fbpx Ævintýri á Miðjarðarhafi | Vita

Ævintýri á Miðjarðarhafi

Ítalía, Tyrkland og Grískar eyjar

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

 

Odyssey Of The Seas  
26. september - 05. október
Fararstjóri: Guðrún Erla Tómasdóttir

Róm, Ítalíu - Santorini, Grikklandi - Ephesus ( Kusadasi ), Tyrklandi - Mykonos, Gikklandi - Napolí, Ítlalíu - Róm, Ítalíu

Stutt ferðalýsing

Flogið til Rómar í morgunflugi Icelandair, þar sem gist verður í 2 nætur.  28. september verður siglt af stað með Odyssey of the Seas. Fyrsti viðkomustaður er hin fagra eyja Santorini, þaðan er farið til Ephesus í Tyrklandi og næsta dag á eftir er komið til grísku eyjarinnar Mykonos. Við tekur heill dagur á siglingu, þar sem hægt er að njóta þess sem skipið hefur upp á að bjóða, áður en haldið verður til Napoli á Ítalíu. Þaðan verður svo siglt aftur til Rómar þar sem skiptið leggst við bryggju, þar bíður rúta sem keyrir hópinn á flugvöllinn, þaðan sem flogið verður aftur beint heim til Íslands.


odyssey_ship.jpg

Odyssey of the Seas er í „Quantum Class“ flokki hjá skipafélaginu Royal Caribbean Cruise Line, en honum tilheyra nýjustu og glæsilegustu skipin í flotanum. Í raun er um að ræða fljótandi lúxushótel þar sem ýmsar nýjungar líta dagsins ljós og má þar t.a.m. nefna útsýniskúluna „North Star“ þar sem farþegar eru í stúkusæti, svífa hátt til himins og fá þar með útsýni til allra átta. Aðrar nýjungar eru m.a. salur með glæsilegum sýningum þar sem aðilar úr kvikmyndabransanum í Hollywood voru fengnir til að hanna magnað „laser show“. Matsalnum er svo skipt í fjóra mismunandi staði með ólíku þema og aldrei hafa verið jafn margir og fjölbreyttir veitingastaðir um borð í einu skipi.

Skipið fór í sína jómfrúarferð í júlí 2021 og er 167.700 lestir, um 350 metrar á lengd og með rými fyrir liðlega 4.198 farþega. Heilsulindin Vitality Spa & Fitness Center býður upp á allt hugsanlegt dekur og að sjálfsögðu tækja- og íþróttasalu. Spilavíti, verslanir og alls 16 bari og veitingastaði er að finna um borð.

Klefarnir eru ýmist með tvíbreiðu rúmi eða tveimur rúmum, flestir með setkrók með sófa og skrifborði, kæliskáp (en hægt að panta drykki gegn gjaldi og nota sem smábar), öryggishólfi og sjónvarpi. Hægt er að bóka skoðunarferðir, horfa á kvikmyndir og panta herbergisþjónustu í klefann í gegnum sjónvarpið. Baðherbergi er með sturtu, snyrtivörum, baðsloppum og hárþurrku. Sængurfötin eru ofin úr egypskri bómull og herbergisþjónusta er opin allan sólarhringinn. Gott skápapláss er einn af kostum þessa skips.

Á efsta þilfarinu er skokkbraut þar sem hægt er að ganga eða hlaupa. Þar er einnig öldulaug og fleiri nýjungar þar sem unnendur vatnasports geta fengið útrás.
Á sólarþilfarinu eru sundlaugar, heitir pottar, sólstólar og innisundlaug með fínustu aðstöðu. Að sjálfsögðu eru barir og veitingastaðir á báðum þilförum og á vissum tímum troða skemmtikraftar upp með lifandi tónlist.

Kvöldverður er borinn fram í aðalveitingasal skipsins, sem er á tveimur hæðum (á þriðju og fjórðu hæð) en einnig er í boði að borða á þeim fjölmörgu veitingastöðum sem finna má um borð.  Á flestum þeirra þarf að greiða vægt gjald og kostar misjafnlega mikið eftir stöðum. Þar má nefna japanska staðinn Izumi, Chops Grille, Teppanyaki ásamt fleiri stöðum.

Á kvöldin er boðið upp á glæsilegar sýningar og uppákomur bæði í Leikhúsinu "The Royal Theatre" og tækniundrinu "Two 70" og þeir sem vilja slappa af, dansa eða taka þátt í karokee geta komið sér vel fyrir á skemmtistaðnum the "Music Hall".  Endalausir afþreyingarmöguleikar, að ógleymdri fyrsta flokks þjónustunni sem fæst um borð, gera siglingu með Odyssey of the Seas að dásamlegu ævintýri.

 

Flugáætlun

FLUGNÚMER DAGS FLUGVÖLLUR BROTTFÖR FLUGVÖLLUR LENDING
FI562 26. september Keflavík 07:50 Róm 14:25
FI563 05. oktober Róm 15:55 Keflavík 18:45

 

Siglingaleið

DAGUR ÁFANGASTAÐUR KOMA BROTTFÖR
28.september Róm ( Civitavecchia ) Ítalíu   17:00
29.september Á siglingu    
30.september Santorini, Grikklandi 07:00 16:00
01.október Ephesus ( Kusadasi ) Tyrklandi 09:00 18:00
02.október Mykonos, Grikklandi 07:00 18:00
03.október Á Siglingu    
04.október Napolí, Ítalíu  07:00 18:00
05.október Róm 05:00  

 

Ferðatilhögun

Föstudagurinn 26. september, Keflavík – Róm
Flogið er til Rómar í beinu flugi Icelandair kl. 07:50 að morgni og lent á Leonardo da Vinci International Airport í Róm. Þar bíður rúta eftir hópnum og ekið er á hótel þar sem gist er í tvær nætur.


cel_rome_trevi_fountain_5.jpg

Laugardagurinn 27. september, Róm
Skoðunarferð: Miðbæjarrölt - Hjarta Rómar
Ferðin hentar einstaklega vel til að kynnast borginni. Við skoðum stórbrotna og hrífandi staði og fræðumst um sögu þeirra og uppruna. Meðal staða sem við heimsækjum eru:

  • Spænsku tröppurnar
  • Trevi gosbrunnurinn
  • Pantheon hofið ( að utan )
  • Navona torgið         

 

Ferðin endar á Campo de' Fiori torginu, þar sem hægt er að njóta fjölbreyttra veitingastaða og líflegs mannlífs.
Ferðin tekur um það bil 3 klukkustundir


cel_rome_st.peters_basilica_6.jpg

Sunnudagur 28. september, Róm, Civitavecchia og Odyssey of the Seas 
Lagt af stað í siglinguna. Ekið af stað frá hótelinu í Róm rétt fyrir hádegi og ekið til Civitvecchia þar sem Odyssey of the Seas liggur við bryggju og lagt er af stað frá landi kl. 17:00. Gaman er að skoða sig um á skipinu fram að brottför, um kvöldið er síðan borinn fram dásamlegur kvöldverður og tilvalið að njóta skemmtananna sem eru í boði fram eftir kvöldi. 


odyssey-of_the_seas_cruise.jpg

Mánudagur 29. september, Á siglingu
Boðið er upp á kynnisferð um skipið með fararstjóra þar sem farið er yfir hvað er í boði um borð, síðan er tilvalið að leggjast á sólbekk við sundlaugina eða setjast á einn af fjölmörgu börum um borð og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem boðið er upp á eða fara í búðir, á málverkauppboð, eða jafnvel matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur. Matur og drykkur er í boði allan daginn, svo bíða 3ja rétta kvöldverðir og glæsilegar sýningar á kvöldin.


odyssey_hot_tub.jpg

Þriðjudagur 30. september, Santorini, Grikklandi
Santorini er ein þekktasta og fallegasta eyjan í Grikklandi. Útsýni er ægifagurt yfir gíginn, eyjarnar og hafið enda hafa margir listamenn fengið innblástur á staðnum og sest þar að. Fjöldi verslana með fallega listmuni og handverk er að finna á eyjunni og fer enginn þaðan án þess að taka með fallegan listmun eða minjagrip. Ómissandi er að setjast á veitingastað með fallegu útsýni og njóta.


santorini_greece_15.jpg

Miðvikudagur 01. október, Ephesus, (Kusadasi), Tyrklandi
Kusadasi er fallegur strandbær á vesturströnd Tyrklands. Þaðan er leiðin greið til hinnar fornu borgar Efesus, sem byggðist á elleftu öld fyrir Krist. Seinna gerðu Rómverjar borgina ódauðlega. Í dag er Efesus ein merkasta forna borg í heimi þar sem rómverskum byggingum hefur verið haldið við og þær endurbyggðar í sinni upprunalegu mynd. Skammt frá Efesus er einnig kapella kennd við hina Heilögu Guðsmóður.


ephesus_2.jpg

Fimmtudagur 2.október, Mykonos, Grikklandi
Mykonos er ómótstæðileg og ein frægasta gríska eyjan. Hvít hús, dimmblátt hafið, þröngar götur og frábærar strendur. Á Mykonos er sagt að guðinn Apollo hafi fæðst.  


istock-927128448_mykonos.jpg

Föstudagur 3.október, Á siglingu
Heill dagur til að njóta lífsins um borð í skipinu, sem nú siglir til Napolí á Ítalíu.


odyssey_cosy.jpg

Laugardagur 4. október, Naples, Ítalíu
Napolí er höfuðborg Campania-héraðs við Napólíflóa. Gamli hluti borgarinnar, sem stofnaður var á bronsöld, er á heimsminjaskrá UNESCO og er ríkur af glæsilegum byggingum, áhugaverðum söfnum og fallegum torgum. Fallegu bæirnir Amalfi, Sorrento og Positano eru einnig í nálægð við Napolí sem gaman er að heimsækja.  


napoli_3.jpg

Sunnudagurinn 5. október - Róm, Ítalía
Skipið leggst við bryggju um kl. 05:00 að morgni. Eftir morgunverð er farið frá borði og í rútu sem bíður hópsins og þaðan er ekið út á flugvöll og flogið heim til Íslands í beinu flugi Icelandair. Áætlað flug er kl. 15:55 frá Róm og lending í Keflavík áætluð kl.18:45

 

 

Sjá nánari ferðalýsingu
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Hagnýtar upplýsingar

  • Verð og innifalið

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef FCO

    5

    Morgunflug

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Kortasýn

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun