fbpx Haustsigling á Signu, frá París til Normandí | Vita

Haustsigling á Signu, frá París til Normandí

Fljótasigling í september

Bókaðu þína ferð

Myndagallerí

 

Ógleymanleg sigling um Signu

10. - 18. september 2025

Mantes la Jolie, Ruen, Caudebec-En-Caux, Les Andelys, Vernon
UPPSELD


st.denis_paris.jpg

Stutt ferðalýsing

Glæsileg fljótasigling um rótgróin héruð Norður Frakklands eftir ánni Signu.
Flogið er að morgni 10.september í beinu flugi Icelandair til Parísar og lent klukkan 13:00 að staðartíma, gist er á hóteli í París í eina nótt. Eftir morgunmat er farið í skoðunarferð áður en haldið er til  skips. Þegar allir eru búnir að koma sér fyrir í um borð verður kynning á skipinu og allri þeirri þjónustu sem er í boði.  Siglt verður af stað klukkan 23:59
Við njótum fallegrar siglingarleiðar eftir bökkum Signu áleiðis til Ruen. Þar á eftir er stoppað í Caudebec-En-Caux, Les Andelys, Vernon og síðan siglt aftur til Mantes la Jolie. Í þessum bæjum sem heimsóttir verða eru ógleymanlegar skoðurnarferðir þar sem heimsótt eru klaustur, kastalar, kirkjur að ógleymdri skoðunarferð um Normandí. 

Flugið

Flugnúmer Dags Flugvöllur Klukkan Flugvöllur Klukkan
FI542 10.sep Keflavik 07:35 Paris (CDG) 13:00
FI543 18.sep Paris (CDG) 14:00 Keflavík 15:55

a-rosa_viva.jpg

Siglingarleiðin

Dagur Áfangastaður Koma Brottför
11.sep Mantes la Jolie    23:59
12.sep Rouen (Rúðuborg) 10:00 -
13.sep Rouen (Rúðuborg) - 20:00
14.sep Caudebec-En-Caux 00:30 22:00
15.sep Les Andelys 08:00 12:00
15.sep Vernon 14:30 -
16.sep Vernon - 04:00
16.sep Mantes la Jolie  08:00 -
17.sep Mantes la Jolie  - -
18.sep Mantes la Jolie  - -

A – Rosa  Viva
Stígðu um borð í A-ROSA VIVA og þú munt finna allt sem þú leitar að í fríinu þínu.
Hvað er það besta við að vera í fríi? Að sleppa við daglega lífið og allar þær skyldur sem því fylgja. Andrúmsloftið um borð í A-ROSA skemmtiferðaskipunum er alltaf afslappað og vingjarnlegt.
Hvort sem þú sækist eftir því að vera út af fyrir þig í fríinu eða ert að leita eftir góðum félagsskap finnur þú það hér. Hvort sem þú sækist eftir þægindum og rólegheitum, skemmtun eða jafnvel heilsubót, finnur þú það sem þú leitar að hjá A-ROSA. Allt er mögulegt. Nóg af plássi til að slappa af, möguleiki á að þátt í skipulagðri dagskrá, hægt að skella sér í heilsulindina SPA-ROSA eða í líkamsræktarsalinn. Á sólbaðsþilfarinu eru sólbekkir og nuddpottur en þar er einnig hægt að spila og pútta.


a-rosa_viva1.jpg

Ferðatilhögun

Miðvikudagur 10.september - Keflavík - Paris
Flogið með Icelandair til Parísar klukkan 07:35 og áætluð lending kl. 13:00. Ekið sem leið liggur til Parísar og á hótel Mercure Paris Gare de Lyon þar sem gist er í eina nótt.


paris_eiffel2.jpg

Fimmtudagur 11.september - Mantes la Jolie 
Eftir morgunverð er farið í skoðunarferð um borgina áður en haldið er til skips, farið er með rútu til Mantes la Jolie þar sem farið er um borð í Fljótaskipið Viva frá A-Rosa skipafélaginu. Klukkan 23:59 er siglt af stað.


a-rosa_viva_whirpool.jpg

Föstudagur og laugardagur 12.- 13. september - Rouen ( Rúðuborg )
Fyrsti viðkomustaðurinn í þessari siglinu er Rouen eða Rúðuborg og leggst Viva við bryggju kl. 10:00 og liggur við bryggju fram á næsta dag kl.20:00
Þetta er hápunktur ferðarinnar um Signu. Rúðuborg er höfuðborg Normandí í Frakklandi. Borgin var voldug á miðöldum og þar brenndi Geoffray Thérage Jóhönnu af Örk á báli árið 1431. Einnig er að finna í borginni elstu klukku heims sem er 600 ára gömul.Í borginni búa um 500 þúsund manns.


rouen_a-rosa_viva.jpg

Sunnudagur 14.september - Caudebec-En-Caux
Komið er til hafnar rétt eftir miðnætti á sunnudeginum,
Litli bærinn Caudebec-En-Caux er staðsettur í einu af grænustu héruðum Frakklands. Hér finnur þú líka blómafyllta garða sem bjóða þér að staldra við. Í miðbænum endurspegla sögulegar byggingar, eins og kirkjan Notre Dame eða Templarahúsið, sögu Caudebec.


caudebec-en-caux.jpg

Mánudagur 15.september - Les Andelys - Vernon
Áfram er siglt eftir Signu áleiðis til Les Andelys. Um klukkan 08:00 festum við landsfestar í Les Andelys sem er notalegur og friðsæll bær umkringdur náttúru, aðeins er stoppað í bænum til hádegis og er morguninn notaður í  gönguferð meðfram bökkum Signu þar sem einstakt útsýni er yfir hrikalega krítarkletta Signu. Einnig er þessi bær þekktur fyrir aldagömul viðarhús svo ekki sé minnst á rústir kastalans, Chateau Gaillard sem eitt sinn var virki Ríkharðs ljónshjarta. Það er auðvelt að koma sér vel fyrir og taka myndir frá þilfari A-ROSA VIVA.
Um hádegið er lagt af stað til Vernon þar sem lagt er að bryggju kl 14:30. í Vernon er boðið upp á að heimsækja hús og garð Claude Monet í Giverny. Það er segull fyrir lista- og menningarunnendur. Gróðursæli garðurinn lítur út eins og blómaengi beint úr impressjónistamálverki. Hápunkturinn er hin heillandi liljutjörn sem er myndefni í einu verðmætasta málverki heims. Þar er hægt að dáðst að því í návígi. Lagt er úr höfn frá Vernon klukkan 04:00 aðfaranótt þriðjudags.


les_andelys1.jpg

Þriðjudagur 16.september - Vernon - Mantes la Jolie 
Á meðan á morgunverði stendur leggst báturinn við bryggju eða um klukkan 08:00. 


vernon_normandi1.jpg

Miðvikudagur 17. september. Mantes la Jolie 
Þessi dagur er tileinkaður stórborginni París þar sem farin verður skoðunarferð um borgina í rútu. Farið verður um helstu staði borgarinnar m.a keyrt eftir hinni frægu götu Champs-Elysées, farið að Concord torginu, Effelturninn, Sigurboginn, Louvre safnið, að ógleymdri Notre Dame kirkjunni. Eftir skoðunarferðina er farið aftur að skipi og kvöldverður snæddur um borð. Eftir kvöldverðinn er hægt að njóta þess sem boðið er uppá um borð eða jafnvel taka sér góða kvöldgöngu eftir Signu. 


paris_sacrecoeur.jpg

Fimmtudagur 18.september - Paris - Heimferð
Eftir að tékkað er út af skipinu klukkan 09:00 er ekið sem leið liggur upp á flugvöll og flogið heim í flugi Icelandair. Áætluð brottför er kl. 14:00 og lending í Keflavík kl.15:55


sigling_yfir_hafid_paris_frakkland_2.jpg

 

 

Sjá nánari ferðalýsingu
Bókaðu þína ferð
  • Hagnýtar upplýsingar

  • Verð og innifalið

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
  • Veðrið

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun