Selva Val Gardena
Stærsta samfellda skíðasvæði í Evrópu!
Myndagallerí
Selva er líflegt fjallaþorp í hjarta Val Gardena dals Dólómítanna
Flogið er með áætlunarflugi til og frá Verona. Akstur til og frá flugvelli er í boði gegn aukagjaldi fyrir farþega með flug og gistingu hjá Icelandair VITA.
Athugið að skíðabúnaður er ekki innifalinn í verðum, heldur þarf að bæta því við gegn aukagjaldi fyrir þá sem þess óska, það er hægt að gera við bókun eða síðar.
Fararstjóri Icelandair VITA verður á svæðinu frá 18. janúar 2025. Fararstjórn á tímabilinu 21. desember 2024 - 18.janúar 2025 fer eftir bókunarstöðu og verður auglýst síðar.
Val Gardena er kunnuglegt svæði meðal Íslendinga, enda einn allra vinsælasti áfangastaður skíðaáhugafólks til margra ára. Selva er þekktasti skíðabærinn í dalnum, enda stendur bærinn í 1500 metra hæð og svæðið er stærsta samtengda skíðasvæði í Evrópu. Icelandair VITA er með samninga við mjög góð hótel sem henta einstaklingum, fjölskyldum eða hópum af öllum stærðum og gerðum.
Menning og mannlíf
Segja má að Selva sameini helstu einkennin úr menningu, hefðum og gildum Ítalíu og Austurríkis, en svæðið hefur verið nátengt Austurríki frá því í fyrri heimsstyrjöldinni. Flestir íbúar Selva eru jafnvígir á ítölsku og þýsku en þó tala þeir einnig sitt eigið tungumál, ladínó eða „retórómanska" eins og hún er stunduð kölluð, sem á stóran þátt í að skapa bænum sinn eigin einstaka sjarma.
Umhverfið
Útsýnið og aðstaðan í Selva er óviðjafnanleg. Töfrandi umhverfið er víst til að láta engan ósnortinn og hafa gestir og gangandi óteljandi möguleika til hverskyns iðkunar skíðaíþrótta. Þorpið sjálft liggur í um 1.500 metra hæð yfir sjávarmáli og telur skíðasvæðið í heild sinni um 175 kílómetra af skíðabrautum. Hvorki fleiri né færri en 81 skíðalyfta sér um að flytja fólk á milli fjölbreyttra og ólíkra skíðabrauta og ættu því allir að geta fundið brekkur sem henta sinni getu. Að auki er boðið upp á skíðakennslu á svæðinu fyrir alla aldurshópa.
Miðbærinn
Miðbærinn í Selva lifnar við á kvöldin, þegar gestir á svæðinu taka að flykkjast á veitingastaði bæjarins. Matseldin er undir áhrifum frá ítölskum og austurrískum matarvenjum og úr verður skemmtileg blanda sem flestum líkar ákaflega vel. Skemmtistaðir, barir og krár eru á hverju horni og er óhætt að fullyrða að engum muni leiðast í miðbænum. Eins og víða annarsstaðar í nálægum fjallahéruðum er tréskurðarlist í hávegum höfð í Selva og í miðbænum er að finna mikinn fjölda verslana sem selja útskurðarverk.
Selva Val Gardena
Selva er líflegt fjallaþorp í hjarta Val Gardena dals Dólómítanna
Flogið er með áætlunarflugi til og frá Verona. Akstur til og frá flugvelli er í boði gegn aukagjaldi fyrir farþega með flug og gistingu hjá Icelandair VITA.
Athugið að skíðabúnaður er ekki innifalinn í verðum, heldur þarf að bæta því við gegn aukagjaldi fyrir þá sem þess óska, það er hægt að gera við bókun eða síðar.
Fararstjóri Icelandair VITA verður á svæðinu frá 18. janúar 2025. Fararstjórn á tímabilinu 21. desember 2024 - 18.janúar 2025 fer eftir bókunarstöðu og verður auglýst síðar.
Val Gardena er kunnuglegt svæði meðal Íslendinga, enda einn allra vinsælasti áfangastaður skíðaáhugafólks til margra ára. Selva er þekktasti skíðabærinn í dalnum, enda stendur bærinn í 1500 metra hæð og svæðið er stærsta samtengda skíðasvæði í Evrópu. Icelandair VITA er með samninga við mjög góð hótel sem henta einstaklingum, fjölskyldum eða hópum af öllum stærðum og gerðum.
Menning og mannlíf
Segja má að Selva sameini helstu einkennin úr menningu, hefðum og gildum Ítalíu og Austurríkis, en svæðið hefur verið nátengt Austurríki frá því í fyrri heimsstyrjöldinni. Flestir íbúar Selva eru jafnvígir á ítölsku og þýsku en þó tala þeir einnig sitt eigið tungumál, ladínó eða „retórómanska" eins og hún er stunduð kölluð, sem á stóran þátt í að skapa bænum sinn eigin einstaka sjarma.
Umhverfið
Útsýnið og aðstaðan í Selva er óviðjafnanleg. Töfrandi umhverfið er víst til að láta engan ósnortinn og hafa gestir og gangandi óteljandi möguleika til hverskyns iðkunar skíðaíþrótta. Þorpið sjálft liggur í um 1.500 metra hæð yfir sjávarmáli og telur skíðasvæðið í heild sinni um 175 kílómetra af skíðabrautum. Hvorki fleiri né færri en 81 skíðalyfta sér um að flytja fólk á milli fjölbreyttra og ólíkra skíðabrauta og ættu því allir að geta fundið brekkur sem henta sinni getu. Að auki er boðið upp á skíðakennslu á svæðinu fyrir alla aldurshópa.
Miðbærinn
Miðbærinn í Selva lifnar við á kvöldin, þegar gestir á svæðinu taka að flykkjast á veitingastaði bæjarins. Matseldin er undir áhrifum frá ítölskum og austurrískum matarvenjum og úr verður skemmtileg blanda sem flestum líkar ákaflega vel. Skemmtistaðir, barir og krár eru á hverju horni og er óhætt að fullyrða að engum muni leiðast í miðbænum. Eins og víða annarsstaðar í nálægum fjallahéruðum er tréskurðarlist í hávegum höfð í Selva og í miðbænum er að finna mikinn fjölda verslana sem selja útskurðarverk.
-
Hagnýtar upplýsingar
-
Dagskrá
-
Verslun og þjónusta
-
Farangursheimild
Hagnýtar upplýsingar
Ferðamannaskattur
Ferðamannaskatturinn í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Skatturinn er 2-4 Evrur á mann á nótt.
Gildir aðeins fyrir 14 ára og eldri.
Fararstjórn
Fararstjóri Icelandair VITA verður á svæðinu frá 18. janúar 2025. Fararstjórn á tímabilinu 21. desember 2024 - 18.janúar 2025 fer eftir bókunarstöðu og verður auglýst síðar.
Akstur við komu:
Í pakkaferðum til Verona tekur fararstjóri á móti gestum þegar hann er á svæðinu og er síðan haldið með rútu til Selva. Ferðin tekur tæpar þrjár klst. og er stoppað einu sinni á leiðinni svo fólk geti farið á snyrtingar og fengið sér hressingu. Í bílnum fer fararstjóri yfir það helsta sem hafa þarf í huga í komandi skíðaviku, bæði hvað varðar hótelin, bæjarlífið og skíðalöndin.
Hótelin:
Mikilvægt er að þeir sem ferðast saman láti vita af því fyrirfram svo hægt sé að láta gististaðinn vita sem geta svo í framhaldi gert viðeigandi ráðstafanir í matsal. Ef það er ekki gert er ekki hægt að tryggja að ferðafélagar sem ekki eru á sömu bókun fái borð saman á meðan dvöl stendur.
Mismunandi er hvenær heilsuaðstaða hótela er opin, en yfirleitt opnar hún um kl. 16:00 og er opin til kl. 18:30 til 19:30. Aðgangur barna yngri en 14-15 ára er yfirleitt bundin því að þau séu í fylgd foreldra og þess gætt að ekki er um leiksvæði að ræða. Einstaka hótel leyfa ekki börn á heilsusvæðinu.
Allir gestir eru hvattir til að nota öryggishólf á herbergjum. Kranavatnið á hótelunum er gott og öllum er óhætt að drekka það.
Spa:
Yfirleitt bjóða ítölsku skíðahótelin upp á spa-aðstöðu. Ætlast er til að fólk sitji á handklæðum í sauna-baðinu og það haft í huga að spa-svæðið er fyrst og fremst hvíldarsvæði en ekki leikvöllur barna. Á sumum hótelum er aldurstakmark í spa-aðstöðuna sem miðast við 14 ára aldur.
Gott að hafa í huga þegar farið er í fjallið:
Muna skal að hafa með varaáburð og sólarvörn. Skylda er fyrir alla 14 ára og yngri að hafa skíðahjálma. Að sjálfsögðu er mælt með því að allir noti hjálm og jafnvel bakbrynju.
Góð sólgleraugu og skíðagleraugu eru nauðsynleg. Skíðagrímu er gott af hafa ef spáð er köldu veðri. Aldrei skal stöðva undir blindhæð. Muna skal að skíða með aðgát og hafa í huga að sá sem er neðar í brekkunni á alltaf réttinn. Ekki drekka kranavatn á veitingastöðum eða lyftustöðvum í fjallinu.
Tímamismunur:
Ítalía er einni klukkustund á undan Íslandi á veturna og tveimur tímum á undan á sumrin.
Tryggingar
Frá og með 1.janúar 2022 er skylda að allir skíðamenn hafi ábyrgðartryggingu í fjallinu, ef þeir valda slysi á öðrum. Mikilvægt er því að hafa samband við ykkar tryggingar til að kanna hvort slík ábyrgðartrygging sé innifalin. Ef hún er innifalin þarf að fá staðfestingu á henni, sem gæti þurft að framvísa í fjallinu og því mikilvægt að hafa hana við hendi. Einnig er hægt að kaupa ábyrgðartryggingu þegar komið er út og kostar hún 3-4 evrur fyrir hvern dag í fjallinu og þarf að virkja hana við skíðapassann. Við ráðleggjum einnig að allir hafi meðferðis evrópska tryggingakortið eða staðfestingu frá tryggingarfélagi varðandi ferða- og slysatryggingar.
***Við bendum á að gott er að vera búin að kynna sér tryggingarskilmála hjá ykkar tryggingum og fá ráðleggingar þar hvað hentar best. Þar sem reglur og skilmálar geta verið mjög misjafnir og jafnvel þörf á að kaupa viðbótartryggingu í einhverjum tilfellum. Mikilvægt er að vera með góðar tryggingar.
Dagskrá
Dagskrá
Hérna fyrir neðan má sjá drög að því hvernig dagskráin í fjallinu verður þegar fararstjóri er á svæðinu. Nokkrum dögum fyrir brottför fá allir farþegar sendar nánari upplýsingar í tölvupósti um skipulag ferðarinnar, dagskrá og aðrar mikilvægar upplýsingar.
Sunnudagur
Farið upp með CIAMPINOI lyftuna kl. 9:00 og skíðað á Plan di Gralba (Paradiso). Gott til að hita upp fyrir átök komandi daga. Brekkur við allra hæfi og ágætir veitingastaðir.
Mánudagur
Hittumst við CIAMPINOI lyftuna kl. 9:00 og höldum upp á tindinn. Skíðum niður brunbrautina frægu til St. Cristina og haldið yfir til Col Raiser og upp á topp Seceda sem er í 2.511 m. hæð. Þaðan skíðum við niður til Ortisei, 10.5 km braut og er fallið 1.230 metrar. Hádegisverður í “Dannakofa” en kofinn er staðsettur í miðri brekkunni. Eftir mat skíða allir á eigin vegum.
Þriðjudagur
Frjáls dagur
Miðvikudagur, Lagazuoi
Lagt er af stað kl 09:00 frá torginu við göngu-brúna (Costa Bella lyftan) áleiðis að næstu lyftu. Skíðað er í gegnum hálendið inn af Corvara og síðan tekin rúta upp í skarðið og kostar fargjaldið 8 evrur. Þaðan er kláfur tekinn upp í c.a 2800 metra hæð og skíðað niður mikinn klettadal sem oft er nefndur “The hidden Valley”. Neðarlega í dalnum er stoppað á nafntoguðum veitingastað, Scotoni. Þegar komið er niður á jafnsléttu bíða bændur með kerrur og vagnhesta og draga okkur áleiðis að næstu lyftu og kostar það 3 evrur.
Fimmtudagur Sella Ronda
Hist er við Champinoi lyftuna kl.9 og skíða hringinn í kringum heimafjallið (Sella) mjög skemmtileg ferð sem allir verða að hafa á ferilsskránni. Skíðað þorp úr þorpi. Sannarlega hápunktur á stórkostlegri viku, á einu magnaðast skíðasvæði heimsins.
Föstudagur – Aprés Ski
Frjáls dagur; Allir skíða frjálsir í fjallasal á eigin vegum af ábyrgð og öryggi. Landi og þjóð til sóma. Í lok dags hittumst við svo öll á bar sem heitir KRONESTUBE kl. 16:00 - 17:00. Þar fögnum við frábærri skíðaviku saman.
Kronestube er beint á móti þar komið er niður þegar skíðað er niður í bæ í gegnum kennslusvæðið, eða ofan af Dantecepies skarðinu.
ATH. Fararstjóri áskilur sér rétt til að fella niður ferðir ef veðurútlit er ótryggt eða breyttar aðstæður.
Allar ferðir eru uppsettar af fararstjóra og allir ferðast á eigin ábyrgð. Ferðaskrifstofan VITA eða fararstjóri eru ekki ábyrg ef eitthvað ber útaf.
Verslun og þjónusta
Miðbærinn í Selva lifnar við á kvöldin, þegar gestir á svæðinu taka að flykkjast á veitingastaði bæjarins. Matseldin er undir áhrifum frá ítölskum og austurrískum matarvenjum og úr verður skemmtileg blanda sem flestum líkar ákaflega vel. Skemmtistaðir, barir og krár eru á hverju horni og er óhætt að fullyrða að engum muni leiðast í miðbænum. Eins og víða annarsstaðar í nálægum fjallahéruðum er tréskurðarlist í hávegum höfð í Selva og í miðbænum er að finna mikinn fjölda verslana sem selja útskurðarverk.
Verslanir:
Eu yfirleitt opnar: 9-12:30 og 15:30-19:00.
Skíðaskóli:
Við mælum með „Ski factory“ sem er stærsti skíðaskólinn í Selva. Við skólann starfa tæplega 200 kennarar sem allir eru mjög reyndir og vel menntaðir. Skólinn er staðsettur í brekkunni þar sem fólk kemur skíðandi niður í bæ.
Fararstjórar VITA aðstoða á sunnudagsmorgnum kl. 9:00 við innritun í skólann. Byrjendur ættu skilyrðislaust að fara í skíðaskólann og fá kennslu í grunnatriðum skíðaíþróttarinnar. Einnig mælum við hiklaust með því að allir þeir sem skammt eru á veg komnir fari í kennslu. Hægt er að skrá sig í bekkjarkennslu eða einkakennslu. Bekkjarkennslan stendur frá kl. 10:00-13:00. Börn er hægt að skrá allan daginn, þ.e. frá kl. 10:00-16:00
Skíðabúnaður og leiga:
Fjölmargar skíðaleigur eru í Selva en VITA hefur gert samning við skíðaleiguna „Snow and fun“ sem staðsett er í kjallaranum í sama húsi og apótekið í bænum. Þessi leiga býður upp á ný og nýleg skíði, allt frá miðlungs skíðum til toppskíða. Þá er einnig gott úrval af skíðaskóm.
Hægt er að skipta einu sinni í vikunni um skíði ef ske kynni að upphaflegu skíðin séu ekki að henta. Einnig er fólki boðið upp á að kaupa tryggingu ef skíðum sé stolið. Á efri hæð skíðaleigunnar er verslun með góðar skíða- og útivistarvörur. Farþegar VITA fá afslátt af vörum og þjónustu „Snow and fun“. Til að fá afsláttinn nægir að láta vita að verið sé að ferðast með VITA. Það eykur ánægju ykkar að hafa skíðabúnaðinn í góðu lagi og rétt stilltan, það er misskilningur að það sé verra að hafa vel áborin skíði, það er mun auðveldara að skíða ef þau renna vel. Boðið er upp á að brýna kanta og bræða undir skíði í mörgum verslunum í Madonna.
Það er góð venja að þurrka skíðaskóna á hverju kvöldi. Þar sem góð aðstaða er á hótelum er nóg að setja skóna á þurrkstandinn, þar sem það er ekki fyrir hendi getur verið nauðsynlegt að taka innri skóinn og þurrka hann upp á herbergi. Þegar stoppað er í fjallinu í hádeginu og kaffitímum er mikilvægt að ganga vel og snyrtilega frá skíðunum, láta þau ekki liggja eftir í snjónum heldur setja þau í skíðastatífin. Gott getur verið að víxla skíðunum við ferðafélagann svo þau verði ekki tekin í misgripum.
Farangursheimild
Innifalið í pakkaferð (flug og gisting) með Icelandair VITA til Selva er ein taska hámark 23 kg og handfarangur hámark 10 kg.
*** Athugið að skíðabúnaður er ekki innifalinn í verðum, heldur þarf að bæta því við gegn aukagjaldi fyrir þá sem þess óska, það er hægt að gera við bókun eða síðar. Skíðabúnaður má samanstanda af einu skíðapari, einu pari af skíðastöfum, einu pari af skíðaskóm og einum hjálmi. Snjóbrettabúnaður má samanstanda af einu snjóbretti, einu pari af snjóbrettaskóm og einum hjálmi. Búnaðinum má pakka í tvær töskur: eina fyrir skíði og skíðastafi, aðra fyrir skó og hjálm. Ekki er heimilt að hafa fatnað með í töskunni.
Gististaðir
Kort
Myndagallerí
Pension Europa
Á besta stað í SelvaFínn kostur á góðu verði
Rétt hjá skíðalyftu
» Nánar
Pension Europa
Vefsíða hótels
Europa er 2ja stjörnu fjölskyldurekið "pension" á besta stað í Selva, staðsett gegnt skíðakláfnum Champinoi. Á hótelinu er fínn og góður veitingastaður, bar og ágæt herbergi.
Margir þekkja húsið af sólarsvölunum beint á móti Ciampinoi, en þar hafa margir átt notalega stund með kaffibolla eða ölglas á barnum og veitingastaðnum sem er nútímalegur og snyrtilegur.
Herbergi eru er lítil en öll í mjög góðu ástandi. Öll með baðherbergi, sturtu, síma, sjónvarpi, öryggishólfi, hárþurrku. Frí þráðlaus nettenging er á herbergjum og sameiginlegu rými. Tveggja manna herbergi eru með svölum en einbýli eru án svala.
Fínn kostur á verulega góðu verði á besta stað í Selva, en athugið að ekki er lyfta í húsinu.
Fæði: Hálft fæði, morgunverður og kvöldverður.
*Ath ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar, Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Skíðalyfta: 20 metrar
- Miðbær: Í hjarta bæjarins gegnt Champinoi skíðakláfnum
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Hárþurrka
- Verönd/svalir: Fylgir tveggja manna herbergjum
Fæði
- Hálft fæði
Garni Schenk
Vefsíða hótels
Garni Schenk er þægilegt lítið hótel á góðum stað í Selva, rétt hjá hótel Somont sem margir þekkja.
Í hótelinu eru 14 hlýlegar vistarverur sem skiptast í herbergi sem rúma tvo, fjölskylduherbergi sem rúmar fjóra, stúdíóíbúð fyrir tvo til þrjá og tveggja herbergja íbúð fyrir fjóra til sex einstaklinga. Innréttingar eru klassískar, í alpastíl, úr ljósri furu og með rauðu áklæði. Viðarbjálkar í loftum og teppi er á gólfum. Allar vistarverur eru búnar nútímaþægindum eins og sjónvarpi með gervihnattarásum, síma, öryggishólfi og þráðlausri nettengingu, gestum að kostnaðarlausu. Íbúðirnar eru búnar eldhúskrók með helluborði, örbylgjuofni, uppþvottavél, kaffivél og ísskáp með frysti auk potta og panna og tilheyrandi áhalda. og Á baðherbergjum er baðker með sturtu, hárþurrka og ókeypis baðvörur.
Við öll herbergi eru rúmgóðar svalir, með útsýni yfir hótelgarðinn og hluta Dólómítafjallgarðsins.
Morgunverður með bæði heitum og köldum réttum er af hlaðborði í veitingasal alla daga.
Heilsulind með gufubaði er í hótelinu, þar sem upplagt er að slaka á eftir daginn, og hvíldarhreiður með bekkjum.
Garni Schenk er einstaklega þægilegt fjölskyldurekið hótel á frábærum stað í Selva. Skemmtilegir veitingastaðir og verslanir eru í léttu göngufæri og stutt í almenningssamgöngur til að komast til næstu bæja.
*Ath ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar, Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Skíðalyfta: 500 m frá Ciampinoi lyftunni
- Miðbær: Í léttu göngufæri
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Veitingastaður
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Kaffivél
- Ísskápur
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Armin
Vefsíða hótels
Armin er gott þriggja stjörnu „Superior" hótel þar sem eigendur hótelsins, Armin fjölskyldan, hugsa af einstakri natni um gesti sína. Hótelið er við aðalgötuna í Selva og um 400 metrar eru að Ciampinoi kláfnum, sem gengur upp á skíðasvæðið í Selva.
Boðið er upp á litla hótelskutlu og geta gestir pantað far með bílnum.
Tveggja manna herbergi eru:
Comfort, sem eru 23-26m2 og taka 2-3
Superior" sem eru 30-40m2 og taka 2-4.
Herbergin eru nýlega uppgerð, öll með síma, sjónvarpi, öryggishólfi og þráðlausri nettengingu. Baðherbergi eru falleg ýmist með sturtu eða baði og hárþurrku.
Comfort herbergin eru með svölum en Superior herbergin eru svalalaus.
Einbýli eru örfá og ekki með svölum.
Á hótelinu er bar og maturinn er fyrsta flokks. Hótelgestir á Armin koma þangað aftur og aftur, ekki síst til að borða hinn ljúffenga mat sem á borðum er og njóta hinnar persónulegrar þjónustu, sem er aðalsmerki hótelsins.
Fín heilsulind er á hótelinu með gufubaði, heitum potti og notalegu hvíldarherbergi. Hún er innifalin en greiða þarf fyrir afnot af heita pottinum.
Skíðageymsla er á hótelinu.
*Ath ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar, Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 192 km
- Miðbær: Í miðbænum
- Skíðalyfta: 400 m
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Veitingastaður
- Upphituð skíðageymsla
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Lyfta
- Nettenging: Þráðlaus nettenging er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum.
- Herbergi: Comfort sem eru 23-26m2 og taka 2-3 og Superior sem eru 30-40m2 og taka 2-4
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Minibar
- Hárþurrka
- Verönd/svalir: Comfort herbergin eru með svölum en Superior herbergin eru svalalaus
Fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
Serena
Frábært staðsetning við skíðalyfturnarÞægileg gisting á góðu verði
Stutt í miðbæ Selva
» Nánar
Serena
Vefsíða hótels
Stórfínt þriggja stjörnu hótel sem er á frábærum stað alveg við skíðalyfturnar þar sem meðal annars eru staðsettar kennslubrekkur Selva og margar aðrar spennandi brekkur fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Það er ekki ofsögum sagt að það megi beinlínis skíða út og inn af hótelinu - svo nálægt brekkunum er það. Næsta skíðlyfta er í um 10 metra fjarlægð. Á hótel Serena fæst þægileg gisting á góðu verði.
Hótelið er notalegt og vel við haldið þar sem hefðbundinn týrólskur stíll ræður ríkjum. Herbergi hótelsins eru vistleg, góð og einföld, VITA er með samning um tvær gerðir herbergja: Comfort og Superior, öll herbergin eru parketlögð með sjónvarpi, síma og öryggishólfi. Superior herbergin eru með setkrók eða sófa og eru því stærri, ásamt því að þar er innifalið baðsloppur og inniskór fyrir hótelgesti ásamt helstu snyrtivörum. Hægt er að sérpanta fjölskylduherbergi sem taka 2 fullorðna og 2 börn.
Eins og áður hefur komið fram er hótelið staðsett rétt hjá barnabrekkum, þannig að það hentar einstaklega vel fyrir börn og aðra sem vilja fara í skíðakennslu.
Á hótel Serena er hálft fæði innifalið, morgunverður af hlaðborði þar sem fjöldi rétta er í boði og þriggja rétta kvöldverður á kvöldin.
Tiltölulega lítil en ágæt heilsuaðstaða er á hótelinu og er aðgangur að henni innifalin. Þar er gufubað, heitur pottur, ljósabekkur, hægt að fara í heitt og kalt fótabað og svo er hægt að panta nudd gegn gjaldi. Einnig er lítil líkamsræktaraðstaða.
*Ath ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar, Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Miðbær: Í göngufæri - 5 mínútur
- Skíðalyfta: Við lyfturnar
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Verönd/svalir
- Hárþurrka: innifalin á superior herbergjum
Fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
Des Alpes Hotel
Við aðalgötuna í SelvaFjölskyldurekið hótel
Val um morgunmat eða hálft fæði
» Nánar
Des Alpes Hotel
Vefsíða hótels
Hótel Des Alpes er þriggja stjörnu hótel staðsett við aðalgötuna í Selva við hliðina á hótel Armin sem margir þekkja. Það eru því um 400 metrar að skíðakláfnum Ciampinoi en möguleiki er á að taka skíðarútu sem stoppar um 50 metra frá hótelinu.
Á hótelinu er góður veitingasalur sem bæði er fyrir gesti og gangandi. Mikill metnaður er hjá veitingastaðnum að hafa alla matargerð í hæsta gæðaflokki þar sem aðallega er boðið upp á þjóðlega rétti, enda er ítölsk matargerð heimsþekkt. Þarna er einnig bar þar sem er tilvalið að fá sé eitthvað hressandi eftir góðan dag í fjallinu.
Hótelgestir geta valið um að vera með hálft fæði innifalið eða aðeins morgunverð.
Herbergin eru ágæt og vel búin nútímaþægindum eins og þráðlausu interneti, sjónvarpi, síma, öryggishólfi, kaffivél, hárþurrku og fullbúnu baðherbergi þar sem ýmist er sturta eða baðkar. Sum herbergjanna eru með svölum. Í boði eru einstaklings, tveggja og þriggja mannaherbergi, bæði standard þar sem allar innréttingar eru úr eik og herbergin teppalögð og svo superior herbergi, en þau eru parketlögð og sum hver með setkrók, því stærri og rúma allt að fjóra (superior herbergin þarf að panta sérstaklega).
Skemmtilegir veitingastaðir, apres-ski barir og verslanir eru í léttu göngufæri frá hótelinu og stutt er í almenningssamgöngur til að komast til næstu bæja. Hótelið er fjölskyldurekið og sér hún Prizka aðallega um reksturinn og tekur vel á móti öllum. Þetta er hentugur kostur fyrir þá sem vilja einfalda gistingu á góðu verði.
*Ath ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar, Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 192 km
- Miðbær: Í miðbænum
- Skíðalyfta: 400 m
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Garni Giardin Boutique
Staðsett við skíðabrekkuFallegt 3* hótel
Sérlega falleg herbergi
» Nánar
Garni Giardin Boutique
Vefsíða hótels
Hótel Garni Giardin er fallegt þriggja stjörnu superior hótel sem er staðsett ofarlega í Selva. Það er vel staðsett við eina vinsælustu skíðabrekkuna sem liggur frá stærsta skíðasvæðinu niður í miðbæ.
Aðeins 50 metrar eru frá hótelinu að næstu skíðalyftu og þú getur rennt þér heim að dyrum.
Góð skíðageymsla er fyrir hótelgesti. Fimm mínútna gangur er í miðbæinn, þannig að staðsetningin gerist vart betri.
VITA er með samning um Superior herbergi. Tvíbýli – Superior eru 23 m2 fallega innréttuð og vel búin með síma, 26“sjónvarpi, útvarpi, smábar, nettengingu, hárþurrku, snyrtispegli, sloppum og inniskóm. Á herbergjunum eru svalir. Þráðlaus gjaldfrjáls nettenging.
Á Garni Giardin er gestamóttaka, morgunverðarsalur og bar. Garni Giardin er með morgunverði.
Frír aðgangur er að heilsulindinni þar sem meðal annars er hægt að nota tækjasal, fara í sauna og drekka jurtate. Nuddpottur og einka sauna gegn vægu gjaldi.
*Ath ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar, Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 192 km
- Skíðalyfta: 50 m
- Miðbær: í göngufæri - 5 mín
- Veitingastaðir: Í nágrenninu
Aðstaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum
- Herbergi: VITA er með samning um Superior herbergi sem eru 23 m2, fallega innréttuð og vel búin
Vistarverur
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Oswald
Við aðalgötuna í SelvaFlott sameiginlega aðstaða
Hentar vel fyrir hópa
» Nánar
Oswald
Vefsíða hótels
Oswald er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel sem hefur notið mikilla vinsælda hjá Íslendingum síðustu ár. Hótelið er tilkomumikið og allur aðbúnaður góður.
Hótel Oswald er við aðalgötuna í Selva.
Tveggja manna herbergin eru "Superior" herbergi og rúma 2-4 gesti. Þau eru 30 - 40 m2, fallega innréttuð með setkrók, smábar, sjónvarpi, síma, öryggishólfi, hárþurrku og svölum. Aðgangur að interneti er án endurgjalds.
Hótelið er staðsett um 500 metra frá Champinoi skíðakláfnum og svo er hótelið með litla skíðarútu sem gestir geta tekið í lyftuna, en þá þjónustu þarf að panta fyrirfram. Verslanir má finna handan götunnar og allt um kring og skíðarútan stoppar fyrir framan hótelið á nokkurra mínútna fresti.
Ávallt er lagður ríkur metnaður í veitingasal hótelsins. Innifalið er hálft fæði, þ.e. morgunverður og kvöldverður.
Í heilsulindinni er hægt er að komast í gufuböð, nuddpott, ilmbað, ljósabekki og ýmislegt fleira. Þá er boðið upp á ýmsar vellíðunar- og slökunarmeðferðir gegn gjaldi.
Á hótelinu er einnig lítið leikherbergi fyrir yngstu kynslóðina.
*Ath ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar, Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 192 km
- Miðbær: Í miðbænum
- Skíðalyfta: 500 m - skutla frá Hóteli
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
Somont
Vefsíða hótels
Hótel Somont er fallegt fjögurra stjörnu hótel, ofarlega í bænum Selva. Það er frábærlega vel staðsett við skíðabrekku sem liggur frá einu stærsta skíðasvæðinu niður í miðbæ.
Aðeins 50 metrar eru frá hótelinu að næstu skíðalyftu og þú getur rennt þér heim að dyrum. 10 mínútna gangur er í miðbæinn, þannig að staðsetningin gerist vart betri.
Tekin er lyfta frá skíðageymslunni uppá skíðabrautina sem liggur framhjá hótelinu.
Á Somont er gestamóttaka, falleg setustofa með arni, veitingasalur og bar.
Glæsilegt heilsusvæði er á hótelinu með innisundlaug, sólbekkjum, tyrknesku baði, nuddpotti, sauna og hvíldaraðstöðu. Aðgangur að því er innifalinn í verði.
Vita er með samning um þrjár gerðir herbergja:
Superior, Comfort og Junior suite.
Tvíbýli - Comfort, er 26 m²
Rúmgóð tveggja manna herbergi í fallegum alpastíl. Herbergi eru parketlögð, öll með sturtu og hárþurrku, setkrók, síma, sjónvarpi, þráðlausri nettengingu, öryggishólfi, ísskáp og svölum.
Tvíbýli – Superior (Sasslong) er 27 m²
Rúmgóð tveggja manna herbergi í fjallakofa eða alpastíl. Herbergi eru parketlögð, öll með sturtu og hárþurrku, setkrók, síma, sjónvarpi, skrifborði, þráðlausri nettengingu, öryggishólfi, ísskáp og svölum eða verönd.
Tvíbýli – Junior Suite 32 m²
Rúmgóð tveggja manna herbergi í fallegum alpastíl. Svíturnar eru parketlagðar, allar með sturtu og hárþurrku, setkrók eða sófa, síma, sjónvarpi, skrifborði, þráðlausri nettengingu, öryggishólfi og svölum.
Á hótel Somont er hálft fæði, morgunverður og kvöldverður.
*Ath ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar, Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 192 km
- Miðbær: Í göngufæri - 5 mínútur
- Skíðalyfta: 50 m
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Nettenging
- Sundlaug: Innisundlaug
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
Aaritz
Gegnt skíðakláfnum ChampinoiGlæsileg heilsulind með sundlaug
Lúxus og þægindi
» Nánar
Aaritz
Vefsíða hótels
Hótel Aaritz er mjög gott fjögurra stjörnu hótel sem er staðsett miðsvæðis í Selva, beint á móti Ciampinoi-lyftunni eða í um 10 metra fjarlægð.
Óhætt er að fullyrða að allar vistarverur séu hinar glæsilegustu á Aaritz og er hótelið tilvalið fyrir þá sem vilja virkilega dekra við sig á meðan dvölinni stendur.
Hótelstjórinn leggur allt kapp á að skapa þægilegt og afslappandi andrúmsloft og má segja að gestir upplifi þá stemningu um leið og gengið er inn í móttökusal hótelsins, en þar er stór og notaleg setustofa þar sem ávallt er kveikt upp í arninum þegar hótelgestir koma heim af skíðum og úrval drykkja er á hótelbarnum. Frá setustofunni liggur glæsilegur stigi uppí veitingasalinn, sem er á 2.hæð hótelsins.
Hægt er að velja á milli tvenns konar herbergja. Annars vegar er hægt að fá hefðbundið tveggja manna herbergi sem er mjög makindalegt og stílhreint. Hins vegar er hægt að fá betra herbergi (superior) sem eðlilegra er stærra og betur útbúið. Með aukarúmum gesta mest fjórir gestir gist í einu og sama herberginu. Öll herbergi eru með flatskjá, þráðlausa nettengingu, síma og loftræstingu/kyndingu. Baðherbergi eru með baðkar eða sturtu og hárþurrku.
Öll önnur aðstaða á hótelinu er fyrsta flokks. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða, heilsulind, sauna, blautgufa og hvíldarherbergi. Aðgangur innifalinn í verði.
Hægt er að skíða beint frá hótelinu í skíðalyftu og að hótelinu í lok dags.
Innifalið er hálft fæði, sem er morgunverður og kvöldverður. Maturinn sérlega góður og þjónusta fyrsta flokks.
*Ath ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar, Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 192 km
- Miðbær: Í miðbænum
- Skíðalyfta: 10 m
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
- Sundlaug: Innisundlaug
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
Laurin
Vefsíða hótels
Hótel Laurin er glæsilegt fjögurra stjörnu fjallahótel á frábærum stað í miðju Selva di Val Gardena. Lúxus og þægindi fyrir fríið þitt og örstutt í skíðabrekkurnar, en hótelið er rétt hjá skíðakláfnum Champinoi.
Á hótelinu eru 25 herbergi sem skiptast í eins til tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi. Hönnunin á herbergjunum er í nútímalegum sveitastíl og herbergin eru hlýleg og kósý með öllum helstu þægindum. Andrúmsloftið er fágað og rólegheitin svífa yfir. Leitast er við að skapa gestum heimili að heiman. Veggir eru ljósmálaðir en húsgögn eru úr viði og á gólfum er parket. Í öllum herbergjum er frítt internet, flatskjársjónvarp með gervihnattastöðvum, öryggishólf, hitastilling og skrifborð. Öllum deluxe herbergjum fylgja svalir og sum superior og fjölskylduherbergin eru einnig með svalir. Baðherbergi eru flísalögð, þar er sturta, hárblásari og helstu snyrtivörur.
Morgunmatur er borinn fram á girnilegu hlaðborði. Á veitingastað hótelsins er boðið upp á ítalska og týrólska rétti. Notalegur bar er á hótelinu þar sem er hægt að eiga indæla kvöldstund og sötra á ljúffengum kokteilum. Fallegt útsýni er frá hótelinu til fjalla og umhverfið er mjög rómantískt. Þeir sem vilja geta pantað mat upp á herbergið.
Inni á hótelinu er góð líkamsræktaraðstaða, upphituð sundlaug með fallegu útsýni, nuddpottur og heilsulind. Í heilsulindinni er annars vegar finnsk sána og hins vegar létt sána. Auk þess er þar tyrkneskt bað, gufubað og gott slökunarherbergi. Þar er heilsubar og þarna er því góður vettvangur til að næra líkama og sál.
Hótelið er frábærlega staðsett við hliðina á skíðabrekkunum, göngusvæði og miðbæ þorpsins. Þjónusta er frábær, starfsfólk vingjarnlegt og alltaf tilbúið að aðstoða gesti við hvaðeina sem þeir þurfa hjálp við. Skemmtilegt er að læra á skíði á þessum slóðum á veturna eða fara í gönguferðir í fallegu umhverfi restina af árinu. Skíðaleiga er á hótelinu og hægt að skrá sig í skíðaskólann.
Það er sérstaklega yndislegt þarna um slóðir á veturna þegar skóglendi, fjöll og engi eru þakin snjó.
ATH. Hálft fæði er innifalið á hótelinu, 7x morgunverðir og 6x kvöldverðir (það er ekki kvöldverður innifalinn á þriðjudögum, nema á jólunum þá er ekki kvöldmatur á jóladag 25.desember 2024).
Fjarlægðir
- Miðbær: Í miðju Selva di Val Gardena
- Skíðalyfta: Örstutt í skíðalyftur, t.d Ciampinoi, Costabella og Freina
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Upphituð skíðageymsla
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Loftkæling: og upphitun
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Savoy
Vefsíða hótels
Mjög gott fjögurra stjörnu superior hótel staðsett á mjög góðum stað í Selva eða við hliðin á Hótel Somont sem margir þekkja. Hægt er að skiða bæði til og frá hótelinu.
Hótel Savoy býður upp á mjög góða aðstöðu sem dæmi má nefna móttaka opin allan sólarhringinn, veitingastaður þar sem lögð er áhersla á fersk og gæða hráefni, bar og setustofa.
Öll herbergi eru með svölum, sjónvarpi, síma, internet tengingu og fullbúnu baðherbergi þar sem eru helstu snyrtivörur og hárþurrka.
Á hótelinu er glæsilegt spa sem hefur allt verið tekið í gegn, þar má m.a. finna bæði gufubað og blautgufu, sundlaug o.fl. Einnig er hægt að panta gegn gjaldi í nudd og aðrar snyrtimeðferðir.
Frábær kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig í skíðafríinu.
*Ath ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar, Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Skíðalyfta: Rétt hjá
- Veitingastaðir: Rétt hjá
Aðstaða
- Sturta
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Upphituð skíðageymsla
- Bar
- Baðsloppar
- Gufubað
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Lín og handklæðaskipti
- Sjónvarp
- Þrif
- Öryggishólf
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
Freina
Góð staðsetning, rétt hjá Champinoi skíðakláfnumHeilsulind
Val um morgunmat eða hálft fæði
» Nánar
Freina
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Mountain Design Hotel Eden Selva
Hálft fæði (morgunmatur og kvöldmatur)Frábær staðsetning (ski-in og ski-out)
Heilsulind
» Nánar
Mountain Design Hotel Eden Selva
Fæði
- Hálft fæði
-
Veðrið
-
Flugtími
Kef VRN
4 klst
Morgunflug
-
Gjaldmiðill
€Evra
Gengi
-
Bjórverð
Meðalverð 3-4 EUR
Valdimar Örn Flygenring
„Valdimar Örn Flygenring hefur rennt sér á skíðum í liðlega 50 ár og starfrækti skíðaskóla í Bláfjöllum ásamt öðrum í nokkur ár. Hann er leikari og leiðsögumaður að mennt.
Hann er fæddur árið 1959 og hefur rennt sér á skíðum frá því að hann var 6 ára gamall. Á unglingsárunum keppti hann á skíðum og síðar starfrækti hann skíðaskóla í Bláfjöllum ásamt öðrum í nokkur ár. Hann er leikari að mennt og starfaði sem slíkur í ein 23 ár bæði hjá Þjóðleikhúsinu, LR, og LA.
Árið 2006 venti hann kvæði sínu í kross fór í leiðsögunám og útskrifaðist frá leiðsöguskóla MK, með gönguleiðsögn sem sérsvið og hefur unnið sem leiðsögumaður, aðallega á stórum jeppum og jöklar eru náttúrulega uppáhalds staðirnir.
Valdimar Örn féll fyrir skíðasvæðum Ítalíu fyrir nokkrum árum og hefur auk þessu skíðað víða í Evrópu, Austurríki, Þýskalandi, og Frakklandi. Hluti af þeirri skíðamennsku er ferð á fjallaskíðum frá Chamonix til Zermatt sem er 180 km leið farin á 6 dögum.
Hvannadalshnjúkur, Eyjafjallajökull, Snæfellsjökul og fleiri staðir hér heima eru einnig spennandi að hans mati.
Valdimar er í sambúð og eiga hann og sambýliskonan alls fimm uppkomin börn og tvö barnabörn.
Þess má geta í lokin að hann er auglýsingarödd skíðaverslunarinnar Alpanna.“