavík
Ferðamannaskatturinn í Madonna er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Skatturinn er 1,5 - 3 Evrur á mann á nótt.
Gildir aðeins fyrir 14 ára og eldri.
Flug:
Í leiguflugi er flogið til Verona á Ítalíu og tekur flugið um 4 klst.
Hver farþegi má hafa með eitt par af skíðaútbúnaði til og frá Verona, mest 10 kg. Skíðaútbúnaður má vera taska með skíðum eða bretti og skóm.
Ferðataska má vera 20 kg og svo almennur handfarangur skv. reglum Icelandair.
Í áætlunarflugi er flogið til München og tekur flugið 3 1/2 klst.
Bóka þarf og greiða 3.800 kr. fyrir flutning á skíðum fyrir hvern fluglegg í áætlunarflugi og sömu reglur um farangur gilda.
Farþegar sem fljúga til München og heim í leiguflugi frá Verona fá flutning á skíðum frá Verona innifalið.
Skíðin er hægt að bóka um leið og ferðina og velja eins og aukaþjónustu eins og t.d. akstur til og frá flugvelli.
Flogið er heim frá Munchen þann 7.janúar
Flogið er út til Munchen þann 12. og 14. janúar
Akstur við komu:
Þann 12. og 14.janúar er flogið til Muchen og þaðan síðan haldið áfram til Madonna. Ferðin tekur u.þ.b. 5,5 klst með einu stoppi á leiðinni.
Í pakkaferðum til Verona tekur fararstjóri á móti gestum og er síðan haldið með rútu til Madonna. Ferðin tekur rúmar þrjár klst. og er stoppað einu sinni á leiðinni svo fólk geti farið á snyrtingar og fengið sér hressingu. Í bílnum fer fararstjóri yfir það helsta sem hafa þarf í huga í komandi skíðaviku, bæði hvað varðar hótelin, bæjarlífið og skíðalöndin.
Hótelin:
Mikilvægt er að þeir sem ferðast saman láti vita afþví fyrirfram svo hægt sé að láta viðkomandi hótel vita sem geta svo í framhaldi gert viðeigandi ráðstafanir í matsal, en ef það er ekki gert er ekki hægt að tryggja að ferðafélagar sem ekki eru á sömu bókun fái borð saman
Við komu á sum hótel þarf að afhenda vegabréf og er því skilað síðar sama kvöld eða daginn eftir. Við komu í matsal fyrsta kvöldið er rétt að bíða eftir þjóni eða yfirþjóni og er fólki þá vísað til borðs sem það hefur síðan út vikuna. Gott er fyrir þá sem eru að ferðast saman að láta vita af því fyrirfram svo hægt sé að gera ráð fyrir því í matsalnum. Drykkjarföng getur fólk geymt milli daga. Morgunverður stendur frá kl. 7:30 eða 8:00 til kl. 9:00 eða 10:00 (aðeins mismunandi milli hótela). Kvöldverður er frá kl.18:30 eða 19:30 til kl. 21:00 eða 21:30. Mismunandi er hvenær heilsuaðstaða hótela er opin, en yfirleitt opnar hún um kl. 16:00 og er opin til kl. 18:30 til 19:30, á sumum hótelum þarf að panta tíma í heilsuaðstöðuna fyrirfram. Aðgangur barna yngri en 14-15 ára er yfirleitt bundinn því að þau séu í fylgd foreldra og þess gætt að ekki er um leiksvæði að ræða. Einstaka hótel leyfa ekki börn á heilsusvæðinu. Allir gestir eru hvattir til að nota öryggishólf á herbergjum. Yfirleitt er ekki minibar á herbergjum en víðast hvar er hægt að fá einn slíkan sé þess óskað. Mörg hótelanna hafa kæliskápa í herbergjum. Kranavatnið á hótelunum er gott og öllum er óhætt að drekka það.
Heilsulindir:
Yfirleitt bjóða ítölsku skíðahótelin upp á heilsulind. Ætlast er til að fólk sitji á handklæðum í sauna klefanum og það haft í huga að heilsulindin er fyrst og fremst hvíldarsvæði en ekki leikvöllur barna. Á sumum hótelum er aldurstakmark í heilsulindina sem miðast við 14 ára aldur.
Skiarea skíðapassi: Madonna di Campiglio, Pinzolo, Folgarida og Marilleva 6 daga skíðapassi: Hægt er að skoða verð hér.
Börn fá sama passa og foreldri eða forráðamaður kaupir. Greiða þarf fyrir barnapassa sem fást svo endurgreiddar ef passanum er skilað að viku lokinni.
Gott að hafa í huga þegar farið er í fjallið:
Muna skal að hafa með varaáburð og sólarvörn. Það taka ekki allir veitingastaðir í fjöllunum við greiðslukortum og því gott að hafa reiðufé með í för. Skylda er fyrir alla 17 ára og yngri að hafa skíðahjálma. Að sjálfsögðu er mælt með því að allir noti hjálm. Góð sólgleraugu og skíðagleraugu eru nauðsynleg. Skíðagrímu er gott af hafa ef spáð er köldu veðri. Aldrei skal stöðva undir blindhæð. Muna skal að skíða með aðgát og hafa í huga að sá sem er neðar í brekkunni á alltaf réttinn. Ekki drekka kranavatn á veitingastöðum eða lyftustöðvum í fjallinu. Ráðlagt er að vera alltaf með símanúmer fararstjóra í farsímanum - ef eitthvað skyldi bera útaf.
Skíðaskóli:
Þeir sem vilja fara í skíðaskóla geta snúið sér til fararstjóra ef þeir óska eftir aðstoð eða upplýsingum varðandi innritun og verð. Allir hafa gott og gaman að því að fara í kennslu og best er að fara í nokkra daga en einnig er hægt að fá einn og einn dag í einkakennslu.
Best er að ganga frá pöntun í upphafi ferðar því þegar líða tekur á vikuna er oft erfitt að fá tíma. Nazionale-Des Alpes heitir skíðaskólinn sem fararstjórnin mælir með, þeir bjóða ýmis mismunandi námskeið og ættu flestir að finna eitthvað við hæfi. Skólinn er staðsettur ofan við Hotel Milano og hægt að skoða verð hérna.
Strætisvagn gengur um þorpið og upp í Campo Carlo Mango þar sem er bæði gönguskíðasvæði og gott svæði fyrir byrjendur.
Skíðabúnaður og leiga:
Það eykur ánægju ykkar að hafa skíðabúnaðinn í góðu lagi og rétt stilltan, það er misskilningur að það sé verra að hafa vel áborin skíði, það er mun auðveldara að skíða ef þau renna vel. Boðið er upp á að brýna kanta og bræða undir skíði í mörgum verslunum í Madonna.
Það er góð venja að þurrka skíðaskóna á hverju kvöldi. Þar sem góð aðstaða er á hótelum er nóg að setja skóna á þurrkstandinn, þar sem það er ekki fyrir hendi getur verið nauðsynlegt að taka innri skóinn og þurrka hann upp á herbergi. Þegar stoppað er í fjallinu í hádeginu og kaffitímum er mikilvægt að ganga vel og snyrtilega frá skíðunum, láta þau ekki liggja eftir í snjónum heldur setja þau í skíðastatífin. Gott getur verið að víxla skíðunum við ferðafélagann svo þau verði ekki tekin í misgripum.
Tímamismunur:
Ítalía er einni klukkustund á undan Íslandi á veturna og tveimur tímum á undan á sumrin.
Greiðslukort og hraðbankar:
Hraðbankar eru á nokkrum stöðum. Það eru þrír hraðbankar í Madonna, einn er á Piazza Righi torginu við hliðina á matvöruversluninni Famiglia Cooperativa. Einn á Piazza Brenta Alta torginu við hliðina á Romantica Plaza hótelinu og einn rétt ofan við Hotel Milano gegnt Olimpionico Sport. Lang flestir þjónustuaðilar og verslanir á Ítalíu taka öll helstu kreditkort. Ekki er hægt að treysta því að hægt sé að greiða fyrir vöru eða þjónustu með debetkorti, en að sjálfsögðu er hægt að taka pening út úr hraðbönkum, hvort sem er út á kredit- eða debetkort.
Er góð útivistarverslun og skíðaleiga. Fararstjóri mælir með henni. Staðsett í miðbænum á móti Suiss Café. Matvöruverslanir eru tvær, ein á hvoru torginu. Úrval verslana er í Madonna, sælkerabúðir, tískuverslanir, íþróttabúðir o.fl. o.fl.
Tryggingar
Frá og með 1.janúar 2022 er skylda að allir skíðamenn hafi ábyrgðartryggingu í fjallinu, ef þeir valda slysi á öðrum. Mikilvægt er því að hafa samband við ykkar tryggingar til að kanna hvort slík ábyrgðartrygging sé innifalin. Ef hún er innifalin þarf að fá staðfestingu á henni, sem gæti þurft að framvísa í fjallinu og því mikilvægt að hafa hana við hendi. Einnig er hægt að kaupa ábyrgðartryggingu þegar komið er út og kostar hún 3-4 evrur fyrir hvern dag í fjallinu og þarf að virkja hana við skíðapassann. Við ráðleggjum einnig að allir hafi meðferðis evrópska tryggingakortið eða staðfestingu frá tryggingarfélagi varðandi ferða- og slysatryggingar.
***Við bendum á að gott er að vera búin að kynna sér tryggingarskilmála hjá ykkar tryggingarfélagi og fá ráðleggingar þar hvað hentar best. Þar sem reglur og skilmálar geta verið mjög misjafnir og jafnvel þörf á að kaupa viðbótartryggingu í einhverjum tilfellum. Mikilvægt er að vera með góðar tryggingar.
Gott að VITA
Drekka má vatnið úr krönunum, enda ferskt fjallavatn.
Til þess að þið njótið ferðarinnar sem best þá viljum við hvetja ykkur til að gæta fyllsta öryggis þegar þið eruð á skíðum, munið að taka tillit til aðstæðna, ætlið ykkur ekki of mikið og sýnið tillitssemi í brekkunum, það er almenn regla að þeir sem skíða framúr ber að taka fullt tillit til aðstæðna.
Hafið samband við fararstjóra ef veikindi eða slys ber að garði.
Allir skíðafarþegar VITA fá 20% afslátt hjá Everest ferða- og útvistaverslun ef keyptur er skíðabúnaður eða skíðafatnaður, með því að framvísa staðfestingu á skíðabókun frá VITA fyrir veturinn 2022-2023. Verslunin er staðsett í Skeifan 6, 108 Reykjavík
Við viljum svo að lokum óska ykkur alls hins besta og vona að þið njótið dvalarinnar.
Hérna fyrir neðan má sjá drög að því hvernig dagskráin í fjallinu verður, m.v að brottför og heimför séu á laugardegi. Vert er að taka fram að ekki er fararstjóri í ferðinni 28.desember - 7.janúar og því engar skipulagðar ferðir í fjallinu. Nokkrum dögum fyrir brottför fá allir farþegar sendar nánari upplýsingar í tölvupósti um skipulag ferðarinnar, dagskrá og aðrar mikilvægar upplýsingar.
Skíðagleði á sunnudegi
Hittum fararstjórana á toppnum við Pradalago kláfinn kl. 10:00 og þaðan verður farið í skoðunarferð um svæðið. Hér er möguleiki á að skipta liði, þannig að þeir sem hafa minni skíðareynslu fái brekkur við hæfi og þeir sem vilja fara hraðar yfir fái svalað þorsta sínum. Vanari hópurinn fer væntanlega yfir í eina af aðallyftum bæjarins Cinque Laghi Express og kemur sér svo yfir í Groste, hinum megin í dalnum. Þeir sem styttra eru komnir einbeita sér að bláu brekkunum í grennd við Pradalago og síðar í Groste. Við munum fara í stutt kaffistopp rétt fyrir hádegi og ekki í hádegismat fyrr en upp úr 13:30, sem gerir það að verkum að við fáum meira pláss, bæði í brekkunum og á veitingastöðum. Stefnt er að því að hóparnir tveir hittist í hádegismat.
Mánudagur
Frjáls dagur.
Þriðjudagsævintýri - Folgarida & Marilleva
Hist verður á toppnum við Pradalago kláfinn kl. 09:30. Hér er eins og fyrsta daginn möguleiki á að skipta liði. Báðir hóparnir fara yfir til nágrannabæja Madonna og skíða yfir til Marilleva og Folgarida – hvor á sínum hraða. Báðir bæirnir bjóða upp á frábærar skíðabrekkur og ferðin tekur meirihluta dagsins. Þeir sem vilja fara hægar yfir fara með Lóu í rólegheitum í áttina að Folgarida þar sem hópurinn er verðlaunaður með einni lengstu bláu brekku á svæðinu. Hóparnir munu líklega hittast í kaffi á notalegum stað við eina brekkuna og þá er líka möguleiki að hittast í hádegismat á flottum útsýnisstað á svæðinu.
Miðvikudagur
Frjáls dagur.
Fimmtudagsfjör: Pinzolo EÐA Bleika slaufan
Þennan dag fer hraðari hópurinn væntanlega til Pinzolo, eða skíðar uppáhalds brekkur Jónasar. Skíðað verður fram að hádegi og þar á eftir er frjálst.
Þeir sem vilja fara hægar yfir fara með Lóu í „Bleiku slaufuna“ þar sem við njótum þess að skíða allar skemmtilegustu ljósrauðu (og bláu) brekkurnar í Madonna. Báðir hópar hittast á toppnum við Cinque Laghi Express kláfinn kl. 09:30.
Föstudagur
Frjáls dagur.
ATH. Fararstjórar áskilja sér rétt til að fella niður eða fresta ferðum ef veðurútlit er ótryggt eða breyttar aðstæður. Upplýsingar um það munu birtast á facebook ferðarinnar sem kemur fram hér að ofan.
Allar ferðir eru uppsettar af fararstjóra og allir ferðast á eigin ábyrgð. Ferðaskrifstofan VITA eða fararstjóri eru ekki ábyrg ef eitthvað ber út af.
Antico Focolare er góður og skemmtilegur veitingastaður. Hægt er að fá pizzur formaðar eins og andlit sem er skemmtileg upplifun fyrir börnin.
Il Gallo Cedrone er mjög flottur veitingastaður í kjallaranum á Bertelli hótelinu. Hefur áður hlotið Michelin stjörnu.
Home Stube er veitingastaður sem býður upp á austurrískan matseðil, eru með gott úrval af bjór. Þessi staður hentar einnig fyrir grænkera.
Le Roi er einn vinsælasti pizzastaður Madonna, eru einnig með steikur og salat. Gott verð og hröð þjónusta.
Suisse Cantina, flottur veitingastaður sem býður upp á vandaðan mat og nota að mestu hráefni úr héraði. Þessi staður hentar einnig fyrir grænkera.
Bar Dolomiti eru með bestu panini í bænum og góðan bjór. Einfalt, fljótlegt og þægilegt.
Nabucco er lítill og huggulegur veitingastaður í kjallaranum á Ferrari barnum. Býður upp á einstakan matseðil og flott úrval af góðum vínum.
Ítalir borða flestir milli 20:00-22:00 og þá eru allir veitingastaðir fljótir að fyllast.
Gott er að panta borð ef farið er út að borða eftir kl. 20:00 og þá er hægt að láta hótelið hringja fyrir sig.
Flestir pizza staðir bjóða upp á 10% afslátt ef sýnt er nafnspjald frá hótelunum.
Veitingastaðir í skíðabrekkum:
Stoppani er efst á Gröste svæðinu. Það er flottur restaurant á efri hæðinni, self service og einnig pizza staður í kjallaranum.
Graffer er self service staður á Gröste svæðinu. Gott er að stoppa í Graffer í hádeginu og þar er hægt að tilla sér í sólstóla.
Boch er góður veitingastaður neðarlega á Gröste svæðinu. Hann býður upp á self service og restaurant.
Chalet Fiat er flottur og nýuppgerður veitingastaður efst á Spinale svæðinu. Þeir bjóða upp á self service og glæsilegan restaurant.
Malaga Montaniole (Fjósið) Er staðsett í brekku 73 á Spinale svæðinu. Bjóða upp á self service.
Vivianni er á Pradalago svæðinu, staðurinn býður upp á self service á efri hæðinni, restaurant og lítið kaffihús á neðri hæðinni.
Zeledria er skemmtilegur veitingastaður á Pradalago svæðinu sem er þekktur fyrir steinasteik. Skíðað er niður braut 50 og út úr henni í braut nr. 54 Endilega prófið hann eitt hádegið.
Gott er að panta borð með fyrirvara ef þið ætlið að stoppa á veitingastað í fjallinu.
Verslanir:
Eru yfirleitt opnar: 9-12:30 og 15:30-19:30. Matvöruverslanir eru tvær, ein á hvoru torginu. Úrval verslana er í Madonna, sælkerabúðir, tískuverslanir, íþróttabúðir o.fl. o.fl.
Garni St. Hubertus er vinalegt og vinsælt þriggja stjörnu hótel á frábærum stað í Madonna. Hótelið er í miðbænum og er 50 metra frá skíðalyftu. Allt um kring eru verslanir, kaffihús og veitingastaðir.
Hlýleg setustofa og bar eru á hótelinu og hefur St. Hubertus verið þekkt fyrir sérlega góðan og vel útilátinn morgunverð í gegnum árin.
Herbergi eru lítil og frekar gamaldags, en hrein og snyrtileg. Öll herbergi hótelsins eru með síma, sjónvarpi, öryggishólfi og hárþurrku. Þráðlaus nettenging er í sameiginlegum rýmum og næst oftast uppá herbergi.
Hægt er að panta fjölskylduherbergi.
Hótelið er rétt hjá 5 Laghi Express skíðalyftunni. Á Hubertus er góður garður og útisundlaug en hún er bara opin yfir sumartímann. Á hótelinu er skíðageymsla, sólarhringsmóttaka, bílastæði og lyfta svo eitthvað sé nefnt.
Hagkvæmur kostur á fínum stað.
Fjarlægðir
Flugvöllur: 150 km
Miðbær: Í miðbænum
Skíðalyfta: 50 m
Veitingastaðir: Í nágrenninu
Aðstaða
Bar
Gestamóttaka
Herbergi
Lyfta
Nettenging
Herbergi: Eins, tveggja og þriggja manna herbergi.
Cristiania er snyrtilegt fjögurra stjörnu hótel sem er staðsett rétt við efra torgið í Madonna rétt hjá Bellavista hótelinu sem margir þekkja og beint á móti Pradalago skíðakláfnum.
Hótelið hefur mikið verið tekið í gegn og þá sérstaklega sameiginleg aðstaða og superior herbergin, en val er um standard herbergi, superior og fjölskylduherbergi sem geta rúmað allt að 5. Öll eru herbergin búin helstu þægindum eins og sjónvarpi, síma, öryggishólfi og þráðlausu interneti. Baðherbergi eru ýmist með sturtu eða baðkari. Superior herbergin eru einnig með lítinn kæliskáp. Sum herbergi eru með svalir.
Sameiginleg aðstaða á hótelinu er mjög hugguleg en þar má finna móttöku, bar og morgunverðarsal. Þarna er einnig heilsulind með finnsku og tyrknesku saunabaði, sturtum og hvíldarherbergi. Þjónustan er gegn vægu gjaldi.
Cristiania er góður kostur fyrir þá sem vilja gistingu eingöngu með morgunmat og framúrskarandi staðsetningu en frá Cristiania er bæði stutt í miðbæinn þar sem má finna fjölbreytt úrval veitingastaða og í skíðalyftu.
Hotel Garni Arnica er notalegt, gott og vel viðhaldið þriggja stjörnu hótel á besta stað við torgið Piazza Brenta Alta í miðbæ Madonna. 60 metrar eru í skíðakláfinn 5 Laghi. Hótelið er fjölskyldurekið þar sem er andrúmsloft er þægilegt og gestrisni einstök.
Á hótelinu er aðgangur að þráðlausu interneti, setustofa, sjónvarpsherbergi, morgunverðarsalur, bar og Arnica Café Aprés Ski Bar, sem er veitingastaður, kaffihús og bar. Í skíðageymslu eru klossahitarar.
Tveggja manna herbergi eru rúmgóð og flest með svölum. Herbergin eru með hárþurrku, síma, sjónvarpi og öryggishólfi. Eins manns herbergi eru mjög lítil og alltaf án svala. Herbergi eru látlaus en snyrtileg og búin ágætum húsgögnum.
Á hótelinu er heilsulind, með nuddpotti, sánu og gufubaði, þar sem tilvalið er að slaka á í lok dagsins. Hægt er að leiga baðslopp.
Athugið að börn og unglingar innan 15 ára fá ekki aðgang að heilsulindinni (heldur ekki með fullorðnum).
Morgunmatur er innifalinn í verði.
Fjarlægðir
Flugvöllur: 150 km
Miðbær: Í miðbænum
Skíðalyfta: 60 m
Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
Bar
Heilsulind
Líkamsrækt
Lyfta
Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum
Herbergi: Tveggja manna herbergi. Hluti herbergja með svölum. Einbýli eru svalalaus
Ariston er notalegt, fjölskyldurekið hótel á frábærum stað við efra torgið í miðbæ Madonna. Það er örstutt í skíðalyftur, brekkur og búðir, og á hótelinu sjálfu er veitingastaður og heilsulind.
Aðeins er um 50 metra gangur að næstu skíðalyftu, og stutt í verslanir.
Herbergin eru rúmgóð og búin öllum helstu þægindum; sjónvarp með gervihnattarásum, öryggishólfi og svölum. Te og kaffivél er inná herbergjum. Ókeypis þráðlaus nettenging er á herbergjum og hótelinu. Á baðherbergjum er bæði baðkar og sturta. Hárþurrka er á öllum herbergjum.
Á hótelinu er líkamsrækt og heilsulind með sundlaug, nuddpotti, sánu og tyrknesku baði. Þar er tilvalið að slaka á eftir erfiðan dag í brekkunum.
Frítt er í sauna og sund. Nudd- og snyrtimeðferðir eru einnig í boði gegn gjaldi og hægt er að leiga baðslopp.
Börn að 15 ára aldri hafa aðgang að sundlaug hótelsins milli kl. 14:00 og 17:30, en hafa ekki aðgang að sauna- og gufuböðum.
Á veitingastað hótelsins er boðið upp á ítalska rétti og rétti frá Miðjarðarhafinu, bæði nýja og hefðbundari rétti. Í vínkjallaranum er mikið úrval og ef þú ert ekki viss gefur vínþjónninn góð ráð.
Á hótel Ariston er hálft fæði, morgunverður og kvöldverður.
Hótel Montana er mjög gott 3ja stjörnu hótel, frábærlega vel staðsett með skíðabrekku nánast í bakgarðinum og hægt að skíða heim á hótel. Rúmgóð herbergi, flottur bar og einstaklega góður morgunverður.
Montana er í efri hluta bæjarins örstutt frá skíðakláfnum Pradalago og aðeins 200 m fjarlægð frá miðbæ Madonna.
Á hótelinu er notalegur bar þar sem hann Franscisco dekrar við gestina, en þar er bæði hægt að fá ýmsa góða drykki og létt snarl á kvöldin. Á hótelinu er einnig morgunverðarsalur og sjónvarpsherbergi.
Hægt er að slappa af og dekra við sig eftir góðan dag í skíðabrekkunum í nuddpottinum, sauna og nudd sturtunum sem eru á hótel Montana. Aðgangur að heilsuræktinni, nuddpotti og sauna er innifalin í verði fyrir farþega á vegum VITA. Herbergin eru stór og rúmgóð, þar sem öll rúm eru með sængum. Hægt er að velja á milli hefðbundinna tveggja manna herbergja og herbergja sem hafa pláss fyrir allt að fjóra gesti.
Öll herbergi eru með síma, sjónvarp með flatskjá, öryggishólf, gjaldfrjálst þráðlaust net og svalir. Hárþurrkur og baðsloppar eru á öllum herbergjum.
Fyrir þá sem vilja leigja skíði, þá er hótelið í samstarfi við skíðaleigu í bænum. Hægt er að fá skutl þangað fram og tilbaka og því einstaklega þægilegt. Einn af eigendum hótelsins er skíðakennari og því er tilvalið að fá upplýsingar um skíðakennslu eða panta tíma beint hjá þeim.
Hótel Bertelli er gott fjögurra stjörnu hótel, frábærlega staðsett ofarlega í Madonna di Campiglio, rétt við skíðakláfinn Pradalago. Fimm mín ganga er í miðbæinn. Allt er til alls á hótelinu og eru herbergin rúmgóð og notaleg. Á hótel Bertelli eru huggulegar setustofur, bar og einn af betri veitingatöðum Madonna.
Herbergin eru falleg og búin helstu þægindum. Öll með baðkeri eða sturtu, öryggishólfi, síma, hárþurrku, smábar, þráðlausri nettengingu (án gjalds) og flatskjá. Einnig er aðstaða til að laga te og kaffi. Flest herbergin eru með svölum. Hótel Bertelli er eitt fínasta hótelið í Madonna.
Heilsulindin er með litla sundlaug, tyrkneskt bað, sauna og nuddpotta. Gott er að slaka á þar eftir góðan skíðadag. Í boði er að fara í sólbekki og alls kyns nudd, gegn greiðslu.
Hálft fæði er á hótelinu og er góður veitingastaður þar sem þjónustan er fyrsta flokks. Morgun- og kvöldverðarsalurinn er fallegur og er maturinn góður og glæsilega fram borinn. Þar er meðal annars hægt að fá mjög góðan ítalskan mat og úrvals vín frá héraðinu.
Fjarlægðir
Flugvöllur: 150 km
Miðbær: 200 m
Veitingastaðir: Á hótelinu
Skíðalyfta: Rétt við Pradalago
Aðstaða
Veitingastaður
Bar
Gestamóttaka
Heilsulind
Lyfta
Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum
Sporthotel Romantic Plaza er 4ra stjörnu hótel við efra torgið í miðbæ Madonna og örstutt í skíðalyftur. Fín herbergi, góður matur og frábær staðsetning. Um 5-7 mín. gangur er í næsta skíðakláf.
Nokkrar gerðir herbergja eru á Romantic Plaza.
VITA er með samning um "Superior", "Panoramic" og "Natura" herbergi. Á vefsíðu hótelsins eru bæði myndir og lýsing af herbergjunum, en herbergi eru misjöfn að stærð og ekki öll eins.
Sængur eru í rúmum allra gesta á vegum VITA, en ekki hefðbundið lak og teppi eins og algengt er á hótelum í Madonna.
Á öllum herbergjum er flatskjár, internet, smábar (ef óskað er), öryggishólf og svalir eru á sumum herbergjum en þó ekki öllum. Á baðherbergi er hárþurrka, sloppar og inniskór.
Í glæsilegri heilsulindinni eru innilaug, heitur pottur og sauna, auk fjölda vel valinna nudd- og dekurmeðferða. Aðgangur að heilsulindinni er innifalinn. Nudd- og dekurmeðferðir er hægt að panta gegn gjaldi.
Veitingahúsið leggur áherslu á ferskan mat úr nágrenninu og fjölbreytileika. Á barnum er hægt að njóta aprés-ski stemningar.
Skíðageymslan er með hitarörum fyrir skíðaskóna. Ekki eru sérstakir skíðaskápar fyrir hvert herbergi, heldur eru þau geymd í stóru opnu rými.
Fjarlægðir
Flugvöllur: 150 km
Miðbær: Í miðbænum
Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Skíðalyfta: 5-7 mínútna gangur er að 5-laghi express
Campiglio Bellavista er glæsilegt hótel sem Artini fjölskyldan hefur rekið af alkunnri gestrisni í 40 ár. Hótelið er gegnt Pradalago skíðalyftunni og í göngufæri við aðaltorgið í bænum.
Hótelinu er haldið vel við og hefur meðal annars verið endurbyggt alveg frá grunni. Allt er fyrsta flokks, bæði híbýli og þjónusta.
Öll herbergi eru með upphituð harðviðargólf, og þar eru gervihnattasjónvarp, þráðlaust internet án endurgjalds, smábar, öryggishólf og svalir.
Á baðherbergi er hárþurrka, sloppur og inniskór.
"Classic" herbergi tekur tvo og ungabarn og "Junior" svítur taka 3 fullorðna. Hægt er að sérpanta "Junior" svítu á tveimur hæðum sem tekur 4.
Í heilsulindinni er gott að láta líða úr sér eftir ævintýri dagsins. Aðgangur er innifalinn. Þar eru nuddpottur, sauna, tyrkneskt bað, og í boði eru nudd og snyrtimeðferðir gegn gjaldi.
Á veitingastaðnum er árstíðabundinn matseðill og mikið lagt upp úr fersku hráefni úr næsta nágrenni.
Maturinn þykir sérlega ljúffengur og í matsalnum stjana þjónar hótelsins við gesti sína. Skíðageymslan er með læsta skápa merkta viðkomandi herbergi.
Fæði: Hálft fæði, morgunverður og kvöldverður.
Diana Boutique er fallegt hótel á frábærum stað í Madonna, gegnt 3-Tre svigbrautinni, aðeins 20 metra frá Miramonti-lyftunni og 50 metra frá Pradalago-kláfnum. Heilsulind og veitingastaður á hótelinu, tveggja mínútna gangur í miðbæinn.
Í hótelinu eru 27 fallega innréttaðar vistarverur. Hægt er að velja um classic eða superior herbergi sem ætluð eru einum eða tveimur fullorðnum eða tveimur fullorðnum og barni, og junior svítur sem rúma tvo fullorðna og barn. Allar vistarverur eru fallega innréttaðar, í klassískum alpastíl, úr ljósri furu með hvítum og rauðum litum. Parkett er á gólfum. Alls staðar er kynding, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, smábar, öryggishólf og þráðlaus nettenging. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka, snyrtispegill og baðvörur. Við mörg herbergjanna eru svalir og í sumum er rafmagnsarinn.
Morgunverðarhlaðborð er alla daga á veitingastaðnum La Stube Diana og þar er einnig tilvalið að fá sér snarl seinnipartinn. Á kvöldin stendur valið um sælkerarétti, alþjóðlega jafnt sem dæmigerða fyrir héraðið og Ítalíu alla, við kertaljós og ljúfa stemningu. Tekið er við sérpöntunum fyrir þá sem eru með fæðuóþol. Það er kósí stemning á setustofubarnum sem býður upp á kaffi og ljúffenga drykki af öllu tagi.
Í heilsulindinni er aldeilis hægt að næra líkama og sál eftir langan dag í brekkunum. Þar er nuddpottur, blaut- og þurrgufa, ilmolíusturtur og hvíldarhreiður og boðið er upp á nudd-, líkams- og snyrtimeðferðir af ýmsum gerðum.
Móttakan er opin allan sólarhringinn. Þvottahús er í hótelinu, skíðageymsla og leikherbergi fyrir börn.
Boutique Hotel Diana fær nær undantekningarlaust frábærar umsagnir. Það opnaði dyr sínar árið 1887 og á sér því ríka sögu. Staðsetningin gæti ekki verið betri, rétt við bæði kláf og lyftu og spölkorn frá miðbænum með sínum skemmtilegu göngugötum, veitingastöðum og verslunum.
Majestic Mountain Charme er glæsilegt hótel á besta stað við göngugötuna í Madonna di Campiglio. Frábært útsýni yfir fjöllin, heilsulind, góður matur og stutt í kláfinn upp í brekkurnar.
Á hótelinu eru 43 nýuppgerð herbergi sem skiptast í tveggja til þriggja manna herbergi og svítur. Hægt er að bóka samliggjandi herbergi. Herbergin eru fallega hönnuð og allar innréttingar nútímalegar og úr náttúrulegum efnum sem gerir vistarverur afar hlýlegar og snyrtilegar. Á gólfum er parket. Í öllum herbergjum er sjónvarp, míníbar, internet og öryggishólf. Baðherbergin eru flísalögð en þar er sturta, hárþurrka og helstu snyrtivörur.
Á Majestic, eins og algengt er á Ítalíu, er gengið út frá því að heilsan byrji að innan og því þurfi að næra sig rétt. Þegar kemur að næringu er hugað að því hvað hentar gestunum, allt frá girnilegu morgunverðarhlaðborði og þar til sest er niður með drykk eftir kvöldverð. Þrír veitingastaðir eru á hótelinu og bjóða þeir upp á úrval af valkostum og mismunandi matargerð. Hægt er að panta hefðbundna, einfalda rétti eða mjög flókna og tilraunakennda. Vínúrvalið er mjög gott. Einn af þessum stöðum er fágaður veitingastaður, Majestic Gourmet, sem sérhæfir sig í ítalskri matargerð. Þar er einungis hægt að fá kvöldverð og panta þarf fyrirfram. Á hótelinu er einnig bar þar sem reglulega er flutt lifandi tónlist.
Sky Wellness Terrace heilsulindin er starfrækt á efstu hæð hótelsins með útsýni yfir Madonna di Campiglio og skíðabrekkurnar. Þar er dásamlegt að láta líða úr sér eftir daginn í gufunni, sturtunum eða nuddpottinum. Einnig eru þar afslöppunarherbergi á borð við Majestic Lounge þar sem hægt er að slaka á við arineldinn. Svo er auðvitað hægt að bóka dekurmeðferðir.
Á veturna gefur augaleið að flestir gestanna nýta sér nálægðina við skíðasvæðin út í ystu æsar. Hótelið býður upp á gönguferðir með leiðsögn og skutlu í skíðaskólann en einnig er hægt að fara í gönguferð á snjóþrúgum, aka um á hundasleðum, fara á snjóbretti o.fl. Það er þó ekki síður skemmtilegt að koma þangað á sumrin en þá er hægt að fara í gönguferðir, fjallgöngur, hjólaferðir, leiðsöguferðir með reyndum leiðsögumönnum, boðið er upp á tónleika í mikilli hæð yfir sjávarmáli, flúðasiglingar og svifflug.
Í heildina er Majestic Mountain Charme frábær kostur fyrir vetrar- eða sumarfrí í fjöllunum. Hér er um að ræða hótel í háum gæðaflokki þar sem tekið er vel á móti gestum sem vilja fágaða upplifun í fjallalandslagi.
Gott fjögurra stjörnu hótel sem er staðsett ofarlega við aðalgötuna rétt við skíðakláfinn Pradalago. Nánast hægt að skíða út og inn af anddyri hótelsins. Hótelið er í efri hluta bæjarins og um 200 metra gangur er í miðbæ Madonna. Komið er inn í hlýlega gestamóttöku með setustofu og þaðan er gengið inn í fallegan veitingasal. Á hótelinu er einnig bar.
Í boði eru tveggja til fjögurra manna rúmgóð og fallega innréttuð herbergi, öll með sturtu eða baði, öryggishólfi, sjónvarpi, síma, hárþurrku og þráðlausu interneti, sem hótelgestir geta notað án endurgjalds. Hefðbundin teppi eru á rúmum og öll herbergi eru með svölum. Hálft fæði er innifalið í verði og er óhætt að fullyrða að matargerðin á hótelinu sé fyrsta flokks.
Á hótelinu er góð heilsulind, með heitum potti og gufubaði, þar sem tilvalið er að slaka á í lok dagsins. Aðgangur að svæðinu er innifalinn.
Sérlega gott hótel sem hefur mælst afar vel fyrir.
Fjarlægðir
Flugvöllur: 150 km
Miðbær: 250 m
Veitingastaðir: Á hótelinu
Skíðalyfta: Rétt við Pradalago
Aðstaða
Veitingastaður
Bar
Gestamóttaka
Heilsulind
Líkamsrækt
Lyfta
Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum
Jónas Valdimarsson er nánast fæddur á skíðum enda uppalinn í Skíðaskólanum í Kerlingarfjöllum sem faðir hans landsþekktur, Valdimar Örnólfsson, stofnaði á sínum tíma.
Jónas keppti á skíðum sem barn og unglingur og var svo skíðakennari í Kerlingarfjöllum í um 15 ár. Jónas gjörþekkir fjölmörg skíðasvæði í bæði Ölpunum og Dólómítunum en þetta er fyrsta árið hans sem fararstjóri í Madonna. Síðustu árin hefur fjallaskíðamennska átt hug hans allan og hann hefur m.a. gengið 120 km langa Haute Route fra Chamonix til Zermatt í Ölpunum. Auk þess hefur hann skipulagt fjallaskíðaferðir í Kerlingarfjöll á vorin þegar hægt er að skíða frá efstu tindum niður í bullandi hverasvæði eða skála.
Hann er fæddur árið 1963, með B.Sc. gráðu í eðlisfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í véla- og orkuverkfræði frá DTU (Danmarks Tekniske Universitet). Jónas býr að margþættri reynslu sem verkefnisstjóri í orkugeiranum. Hann bjó og starfaði erlendis í 30 ár, lengst af í Kaupmannahöfn , en einnig í Eþíópíu og Mósambík. Hann hefur á starfsferlinum unnið í orkuverkefnum, aðallega í Afríku og Suðaustur Asíu. Síðustu árin erlendis starfaði hann sem fjárhagsáætlunarstjóri vindmyllugarða til sjós fyrir danska fyrirtækið Ørsted sem er eitt stærsta fyrirtæki heims á því sviði.
Jónas flutti aftur til Íslands fyrir 3 árum og hefur síðan starfað sem sjálfstæður leiðsögumaður í alls kyns ferðum fyrir útlendinga og Íslendinga.
Jónas á 3 uppkomin börn sem öll búa í Kaupmannahöfn. Sambýliskona hans síðustu 5 árin er fjölmiðlakonan Lóa Pind Aldísardóttir sem deilir ástríðu hans fyrir fjallaskíðum og ekki síst gleðinni yfir dýrðinni í skíðaparadísinni Madonna
Lóa Pind hefur skíðað í Austurríki, á Ítalíu, Spáni og víða á Íslandi, bæði á skíðasvæðum og í Kerlingarfjöllum, á Snæfellsjökli, Eyjafjallajökli, í Kverkfjöllum og víðar.
Lóa mun í vetur bjóða upp á leiðsögn um léttari brekkur Madonna fyrir þá sem eru að renna sín fyrstu spor í vetrarríkisparadísinni - fyrir fólkið sem hefur lengi þráð að komast í sólrík og endurnærandi skíðafrí. Hún hefur ferskan skilning á því hvernig er að vera byrjandi í brekkunum og hyldjúpan skilning á lofthræðslu - enda hefur hún á örfáum árum komið sér úr plógnum og getur nú rennt sér sómasamlega niður allar bláar og rauðar brekkur. Hún dvaldi lungann af síðustu skíðavertíð í Madonna og kolféll fyrir svæðinu þar sem sólin skein nánast alla daga, lognið hreyfðist varla og betra úrval af bláum og ljósrauðum brekkum hafði hún aldrei kynnst fyrr.
Hún er fædd 1970, ólst upp sem antísportisti en byrjaði að hlaupa á fertugsafmælinu. Steig á racer í fyrsta skipti sumarið 2014 og tók þátt í tveimur hjólakeppnum sama sumar. Um svipað leyti tók hún fram skíðin (sem hún fékk í jólagjöf 11 ára gömul) og fór að renna sér niður brekkur í plóg. Þar til hún hitti Jónas. Sem hefur síðan þá verið með hana í stífri einkaskíðakennslu.
Hún hefur starfað við fjölmiðla undanfarin tæp 30 ár, við dagblöð, tímarit, útvarp og sjónvarp. Síðustu 12 ár hefur hún einbeitt sér að því að leikstýra heimildaþáttaröðum í sjónvarpi. Í störfum sínum hefur hún ferðast víða um heim - og svo heppilega vill til að það er einmitt það langskemmtilegasta sem hún gerir; að ferðast og dvelja á nýjum slóðum….
Lóa er í sambúð með Jónasi Valdimarssyni verkfræðingi, leiðsögumanni og fararstjóra. Þau eiga samanlagt 5 uppkomin börn og 2 barnabörn.
Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA