fbpx Garni Schenk í Selva, þægilegt og hlýlegt

Garni Schenk
3 stars

Vefsíða hótels

Garni Schenk er þægilegt lítið hótel á góðum stað í Selva, 20 metra fram Ciampinoi-lyftunni upp á Sella Ronda svæðið. Beinn aðgangur að skíðabrekkunum og veitingastaðir og verslanir í léttu göngufæri.

Í hótelinu eru 14 hlýlegar vistarverur sem skiptast í herbergi sem rúma tvo, fjölskylduherbergi sem rúmar fjóra, stúdíóíbúð fyrir tvo til þrjá og tveggja herbergja íbúð fyrir fjóra til sex einstaklinga. Innréttingar eru klassískar, í alpastíl, úr ljósri furu og með rauðu áklæði. Viðarbjálkar í loftum og teppi er á gólfum. Allar vistarverur eru búnar nútímaþægindum eins og sjónvarpi með gervihnattarásum, síma, öryggishólfi og þráðlausri nettengingu, gestum að kostnaðarlausu. Íbúðirnar eru búnar eldhúskrók með helluborði, örbylgjuofni, uppþvottavél, kaffivél og ísskáp með frysti auk potta og panna og tilheyrandi áhalda. og Á baðherbergjum er baðker með sturtu, hárþurrka og ókeypis baðvörur.
Við öll herbergi eru rúmgóðar svalir, með útsýni yfir hótelgarðinn og hluta Dólómítafjallgarðsins. 

Morgunverður með bæði heitum og köldum réttum er af hlaðborði í veitingasal alla daga.

Heilsulind með gufubaði er í hótelinu, þar sem upplagt er að slaka á eftir daginn, og hvíldarhreiður með bekkjum. 

Garni Schenk er einstaklega þægilegt fjölskyldurekið hótel á frábærum stað í Selva, með beinu aðgengi að skíðabrekkunum. Skemmtilegir veitingastaðir og verslanir eru í léttu göngufæri og stutt í almenningssamgöngur til að komast til næstu bæja.

 

Hér eru allar helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á hotel Garni Schenk:

• Gestir og starfsfólk verða að virða sóttvarnarreglur á svæðinu, spritta sig og halda eins meters fjarlægðarreglu. Spritt er víðsvegar um hótelið.
• Starfsfólk notar grímu og hanska.
• Herbergin eru þrifin skv sóttvarnarreglum.

Hér eru helstu upplýsingar um sóttvarnir á svæðinu. Reglur geta breyst fyrir vetrargesti. 

Fjarlægðir

 • Skíðalyfta: 20 m frá Ciampinoi lyftunni
 • Miðbær: Í léttu göngufæri
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Veitingastaður
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun