Hurghada og El Gouna, Egyptaland
Lúxus ævintýraferð við Rauðahafið
Myndagallerí
Hurghada í Egyptalandi er vinsæll, framandi og spennandi áfangastaður við Rauðahafið. El Gouna er lítil paradís, um 25 km norður af miðbæ Hurghada.
Báðir staðir hafa sinn sjarma og bjóða upp á lúxus afþreyingu, gistingu og umhverfi.
Íslensk fararstjórn.
Hurghada er borg sem teygir sig meðfram strandlengjunni og þar er að finna fjölbreytta þjónustu.
El Gouna er nýrra svæði sem er staðsett við Rauðahafsströndina og byggt upp með ferðaþjónustu í huga. Það er rómað fyrir lúxushótel og afslappað andrúmsloft.
Á báðum stöðum er hægt að stunda ýmiskonar vatnasport eins og köfun og snorkl og uppgötva litríkt sjávarlíf og kóralrif.
Sagan
Hurghada var smábær þar sem flestir íbúar stunduðu fiskveiðar, en upp úr 1970 hófst vöxtur í ferðaþjónustu þar sem svæðið þótti fallegt og loftslagið gott. Með tímanum fjölgaði verslunar- og þjónustufyrirtækjum sem höfðu það að markmiði að skapa ævintýralegt frí frá skammdeginu.
El Gouna svæðið er glæsilegur ferðamannastaður í eigu egypska auðjöfursins Samih Sawiris og þar er sérstök áhersla lögð á glæsilega innviði, vellíðan gesta og hágæða aðstöðu. Svæðið samanstendur af fjölda lóna og lítilla eyja sem eru tengdar saman með brúm og mynda fallega heild.
Afþreying á svæðinu
Fjölbreytt afþreying er í boði á báðum stöðum. Í Hurghada borg er fallegur miðbær með verslunum, veitingastöðum, kaffihúsum og börum.
El Gouna er þekkt fyrir flotta umhverfishönnun, ótrúlegt útsýni, úrval veitingastaða, heilsulindir, golfvelli, leikvelli og ýmsa skemmtun fyrir allan aldur. Markmiðið var að skapa umgjörð sem fellur vel að umhverfinu. Fyrir þá sem elska útivist og náttúru er vatnasportið ómissandi á báðum stöðum, í kristaltærum sjónum, enda eru kóralrifin í Rauðahafinu heimsþekkt fyrir fjölbreytt lífríki.
Eyðimerkurferðirnar í nágrenni Hurghada og El Gouna eru krydd í tilveruna og fjör að þeytast um sandöldur á skemmtilegum farartækjum. Þessar ferðir eru einstakt tækifæri til að kynnast töfrandi landslaginu sem umlykur þessa staði. Útsýnið er stórbrotið, umhverfið dularfullt og fegurðin hrífandi.
Strendurnar við Rauðahaf
Rauðahafið er þekkt fyrir fagurbláan sjó, heitt loftslag allt árið og hvítar sandstrendur sem laða til sín gesti frá öllum heimshornum. Strendurnar í Hurghada eru dásamlegar með ýmiskonar þjónustu fyrir alla aldurshópa. Í El Gouna er andrúmsloftið aðeins rólegra og þar má gera ráð fyrir afslöppun og góðri þjónustu.
Báðir staðir eru einskonar nirvana fyrir þá sem kjósa strandlífið.
Egypska menningin teygir sig meira en 5000 ár aftur í tímann og er lifandi, spennandi og margbreytileg. Umfram allt er Egyptaland vafið dulúð náttúrunnar og sögulegum töfrum sem laða að sér ferðafólk.
Myndagallerí
Club Paradisio, El Gouna
Flott fjögurra stjörnu hótelEinkaströnd
Verönd eða svalir
» Nánar

Myndagallerí
Iberotel Casa Del Mar, Hurghada
Miðsvæðis í HurghadaRennibrautir í sundlaugargarðinum
Góð heilsulind og fjölbreytt afþreying
» Nánar

Myndagallerí
Jaz Casa Del Mar Beach, Hurghada
Glæsilegt 5 stjörnu hótel4 veitingastaðir
6 sundlaugar
» Nánar

-
Veðrið
-
Flugtími
Kef
HRG
7,5
Morgunflug
-
Gjaldmiðill
EGPEgypsk Pund
Gengi