Tenerife
Falleg og fjölbreytt
Myndagallerí
Tenerife er vinsæl og skemmtileg eyja!
Afslöppun og ævintýri. Njóttu þess að hlakka til
Lækkaðu verð ferðarinnar með Vildarpunktum
Tenerife er með fallegar strendur, frábær hótel og úrval af afþreyingu. Eyjan er skemmtilegur ferðamannastaður þar sem allt er til alls og hin spænska menning heimamanna blómstrar með tilheyrandi matargerð og mannlífi.
Þar eru allar forsendur til staðar fyrir hinu fullkomna fríi, sól og veðursæld allt árið um kring, hlýr sjór og gylltur sandur, frábært úrval fjölbreyttra veitingastaða og aragrúi ólíkra verslana. Vertu viss um að gleyma ekki sundfötunum og sólarolíunni.
Sól og sandur er auðvitað í stóru hlutverki á Tenerife en mundu jafnframt að Tenerife hefur upp á svo margt annað að bjóða líka.
VITA býður upp á gistingar á nokkrum mismunandi stöðum, þar á meðal:
Ameríska ströndin, eða Playa de las Américas, er höfuðborg skemmtanalífsins á Tenerife en á þessum líflega áfangastað á suðurströnd eyjarinnar er einfaldlega mesta fjörið. Þúsundir ferðamanna koma þangað, skemmta sér og njóta lífsins í sólinni og þeir sem vilja geta fundið skemmtun allan sólarhringinn. Það er því ekki skrítið að þetta sé einn af vinsælustu áfangastöðunum í Evrópu.
Costa Adeje er á suðurströnd Tenerife og státar af aðlaðandi og fallegum sandstrendum. Þar eru einnig skemmtanir í hæsta gæðaflokki, lúxushótel, -íbúðir og -smáhýsi og veitingastaðir fyrir vandfýsna. Á þessum frábæra áfangastað er hægt að lofa afslöppun, skemmtun, ævintýrum og auðvitað sólskini!
Los Cristianos er staðsett fyrir vestan flugvöllinn (Reina Sofía) og er einn af vinsælustu og fjölmennustu áfangastöðum Kanaríeyja. Strendurnar eru fallegar og höfnin sömuleiðis en þaðan er hægt að fara í bátsferðir til að veiða, njóta lífsins, skoða hafsbotninn á bátum með glerbotn, siglingar á staði sem eru góðir til köfunar eða taka ferjur til nágrannaeyjunnar, La Gomera.
Puerto de la Cruz er einn af helstu áfangastöðum á Kanaríeyjum en þessi heillandi og líflegi bær hefur verið einn sá vinsælasti á eyjunni um árabil. Bærinn er staðsettur á norðurhluta Tenerife og kúrir þar í fallegu umhverfi í Orotava dalnum sem er sérstaklega gróðursæll en þar á sér meðal annars stað ræktun suðrænna ávaxta.
Allt til alls
Meðfram allri ströndinni er “göngugata” þar sem gaman er að rölta á milli þessara staða, en ekki er nema um hálftímaganga á milli Amerísku strandarinnar og Costa Adeje. Einnig bjóða mörg hótel upp á frítt skutl frá Costa Adeje og Playa Fanabe niður á Amerísku ströndina. Í höfuðstaðnum Santa Cruz á Suðurhluta eyjunnar er tilvalið að versla og eru allar helstu verslanir þar þ.á.m. H&M, Zara og Primark. Flesta daga vikunnar má finna útimarkaði á eyjunni, sem selja allt milli himins og jarðar.
Flogið með Icelandair!
Láttu þér líða vel og njóttu afþreyingar og frábærrar þjónustu Icelandair alla leið til Tenerife og aftur á leiðinni heim.
Í einstaka tilfellum er flogið með öðrum flugfélögum. Vinsamlega fylgjast með flugnúmerum í bókunarvél.
Veldu þitt sæti
Þú getur valið þitt sæti um borð í vélum Icelandair þegar þú ferðast með VITA. Hafðu ferðalagið eins og þú vilt hafa það!
Afþreyingarkerfi um borð
Yfir 600 klukkustundir af afþreyingarefni um borð í vélum Icelandair. Þú getur horft á nýjar eða klassískar kvikmyndir, sjónvarpsþætti og heimildarmyndir. Einnig er hægt að hlusta á innlenda og erlenda tónlist. Þú ert með snertiskjá fyrir framan þig og ræður ferðinni.
Tenerife
Tenerife er vinsæl og skemmtileg eyja!
Afslöppun og ævintýri. Njóttu þess að hlakka til
Lækkaðu verð ferðarinnar með Vildarpunktum
Tenerife er með fallegar strendur, frábær hótel og úrval af afþreyingu. Eyjan er skemmtilegur ferðamannastaður þar sem allt er til alls og hin spænska menning heimamanna blómstrar með tilheyrandi matargerð og mannlífi.
Þar eru allar forsendur til staðar fyrir hinu fullkomna fríi, sól og veðursæld allt árið um kring, hlýr sjór og gylltur sandur, frábært úrval fjölbreyttra veitingastaða og aragrúi ólíkra verslana. Vertu viss um að gleyma ekki sundfötunum og sólarolíunni.
Sól og sandur er auðvitað í stóru hlutverki á Tenerife en mundu jafnframt að Tenerife hefur upp á svo margt annað að bjóða líka.
VITA býður upp á gistingar á nokkrum mismunandi stöðum, þar á meðal:
Ameríska ströndin, eða Playa de las Américas, er höfuðborg skemmtanalífsins á Tenerife en á þessum líflega áfangastað á suðurströnd eyjarinnar er einfaldlega mesta fjörið. Þúsundir ferðamanna koma þangað, skemmta sér og njóta lífsins í sólinni og þeir sem vilja geta fundið skemmtun allan sólarhringinn. Það er því ekki skrítið að þetta sé einn af vinsælustu áfangastöðunum í Evrópu.
Costa Adeje er á suðurströnd Tenerife og státar af aðlaðandi og fallegum sandstrendum. Þar eru einnig skemmtanir í hæsta gæðaflokki, lúxushótel, -íbúðir og -smáhýsi og veitingastaðir fyrir vandfýsna. Á þessum frábæra áfangastað er hægt að lofa afslöppun, skemmtun, ævintýrum og auðvitað sólskini!
Los Cristianos er staðsett fyrir vestan flugvöllinn (Reina Sofía) og er einn af vinsælustu og fjölmennustu áfangastöðum Kanaríeyja. Strendurnar eru fallegar og höfnin sömuleiðis en þaðan er hægt að fara í bátsferðir til að veiða, njóta lífsins, skoða hafsbotninn á bátum með glerbotn, siglingar á staði sem eru góðir til köfunar eða taka ferjur til nágrannaeyjunnar, La Gomera.
Puerto de la Cruz er einn af helstu áfangastöðum á Kanaríeyjum en þessi heillandi og líflegi bær hefur verið einn sá vinsælasti á eyjunni um árabil. Bærinn er staðsettur á norðurhluta Tenerife og kúrir þar í fallegu umhverfi í Orotava dalnum sem er sérstaklega gróðursæll en þar á sér meðal annars stað ræktun suðrænna ávaxta.
Allt til alls
Meðfram allri ströndinni er “göngugata” þar sem gaman er að rölta á milli þessara staða, en ekki er nema um hálftímaganga á milli Amerísku strandarinnar og Costa Adeje. Einnig bjóða mörg hótel upp á frítt skutl frá Costa Adeje og Playa Fanabe niður á Amerísku ströndina. Í höfuðstaðnum Santa Cruz á Suðurhluta eyjunnar er tilvalið að versla og eru allar helstu verslanir þar þ.á.m. H&M, Zara og Primark. Flesta daga vikunnar má finna útimarkaði á eyjunni, sem selja allt milli himins og jarðar.
Flogið með Icelandair!
Láttu þér líða vel og njóttu afþreyingar og frábærrar þjónustu Icelandair alla leið til Tenerife og aftur á leiðinni heim.
Í einstaka tilfellum er flogið með öðrum flugfélögum. Vinsamlega fylgjast með flugnúmerum í bókunarvél.
Veldu þitt sæti
Þú getur valið þitt sæti um borð í vélum Icelandair þegar þú ferðast með VITA. Hafðu ferðalagið eins og þú vilt hafa það!
Afþreyingarkerfi um borð
Yfir 600 klukkustundir af afþreyingarefni um borð í vélum Icelandair. Þú getur horft á nýjar eða klassískar kvikmyndir, sjónvarpsþætti og heimildarmyndir. Einnig er hægt að hlusta á innlenda og erlenda tónlist. Þú ert með snertiskjá fyrir framan þig og ræður ferðinni.
-
Hagnýtar upplýsingar
-
Verslun og þjónusta
-
Afþreying
Hagnýtar upplýsingar
Flug:
Flugtíminn er um fimm og hálf klukkustund.
Flogið með Icelandair
Inn á heimasíðu Icelandair er m.a. hægt að innrita sig í flugið, bæði út og heim 24 klst. fyrir flug, bóka sig í sæti og setja inn upplýsingar svo hægt sé að safna Vildarpunktum fyrir flugið fyrir þá sem eru í Vildarklúbb Icelandair. Einnig er hægt að panta mat fyrirfram fyrir flugið, í síðasta lagi 24 klst fyrir brottför.
Í einstaka tilvikum er flogið með öðrum flugfélögum en þá er það tekið fram í bókunarvél.
Farangur:
Leyfilegt er að taka með sér eina innritaða tösku ef flogið er á almennu farrými. Hún má að hámarki vega 23 kg og heildarumfang (lengd + breidd + hæð) má ekki vera meira en 158 cm, að meðtöldu handfangi og hjólum.
Hægt er að finna nánari upplýsingar um leyfilegan farangur á vefsíðu Icelandair.
Akstur:
Hægt er að bóka akstur til og frá flugvelli og þarf að greiða fyrir það sérstaklega. Frá flugvellinum til gististaða er um 20 mínútna akstur. Ath. gert er ráð fyrir að hver farþegi sem bókaður er í rútuferð til og frá flugvelli sé með 1 tösku, ef ferðast er með meiri farangur þarf að láta vita fyrirfram og jafnframt ath. hvort að sé pláss í farangursgeymslu rútunnar.
Landfræðileg lega:
Kanaríeyjar eru átta talsins og er Tenerife sú stærsta, 2,034 ferkílómetrar og liggur rúmlega 300 km út frá strönd Marokkó í Afríku.
Íbúafjöldi:
Á Kanaríeyjum búa rúmlega 2,2 milljón manns, þar af um 980 þúsund á Tenerife.
Tímamismunur:
Á veturna eru Kanaríeyjar í sama tímabelti og Ísland, en á sumrin eru eyjarnar klukkutíma á undan.
Greiðslukort:
Lang flestar búðir og veitingastaðir taka öll helstu kredit- eða debetkort. Ekki er hægt að treysta því að hægt sé að greiða fyrir vöru eða þjónustu með kortum, en að sjálfsögðu er hægt að taka pening út úr hraðbönkum, hvort sem er út á kredit- eða debetkort.
Hitastig og veður:
Tenerife státar af veðurblíðu og mildu loftslagi árið um kring þar sem hafgola og hafstraumar sjá um að halda hitanum jöfnum og þægilegum. Það hefur því verið sagt að á Tenerife ríki eilíft vor með að jafnaði um 20-25°C á daginn, en getur farið upp í 28-30°C yfir sumarmánuðina.
Öryggi:
Á flestum baðströndum gilda ákveðnar öryggisreglur því ekki eru alls staðar starfsmenn á öryggisvakt. Öryggisreglur eru þannig:
• Rauður fáni: Bannað er að fara í sjóinn. Getur varðað sektum.
• Gulur fáni: Aðgát skal höfð við böð.
• Grænn fáni: Ládeyða, gott baðveður.
Tryggingar:
Öllum ferðalöngum er ráðlagt að fara vel yfir sínar tryggingar áður en lagt er af stað í ferðalag og kaupa sérstaka ferðatryggingu sé hún ekki þegar innifalin í korti eða heimilistryggingu viðkomandi. Einnig er gott að hafa meðferðis tryggingaskírteini frá Tryggingastofnun ríkisins, komi eitthvað óvænt upp á.
Fararstjórar:
Íslenskir fararstjórar taka á móti farþegum á flugvelli og eru þeim innan handar allan dvalartímann. Upplýsingar um viðtalstíma og nauðsynleg símanúmer er að finna í hagnýtum upplýsingum sem sendar eru til farþega nokkrum dögum áður en ferðin hefst.
Apótek
Á spænsku bera þau nafnið Farmacia og eru auðþekkt á stórum grænum krossi. Þau eru yfirleitt opin alla daga vikunnar frá kl. 09:00 til 21:00 en þó er það aðeins breytilegt milli staða. Yfirleitt er auðvelt að nálgast lyf í apótekum við minni háttar kvillum, en við bendum fólki á að hafa samband í neyðarsíma okkar ef það þarf á lækni að halda. Það er alltaf eitthvert apótek opið allan sólarhringinn og hægt er að fá upplýsingar hjá læknum, leigubílstjórum eða í móttöku gististaðar hvaða apótek er með næturvakt hverju sinni.
Bankar:
Eru opnir frá kl. 09:00 til 14:00 alla virka daga, en lokaðir um helgar. Hraðbankar eru víða og mælum við með að nota þá sem eru hjá bankaútibúum. Hægt er að taka út peninga í hraðbönkum.
Kranavatnið:
Er drykkjarhæft en það bragðast ekki vel. Við mælum með að keyptar séu vatnsflöskur í matvöruverslunum til drykkjar og matargerðar.
Mosquitoflugur:
Lifa á Tenerife og því er skynsamlegt að bera á sig svokölluð anti-mosquito krem eða úða þegar rökkva tekur (slík krem/úðar er hægt að kaupa í apótekum og í flestum matvöruverslunum). Við hvetjum ykkur til að leita hiklaust til læknis ef þið fátið slæmt bit.
Þjórfé:
Það er til siðs að gefa þjórfé ef fólk er ánægt með þjónustu sem því er veitt. Þó er enginn skyldugur til að gefa. Á veitingastöðum er ágætt að miða við 5-10% þjórfé. Herbergisþernum er yfirleitt gefið 5-10 evrur á viku og einnig er rútubílstjórum gefið þjórfé í lok sérferðar.
Samgöngur:
Á Tenerife eru samgöngur góðar og auðvelt að komast þangað sem hugurinn leitar. Almenningsvagnar ganga yfirleitt á 15-40 mínútna fresti og heitir strætisvagnafyrirtækið Titsa, þeir ganga einnig á milli helstu staða á Tenerife. Leigubílar eru þægilegur ferðamáti og þá er auðvelt að finna. Bílarnir eru hvítir að lit og það logar grænt ljós á þeim ef þeir eru lausir. Auðveldast er að finna þá á leigubíla stoppum einnig veifa þeim út á götu eða láta gestamóttöku eða veitingastaði panta þá. Allir leigubílar eiga að vera með gjaldmæli en þó taka þeir yfirleitt fast verð fyrir ákveðnar vegalengdir. Góð regla að spyrja um verð áður en lagt er af stað í lengri ferðir.
Þvottahús:
Heita á spænsku Lavandería og er þau að finna á sumum gististöðum. Einnig eru þvottahús oft í verslunarmiðstöðvum.
Verslun og þjónusta
Flesta daga vikunnar má finna útimarkaði á eyjunni. Þeir opna yfirleitt á milli kl. 08:00 og 09:00 og eru opnir til kl. 14:00. Athugið að á mörkuðunum þarf að greiða með peningum, ekki greiðslukortum og er um að gera að prútta verðin niður.
Markaðir í nágrenni Playa de las Americas :
Costa Adeje markaðurinn:
Er opinn bæði á fimmtudögum og laugardögum. Markaðurinn er við hliðina á GF Fanabe hótelinu og á móti verslunarmiðstöðinn The Duke shops.
Los Cristianos:
Er opinn bæði á þriðjudögum og sunnudögum. Er við hliðina á Arona Gran hótelinu
Margar verslanir eru á eyjunni og eru þær yfirleitt opnar virka daga frá kl. 09:30 - 13:30 og frá 16:30 - 20:30, en á ferðamannasvæðinu Playa de las Americas og Costa Adeje eru þær opnar allan daginn frá kl.10:00 -22:00.
HELSTU VERSLUNARKJARNAR Á PLAYA DE LAS AMERICAS OG COSTA ADEJE:
SIAM MALL; Stærsta verslunarmiðstöðin hér á suðurhluta Tenerife og er við hliðina á Siam Park, er með allt sem hugurinn girnist.
CENTRO COMERCIAL SAFARI; OASIS OG AMERICAS PLAZAS erU við “Laugaveginn” eða Avenida de las Américas sem er aðalgatan á Playa de las Americas. Þar eru verslanir, barir, veitingastaðir, næturklúbbar, spilasalir, minigolf og leiksvæði fyrir krakkana.
CENTRO COMERCIAL SAN EUGENIO ; Verslunarkjarni sem býður upp á mikið af smáverslunum bæði inni og úti. Þar eru líka veitingastaðir og kaffihús.
CENTRO COMERCIAL PLAZA DEL DUQUE ; Verslunarmiðstöð sem er á Costa Adeje. Þar eru mjög vandaðar verslanir og búðir með merkjavöru.
CENTRO COMERCIAL THE DUKE SHOPS . Verslunarmiðstöð staðsett á Costa Adeje, góðir veitingarstaðir, kaffihús, verslanir og búðir eru þar að finna.
CENTRO COMERCIAL PARQUE SANTIAGO 6 ; Lítil verslunarmiðstöð staðsett á Playa de las Americas með verslunum, búðum, kaffihúsum og leiksvæði fyrir krakkana.
HELSTU VERSLUNARMIÐSTÖÐVAR Í SANTA CRUZ OG LA LAGUNA (eru lokaðar á sunnudögum)
EL CORTE INGLÉS ; Ein af stærstu verslunarmiðstöðvum á Spáni og hægt að fá þar nánast allt sem hugurinn girnist. Staðsett í Santa Cruz.
CENTRO COMERCIAL MERIDIANO; Verslunarmiðstöðin er með gott úrval og skemmtileg vörumerki.
DECATHLON ; Íþróttaverslun á tveimur hæðum í San Cristóbal de La Laguna og er með allt fyrir íþróttir og útivist á mjög góðu verði.
Afþreying
Tenerife býður upp á margvíslega afþreyingu og hér er yfirlit yfir afþreyingu, skoðunarferðir og staði sem hægt er að leggja leið sína til. Margir staðir eru hér á eyjunni sem gaman er að heimsækja og eru alveg ómissandi. Masca dalurinn og týnda þorpið einn fallegasti staðurinn á Tenerife, bærinn Garachico sem fór undir hraun árið 1706 og er byggður á hrauni, gamli ferðamannastaðurinn Puerto de La Cruz, aldinn dalurinn og bærinn La Orotava.
Gamla höfuðborgin San Cristóbal de La Laguna, þar sem þið finnið miðbæinn sem er komin á heimsminjaskrá UNESCO, þykir lýsa borgarskipulaginu eins og það var á 16. öld. Höfuðborgina Santa Cruz de Tenerife er gaman að heimsækja, þar er iðandi mannlíf, við höfnina hjá tónlistarhöllinni Auditorio de Tenerife og á torginu Plaza de España.
Mörg söfn eru þar að finna eins og lista-, náttúru- og mannvísindasafn, sögusafn, hersafn og fleiri. Rétt hjá höfuðborginni er að finna bæ sem er heilagasti bærinn á Tenerife, Candelaria, þar þið finnið kirkjuna/basilíka Basílica de Nuestra Señora de Candelaria og frumbyggja Tenerife á kirjutorginu.
Mest sótti staðurinn á Tenerife er El Teide þjóðgarðurinn (Parque nacional del Teide), er á heimsminjaskrá UNESCO. Hann er á miðri eyjunni í gosöskjunni Las Cañadas. Í þjóðgarðinum finnið þið eldfjallið El Teide en það er þriðja stærsta eldfjall heims og hæsta fjall Spánar, 3.718 metra hátt yfir sjávarmáli.
Skemmtigarðar
GREAT CHINESE LATERN WORLD Lukta-og ljósasýning Ef ykkur langar að sjá flotta ljósasýningu/luktasýningu þar sem þið sjáið 40 metra langan dreka, panda- og flamingogarð, dádýraskóg, neðarsjávarheim og margar aðrar ævintýraverur. Latern hátíðin er yfir 2000 ára gömul kínversk hefð, þessi sýning er staðsett rétt hjá Adeje bænum. Þetta er sýning fyrir alla og gaman að leyfa börnunum að leika sér á lýsandi leikvelli, frekari upplýsingar er á finna á heimasíðunni hjá þeim https://light-show.es Opið er alla daga vikunar frá kl 19:30. Kostar 11€/6€ (3-11 ára).
Loro Parque er frábær dýragarður í bænum Puerto de La Cruz á norðurhluta eyjarinnar. Garðurinn er með fjórar flottar sýningar, höfrunga-, háhyrninga-, sæljóna- og páfagaukasýningu. Mörgæsanýlendan í Loro Parque er stórfengleg og gaman er að sjá górillur, tígrísdýr, skjaldbökur, hákarla og fleiri önnur dýr. Loro Parque hefur fengið mörg verðlaun í gegnum árin og er með mörg verkefni að aðstoða dýr og svæði í heiminum í útrýmingarhættu. Opið er alla daga vikunar frá kl 9:30 til 17:30. Aðgangur/miði 42€/30€ (6-11 ára). Miði + rúta, 61€/44€ (6-11 ára), 2-5 ára rúta 14€. Hægt er að kaupa tvennumiða í garðana Siam Park og Loro Parque 74€/53€ (6-11 ára).
Siam Park vatnsrennigarðurinn er búin að vera valinn sá flottasti í heimi síðustu árin af vefnum Tripavisor. Stórkostlegur garður fyrir alla fjölskylduna, býður upp á fjölbreyttar sundlaugar og rennibrautir af öllum stærðum og gerðum. Í garðinum er að finna öldusundlaug, sandströnd, barna-og krakkasvæði, veitingastaðir, sólbekkir og margt fleira skemmtilegt. Opið er alla daga vikunar frá kl. 10:00 til 18:00. Aðgangur/miði 42€/30€ (3-11 ára). Hægt er að kaupa tvennumiða í garðana Siam Park og Loro Parque 74€/53€ (6-11 ára).
Jungle Park er skemmtilegur dýragarður hér fyrir sunnan í hlíðunum fyrir ofan gamla bærinn Los Cristianos. Þar er að finna fullt af dýrum og skemmtun fyrir fjölskylduna t.d. sleðabraut og þrautabraut. Þeir eru með flotta sæljóna-og ránfuglasýningu. Opið er alla daga vikunar frá kl.10:30 til 16:30. Aðgangur/miði 32€/23€(5-10 ára)/13€(3-4 ára).
Aqualand er vatnsrennigarður á Costa Adeja svæðinu. Skemmtilegur garður fyrir alla fjölskylduna, í garðinum er að finna vatnsrennibrautir fyrir alla og eru með skemmtilegt svæði fyrir yngstu krakkana. Það er skemmtileg höfrungasýning í garðinum kl. 15:30. Opið alla daga vikunar frá kl. 10:00 til 17:00. Aðgangur/miði 30€/23€(5-10 ára)/13€(3-4 ára).
Go-Kart Karting club Tenerife er sagður einn af bestu go-kart ökubrautagörðum í Evrópu. Skemmtileg afþreying fyrir alla fjölskylduna. Þarf að panta fyrirfram.
Monkey Park er lítill apagarður rétt fyrir ofan Los Cristianos sem gaman er að heimsækja, það eru fleiri dýr en apar í garðinum. Til að komast í garðinn er best að fara á bíl eða taka leigubíl.
Forestal Park Tenerife er skemmtileg skemmtun fyrir fjölskylduna og vinahópa upp í fjöllum á Tenerife, hann er staðsettur í sveitafélaginu El Rosario á norðaustur hluta eyjarinnar. Þetta er ævintýra-, adrenalín- og þrautagarður í trjánum. https://www.forestalparktenerife.es/en/ .
Sjávarsport
Köfun með Atlantis þar sem færir kafarar leiða ykkur í gegnum ferlið og kenna ykkur að kafa og snorkla. Fara yfir búnaðinn og öndunina áður en lagt er af stað. Farið er rólega af stað frá ströndinni kafað fyrst niður um 1 meter og síðan er kafað niður á botn eða um 6 til 8 metra. Þið eruð sótt á hótelin. Köfunin er fyrir 8 ára og eldri. Alla daga vikunar, köfun kostar frá 75€ og snorkla 39€.
Kafbáturinn Submarine Safari bíður upp á skoðunarferð neðarsjávar einstök upplifun. Það er ekki á hverjum degi sem okkur býst tækifæri að fara í kafbát. Kafbáturinn kafar á 30 metra dýpi og þar sjáið þið ævintýra-og neðarsjávarheim Atlandshafsins. Kafað alla daga nema laugardaga, kostar 57€/35€ (2-14 ára).
Freebird One sigling (tvíbotna) siglt er frá höfninnni í Puerto Colón sem er á Costa Adeje standsvæðinu. Siglt er meðfram ströndinni þar sem þið getið séð hvali og höfrunga og síðan er boðið upp á léttar veitingar, siglingin tekur um þrjá tíma. Bæði morgunferð og eftirmiðdagsferð alla daga vikunnar nema miðvikudaga, eftirmiðdagsferð. Alla daga vikunar, kostar 41€/20,50€ (börn).
Yacht Sofia sjóstangaveiði, siglir frá höfninni í Los Cristianos annað hvort í vestur átt að Alcalá eða í austurátt að El Médano allt að 14 mílum frá höfninni. Veiðiferðin tekur um fjórar klukkustundir, þið getið veitt túnfisk, Marlin, Dorada, Peto og fleiri tegundir. Boðið er upp á mat, drykki og ávexti. Alla daga vikunar, kostar 75€.
Royal Delfin 3 klst. sigling býður upp á upplifun að sjá hvali og höfrunga undir sjónum, neðansjávarsýn úr bátnum Royal Delfin. Í 3 tíma bátsferð er siglt frá smábátahöfninni Puerto Colón á Costa Adeje kl. 10:30 og meðfram ströndinni Playa de Las Américas og Costa Adeje til Playa de Diego Hernández. Þar er stoppað og ykkur gefst tækifæri að fara í sjóinn og synda og boðið er upp á veitingar og drykki. Miðvikudaga og laugardaga, kostar 47€/25,50€ (4-11 ára).
Royal Delfin 4,5 klst. sigling býður upp á upplifun að sjá hvali og höfrunga undir sjónum, neðansjávarsýn úr bátnum Royal Delfin. Siglt er frá smábátahöfninni Puerto Colón á Costa Adeje kl. 14:00, siglt alla suðvesturströndina frá Costa Adeje að Los Gigantes og þar sjáið þið hvali og höfrunga í sínu náttúrulegu umhverfi. Stoppað er úti fyrir Masca ströndinni, boðið er upp á veitingar og drykki og ykkur gefst tækifæri að fara í sjónn. Kostar 59€/29€ (4-11 ára).
WaterSports Tenerife eru með Jetski og Jetski ferðir, bananabát, fly fish, fly board og parascending. Hægt er að kaupa staka afþreyingu og afþreyingapakka sem dæmi Watersport pack = jetski + fly fish+parascending frá 85€, og fleiri pakkar í boði nánari upplýsingar hjá fararstjóra og á www.watersportstenerife.com
Skoðunarferðir-enskumælandi
El Teide hálfs dags ferð Farið er upp í þjóðgarðinn og upp að El Teide sem er hæsta fjall Spánar, 3718 metra hátt yfir sjávarmáli. Stopað er á nokkrum útsýnisstöðum í þjóðgarðinum. Þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga, kostar 39.50€/20,50€ (2-11 ára). (Skoðunarfyrirtækin Nere og Atlantico)
El Teide heils dags ferð Farið er upp í þjóðgarðinn og upp að El Teide sem er hæsta fjall Spánar, 3718 metra hátt yfir sjávarmáli. Stopað er á nokkrum útsýnisstöðum í þjóðgarðinu,þeir sem vilja geta tekið kláfinn upp í 3555 metra yfir sjávarmáli, stórkostlegt útsýni. Þarf að vera búið að kaupa í kláfinn. Alla daga vikunar nema mánudaga, kostar 43€/26€ (2-11 ára). Kláfurinn kostar 40€/20€ (3-13 ára).
Santa Cruz-La Laguna-Taganana Heilsdagsferð í höfuðborgina Santa Cruz, fáið að sjá hjarta borgarinar Plaza de España. Næst er haldið í miðbæinn í háskólaborginni San Cristóbal de La Laguna en miðbærinn er kominn á heimsminjaskrá UNESCO. Þegar búið er að heimsækja miðbæinn er haldið áfram til þorpsins Taganana á norðausturströnd eyjarinnar. Keyrt er í gegnum Las Mercedes dalinn og lárviðarskóg á leiðinni til Taganana sem er á Anagaskaganum. Fimmtudaga, kostar 45€/28€ (2-11 ára).
Teide-Icod-Garachico-Masca Heilsdagsferð um norð vestur hluta Tenerife. Fyrsta stop í ferðinni er í bænum Vilaflor sem er hæsta byggða ból á Spáni í 1400 metra hæð yfir sjávarmáli. Næsat stopp er í þjóðgarðinum El Teide áður en haldið er niður á norðuhluta Tenerife í bæinn Icod de los Vinos til að skoða tignarlegt drekatréð. Þaðan er haldið til Garachico, skemmtilegur bær sem gaman er að labba upp og skoða heitulaugarnar í fjöruborðinu, frjáls tími þar t.d. til fá sér að borða. Síðasta stoppið í ferðinni er fallega þorpið Masca einn fallegasti staðurinn á Tenerife. Mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og laugardaga, kostar 50€/25€ (2-11 ára).
Teide by night Ferð sem er farin seinnipartinn og er fram á kvöld/miðnætti þar sem þjóðgarðurinn og eldfjallið El Teide eru heimsóttir, þið fáið að njóta sólseturs og skála í freyðivíni. Eftir sólsetrið er boðið upp á stjörnuskoðun en þjóðgarðurinn El Teide var valinn einn af bestu stöðum í heiminum til að skoða himininn og stjörnurnar. Boðið er upp á þriggja rétta máltíð á veitingastað sem stendur hæðst á Tenerife upp í þjóðgarðinum. Mánudaga, þriðjudaga, fimmtudag og sunnudaga, kostar 79€. Fjölskylduferð miðvikudaga, 79€/49€ (4-11 ára).
La Gomera Heilsdagsferð til La Gomera þar sem farið er vítt og breytt um eyjuna. Lagt er af stað snemma morguns og ferjan tekin yfir til La Gomera. Keyrt er upp San Sebastian dalinn og þar er fyrsta stopp dagsins, myndastopp. Þið heimsækið aldindal La Gomera, Hermigua. Hádegisverður að hætti heimamanna og þar kynnist þið flautumáli frumbyggjanna. Eftir hádegisverðinn er farið upp í þjóðgarðinn Garajonay, þar er að finna minnsta regnskóg í heimi. Áður en haldið er niður í höfuðstaðinn San Sebastian de La Gomera þá er stoppað á flottum útsýnisstað sem við sjáum niður í Konungsdalinn. Áður en siglt er yfir til Tenerife er tekið smá rölt um höfuðstaðinn. Alla daga vikunar nema sunnudaga, kostar 92€/62€ (2-11 ára) /15:50€.(0-2 ára)
Sýningar
Castillo Medival er kvöldskemmtun í kastalanum San Miguel fyrir alla fjölskylduna þar sem riddarar miðalda sýna listir sínar, burtreiðar og bardagar. Boðið er upp á mat og drykki á meðan sýningin er, sýningin er á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum byrjar kl. 19:00 (opnar 18:30) og er búin um kl. 21:30. Boðið er upp á rútuferðir fram og til baka, kastalinn er um 20 mín akstur frá standsvæðunum. Kostar 57,50€ (14 ára og eldri) /34,50€ (2-13 ára) og frítt fyrir 2 ára og yngri.
Olé flamingo sýning er kvöldskemmtun í sal á GF Victoria hótelinu á Costa Adeje strandsvæðinu. Spænsk flamingo sýning eftir danshöfundinn Fran Chafino, litríkir búningar, flott spænsk tónlist og frábærir flamingo dansarar sýna listir sínar. Sýningin er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20:30, hægt er að kaupa gullmiða kostar 49€ (13 ára og eldri) / frítt fyrir 1 barn og 50% afsláttur ef það eru fleiri börn ( 3-12 ára) og platinumiða kostar 59€ (13 ára og eldri) frítt fyrir 1 barn og 50% afsláttur ef það eru fleiri börn ( 3-12 ára), sýningin er ekki fyrir 3 ára og yngri. Munurinn á gull og plantinu miða er staðsetning á sætum.
Scandal dinner show er sýning í burlesque-stíl með flottum matseðli. Sýningin er hönnuð fyrir fullorðna áhorfendur sem sameinar ólíkar listgreinar. Lifandi rödd, tónlist, dans, ljómi og húmor. Sýningin er á laugardögum, kostar 89€ (gull) og 109€.(platínu).
Gönguferðir
La Laguna og Anaga, gengið er um miðbæinn í La Laguna sem er kominn á heimsminjaskrá UNESCO, komið er við á markaði sem er með vörur frá heimamönnum. Eftir það er tekin ganga í lárviðarskógi í Mercedes dalnum á Anaga. Þessi ferð er heilsdagsferð og gangan í skóginum er um 2 tímar, erfiðleikastig eru 2 puntar/2 skór (easy), hækkun +300/-300. Mánudaga, kostar 49€/börn til 11 ára 24,50€.
Pueblos Canarios, gengið er um landbúnaðarsvæði/ræktað svæði hér á suðurhluta Tenerife. Fáið að kynnast ræktun, dýralífi og gróðri, einnig hvernig fólk lifði hér áður fyrr. Gangan tekur um 2 til 2 ½ tíma, erfiðleikastig 2 puntar/2 skór (easy) og hækkun + 175/-175. Miðvikudaga, kostar 49€/börn til 11 ára 24,50€.
Teide light, gengið er um Los Roques de Garcia sem er í gosöskjunni Las Canadas, upplifið skemmtilegt svæði í hrauninu og kynnist dýralífinu og gróðrinum. Möguleiki er að fara eftir gönguna upp með kláfnum í 3.550 metra hæð yfir sjávarmáli, þarf að panta fyrirfram á vefsíðu kláfsins Volcano Teide og velja kl. 13:00, www.volcanoteide.com. erfiðleika stig 2 puntar/2 skór (easy), hækkun +175/-175 og gangan tekur um 1 ½ til 2 tíma. Fimmtudaga, kostar 49€/börn til 11 ára 24,50€. Kláfurinn er ekki innifalinn, verð frá 38€/börn 3-13 ára frá 19€.
El Camino Real, gengið er um gömlu konungsstigana sem eru umkringdir einstakri náttúru og fáum stórkostlegt útsýni yfir El Teide. Seinni hluta göngunar er gengið um ræktað svæði þar sem við sjáum suðræna ávext eins og banana, mangó og papaya, einnig dýr t.d. geitur. Gangan tekur um 3 1/2 til 4 tíma, erfiðleikastig 3 puntar/3 skór (medinum) og hækkun + 50/-800. Þriðjudaga og föstudaga, kostar 49€/börn til 11 ára 24,50€.
Gististaðir
Kort
Myndagallerí
Aguamar Apartments, Los Cristianos
Þægilegt íbúðahótel. Stutt í miðbæ og á strönd. Sundlaug með sérsvæði fyrir börn» Nánar
Aguamar Apartments, Los Cristianos
Vefsíða hótels
Þægilegt íbúðahótel á mjög góðum stað, 5 mínútur frá miðbænum og 10 mínútur frá ströndinni í Los Christianos. Fjöldi veitingastaða og skemmtilegra verslana í næsta nágrenni. Fyrir þá sem það kjósa er stutt yfir á Amerísku ströndina í verslunarmiðstöðvar og óstöðvandi næturlíf.
Í hótelinu er 140 snyrtilegar íbúðir af nokkrum stærðum, allt frá því að vera tveggja manna stúdíó og upp í íbúðir með tveimur svefnherbergjum og stofu sem rúma allt að sex einstaklinga.
Tveggja svefnherbergja íbúðirnar eru sérpantaðar, þær eru ekki í bókunarvél.
Innréttingar eru klassískar og þægilegar, úr millibrúnum við. Parkett er á gólfum. Allar vistarverur eru búnar sjónvarpi með gervihnattarásum, síma og eldhúskrók með ísskáp, örbylgjuofni, hellum, kaffivél og brauðrist, auk tilheyrandi eldhúsáhalda. Á baðherbergjum er baðker með sturtu. Öryggishólf og þráðlaus nettenging er í boði gegn gjaldi. Við allar íbúðirnar er verönd eða svalir búnar húsgögnum.
Vert er að taka fram að það er ekki loftkæling á herbergjum en það er vifta.
Morgunverður er borinn fram í veitingasal og þar má einnig snæða ljúffengan kvöldverð.
Í hótelgarðinum er sundlaug með sérsvæði fyrir börnin. Það getur tekið á að leyfa sólina sleikja sig til lengri tíma og því kemur það sér vel að stutt er á sundlaugarbarinn þar sem hægt er að fá hleðslu á batteríin á formi snarls eða fljótandi veitinga af ýmsu tagi. Sérstakt leiksvæði er fyrir börnin og hægt er að spila mínígolf, billjarð, borðtennis og ýmislegt fleira.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er veitt aðstoð við bílaleigu, gjaldeyrisskipti, upplýsingar um skoðunarferðir og miðakaup. Fyrir þá sem ekki vilja snúa aftur heim með fulla ferðatösku af óhreinataui er upplagt að nýta sér myntþvottavélarnar í þvottahúsi hótelsins.
Aguamar er á frábærum stað í Los Cristianos. Verslanir og veitingastaðir eru allt um kring, aðeins fimm mínútna gangur í miðbæinn og 10 mínútur á ströndina. Parque Santiago 6 verslunarmiðstöðin í um 1 km fjarlægð. Strandgatan er falleg og við hana er fjöldi skemmtilegra veitingastaða og kráa. Stutt er í vatnasport af öllum gerðum auk vatna- og skemmtigarða.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 17 km
- Miðbær: 5 min frá miðbænum
- Strönd: 10 min frá Los Christianos ströndinn
- Veitingastaðir: Veitingasalur á hóteli og veitingastaðir allt um kring.
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Lyfta
- Nettenging: Gegn gjaldi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
AluaSoul Costa Adeje
Eingöngu fyrir fullorðna. Að fullu endurnýjað 2024. Frábær staðsetning.» Nánar
AluaSoul Costa Adeje
Fæði
- Án fæðis
Myndagallerí
Spring Arona Gran Hotel & Spa, Los Cristianos
Glæsileg heilsulindEinungis 18 ára og eldri
Stutt á golfvöll
» Nánar
Spring Arona Gran Hotel & Spa, Los Cristianos
Vefsíða hótels
Spring Arona Gran er mjög gott hótel og heilsulind, fyrir 16 ára og eldri nema Up herbergi fyrir 18 ára og eldri, á besta stað við strandgötuna í suðurhluta Los Cristianos. Hótelið er aðeins ætlað fullorðnum. Verslanir, veitingastaðir og sandströndin í léttu göngufæri.
Hótelið er með 390 fallega innréttaðar vistarverur sem skiptast í tveggja manna herbergi og svítur. Innréttingar eru nútímalegar og stílhreinar, í hvítum og brúnum tónum. Parkett er á gólfum. Alls staðar er loftkæling, sími, 32 tommu flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, þráðlaus nettenging og öryggishólf, hið minnsta. Smábar er gegn gjaldi. Á baðherbergjum er hárþurrka og baðvörur.
,,UP" herbergi á Arona Gran bjóða uppá meiri þjónustu eins og aðstoð með töskur uppá herbergi, aðgangur í heilsulind, aðgangur á þakverönd með þægilegri aðstöðu, drykkjum og snarli. Herbergin eru betri með baðslopp og inniskóm, gjöf við komu og Nespresso kaffivél (hylkin ekki innifalin).
Einnig er nettenging og öryggishólf innifalin sem er gegn gjaldi annars.
Ef gist er 7 nætur eða lengur er einnig einn kvöldverður og 30 min nudd.
Veitingastaðurinn Las Vistas býður upp á morgunverðarhlaðborð með ríkulegu úrvali heitra og kaldra rétta og kvöldverðarhlaðborð með áherslu á alþjóðlega og Miðjarðarhafsmatargerð. Í hádeginu og tvö kvöld vikunnar eru ljúffengir réttir í boði af matseðli á veitingastaðnum Culinarium. Lifandi tónlist er á setustofubarnum á kvöldin.
Hótelgarðurinn er gróðursæll og þar eru þrjár upphitaðar sundlaugar, með sólbekkjum, sólhlífum og Balíbeddum í kring. Starfsfólk sér um afþreyingu fyrir þá sem vilja frá morgni fram á kvöld. Á Palapa-sundlaugarbarnum er hægt að fá síðbúinn kaldan morgunverð milli 10 og 11 og hádegisverð. Snarl og svalandi drykkir fást þar fram á kvöld.
Heilsulindin í hótelinu er öll hin glæsilegasta og býður upp á næringu fyrir bæði líkama og sál. Þar er innisundlaug, gufubað og þurrgufa og hvíldarhreiður. Ótal gerðir nudd- og líkamsmeðferða eru í boði, hægt er að slaka á við ilmolíuangan eða láta þekja sig með kavíar. Líkamsræktaraðstaðan er góð, með tækjum og tímum.
Í gestamóttökunni sem er opin allan sólarhringinn er þvotta- og þurrhreinsiþjónusta og starfsfólk aðstoðar við bílaleigu, miðakaup og ferðaskipulag.
Arona Gran er mjög gott hótel á besta stað við strandgötuna í suðurhluta Los Cristianos. Það er einungis ætlað fullorðnum, með glæsilega heilsulind og því fullkomið til að næra bæði líkama og sál, fjarri skarkala og látum. Golfvöllur er í 3 km fjarlægð og bjóðast gestum sem vilja halda sveiflunni við sérkjör á hann. Nokkurra mínútna gangur er í miðbæ Los Cristianos þar sem veitingastaðir og verslanir eru á hverju horni.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 13 km
- Strönd: 750 km í Los Cristianos ströndina
- Miðbær: Í Los Cristianos, ca 2 km frá Parque Santiago 6
Aðstaða
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
- Gestamóttaka: Opin allan sólarhringinn
- Sundlaug: Þrjár upphitaðar sundlaugar
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Herbergi
- Minibar: Gegn gjaldi
Fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
Bahia Principe Sunlight Costa Adeje
Eins og lítið þorpGolfvellir í nágrenninu
Allt innifalið
» Nánar
Bahia Principe Sunlight Costa Adeje
Vefsíða hótels
Bahia Principe Sunlight Costa Adeje er flott hótel sem er eins og lítið þorp út af fyrir sig. Stendur á kletti við sjóinn, um 10 km utan við Costa Adeje á Tenerife. Allt innifalið.
Herbergin eru rúmgóð, og í þeim er gervihnattasjónvarp, loftkæling, smábar, öryggishólf (gegn gjaldi) og svalir. Þráðlaus nettenging er í boði á hótelinu. Á baðherbergjum er hárþurrka, baðkar, baðvörur og sturta.
Í stórum garðinum eru 3 sundlaugar, þar af ein fyrir börn. Aðstaða er til að leika fótbolta, tennis, strandblak og borðtennis. Dagskrá fyrir börnin í barnaklúbbnum fyrir 4-12 ára. Hótelið er í samstafi við þrjá golfvelli í nágrenninu.
Fyrir miðju hóteli er útisvæði þar sem er dagskrá á kvöldin.
Í heilsulindinni er líkamsrækt og nuddpottur. Hægt er að panta sér margs kyns nudd- og snyrtimeðferðir.
Veitingastaðirnir á hótelinu sjálfu eru þrír; á Mirador er hlaðborð í morgun-, hádegis- og kvöldverð. Auk þess eru Rodizio með brasilískt grill á kvöldin og Portofino með ítalska rétti. Nokkrir barir eru á hótelinu, þar á meðal er einn í sundlaugargarðinum, annar í anddyrinu og snarlbar með létta rétti.
Allt innifalið: Allir innlendir drykkir og snarl og allar máltíðir á Mirador, hlaðborðsstað hótelsins, en auk þess þrír kvöldverðir á viku á einhverjum hinna veitingastaðanna. Athugið að bóka þarf á þessa veitingastaði, og þar eru gerðar kröfur um snyrtilegan klæðaburð.
Hægt er að leigja handklæði á hótelinu til að hafa í sundlaugargarðinum en færð skilagjald til baka.
Fínt hótel í rólegu umhverfi. Hægt er að panta ,,skutlur" um hótelið. Ekkert annað í nágrenninu en allt til alls á hótelinu. Costa Adeje er í um 10 km fjarlægð og þar er hægt að finna veitingastaði og verslanir.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 30 km
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Handklæði fyrir hótelgarð
- Nettenging
- Herbergi: Eingöngu hótelherbergi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Allt innifalið
Myndagallerí
Barcelo Santiago, Puerto de Santiago
Frábært útsýni yfir hafiðNútímalegt og smekklegt
Aðeins fyrir 18 ára og eldri
» Nánar
Barcelo Santiago, Puerto de Santiago
Fæði
- Án fæðis
Myndagallerí
Best Jacaranda, Costa Adeje
Fjölmargar sundlaugarGóð aðstaða
Sutt frá strönd
» Nánar
Best Jacaranda, Costa Adeje
Vefsíða hótels
Best Jacaranda er skemmtilegt og flott hótel á frábærum stað á suðurströnd Tenerife. Falleg hönnun og allt til alls fyrir geggjað frí í sólinni!
Á hótelinu eru 563 herbergi sem skiptast í tveggja til þriggja manna herbergi og fjölskylduherbergi. Herbergin eru björt, rúmgóð og snyrtileg. Veggir eru ljósmálaðir og húsgögn eru klassísk. Flísar eru á gólfum. Í öllum herbergjum er loftkæling, frítt internet, flatskjársjónvarp með gervihnattastöðvum og míníbar. Baðherbergin eru mjög snyrtileg. Þau eru flísalögð og þar eru sturta og bað, hárþurrka og helstu snyrtivörur. Öllum herbergjum fylgja svalir eða verönd.
Á hótelinu er veitingastaður þar sem er boðið upp á máltíðir af girnilegu hlaðborði. Þar er hægt að fylgjast með matreiðslufólki leika listir sínar og vikulega eru þemamáltíðir í matsalnum. Einnig er bar í hótelgarðinum þar sem hægt er að fá sér svaladrykk og svo er snarlbar á hótelinu sem er opinn allan daginn. Þar er notalegt að sitja og njóta útsýnisins. Á hótelinu er líka píanóbar þar sem myndast skemmtileg stemning. Fjölmargir veitingastaðir og barir eru í grennd við hótelið svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Hótelgarðurinn er stór og fallegur en hönnunin á honum hverfist í kringum stórfenglegan klettavegg með fossi. Garðurinn er vel gróinn af pálmatrjám og suðrænum plöntum. Í garðinum eru fjölmargar sundlaugar og þar er góð aðstaða til sólbaðsiðkunar, nóg af sólbekkjum, sólhlífum og gott pláss.
Á hótelinu er líkamsræktarstöð með sánu, þar er líka tennisvöllur, strandblakvöllur fjölnota íþróttavöllur, borðtennisborð og skemmtilegt leikjaherbergi. Á kvöldin eru sýningar haldnar fyrir gesti hótelsins. Fyrir börnin er skemmtilegt leikherbergi, bíóherbergi, leikvöllur, krakkadiskótek og fjölbreytt afþreying.
Best Jacaranda hótelið er í stuttri göngufjarlægð frá ströndinni og verslunar- og afþreyingarmöguleikar í grenndinni eru endalausir. Einnig eru góðir samgöngumöguleikar nálægt hótelinu svo það er auðvelt að komast á milli staða.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 18 km
- Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni
- Strönd: Stutt á strönd, 500 m á Playa de Fanabe og Torviscas
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Lyfta
- Nettenging
- Líkamsrækt: með gufu
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
Myndagallerí
Best Tenerife, Playa de las Américas
Huggulegt hótelRétt hjá ströndinni
Úrval af afþreyingu
» Nánar
Best Tenerife, Playa de las Américas
Vefsíða hótels
Huggulegt hótel á frábærum stað, í hjarta Amerísku strandarinnar, aðeins 300 metra frá Las Vistas ströndinni. Heilsulind, hlaðborðsveitingastaður og krakkaklúbbur. Verslanir, veitingastaðir og iðandi mannlíf allt um kring.
Í hótelinu eru 399 snyrtileg herbergi, ætluð allt að tveimur fullorðnum og tveimur börnum. Tvö tvíbreið rúm eru í herbergjunum,þar sem tveir, þrír eða fjórir gista saman, en tveir geta gist í sama rúmi. Innréttingar eru smekklegar, í millibrúnum við og björtum litum. Alls staðar er loftkæling og upphitun, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, sími, öryggishólf gegn gjaldi og ókeypis þráðlaus nettenging. Fyllt er á smábar gegn gjaldi. Á baðherbergjum er baðker eða sturta, hárþurrka og baðvörur. Fjölskylduherbergin eru á neðstu hæð. Senator-herbergin eru á efri hæðum hótelsins og þar eru innréttingar nútímalegri í ljósum við og litum. Þeim fylgir aðstaða til að laga te og kaffi, vatn á flöskum, baðsloppar og inniskór auk aðgangs að verönd með balíbeddum og nuddpottum. Við öll herbergi eru svalir búnar húsgögnum.
Hlaðborðsveitingastaðurinn er opinn á morgnana, í hádeginu og á kvöldin og þar má fylgjast með kokkunum að störfum. Auk sundlaugarbarsins er diskó og píanóbar þar sem ljúfir lifandi tónar hljóma á kvöldin.
Í hótelgarðinum eru tvær skemmtilegar sundlaugar, með sólbekkjum og sólhlífum í kring, og hægt er að ganga á brú yfir aðra þeirra. Önnur er hituð upp yfir kaldari mánuði. Sérlaug er fyrir börnin og dagskrá allan daginn sem endar á krakkadiskói seinnipartinn. Afþreyingardagskrá er einnig allan daginn fyrir þá eldri.
Heilsulindin er nútímaleg með lítilli laug með nuddi og vatnsfossum. Þar er gufubað og hvíldarhreiður og boðið upp á vatns- og hitameðferðir, handa-, fóta- og höfuðnudd, paranudd og aðrar nudd- og snyrtimeðferðir af öllu tagi. Líkamsræktaraðstaðan er ágæt.
Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er hraðbanki, bílaleiga, lítil kjörbúð og þvotta- og þurrhreinsiþjónusta.
Best Hotel er á hreint frábærum stað í iðandi mannlífinu í hjarta bæjarins. Afþreying á hótelinu fyrir alla fjölskylduna, bæði fjör og fullkomin slökun. Einungis 300 metrar á ströndina og veitingastaðir, verslanir, barir og afþreying af öllu tagi í götunum í kring.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 17 km
- Miðbær: Í hjarta bæjarins
- Strönd: 300 m á strönd
- Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
- Aðgengi fyrir fatlaða: Þarf að panta fyrirfram
- Sturta: Ýmist er baðkar eða sturta. Ath "walk in shower" þarf að panta fyrirfram
- Expresso kaffivél: Nei
- Te eða kaffivél: Er í superior herbergjum
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
- Minibar: Gegn gjaldi
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Bitácora, Playa de las Américas
Á frábærum staðGóð aðstaða fyrir börnin.
Björt og rúmgóð herbergi
» Nánar
Bitácora, Playa de las Américas
Vefsíða hótels
Spring hotel Bitácora er skemmtilegur kostur fyrir fjölskyldur á frábærum stað - aðeins útúr skarkalanum, en þó er stutt að fara á "Laugaveginn," aðal verslunargötuna á Amerísku ströndinni. Foreldrarnir geta slakað á meðan börnin leika sér í lauginni eða taka þátt í barnadagskránni.
Herbergin eru björt og rúmgóð og í þeim öllum eru meðal annars svalir, loftkæling, gervihnattasjónvarp, smábar, öryggishólf (gegn gjaldi) og hárþurrka. Hægt er að fá hótelherbergi sem rúma allt að tvo fullorðna og tvö börn - í þeim eru tvíbreitt rúm og svefnsófi.
Í fallegum garðinum eru tvær laugar, önnur þeirra með lítilli vatnsrennibraut og svæði fyrir börnin; Nenelandia. Auk þess er dagskrá fyrir börnin allan daginn, annars vegar fyrir 2-4 ára og hinsvegar fyrir 5-12 ára. Tennis-, blak- og skvassvellir, minigolf, borðtennis- og billjarðborð eru við hótelið.
Aðalveitingastaður hótelsins er með morgun-, hádegis- og kvöldverðarhlaðborð og opið grill. Athugið að við kvöldverð er ætlast til þess að karlmenn séu í síðbuxum, síðermaskyrtum og lokuðum skóm á veitingastaðnum.
Við laugina er snarlbarinn La Palapa, þar sem hægt er að fá snarl eða máltíðir, en auk þess eru á hótelinu tveir aðrir barir.
Hótelgestir hafa aðgang að þráðlausu interneti á hótelinu og víðs vegar um Tenerife, en tengingin er hæg og hentar ekki fyrir mikið magn gagna. Gegn gjaldi er hægt að fá betri tengingu.
Hægt er að leigja handklæði til að hafa í sundlaugargarðinum fyrir 12 EUR sem eru endurgreiddar þegar handklæðinu er skilað í lok ferðar.
Up! svæðið á Bitacora er eingöngu fyrir fullorðna. Innifalið í Up! pakkanum er aðgangur að Up! svæðinu en þar er skemmtileg sundlaug og sólbekkir. „Premium All iclusive“ með drykkjum og snarli yfir daginn.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 18 km
- Miðbær: 100 m
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Handklæði fyrir hótelgarð
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Hægt að fá betri tengingu gegn gjaldi
- Herbergi: Íbúðir fyrir allt að fjóra.
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi, 2 EUR á dag eða 14 EUR fyrir vikuna
- Ísskápur: Lítill ísskápur, minibar gegn gjaldi
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
Myndagallerí
Cleopatra Palace, Playa de las Américas
Klassískt og þægilegtBjart og snyrtilegt
Fjölbreytt þjónusta
» Nánar
Cleopatra Palace, Playa de las Américas
Vefsíða hótels
Cleopatra Palace er klassískt og gott hótel með létt rómverskt yfirbragð. Hótelið er á frábærum stað á Playa de las Americas svæðinu. Góður kostur fyrir alla sóldýrkendur.
Cleopatra er hluti af Mare Nostrum hótelkeðjunni, með 431 herbergi sem skiptast í tveggja til þriggja manna herbergi og svítur. Sum þeirra eru með stórbrotnu útsýni til sjávar.
Herbergin eru innréttuð á bjartan og stílhreinan hátt, húsgögn eru klassísk og vistarverur eru allar hinar snyrtilegustu. Á gólfum eru glansandi flísar. Í öllum herbergjum er loftkæling, nettenging, sjónvarp með gervihnattarásum, öryggishólf og míníbar. Öllum herbergjum fylgja svalir eða verönd með sólstólum. Baðherbergin eru með marmaraflísum sem gerir þau mjög snyrtileg. Þar er sturta, baðkar, sími, hárþurrka og helstu snyrtivörur.
Gestir geta valið um nokkra fjölbreytta veitingastaði inni á hótelinu eða í hótelgarðinum við sundlaugina. Meðal annars er boðið upp á Miðjarðarhafsrétti og alþjóðlega rétti. Hard Rock Café er svo við hótelið. Morgunmatur er framreiddur á hlaðborði og einnig er hægt að fá sér kvöldverð af girnilegu hlaðborði. Fjölmargir aðrir kostir eru í boði þegar kemur að snarli yfir daginn – til dæmis er hægt að skella sér á djús- og salatbar. Því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Úrvalið af börum er líka gott því þarna er meðal annars sportbar, bar á veröndinni þar sem hægt er að slaka á yfir drykk og njóta útsýnisins.
Einnig er svæði þar sem er skemmtidagskrá og svo er næturklúbbur.
Hótelgarðurinn er stór og er hönnunin á honum í rómverskum stíl. Garðurinn er skipulagður með öllu sem þarf fyrir gott sólarfrí. Mikið er af sólbekkjum og góð sundlaug en svo er auðvitað stutt á ströndina.
Gestir Cleopatra hafa líka aðgengi að hótelgarði Mediterranean Palace.
Líkamsræktaraðstaða er á hótel Cleopatra og heilsulind þar sem hægt er að slaka á við innisundlaug eða panta sér meðferðir. Ýmislegt er um að vera á hótelinu og eitthvað fyrir alla, tennisvöllur, blakvöllur og mínígolfvöllur. Þar er leiksvæði fyrir börnin, starfræktur er krakkaklúbbur en einnig er boðið upp á dagskrá fyrir fullorðna. Aðeins tekur nokkrar mínútur að komast í verslanir og næsti golfvöllur er steinsnar frá hótelinu.
Cleopatra Palace hefur allt sem þarf fyrir sólarfrí með fjölskyldunni, hvort sem leitað er að fjöri, rólegheitum eða sitt lítið af hvoru.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 18 km
- Strönd: Stutt á strönd
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Colon Guanahani, Costa Adeje
Góð þjónusta í fallegu umhverfi. Eingöngu fyrir fullorðna. Tilvalið fyrir golfara» Nánar
Colon Guanahani, Costa Adeje
Fæði
- Án fæðis
Myndagallerí
Columbus íbúðir, Playa de las Américas
Mjög góður staðurBjartar íbúðir
Sameiginleg aðstaða til fyrirmyndar
» Nánar
Columbus íbúðir, Playa de las Américas
Vefsíða hótels
Columbus íbúðir eru frábær kostur á mjög góðum stað á Amerísku ströndinni á Tenerife.
Íbúðirnar eru einstaklega bjartar, með ljósum húsgögnum.
Hægt er að velja um studio íbúðir eða íbúðir með einu svefnherbergi. Íbúðirnar eru með örbylgjuofni og baðherbergin eru með sturtu.
Sameiginleg aðstaða er til fyrirmyndar og engum sem þarf að leiðast. Má nefna, leikjaherbergi "game room", bar, líkamsrækt, heilsulind, krakka klúbb og pizza stað.
Heilsulindin er mjög hugguleg.
Þakverönd er í boði ofan á byggingu á einni hæð, sem tengir íbúðabygginguna og hótelbygginguna Columbus.
Í sundlaugagarðinum eru tvær sundlaugar og nuddpottur auk sólbaðsaðstöðu.
Frítt þráðlaust net er um allt hótelið. Hægt er að komast í þvottahús.
Íbúðirnar eru mjög vel staðsettar í göngufæri frá mannlífi, veitingastöðum og verslunum.
Nokkrar af íbúðum hótelsins hafa verið sérútbúnar fyrir fatlaða. Gott hjólastóla aðgengi og vel útbúnar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 20 km
- Miðbær: í bænum
- Veitingastaðir: 100 m
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Gegn gjaldi, 6 EUR fyrir 1 klst
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Íbúðir
- Öryggishólf: Gegn gjaldi kostar 15 EUR á viku
- Sjónvarp: Ath. að sjónvörpin í herbergjunum ganga fyrir smámynt.
Fæði
- Án fæðis
Myndagallerí
Columbus hotel, Playa de las Américas
Vel staðsettAllt innifalið
Snyrtilegur sundlaugagarður
» Nánar
Columbus hotel, Playa de las Américas
Vefsíða hótels
Columbus hotel er vel staðsett „allt innifalið" hótel á Amerísku ströndinni. Fjörugt umhverfi.
Hér eru í boði herbergi sem taka allt að fjóra gesti (2 fullorðna og 2 börn).
Öll herbergin eru björt og snyrtileg með loftkælingu. Baðherbergin eru með sturtu.
Aðstaðan er góð og engum sem þarf að leiðast. Má nefna, leikjaherbergi "game room", bar, líkamsrækt, heilsulind og krakka klúbb.
Heilsulindin er hugguleg.
Lítill en góður garður með sólbaðsaðstöðu, sundlaug og barnalaug er við hótelið. Netaðgangur er í sameiginlegum rýmum og líkamsrækt sem er opin alla daga nema sunnudaga
Þakverönd er í boði ofan á byggingu á einni hæð, sem tengir íbúðabygginguna Columbus og hótelbygginguna.
Hótelið er vel staðsett í göngufæri frá mannlífi, veitingastöðum og verslunum. Umhverfið er líflegt og hentar síður fyrir þá sem eru að leita að ró og næði.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 20 km
- Miðbær: í bænum
- Veitingastaðir: 100 m
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Gegn gjaldi 6 EUR fyrir 1 klst
Vistarverur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi, 15 EUR fyrir vikuna
- Sjónvarp: Ath. að sjónvörpin í herbergjunum ganga fyrir smámynt
Fæði
- Allt innifalið
Myndagallerí
Coral California, Playa del las Americas
Snyrtilegt íbúðahótelGóð staðsetning
Aðeins fyrir 16 ára og eldri
» Nánar
Coral California, Playa del las Americas
Fæði
- Án fæðis
Myndagallerí
Coral Compostela Beach - Family Garden
Fyrir fjölskyldunaGóð sólbaðsaðstaða
Rétt við strönd
» Nánar
Coral Compostela Beach - Family Garden
Vefsíða hótels
Coral Compostela Beach - Family Garden er einfalt íbúðahótel á frábærum stað á Amerísku ströndinni. Hótelið var tekið í gegn og flestar íbúðir endurnýjaðar veturinn 2020-2021.
Í hótelinu eru 349 vistarverur. Íbúðirnar eru með einu eða tveimur svefnherbergjum og rúma 1-5 einstaklinga. Þær geta verið á tveimur hæðum.
Eldhúskrókur, ágætlega vel búinn tækjum, er í öllum íbúðum. Einnig sími, sjónvarp og vifta í lofti. Einnig er hægt að leigja borðviftu í gestamóttöku.
Sturta er á baðherbergjum. Öryggishólf, hárþurrka, straujárn og þráðlaus nettenging eru í boði gegn gjaldi. Við allar vistarverur eru svalir eða verönd með húsgögnum. Herbergi eru þrifin 5 x í viku og skipt á rúmfötum 2 x í viku. Einnig er skipt um handklæði 3 x í viku.
Fyrir þá sem kjósa að sjá ekki sjálfir um eldamennskuna er morgunverðarhlaðborð í veitingasalnum og heitir og kaldir réttir bornir fram í hádegi og á kvöldin, þar sem einfaldleikinn er í fyrirrúmi.
Inn á milli eru til dæmis Asísk, Mexikósk og Ítölsk þemakvöld. Snarl og ís er einnig innifalið milli 10:30 og 18:00 og drykkir eru í boði frá 10:30 - 23:00 fyrir þá sem eru með allt innifalið. Þessar veitingar afgreiðast við sundlaugarbarinn Pepe's Bodega.
Í hótelgarðinum eru tvær sundlaugar, önnur ætluð börnum. Sólbaðsaðstaðan er góð og nóg af sólbekkjum og sólhlífum. Þar er einnig snarl- og drykkjabar með úrvali svalandi drykkja. Sérstakt leiksvæði er fyrir börnin. Hægt er að leigja handklæði í garðinum.
Vert er að taka fram að það eru stórir stigar niður í sundlaugagarðinn en engin lyfta alla leið niður. Hægt er að ganga út á götu og meðfram hótelinu til að sleppa við stigana en það er lengri leið. Hótelið er því ekki með fullkomið hjólastóla aðgengi.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er aðstoðað við gjaldeyrisskipti og bílaleigu. Á hótelinu kjörbúð með öllum helstu nauðsynjum.
Það er rampur frá gestamóttöku og niður í garðinn fyrir hjólastóla. Hann er talsvert brattur en lyftan fer ekki niður í garðinn þannig að þetta er eina leiðin.
Hótelið er á frábærum stað, rétt við Las Vistas-ströndina, svo að stutt er að fara fyrir þá sem njóta þess að finna sandinn undir tánum og fá sér sundsprett í sjónum. Gaman er að rölta eftir strandgötunni og virða fyrir sér mannlífið. Hægt er að stunda alls kyns vatnasport við ströndina og golfvellir eru ekki langt undan. Stutt er í fjölda veitingastaða, verslana og fjörugt næturlíf Amerísku strandarinnar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 18 km
- Miðbær: Við miðbæ
- Strönd: Við strönd
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Lyfta
- Nettenging: Gegn gjaldi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Vifta: Vifta í lofti og hægt er að leigja auka viftu í gestamóttöku.
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Coral Compostela Beach Golf Club, Playa de la Américas
ÍbúðasamstæðaÍ rólegu umhverfi
Við golfvöll
» Nánar
Coral Compostela Beach Golf Club, Playa de la Américas
Vefsíða hótels
Coral Compostela Beach Golf Club er einföld og þægileg íbúðasamstæða við Americas-golfvöllinn, 10 - 15 mínútna göngufæri frá Las Vistas-ströndinni á Tenerife.
Samstæðan samanstendur af 156 íbúðum í nokkrum tveggja hæða byggingum. Íbúðirnar eru ýmist með einu eða tveimur svefnherbergjum og rúma frá tveimur og upp í fimm einstaklinga. Sjónvarp og sími er í öllum íbúðum. Í eldhúskrók er allt sem þarf til eldamennsku, eldavél, ísskápur, brauðrist, kaffivél, hraðsuðuketill, pottar og öll nauðsynleg áhöld. Öllum íbúðum fylgja svalir, verönd eða garður með húsgögnum. Þráðlaus netaðgangur stendur gestum til boða gegn gjaldi.
Það er ekki lyfta í íbúðasamstæðunni.
Í samstæðunni er veitingastaður sem er opinn út á verönd. Þeir sem það kjósa geta gætt sér á léttum réttum eða snarli með ljúffengum svaladrykk við sundlaugarbarinn. Þá er tilvalið að slaka á og láta þreytuna líða úr sér í lok dags á setustofubarnum.
Hótelgarðurinn er ekki stór en hann er með ferskvatnssundlaug og sérstök busllaug fyrir börnin. Sólbaðsaðstaðan við laugina er með sólbekkjum og sólhlífum. Lítið leiksvæði er sérstaklega afgirt fyrir börnin og þar er einnig leikherbergi. Leikaðstaða er einnig fyrir þá eldri, með bæði pool- og borðtennisborði. Þvottahús með sjálfsafgreiðslu er í samstæðunni og þar er einnig kjörbúð.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar töskugeymsla, hægt er að skipta gjaldeyri og leigja bíl.
Coral Compostela Beach Golf Club Apartments henta golfáhugafólki og fjölskyldum einkar vel þar sem íbúðirnar standa við Las Americas-golfvöllinn, í rólegum umhverfi en stutt er í fjölda verslana, veitingastaða og alls kyns afþreyingu. Aðeins tekur um 10 til 15 mínútur að rölta niður á Las Vistas-ströndina þar sem hægt er að leggjast í sandinn og leika sér í sjónum.
Fjarlægðir
- Strönd: Nálægt Las Vistas
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Nettenging: Gegn gjaldi á sérstöku svæði
Vistarverur
- Sjónvarp
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
Fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Myndagallerí
Coral Los Alisios Apartments, Los Cristianos
Þægileg íbúðasamstæðaRólegt umhverfi
Rétt hjá golfvelli
» Nánar
Coral Los Alisios Apartments, Los Cristianos
Vefsíða hótels
Coral Los Alisios Apartments er þægileg íbúðasamstæða í fallega bænum Los Cristianos. Hentar vel þeim sem kjósa rólegheitaumhverfi þó að stutt sé í verslanir, veitingahús og golfvöll.
Íbúðasamstæðan samanstendur af 146 rúmgóðum 70 og 120 fermetra íbúðum. Minni íbúðirnar eru með einu svefnherbergi og rúma tvo einstaklinga en í þeim stærri eru tvö svefnherbergi og rúma þær allt að fjóra. Allar eru þær innréttaðar á nútímalegan og stílhreinan hátt, í björtum litum í bland við hvítt. Dökkt parkett er á gólfum. Í íbúðunum er flest það sem telst til nútímaþæginda, flatskjársjónvarp, sími, vifta er í lofti og öryggishólf fæst gegn gjaldi. Eldhúskrókur er búin öllu sem þarf til eldamennsku, þar eru hellur, kaffivél, ísskápur, örbylgjuofn og öll helstu áhöld. Rúmgóðar svalir með húsgögnum fylgja öllum íbúðum. Þráðlaus netaðgangur er í íbúðum gegn gjaldi.
Hægt er að leigja handklæði fyrir sundlaugargarðinn á 1 evru í móttöku.
Í samstæðunni er hlaðborðsveitingastaður með stórri verönd og þar er hægt að fylgjast með kokkunum töfra fram ljúffenga Miðjarðarhafsrétti. Morgunverður er borinn fram á þessu svæði en hádegis- og kvöldverður er stundum einungis í boði á veitingastaðnum við sundlaugina. Þetta fer eftir bókunarstöðu á hótelinu. Lágmarksfjölda þarf fyrir hlaðborðið.
Í miðju íbúðasamstæðunnar er fallegur garður með sundlaug og góðri sólbaðsaðstöðu, þar eru sólbekkir og sólhlífar. Sundlaugarbarinn kemur þeim til bjargar sem vilja ekki ofþorna í sólinni með úrvali og ljúffengra áfengra jafnt sem óáfengra drykkja. Nokkur kvöld vikunnar er skemmtidagskrá með lifandi tónlist.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar töskugeymsla, hægt er að skipta gjaldeyri og leigja reiðhjól eða bíl. Kjörbúð er í samstæðunni, þvottahús með sjálfsafgreiðslu, leikherbergi fyrir börnin og billjarð- og borðtennisborð.
Hótelið stendur efst í brekku en rétt hjá er Las Americas-golfvöllurinn og 10 mínútna gangur er niður í fallega miðbæinn í Los Cristianos og 5 mínútur til viðbótar að rölta niður á strönd eða að smábátahöfninni.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 15 km
- Strönd: 15 min í strönd
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Nettenging: Gegn gjaldi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Coral Suites and Spa, Playa de las Américas
Fallega hannaðAldurstakmark 16 ára
Stutt í strönd
» Nánar
Coral Suites and Spa, Playa de las Américas
Vefsíða hótels
Coral Suites and Spa er mjög gott, fallega hannað íbúðahótel, aðeins fyrir 16 ára og eldri, á frábærum stað í miðju Amerísku strandarinnar. Veitingastaðir og verslanir í næsta nágrenni og 400 metrar á ströndina.
Í hótelinu er 191 björt og falleg vistarvera. Hægt er að velja um 40 fermetra Junior svítur eða 80 fermetra svítur með einu svefnherbergi. Allar svítur eru ætlaðar tveimur einstaklingum. Innréttingar eru stílhreinar og nútímalegar, með áherslu á bjarta og líflega liti. Parkett er á gólfum. Nútímaþægindi eru öll til staðar, eins og loftkæling, sími, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum og þráðlaus nettenging. Hægt er að leigja öryggishólf. Í eldhúskrók er allt til alls, ísskápur, hellur, örbylgjuofn, kaffivél, hraðsuðuketill og brauðrist, auk allra nauðsynlegra áhalda. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka, baðsloppar, inniskór og baðvörur. Við allar svítur eru svalir, búnar fallegum húsgögnum.
Morgunverðarhlaðborð er í veitingasal og þar er líka úrval rétta í boði í hádegi og á kvöldin. Við sundlaugina er snarl- og drykkjabar. Það er tilvalið að tylla sér niður á setustofubarnum, sem er stílhreinn og fallegur, áður en haldið er á næsta veitingastað eða í lok dags áður en gengið er til hvílu.
Í hótelgarðinum eru tvær sundlaugar og kringum þær sólbekkir og sólhlífar. Á þakveröndinni á 6. hæð er sólbaðsaðstaða og þó að engin sé þar sundlaugin er ekki amalegt að liggja þar og njóta útsýnisins yfir Atlantshafið.
Heilsulind er í hótelinu, með líkamsræktaraðstöðu, heitum potti og nuddpotti, hvíldarhreiðri og gufubaði. Þar eru ýmsar tegundir líkamsmeðferða í boði.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn. Þar er sælkeraverslun með alls kyns góðgæti. Þar er einnig töskugeymsla, bílaleiga og boðið er upp á gjaldeyrisskipti.
Coral Suites and Spa er gullfallegt hótel þar sem hægt er að njóta þess til fulls að slaka á og hlaða batteríin. Hótelið er aðeins ætlað eldri en 16 ára og því upplagt að njóta rólegheitanna en geta þó með nokkurra mínútna göngutúr komist niður á strönd, í verslanir, veitingastaði og iðandi mannlíf. Stutt er í allar gerðir afþreyinga og 2-3 kílómetrar á næsta golfvöll.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 18 km
- Miðbær: 10 min gangur í verslanir og veitingahús
- Strönd: 400 m
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Íbúðir
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Hægt að leigja
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
HG Cristian Sur, Los Cristianos
Vel staðsettStutt í verslanir, veitingastaði, bari og ströndina
Góður kostur á sanngjörnu verði
» Nánar
HG Cristian Sur, Los Cristianos
Vefsíða hótels
HG Cristian Sur er einfalt og rólegt íbúðahótel á góðum stað í Los Cristianos - stutt í verslanir, veitingastaði, bari og ströndina. Hótelið er staðsett beint á móti HG Tenerife Sur.
Í boði eru rúmgóðar og bjartar íbúðir, eins eða tveggja svefnherbergja. Í þeim öllum er sjónvarp, sími, öryggishólf, opnanlegir gluggar og svalir. Á baðherbergi er baðkar og sturta, og hægt er að óska eftir hárþurrku og straujárni og strauborði. Í eldhúskrók er helluborð, ofn, ísskápur, brauðrist og hraðsuðuketill. Þráðlaust internet á sameiginlegum svæðum gegn gjaldi.
Íbúðir eru þrifnar 5 sinnum í viku og skipt um handklæði 2svar í viku. Skipt er á rúmum 1 sinni í viku.
Tekið skal fram að á þessu hóteli er ekki hægt að fá íbúðir með sérstöku hjólastóla aðgengi.
Athugið að tveggja herbergja íbúðirnar eru á tveimur hæðum - á efri hæð er opið herbergi, baðherbergi og aðrar svalir.
Garðurinn er fallegur og vel gróinn. Þar eru tvær laugar, önnur þeirra upphituð og barnalaug að auki. Á sundlaugarbarnum er frítt þráðlaust internet. Einnig er á hótelinu verslun og þvottahús.
Á veitingastað hótelsins er hægt að fá morgun-, hádegis- og kvöldverð, en á hótelinu er einnig kaffihús og matvöruverslun. Morgunverður eða hálft fæði í boði - gengið er frá því beint við hótelið.
Cristian Sur er ekki með lyftu.
Vel staðsett íbúðahótel í Los Cristianos með góðum garði og aðstöðu.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 10 km
- Veitingastaðir: Við hótelið
Aðstaða
- Sundlaug
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka: Opin frá kl.8:00 - 24:00
- Nettenging: Já gegn gjaldi, í tölvuherbergi og þráðlaust net við sundlaugarbar
- Íbúðir: Íbúðir með einu og tveimur svefnherbergjum. Tveggja herbergja íbúðir eru á tveimur hæðum.
Vistarverur
- Sjónvarp
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Hálft fæði
- Án fæðis
Myndagallerí
El Duque Hotel, Costa Adeje
Fjölskylduvænt íbúðahótelVel staðsett
Fjölbreytt afþreying fyrir börnin
» Nánar
El Duque Hotel, Costa Adeje
Fæði
- Án fæðis
Myndagallerí
Bahia Principe Fantasia, Golf del Sur
Lúxus hótelAllt innifalið
Fjölskylduvænt
» Nánar
Bahia Principe Fantasia, Golf del Sur
Vefsíða hótels
Bahia Principe Fantasia er lúxushótel í San Miguel de Abona á Tenerife. Veitingastaðir, heilsulind og afþreying fyrir alla fjölskylduna. Sérstaklega mikið fyrir börn. Auðvelt að komast með almenningssamgöngum á Amerísku ströndina sem er í 12 km fjarlægð.
Í hótelinu eru 372 fallega innréttuð herbergi og svítur sem ætluð eru frá einum fullorðnum og allt að þremur fullorðnum og tveimur börnum. Hluti svítanna er með beinu aðgengi að laug og eru þær einungis ætlaðar fullorðnum. Innréttingar eru stílhreinar og nútímalegar, viður og áklæði í ljósum litum. Ljósar flísar á gólfum. Loftkæling og upphitun er alls staðar, auk viftu í lofti. Þá eru öll herbergi búin síma, 42 tommu flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum, smábar, öryggishólfi, hraðsuðukatli, þráðlausri nettengingu og USB-hleðslutengi í vegg. Á baðherbergjum er baðker og sér sturta, stækkunarspegill og baðvörur. Verönd eða svalir búnar húsgögnum eru við allar vistarverur.
Veitingastaðirnir eru fimm. Aðalveitingastaðurinn Echeide býður alþjóðlega rétti af hlaðborði en Ladón, sem sérhæfir sig í steikum, Nemuru, sem er japanskur staður, og ítalski staðurinn Il Paradiso bjóða ljúffenga rétti af matseðli. Við sundlaugina er einnig veitingastaður með úrvali matar og drykkja. Þá er í hótelinu kaffihús, diskótek og nokkrir barir, einn að sjálfsögðu við sundlaugina.
Í hótelgarðinum eru fjórar sundlaugar, tvær fyrir fullorðna og tvær ætlaðar börnum. Sólbekkir eru í kringum laugarnar. Sérstakt svæði er fyrir börnin með vatnsrennibrautum og leiktækjum. Krakkaklúbbur er starfræktur fyrir þau yngstu og sérklúbbur er fyrir unglingana. Starfsfólk sér um afþreyingu fyrir alla fjölskylduna frá morgni til kvölds með íþróttum, leiksýningum og lifandi tónlist.
Í heilsulindinni er hægt að láta dekra við sig með endurnærandi og heilandi meðferðum af öllum gerðum og taka á því í líkamsræktinni. Sérstakt vatnsmeðferðarsvæði er undir beru lofti þar sem hægt er að ná fullkominni slökun.
Sérútbúin heilsulind fyrir börnin.
Í móttökunni er farangursgeymsla, bílaleiga og þvotta- og þurrhreinsiþjónusta.
Glæsilegt hótel þar sem saga eyjarinnar, helstu kennileiti og menning endurspeglast í arkitektúr jafnt sem afþreyingu fyrir gesti. Veitingastaðir og heilsulind á hótelinu og vatnagarður fyrir börnin. Stutt í vatnasport og alls kyns afþreyingu og aðeins 12 kílómetrar í lífið og fjörið á Amerísku ströndinni.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 9 km
- Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni
- Miðbær: Nálægt Golf del sur
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Nettenging: Fyrir tvö tæki á herbergi.
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Allt innifalið
Myndagallerí
Flamingo Beach Mate, Costa Adeje
ÍbúðagistingGóð staðsetning í Puerto Colon
Stutt frá strönd
» Nánar
Flamingo Beach Mate, Costa Adeje
Vefsíða hótels
Flamingo Beach Mate er flott íbúðahótel sem stendur á frábærum stað, á milli pálmatrjánna rétt við ströndina. Frá hótelinu er aðeins stutt ganga niður á smábátahöfnina.
Á hótelinu eru 107 íbúðir sem skiptast í eins til tveggja herbergja íbúðir og stúdíóíbúðir. Íbúðirnar eru litríkar og nútímalegar en áhersla er lögð á klassíska og hentuga hönnun, gott rými og þægindi. Í öllum íbúðum eru loftkæling, sjónvarp með gervihnattarásum, internet og lítið eldhús sem hentar til léttrar eldamennsku. Í eldhúsinu eru meðal annars teketill og ísskápur. Öllum íbúðum fylgja annað hvort svalir eða verönd og frá sumum íbúðum er útsýni til sjávar. Baðherbergin eru snyrtileg. Þau eru flísalögð og þar eru sturta og helstu snyrtivörur.
Á hótelinu er veitingastaður þar sem hægt er að kaupa sér léttan morgunmat af hlaðborði. Á kvöldin eru bornir fram alþjóðlegir réttir á veitingastaðnum. Góð verönd er fyrir utan veitingastaðinn svo hægt er að velja hvort setið er úti eða inni. Einnig er bar á hótelinu þar sem hægt að kaupa létt snarl og drykki.
Hótelgarðurinn er rúmgóður en þar eru tvær sundlaugar með volgu vatni, önnur þeirra er ætluð fullorðnum en hin börnum. Í garðinum er sólbaðsverönd með sólhlífum og sólstólum af ýmsu tagi. Þar er líka sólbaðsverönd þar sem gestir geta flatmagað og slakað vel á í fríinu. Stemningin er róleg en stutt í fjörið á ströndinni.
Á hótelinu er góð líkamsræktaraðstaða og þar er einnig hægt að spila borðtennis. Gestamóttaka er opin allan sólarhringinn og bílastæði eru nálægt hótelinu svo það er um að gera að leigja bíl og keyra um eyjuna.
Flamingo Beach Mate er góður kostur fyrir fjölskyldur og ferðafélaga sem vilja upplifa frábært frí í sólinni.
Fjarlægðir
- Strönd: 5 mín
- Flugvöllur: 15 mín
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Líkamsrækt
- Nettenging: Frítt Wi-Fi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Myndagallerí
Gara Suites Golf & Spa, Playa de las Americas
Fullkomið fyrir golfferðinaEinfalt og fjölskylduvænt
Góður morgunmatur
» Nánar
Gara Suites Golf & Spa, Playa de las Americas
Fæði
- Án fæðis
Myndagallerí
GF Fañabe, Costa Adeje
Rétt hjá Playa de FañabeStór og góður hótelgarður
Skemmtilegur kostur
» Nánar
GF Fañabe, Costa Adeje
Vefsíða hótels
GF Fanabe er fjögurra stjörnu hótel á besta stað á Costa Adeje. Um 10 mínútna gangur er á Playa de Fañabe ströndina þar sem gnægð er af veitingastöðum, börum og verslunum. Skemmtilegur kostur fyrir fjölskyldur.
Hótelið býður upp á hótelherbergi sem taka allt að 3 fullorðna, fjölskylduherbergi fyrir allt að fjóra og junior svítur. Öryggishólf eru gegn gjaldi.
Hótelgarðurinn er fallegur og stór með góðum bekkjum. Fimm sundlaugar eru á svæðinu, en tvær af þeim eru aðeins ætlaðar 18 ára og eldri og eru staðsettar upp á þaki hótelsins ásamt sólbaðsaðstöðu fyrir einungis fullorðna. Aðalsundlaugin er í miðjum hótelgarðinum og tvær aðrar sundlaugar eru þar nálægt, sólbekkir eru allt um kring. Einnig er barnalaug á svæðinu og frábært leiksvæði fyrir börn. Hótelið er eins og U í laginu og hafa því mörg herbergi frábært útsýni yfir sundlaugagarðinn en einnig er hægt að hafa útsýni til fjalla.
Mikið af afþreyingu er í boði á hótelinu, þar er m.a. körfuboltavöllur, inni-fótboltavöllur, lítill minigolf völlur og billiard borð. Góð barnadagskrá er í boði með afþreyingu fyrir börnin og mini diskó á kvöldin.
Aðalveitingastaður hótelsins er með morgun- hádegis- og kvöldverðarhlaðborð. Að auki er kaffitería í gestamóttökunni, snakk bar í garðinum þar sem hægt er að fá snarl og drykki og einnig er „roof top“ bar á þakinu.
Frítt wi-fi er á öllu hótelinu og loftkæling í öllum herbergjum.
Á besta stað á Costa Adeje. Skemmtilegt fjölskylduhótel.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 19 km
- Strönd: 400 m í Playa de Fanabe
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
- Bar: Roof top bar
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
GF Gran Costa Adeje
4 sundlaugarSólbaðssvæði á þaki, eingöngu fyrir fullorðna
500 m frá strönd
» Nánar
GF Gran Costa Adeje
Vefsíða hótels
GF Gran Costa Adeje er fimm stjörnu hótel ofarlega á Costa Adeje, um 500 m frá strönd.
Herbergin eru falleg og ágætlega rúmgóð og hægt er að velja um tvíbýli, superior tvíbýli og svítur. Öll herbergi eru með svölum, loftkælingu, kaffivél, katli og hárþurrku. Sjónvarp og fríu þráðlaust net fylgir öllum herbergjum. Minibar og öryggishólf gegn gjaldi. Herbergin geta snúið í átt að garðinum eða til fjalla. Í boði eru herbergi með morgunverði, hálfu fæði og öllu inniföldu.
4 sundlaugar eru í garðinum, þar af ein barnalaug og ein laug einungis fyrir fullorðna. Sundlaugarnar eru upphitaðar og hægt er að fá handklæði til að nota í garðinum. Góð sólbaðsaðstaða er í garðinum sem er með fallegum húsgögnum og sólbaðssvæði er á þakinu sem er einungis fyrir fullorðna.
Á hótelinu eru 2 veitingastaðir og 4 barir. Hlaðborð með morgunverð, hádegisverð og kvöldverð þar sem boðið er upp á „show cooking“ og sér hlaðborð fyrir börnin og „à la carte“ veitingastaður. Sundlaugarbar þar sem hægt er að fá drykki og snarl yfir daginn og stór bar í gestamóttökunni.
Ágætis líkamsræktaraðstaða er á hótelinu, ásamt sauna, gufubaði og hitum potti. Heilsulind hótelsins býður upp á nudd og ýmsar snyrtimeðferðir.
Skemmtidagskrá er fyrir börn og fullorðna, sem dæmi má nefna bingó, karaoke, live tónlist, mini-diskó fyrir börnin, spurningakeppnir, sundleikfimi og margt fleira.
Gott hótel á frábærum stað.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 19 km
- Strönd: 550 m í Playa de Fanabe
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
GF Isabel, Costa Adeje
Gott fjölskylduhótel600 m frá strönd
Nokkrar lágreistar byggingar
» Nánar
GF Isabel, Costa Adeje
Vefsíða hótels
GF Isabel er gott fjölskylduhótel á Costa Adeje um 600 m frá strönd. Hótelið er í spænskum stíl í nokkrum lágreistum byggingum. Veitingastaðir og barir eru í næsta nágrenni.
Hótelið býður upp á íbúðir með einu svefnherbergi sem taka mest þrjá og smáhýsi sem taka fjóra. Allar íbúðir eru með svölum eða verönd, sjónvarpi og litlu eldhúsi. Frítt þráðlaust net er í íbúðum og sameignlegum rýmum. Hægt er að hafa útsýni yfir garðinn eða til fjalla.
Á svæðinu eru 3 upphitaðar sundlaugar, aðallaugin er við sundlaugarbarinn. Barnalaugin er með rennibrautum fyrir yngstu börnin og skemmtilegu leiksvæði. Hægt er að leigja handklæði til að nota í sundlaugargarðinum. Skemmtidagskrá er á daginn fyrir börnin og mini disco á kvöldin. Einnig eru sýningar og skemmtanir á kvöldin fyrir unga sem aldna. Fyrir þá sem vilja hreyfa sig eru körfuboltavöllur, lítill fótboltavöllur og minigolf á svæðinu ásamt billiard borði og ýmsu fleiru. Hægt er að leigja hjól á hótelinu og þar er einnig lítill líkamsræktarsalur fyrir hótelgesti.
Veitingastaðurinn á hótelinu er með hlaðborð á morgnana, hádeginu og kvöldin. Hægt er að velja um að vera án fæðis, með morgunverði, hálfu fæði og öllu inniföldu. 5 barir eru á hótelinu.
Gott hótel í spænskum stíl, fjölskylduvænt og þægilegt.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 19 km
- Strönd: Playa de Fanabe í 550 m fjarlægð
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Myndagallerí
GF Victoria, Costa Adeje
Fimm stjörnu lúxusVellíðan og slökun
Sex veitingastaðir
» Nánar
GF Victoria, Costa Adeje
Vefsíða hótels
GF Victoria er fimm stjörnu lúxus hótel á frábærum stað á Costa Adeje, 150 m frá Playa del Duque ströndinni. Góður kostur bæði fyrir fjölskyldur og pör.
Svíturnar sem eru 242 talsins eru virkilega fallegar, í ljósum litum og nýtískulega innréttaðar. Með hverri svítu fylgir minibar, ketill, kaffivél, sjónvarp og öryggishólf. Allar svítur eru með loftkælingu og svölum. Frítt þráðlaust internet er á öllu hótelinu. Hægt er að velja um svítur með morgunverði eða hálfu fæði.
Hótelið er mjög fallegt, í ljósum litum og skemmtilegum stíl. Gestamóttakan er stór og björt. Garðurinn er rúmgóður með góðum bekkjum og frábærri sólbaðsaðstöðu á fjórum svæðum. Sundlaugin er mjög stór og einnig er barnalaug með rennibrautum og leiktækjum fyrir börn. Í garðinum er öldusundlaug sem kostar 10 evrur að fara í.
Mikið er lagt uppúr vellíðan og slökun. Hótelið býður upp á þrjár heilsulindir, Bio-Spa Victoria þar sem fjölskyldan getur farið saman í spa, Air Bio-Spa sem er á efstu hæð hótelsins og fyrir þá sem vilja meiri slökun og Japanese Garden þar sem hægt að stunda hugleiðslu, yoga og pilates sem dæmi.
Sex veitingastaðir og barir eru á hótelinu. Hlaðborðsveitingastaður, þar sem morgun- hádegis- og kvöldverður er borinn fram, býður upp á sér svæði fyrir fjölskyldur og börn. Einnig er sundlaugarbar þar sem boðið er upp á snarl yfir daginn og drykki, skemmtilegur bar er á þaki hótelsins og í gestamóttökunni er stór og rúmgóður bar þar sem ýmis skemmtiatriði og lifandi tónlist er á kvöldin.
Hægt er að leigja hjól í gestamóttöku hótelsins og þar er góð aðstaða til að geyma hjól. Lítill tennisvöllur er á hótelinu, ásamt skvassvelli, fótbolta- og körfuboltavelli, minigolfi, borðtennis og líkamsrækt.
Lúxus hótel með eitthvað fyrir alla.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 19 km
- Strönd: 350 m í El Duque ströndina
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Gran Hotel Bahía del Duque Resort, Costa Adeje
Fimm stjörnu lúxusFallegt og heillandi umhverfi
Frábær staðsetning við ströndina
» Nánar
Gran Hotel Bahía del Duque Resort, Costa Adeje
Fæði
- Án fæðis
Myndagallerí
Gran Oasis Resort, Playa de las Américas, Los Cristianos
HlaðborðsveitingastaðurFallegur sundlaugargarður
Íbúðasamstæða
» Nánar
Gran Oasis Resort, Playa de las Américas, Los Cristianos
Vefsíða hótels
Gran Oasis Resort er mjög góð íbúðasamstæða á bæjarmörkum Las Americas og Los Cristianos, rétt við golfvöllinn.
Í samstæðunni eru um 200 íbúðir sem skiptast í eins herbergis svítur sem rúma tvo til fjóra einstaklinga og íbúðir með tveimur svefnherbergjum sem rúma fjóra til sex. Íbúðirnar eru bjartar og smekklega innréttaðar og gólf eru flísalögð. Allar eru þær með loftkælingu, síma og flatskjársjónvarpi. Á baðherbergjum er hárþurrka. Eldhúskrókur er búinn öllum nauðsynjum, þar eru helluborð og ofn, örbylgjuofn, ísskápur, hraðsuðuketill, kaffivél og öll önnur áhöld sem þarf til eldamennsku. Verönd eða svalir með húsgögnum fylgja öllum íbúðum. Þráðlaus netaðgangur er í öllum vistarverum gestum að kostnaðarlausu
Hlaðborðsveitingastaður er í samstæðunni með ríkulegu úrvali þjóðlegra og alþjóðlegra rétta og við sundlaugina er bar þar sem boðið er upp á léttari rétti auk úrvals áfengra og óáfengra drykkja. Einnig eru drykkjarvöru- og snarlsjálfsalar á nokkrum stöðum.
Í fallegum sundlaugargarðinum eru þrjár laugar, þar af er ein busllaug fyrir börnin. Sólbaðsaðstaða er til fyrirmyndar með fjölda sólbekkja og sólhlífa. Sérstakt leiksvæði er fyrir börnin og þar er starfræktur krakkaklúbbur sem starfsfólk hefur umsjón með. Þeir sem vilja taka pásu frá því að sleikja sólina geta reynt sig í billjarð, borðtennis eða pílukasti. Einnig er skemmtidagskrá í boði með lifandi tónlist á kvöldin.
Líkamsræktaraðstaða er á hótelinu og heilsulind með nuddpotti og nudd- og aðrar líkamsmeðferðir eru þar í boði.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar töskugeymsla, hægt er að skipta gjaldeyri, leigja bíl og fá upplýsingar um afþreyingu og ferðir um eyjuna. Góð kjörbúð og gjafavöruverslun eru í samstæðunni, einnig þvottahús og strauþjónusta.
Gran Oasis Resort er vel búin íbúðasamstæða sem hentar bæði þeim sem eru golfsveifluæfingar efstar í huga og hinum sem vilja slaka á í sólinni á sundlaugarbakkanum. Stutt er í miðbæi Las Americas og Los Cristianos sem gaman er að skoða og um 15 mínútna gangur er niður að strönd. Nóg er af verslunum og veitingastöðum í nágrenninu og Las Americas-golfvöllurinn er spottakorn frá.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 16 km
- Strönd: ca 3 km
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Líkamsrækt
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Gran Tacande, Wellness and relax, Costa Adeje
Einstakur sundlaugagarður sem teygir sig niður á ströndÍ göngufæri frá amerísku ströndinni
Verslanir í næsta nágrenni
» Nánar
Gran Tacande, Wellness and relax, Costa Adeje
Vefsíða hótels
Dream Hotel Gran Tacande er 5 stjörnu lúxushótel við eina fallegustu strönd Tenerife, Playa del Duque. Sundlaugargarðurinn er glæsilegur, liggur meðfram hótelinu og nær nánast niður á strönd. Nútímaleg og smart hönnun, fyrsta flokks veitingastaðir og ein glæsilegasta heilsulindin á Tenerife. Þjónustan á hótelinu þykir framúrskarandi.
Í nágrenni hótelsins er iðandi mannlíf og tvær af betri verslunarmiðstöðvum Costa Adeje svæðisins eru í göngufæri, þar af er önnur Plaza del Duque, sem er sú fínasta á allri ströndinni. Auðvelt er að ganga eftir strandgötunni á amerísku ströndina, en þangað eru liðlega 3 kílómetrar.
Á hótelinu eru 250 glæsileg herbergi og svítur í fjórum byggingum. Auk tveggja manna herbergja er hægt að sérpanta svítur, en í þeim eru ávallt nuddpottar. Tveggja manna herbergin eru stór og glæsileg, öll loftkæld með verönd eða svölum, interneti, flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum, öryggishólfi, smábar, tónlistarrásum og síma. Baðherbergin eru í stíl við annað á þessi glæsihóteli, vel útbúin með sér sturtu, baðkari, hárþurrku og snyrtivörum.
Á Dream hótel Gran Tacande eru alls Það eru 2 veitingastaðir á hótelinu; El Zurron sem er opinn fyrir kvöldverð (innifalið í verði fyrir HB farþega) og annar sem heitir Bocana.” Hótelgestir geta valið um bari, innan dyra sem utan – allt eftir því hvaða tími dagsins er og hvaða stemmningu er verið að sækjast eftir. Þakveröndin með baraðstöðu er sérstaklega skemmtileg.
„VITANOVA Spa & Wellbeing centre “ er hin fullkomna heilsulind og vart hægt að ímynda sér nokkra meðferð sem ekki er í boði á þessum sælureit. Einkum er lögð áhersla á ýmis konar heilsuböð. Meðal þess sem er á heilsulindinni er nuddpottur, tyrkneskt bað, gufubað, tækjasalur og snyrtistofa. Ótæmandi möguleikar eru á að stunda íþróttir og aðra afþreyingu á hótelinu og á ströndinni.
Dream Hotel Gran Tacande er glæsihótel fyrir fólk sem vill aðeins það besta.
Hægt er að innrita sig fyrirfram á vefnum.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 25 km
- Miðbær: í göngufæri við miðbæ Costa Adeje og 3,5 km frá Playa Americas
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
- Strönd: Við strönd
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
- Herbergi: Tveggja manna herbergi, hægt er að sérpanta svítur
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Green Garden Eco Resort, Playa de las Américas
Gott íbúðahótel3 útisundlaugar
Nálægt Siam Park
» Nánar
Green Garden Eco Resort, Playa de las Américas
Vefsíða hótels
Green Garden resort hótel á Playa de las Americas er góður kostur fyrir ferðamenn, staðsett við Golf las Americas golfvöllinn.
Á hótelinu eru 114 svítur af öllum stærðum og gerðum. Svíturnar henta fjölbreyttum hópum ferðamanna því hægt er að fá herbergi fyrir allt að 6 fullorðna. Sum herbergin eru á jarðhæð svo það hentar vel fyrir þá sem eiga erfiðara með að ganga upp stiga. Tveggja svefnherbergja svíturnar eru á tveimur hæðum. Hægt er að biðja um svítur með einkasundlaug.
Svíturnar eru bjartar og rúmgóðar, hönnunin á þeim er klassísk, veggir ljósmálaðir og veggir í svefnherbergjum brotnir upp með fallegu, nútímalegu og stílhreinu mynstri. Í öllum herbergjum er loftkæling, frítt internet, sjónvarp og sími sem og lítið eldhús með helstu eldunaraðstöðu, örbylgjuofni og ísskáp. Viftur eru í svefnherbergjum. Út frá herbergjunum eru svalir eða verönd með útihúsgögnum. Baðherbergi eru flísalögð og þar eru sturta og hárblásari.
Á hótelinu eru tveir veitingastaðir. Á öðrum þeirra er hægt að panta af fjölbreyttum matseðli og hins vegar er boðið upp á rétti af girnilegu hlaðborði. Einnig eru á hótelinu tveir barir þar sem hægt er að fá drykki og snarl en annar þeirra er staðsettur í hótelgarðinum við sundlaugina.
Í hótelgarðinum eru tvær sundlaugar og að auki ein barnalaug. Um 30 mín gangur er niður á strönd en hótelið býður upp á frítt skutl á ströndina og í miðbæinn svo það er auðvelt að komast á milli staða. Lítil verslun er á staðnum fyrir helstu nauðsynjar. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða ásamt heilsulind með tyrknesku baði, heitum pottum og hægt er að bóka snyrtimeðferðir, heilsumeðferðir og nudd. Krakkaklúbbur er starfræktur á hótelinu og einnig er flottur leikvöllur í hótelgarðinum ásamt skemmtidagskrá á kvöldin, borðtennisborði og leikjaherbergi svo góð afþreying er í boði fyrir börn og fullorðna.
Starfsfólk hótelsins er til taks allan sólarhringinn og tilbúið til að aðstoða ferðamenn við hvað sem kemur upp á og eins við að skipuleggja fríið í sólinni. Það er eitthvað viðkunnanlegt við Green garden resort, eitthvað sem við þekkjum nú þegar og því er auðvelt að slaka á og njóta lífsins við sjávarsíðuna.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 16 km
- Strönd: 1,3 km í Amerísku ströndina og Las Vistas
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Íbúðir
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Myndagallerí
Guayarmina Princess, Costa Adeje
Aðeins fyrir fullorðnaGóð staðsetning
Fallegt hótel
» Nánar
Guayarmina Princess, Costa Adeje
Fæði
- Án fæðis
Myndagallerí
H10 Big Sur, Los Cristianos
Við ströndina í Los CristianosBoutique Hótel
18 ára og eldri
» Nánar
H10 Big Sur, Los Cristianos
Vefsíða hótels
H10 Big Sur er fallegt 4 stjörnu Boutique hótel alveg við stöndina í Los Cristianos. Hótelið er eingöngu fyrir fullorðna.
Herbergin eru björt og rúmgóð. Þau eru öll með loftkælingu, sjónvarpi, minibar og hægt er að leigja öryggishólf. Öll herbergin eru með svölum með útihúsgögnum. Hægt er að velja um standard herbergi eða herbergi með útsýni til sjávar. Frítt wi-fi er á öllu hótelinu.
Garðurinn er fallegur og gróinn, ágætlega rúmgóður með sundlaug og sólbekkjum. Sundlaugarbar í garðinum. Hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu með opnu eldhúsi, einnig á la carte veitingastaður og bar. Á kvöldin er skemmtidagskrá á barnum.
Á þakinu á hótelinu er afslöppunarsvæði þar sem hægt er að liggja í sólbaði eða fá sér hressingu. Þaðan er glæsilegt útsýni til sjávar og til La Gomera. Á kvöldin eru skemmtanir á barnum á þakinu.
Góð líkamsræktaraðstaða er á hótelinu og falleg heilsulind þar sem hægt er að kaupa ýmsa þjónustu.
Fallegt hótel á góðum stað og frábært kostur fyrir pör.
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
H10 Conquistador, Playa de las Américas
Frábær staðsetningStendur við ströndina
Öll aðstaða til fyrirmyndar
» Nánar
H10 Conquistador, Playa de las Américas
Vefsíða hótels
H10 Conquistador er gott fjögurra stjörnu hótel, á góðum stað á Playa de las Américas. Hótelið telur sex hæðir, hefur 448 herbergi og stendur við strönd. Við hótelið er fallegur garður, með tveimur sundlaugum, önnur upphituð, barnalaug, leiksvæði fyrir börn, snakkbar og veitingastað.
Despacio Thalahasso heilsulindin er með ýmsar meðferðir, byggðar á sjávarvatni og alla daga er dagskrá í gangi fyrir ýmsa aldurshópa. Nýlega var tekinn í notkun Pilatessalur.
Þar eru auk þess nuddpottar, sauna, tyrkneskt bað og að sjálfsögðu góður tækjasalur. Þar má fá gegn gjaldi ýmsar meðferðir til heilsubótar.
Staðsetning hótelsins er á besta stað á Amerísku ströndinni. Beint aðgengi er að göngugötunni, sem liggur meðfram ströndinni þar sem finna má fjölda verslana af ýmsu tagi. Barir, veitingahús og kaffihús eru á hverju strái. H10 Conquistador er við hliðina á hótelinu Villa Cortes skammt frá hótelunum Vulcan og Parque Santiago sem einhverjir ættu að kannast við.
Hægt er að velja um að gista í standard herbergjum, superior herbergjum, junior svítum eða privilege herbergjum. Þessi herbergi eru öll sama stærð og eru lítil, fyrir utan junior svíturnar.
Herbergin eru öll loftkæld með hárþurrku, sjónvarpi og síma. Öryggishólf þarf að panta í móttöku og greiða fyrir afnot á meðal dvöl stendur.
Superior herbergin eru staðsett á 1. eða 2. hæðinni með útsýni yfir sundlaugagarðinn. Innifalið er sloppur, inniskór, nespresso vél og sundlaugarhandklæði.
Privilege herbergin eru með sjávarsýn. Þau eru öll búin nútímaþægindum og fallegum húsgögnum auk þess sem gestir fá sloppa, inniskó og sundlaugarhandklæði án aukagjalds.
Gestir hafa einnig aðgang að stöðum sem einungis "Privilege" gestir hafa aðgang að. Þeir fá ,,prívat lounge" þar sem hægt er að fá sér hressingu, sér veitingastað þar sem borin er fram morgunverður og a la carte matseðill á kvöldin. Einnig er sér sólbaðsaðstaða svo eitthvað sé nefnt.
Junior svíturnar eru staðsettar á 1. og 2. hæð hótelsins, þær eru allar rúmgóðar með góðu rúmi og að auki 2ja sæta sófa sem hægt er að breyta í svefnsófa. Skilrúm er á milli rúms og sófa. (sjá mynd). Ísskápur er í junior svítum.
Vegna lögunar og legu hótelsins er mjög misjafnt hversu mikil sól skín á svalir herbergjanna, einhverjar svalir eru með sól allan daginn en aðrar fá ekki sól.
Garðurinn er fallegur með miklum og litríkum gróðri. Þar er snakkbar sem og fyrirtaks grill veitingastaður þar sem hægt er að sitja úti að snæðingi undir beru lofti.
Á hverjum degi er skipulögð skemmtidagsskrá í hótelgarðinum, leikir og önnur skemmtilegheit við sundlaugarnar. “Mini Club Daisy” er barnaklúbbur fyrir 4 – 12 ára krakka með leiksvæði og inniaðstöðu þar sem hægt er að lita og mála. „Teen Club“ er sérstakt svæði fyrir krakka á aldrinum 13 – 17 ára þar sem er að finna Vii, PlayStation og skjávarpa. Lágmark 4 börn/5 unglinga þarf til að klúbbarnir séu starfræktir hverju sinni. Í móttökunni komast hótelgestir í tölvu og þar með internet gegn greiðslu, en frítt þráðlaust net er í sameiginlegu rými.
„Tajinaste" er veitingasalur hótelsins og er morgunverður og kvöldverður framreiddur þar. Kokkar veitingastaðarins elda ýmsa ljúffenga rétti fyrir framan matargesti og töfra fram nýjungar á hverju kvöldi. Hægt er að fá hálft fæði eða allt innifalið. Hálft fæði er að jafnaði morgunverður og kvöldverður. Þeir sem eru með hálft fæði á H10 Conquistador geta þó skipt út kvöldverði fyrir hádegisverð láti þeir vita með dags fyrirvara
ATH. Mögulegt er að sérpanta junior svítur með aðstöðu fyrir fatlaða.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 20 km
- Miðbær: Í hjarta Playa de las Américas
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Aðgangur að tölvu gegn gjaldi, en frítt þráðlaust net í sameiginlegu rými
- Herbergi: Herbergi: Herbergi eru með ísskáp.
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi, 2,7 EUR á dag, 18 EUR vikan og 10 EUR trygging
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
Myndagallerí
H10 Costa Adeje Palace
Einstaklega glæsilegt hótel.5 mínútnar gangur í verslanir og veitingahús.
Glæsilegur sundlaugagarður
» Nánar
H10 Costa Adeje Palace
Vefsíða hótels
Costa Adeje Palace er skemmtilegt hótel með stóran og fallegan sundlaugargarð. Stendur við La Enramada ströndina í Costa Adeje á Tenerife. Aðeins 5 mínútna gangur eftir strandgötunni í verslanir og veitingastaði.
Herbergin eru rúmgóð og björt. Í þeim öllum er loftkæling, gervihnattasjónvarp, smábar, internet og öryggishólf (gegn gjaldi). Á baðherbergi er baðkar með sturtu og hárþurrka. Þráðlaust internet er á sameiginlegum svæðum.
Hægt er að bóka fjölskylduherbergi fyrir 4, mest 3 fullorðna. Þau eru allt að 40 m² og snúa annað hvort út að sjó, garðinum eða sundlaugum. Herbergin eru með svefnsófa í stofu.
Í stórum og skemmtilegum garðinum eru þrjár stórar sundlaugar, ein þeirra upphituð og sundlaugarbar. Fyrir börnin er barnalaug og krakkaklúbbur með dagskrá og diskótek fyrir 4-10 ára. Einnig eru á hótelinu vellir til að leika tennis, strandblak og minigolf, auk poolborðs og borðtennisborðs. Stutt er á golfvöllinn. Hægt er að leigja handklæði gegn kreditkortatryggingu. Ef handklæðinu er ekki skilað í lok dvalar er andvirði handklæðis rukkað af kortinu.
Í góðri heilsulindinni er sundlaug, sauna, tyrkneskt bað, nuddpottur og líkamsrækt einnig er hægt að fá nudd og snyrtimeðferðir.
Aðalveitingastaður hótelsins er með hlaðborð í morgun-, hádegis- og kvöldverð, en auk þess eru 3 veitingastaðir á einum þeirra er hægt að fá grillrétti. Einnig eru píanóbar og diskótek á hótelinu. Hægt er að velja um hálft fæði eða allt innifalið fyrir ,,privilege" herbergin.
Fyrir þá sem vilja komast á Amerísku ströndina er skutla á 30 mínútna fresti frá kl. 10-12 og aftur frá kl. 17-18.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 27 km
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Nettenging
- Herbergi: Eingöngu hótelherbergi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi. 2 EUR á dag
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
Myndagallerí
H10 Gran Tinerfe, Costa Adeje
Mitt á milli Costa Adeje og Amerísku strandarinnarEinungis fyrir 18 ára og eldri
Stutt í verslanir og veitingahús
» Nánar
H10 Gran Tinerfe, Costa Adeje
Vefsíða hótels
H10 Gran Tinerfe er gott fjögurra stjörnu hótel fyrir 18 ára og eldri. Hótelið er vel staðsett við ströndina á milli Costa Adeje og Amerísku ströndinni. Við hótelið er falleg verönd með útsýni yfir sjóinn og ströndina. Hótelgarðurinn er með þremur sundlaugum, þar af einni upphitaðri.
Hótelið telur tólf hæðir og 348 herbergi. Despacio heilsulindin býður upp á tyrkneskt bað, nuddpotta, sauna og tækjasal. Þar einnig hægt að fá ýmsar meðferðir til heilsubótar gegn gjaldi. Tennisvöllur er við hótelið.
Staðsetning hótelsins er á milli Costa Adeje og Amerísku strandarinnar, Beint aðgengi er að göngugötunni, sem liggur meðfram ströndinni þar sem finna má fjölda verslana af ýmsu tagi. Barir, veitingahús og kaffihús eru á hverju strái. H10 Gran Tinerfe er staðsett rétt hjá hótel Iberostar Bouganville Playa sem er mörgum Íslendingum kunnugt.
Herbergin eru öll loftkæld með hárþurrku, sjónvarpi og síma. Öryggishólf og ísskáp þarf að panta í móttöku og greiða fyrir afnot á meðal dvöl stendur. Hótelið getur ekki ábyrgst að ávallt séu til ísskápar.
Privilege herbergi gefa aðgang að privilege setustofu þar sem hægt er að fá drykki og snarl. Þar eru einnig tölvur og dagblöð. Þessi herbergi eru sama stærð og standard herbergin en með sjávarsýn.
Á hótelinu eru einnig Junior svítur, sem eru allar í nútímalegum stíl og verulega fallegar. Þær eru mjög rúmgóðar með góðu rúmi og að auki 2ja sæta sófa sem hægt er að breyta í svefnsófa. Svíturnar þarf að sérpanta.
Í garðinum er góð sólbaðsaðstaða og þaðan er útsýni fagurt yfir Atlantshafið. Þar er snakkbar sem og fyrirtaks veitingastaður „El Mirador“ þar sem hægt er að sitja úti að snæðingi undir beru lofti.
Skemmtidagskrá er á hótelinu, bæði á daginn og á kvöldin. Playa de las Americas Casino spilavítið er staðsett á hótelinu. Hægt er að fá strandhandklæði meðan á dvöl stendur og greiða farþegar 15 EUR í tryggingu sem þeir fá endurgreidda þegar handklæðinu er skilað.
Í móttökunni komast hótelgestir í tölvu og þar með internet gegn greiðslu, en frítt þráðlaust net er í sameiginlegu rými.
„Los Meceys Buffet“ er veitingasalur hótelsins og er morgunverður og kvöldverður framreiddur þar. Kokkar veitingastaðarins elda ýmsa ljúffenga rétti fyrir framan matargesti og töfra fram nýjungar á hverju kvöldi.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 18 km
- Miðbær: 20 mín gangur að Parque Santiago
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Þráðlaust net án endurgjalds í sameiginlegu rými. Ekki á herbergjum.
- Herbergi: Herbergi taka að hámark þrjá
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Þarf að panta og greiða fyrir 18 EUR á viku
Fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
H10 Las Palmeras, Playa de las Américas
Smekkleg herbergiAfþreying fyrir alla fjölskylduna
Vel staðsett við ströndina í nágrenni við verslun og veitingastaði
» Nánar
H10 Las Palmeras, Playa de las Américas
Vefsíða hótels
H10 Las Palmeras er mjög gott hótel á besta stað á Amerísku ströndinni. Rétt við ströndina, stutt í miðbæinn og fjöldi veitingastaða og verslana í næsta nágrenni. Hægt er að velja að hafa hálft eða heilt fæði innifalið.
Í hótelinu eru 519 vistarverur sem skiptast í herbergi sem rúma tvo fullorðna, junior svítur sem rúma þrjá og fjölskylduherbergi fyrir allt að fimm einstaklinga. Herbergin, sem eru lítil, eru björt og stílhrein og innréttuð í hvítu í bland við dökkan við og bláa liti sem minna á hafið. Flísar eru á gólfum. Loftkæling, sími og flatskjársjónvarp með gervihnattarásum er á öllum herbergjum. Í fjölskylduherbergjum er örbylgjuofn, öryggishólf og ísskápur eða smábar en í önnur herbergi er hægt að fá öryggishólf og ísskápur eða smábar gegn greiðslu. Á baðherbergjum er hárþurrka og baðvörur. Svalir eru búnar húsgögnum. Ókeypis þráðlaus netaðgangur er í sameiginlegum rýmum.
Veitingastaðir eru fjórir. Á Garoé svigna hlaðborðin undan kræsingum og á Sakura Teppanyaki sem er hefðbundið japanskt steikhús er hægt að fylgjast með matreiðslumeisturunum í návígi. Specchio Magico býður upp á ítalska rétti af matseðli og á La Ballena er matargerðin alþjóðleg. Mike's Coffee býður upp á kaffi, kökur og þeytinga af öllum gerðum. Þar að auki eru þrír barir á hótelinu, þar sem ýmist er hægt að sækja í rólegheit eða rífandi stemningu með lifandi tónlist.
Hótelgarðurinn er gróðursæll, þar eru þrjár sundlaugar, þar af ein fyrir börnin, sólbekkir og sólhlífar. Líkamsræktaraðstaða með nýjum tækjum er á hótelinu og verslanir. Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er bílaleiga, gjaldeyrisskipti, þvottahús og strauþjónusta.
H10 Las Palmeras er á besta stað við Amerísku ströndina með veitingastaði, verslanir og bari allt um kring. Stutt er í miðbæinn og spottakorn niður á strönd. Krakkaklúbbur er starfræktur yfir sumartímann og jól. Starfsfólk hótelsins sér um afþreyingu fyrir gesti yfir daginn, hægt er að skella sér í fótbolta, vatnspóló, skotfimi eða leikfimi, svo eitthvað sé nefnt. Stutt er í golfvelli.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 18 km
- Miðbær: Í miðbænum
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Þráðlaust net er aðgengilegt á almenningssvæðum og er frítt
- Herbergi: Herbergi með eða án sjávarsýn (kostar aukalega)
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
Myndagallerí
HD Parque Cristobal, Playa de las Américas
Nýlega uppgerð smáhúsasamstæðaÍ hjarta Amerísku strandarinnar
200 metrar frá ströndinni
» Nánar
HD Parque Cristobal, Playa de las Américas
Vefsíða hótels
Hugguleg smáhúsasamstæða á frábærum stað í hjarta Amerísku strandarinnar. 200 metra frá ströndinni með verslanir, veitingastaði og iðandi mannlíf allt um kring.
Í samstæðunni eru 150 smáhýsi af tveimur stærðum, 45 og 57 fermetra, öll með verönd og sólbekkjum. Þau minni eru með einu svefnherbergi og rúma þrjá fullorðna og barn. Í þeim stærri eru tvö svefnherbergi og rúma þau allt að fimm fullorðna og barn.
Innréttingar í öllum smáhýsum eru smekklegar og þægilegar, í ljósum jarðarlitum og flísar eru á gólfum. Alls staðar er flatskjársjónvarp, sími, vifta í lofti og vel útbúinn eldhúskrókur með ísskáp, örbylgjuofni, brauðrist, hraðsuðukatli og kaffivél auk tilheyrandi áhalda. Í öllum smáhýsum er loftkæling. Öryggishólf er gegn gjaldi. Á baðherbergjum er hárþurrka og baðvörur. Þráðlaus nettenging er á öllu hótelinu.
Í Kid Suites eru litirnir líflegri og þeim fylgja leikföng, barnastólar, pelahitari og leikjatölva. Einnig er hægt að bóka svokallaðar "Emblem" svítur. Þar er öryggishólf innifalið, baðsloppar, inniskór og lúxus baðvörur. Einnig fylgja þessum svítum jógamotta, þráðlaus hátalari, Nespresso vél þar sem fyllt er á kaffihylki, minibar og háhraða nettenging. Emblem villur eru með einu og tveimur svefnherbergjum og þeim fylgir einkagarður með nuddpotti, tvíbreiður sólbekkur og útihúsgögn.
Morgunverðarhlaðborð er í veitingasal og þar er einnig hlaðborð í hádegi og á kvöldin. Þemað í matargerðinni er mismunandi eftir kvöldum. Snarl, kaffi og kökur fást þar yfir daginn. Sundlaugarbarinn býður upp á svalandi drykki allan daginn og við hlið hans er tapasbar með úrvali smárétta. Á kokteilbarnum fæst að sjálfsögðu úrval ljúffengra kokteila.
Hótelgarðurinn er gróinn og þar eru fjórar sundlaugar, tvær ætlaðar fullorðnum, við aðra er nuddpottur, og tvær litlar barnalaugar. Einnig er leiksvæði fyrir börn. Sólbaðsaðstaðan er góð með bekkjum og sólhlífum. Krakkaklúbbur er starfræktur og starfsfólk sér um afþreyingu fyrir börn jafnt sem fullorðna frá morgni og fram á kvöld.
Líkamsræktaraðstaðan er lítil en ágæt. Hægt er að panta nudd, bæði inni og undir beru lofti, vaxmeðferðir og hársnyrtingu.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn. Þar er töskugeymsla, bíla- og hjólaleiga og sjálfsafgreiðsluþvottahús með þvottavélum og þurrkurum.
HD Parque Cristobal er á frábærum stað í hjarta Amerísku strandarinnar. Verslanir, veitinga- og skemmtistaðir eru í götunum í kring og einungis 200 metrar á ströndina þar sem nóg er um vatnasport og aðra afþreyingu. Siam Park vatnagarðurinn er í 10 mínútna fjarlægð og stutt er í næsta golfvöll.
Ath: Óheimilt er að fá til sín gesti í hótelgarðinn á Parque Cristobal nema með því að kaupa dagpassa fyrir þá hjá gestamóttöku hótelsins.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 19 km
- Miðbær: Í hjarta Amerísku strandarinnar
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
- Strönd: 200 m í strönd
Aðstaða
- Eldhúsaðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
- Íbúðir: Smáhýsi
- Heilsulind: Hægt að panta nudd, bæði inni og undir beru lofti, vaxmeðferðir og hársnyrtingu.
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Vifta
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Myndagallerí
Hotel Gala, Playa de las Americas
Stór hótelgarðurGóður veitingastaður
Fjölbreytt afþreying
» Nánar
Hotel Gala, Playa de las Americas
Vefsíða hótels
Hotel Gala Alexandre er vinsælt hótel í Alexandre hótelkeðjunni. Það er á frábærum stað á amerísku ströndinni, aðeins í nokkurra metra fjarlægð frá sjónum og göngugötunni.
Á hótelinu eru 308 herbergi sem skiptast í eins til þriggja manna herbergi. Herbergin eru hlýleg og nýtískulega innréttuð. Veggirnir eru málaðir í ljósum litum, á gólfunum er parket og húsgögn eru úr dökkum viði. Í öllum herbergjum er loftkæling, frítt internet, flatskjársjónvarp, skrifborð, öryggishólf og míníbar. Hverju herbergi fylgja svalir eða verönd með útihúsgögnum. Baðherbergi eru flísalögð og þar eru baðker og sturta, hárþurrka og helstu snyrtivörur.
Club Alexander herbergin eru með betra útsýni og þjónustu. Hægt er að skoða nánar um herbergin á vefsíðu hótelsins hér.
Á hótelinu er hægt að njóta bragðgóðra veitinga frá svæðinu en hótelið stærir sig af því að vera best í matargerð Kanaríeyja og lofar góðri upplifun. Einnig er boðið upp á „Show Cooking“ eða „sýningareldamennsku“. Á hótelinu er glæsilegt morgunverðarhlaðborð en á Kalahari veitingastaðnum er einnig boðið upp á ljúffengan hádegismat og kvöldmat. Einnig er góður vínkjallari á hótelinu með skemmtilegt úrval af vínum. Góð verönd er á þaki hótelsins þar sem hægt er að slaka á og njóta útsýnis til sjávar.
Hótelgarðurinn er stór og í kringum sundlaugina er nóg af sólbekkjum, sólhlífum og þar er einnig sundlaugarbar. Hluti af hótelgarðinum er leiksvæði þar sem þörfum yngstu kynslóðarinnar er mætt í öruggu umhverfi. Þar er vaðlaug, hægt að leika sér á ýmsan hátt, uppgötva og læra eitthvað nýtt eða horfa á bíómynd. Einnig er krakkaklúbbur á hótelinu og fjölskylduskemmtanir á kvöldin.
Á hótelinu er vel búinn líkamsræktarsalur með brennslu- og lyftingartækjum. Einnig er heilsulind á hótelinu þar sem dásamlegt er að aftengja sig frá hversdagslífinu og slaka á. Hægt er að panta sér fjölmargar meðferðir eða prófa sánu, gufubað, tyrkneskt bað, nuddpott, fótabað, kaldar og heitar sturtur eða annað sem er í boði.
Hotel Gala Alexandre er góður valkostur á Tenerife. Starfsfólk er vingjarnlegt og þjónusta er góð þar sem í hvívetna er leitast við að mæta ólíkum þörfum allra gesta.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 17 km
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
- Strönd: Nokkrir metrar á strönd. Playa de Troya, 250 m t.d.
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
Myndagallerí
Las Madrigueras, Playa de las Américas
Lúxushótel við golfvöllFyrir 16 ára og eldri
Fallega gróinn hótelgarður
» Nánar
Las Madrigueras, Playa de las Américas
Vefsíða hótels
Las Madrigueras er glæsilegt lúxushótel við Las Americas golfvöllinn, golfbíll með GPS fylgir og beint aðgengi er af hótelinu að fyrstu holu.
Í hótelinu, sem er aðeins fyrir 16 ára og eldri, eru 57 rúmgóðar og bjartar vistarverur. Herbergin eru 44, 50-60 fermetrar að stærð, og svíturnar sem eru 13 eru 65-150 fermetrar að stærð. Innréttingar eru allar hinar glæsilegustu, klassískar og stílhreinar, úr dökkum við með ljósu áklæði. Dökkt viðarparkett á gólfum. Í öllum vistarverum er loftkæling, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, smábar, öryggishólf og þráðlaus nettenging, gestum að kostnaðarlausu. Baðsloppar eru á baðherbergjum, hárþurrka og baðvörur. Stór verönd með húsgögnum er við öll herbergin. Útsýni er yfir golfvöllinn og á haf út, yfir á eyjuna La Gomera.
Morgunverðarhlaðborðið er ríkulegt auk þess sem hægt er að panta heita rétti af matseðli. Kokkarnir á Belle Vue snara fram léttum réttum og snarli fyrripart dags og ljúffengum klassískum réttum úr besta fáanlega hráefni á veitingastaðnum Bogey á kvöldin. Fyrir kvöldverðinn er upplagt að fá sér fordrykk á píanóbarnum eða slaka á í billjarðstofunni.
Hótelgarðurinn er fallega gróinn, þar er upphituð sundlaug, sólbekkir og sólhlífar.
Heilsulind er í hótelinu þar sem ljúft er að láta þreytuna líða úr sér í nuddpottinum, gufubaði eða tyrknesku baði. Einnig er gott að láta dekra við sig í þeim líkamsmeðferðum sem þar er boðið upp á. Á hótelinu er svo líkamsræktaraðstaða, hárgreiðslu- og snyrtistofa.
Í móttökunni er hægt að skipta gjaldeyri, leigja bíl og kaupa miða á ýmsa viðburði. Þar er einnig þvotta-, þurrhreinsi- og strauþjónusta.
"Eagle Golf Package" er 7 nótta golfpakki. Innifalið í honum er ótakmarkað golf á Golf Las Americas vellinum, 3 kvöldverðir "á la carte" á BOGEY veitingastaðnum, golfbíll, 1 skipti nudd 25 mínútur og aðgangur á heilsulindinni.
Það er ekki fjarri lagi að kalla Las Madrigueras himnaríki golfarans. Hótelið stendur við Las Americas golfvöllinn og gestir fá til umráða golfbíl með GPS og sérstakan geymsluskáp, auk þess að hafa aðgengi að fyrstu holu beint af hótelinu.
Sérstakt verð á golfi fyrir hótelgesti:
01.05.22 - 30.09.22 - 55 evrur
01.10.22 - 31.10.22 - 100 evrur
Fyrir þá sem vilja bregða sér af bæ er ströndin í göngufæri og einnig miðbærinn í Las Americas með fjölda verslana og veitingastaða og fjörugu mannlífi.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 16 km
- Miðbær: Las Americas í göngufæri
- Strönd: Í göngufæri
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Hotel Troya, Playa de las Américas
Vefsíða hótels
Hotel Troya er gott fjögurra stjörnu hótel í Alexandre hótelkeðjunni. Hótelið er staðsett á frábærum stað við standgötuna á amerísku ströndinni, aðeins í um nokkurra metra fjarlægð frá sjónum. Stutt í allt það helsta sem þarf til að gera fríið á Tenerife fullkomið.
Á hótelinu eru 318 herbergi sem skiptast í einstaklingsherbergi, tveggja til þriggja manna herbergi, fjölskylduherbergi og junior svítur. Herbergin eru björt og kósý. Í öllum herbergjum er loftkæling, frítt internet, flatskjársjónvarp, lítill ísskápur gegn gjaldi, öryggishólf gegn gjaldi, skrifborð og sími. Baðherbergin eru flísalögð en þar eru hárþurrka og helstu snyrtivörur. Öllum herbergjum fylgja svalir með útihúsgögnum.
Club Alexandre herbergin eru á efri hæðum með útsýni yfir Troya strönd. Nespresso kaffivélar fylgja þessum herbergjum en kaffihylki aðeins við komu á hótelið. Eftir það þarf að kaupa kaffihylkin en þau eru meðal annars seld í móttökunni. Aðgangur að heilsulindinni fylgir einnig.
Á hótelinu eru tveir veitingastaðir. Annar þeirra býður upp á morgunverð og aðrar máltíðir af girnilegu hlaðborði en hinn er Miðjarðarhafsveitingastaður sem er staðsettur í hótelgarðinum við sundlaugina. Þar er einnig hægt að fá drykki og léttar máltíðir. Á hótelbarnum er líka boðið upp á kokteila.
Hótelgarðurinn er stór, gróðursæll og fallegur. Þar er stór útisundlaug og gott rými til sólbaðsiðkunar. Á hótelinu er heilsulind með innisundlaug, sánu og slökunarrýmum. Þar er hægt að panta nudd og aðrar meðferðir. Líkamsræktaraðstaða er einnig á hótelinu, tennisvöllur og mínígolfvöllur. Einnig er hægt að spila billjarð.
Hotel Troya er góður kostur fyrir fjölbreytta hópa ferðamanna en sérstaklega hentugt fyrir fjölskyldur með börn þar sem boðið er upp á skemmtiatriði, leiksvæði og vaðlaug, skemmtidagskrá, íþróttir og leiki á hótelinu.
Ath. ónæði getur verið á hótelinu þar sem skemmtistaðir eru í næsta nágrenni
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 16 km
- Miðbær: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Ísskápur: Lítill ísskápur gegn gjaldi
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Iberostar Selection Anthelia, Costa Adeje
Einstakt & lúxus hótelVel staðsett á Costa Adeje
Glæsilegur sundlaugagarður og vistaverur
» Nánar
Iberostar Selection Anthelia, Costa Adeje
Vefsíða hótels
Iberostar Anthelia er glæsilegt 5 stjörnu hótel Costa Adeje megin á suðurströnd Tenerife.
Hótelið hefur glæsilega sundlaugargarða, frábæra heilsulind og fyrsta flokks veitingastaði. Þjónustan er framúrskarandi og allar vistarverur bera kem af þeim fimm stjörnum sem hótelið hefur
Hótelið stendur við hafið, milli hinnar löngu Fañabé sandstrandar og hinnar fallegu Duque strandar. Allt um kring er iðandi mannlíf, barir, kaffihús og veitingastaðir.
Á hótelinu eru 365 rúmgóð herbergi í fimm byggingum, öll nýuppgerð að fullu.
Tveggja manna herbergin eru ýmis með hjónarúmi eða tveimur rúmum, öll með verönd eða svölum. Herbergi snúa ýmist að hafi eða sundlaugargarði, eru öll loftkæld með baðslopp, hárþurrku, þráðlausu interneti, flatskjá, öryggishólfi, smábar, tónlistarrásum, síma og möguleika á aukarúmi fyrir barn.
Hægt er að fá fjölskylduherbergi sem eru tvö herbergi tengd saman.
Hótelið skarar framúr öðrum þegar kemur að matseld. Maturinn er stundum nefndur helsta djásn hótelsins. Hótelið skartar fjórum veitingastöðum, hver með sínar áherslur, og tveimur sundlaugarbörum, með alls kyns veitingum.
Vinsamlega athugið, á Iberostar hótelunum er krafa um snyrtilegan klæðnað. Ekki er leyfilegt að vera í sundfötum á veitingastöðunum. Á kvöldin í matsal er mælt með að gestir séu til dæmis ekki í stuttbuxum.
Mikið er um að vera á hótelinu og á daginn er skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa. Notalegur píanóbar er á veröndinni, þar sem gestir njóta lifandi tónlistar og skemmtiatriða.
Heilsa og vellíðan er fyrir öllu og „Thai Zen SPAce“ heilsulindin byggir á meðferðum frá Asíu, sem eiga að gagnast bæði líkama og sál. Í annari heilsulind, „Wellnes Centre“ eru ýmis heilsuböð, innilaug, vatnsleikfimi, kaldur pottur, finnsk sauna og tyrkneskt gufubað. Farþegar geta fengið strandhandklæði meðan á dvöl stendur án endurgjalds.
Endalausir möguleikar til að stunda íþróttir og aðra afþreyingu á hótelinu. Tækjasalur með góðum græjum, borðtennis, tennis, pílukast, vatnsleikfimi og leikir í sundlauginni. Við ströndina er hægt að komast á brimbretti.
Skammt frá hótelinu er köfunarstöð þar sem bæði byrjendur og lengra komnir lagt stund á köfun. Stutt er á golfvelli og leiðbeinir starfsfólk hótelgestum með bókanir á golfvelli.
Hótel Iberostar Anthelia er fyrir þá sem vilja það besta sem er í boði á Tenerife.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 20 km
- Miðbær: Stutt í miðbæ Costa Adeje, um 6 km til Playa del las Américas
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
- Strönd: Við strönd
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: frítt þráðlaust net á herbergjum, í móttöku og aðgangur að tölvu í Cyper kaffihúsinu
- Herbergi: Tveggja manna herbergi. Hægt að panta aukarúm fyrir börn.
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
Iberostar Waves Bouganville Playa, Costa Adeje
Fallegt útsýniHægt að fá fjölskylduherbergi
Góður sundlaugagarður
» Nánar
Iberostar Waves Bouganville Playa, Costa Adeje
Vefsíða hótels
Iberostar Bouganville Playa er gott 4 stjörnu hótel við Playa del Bobo ströndina sem er á mótum Costa Adeje og Amerísku strandarinnar. Lífleg dagskrá, fallegur sundlaugargarður og stutt á veitingastaði, bari, verslanir og fjölbreytt strandlíf.
Herbergi eru 505 talsins, látlaus og rúma 3 gesti. Öll herbergin eru björt og falleg. Þau eru loftkæld með síma, sjónvarpi með gervihnattarásum, öryggishólfi, hárþurrku og svölum eða verönd. Greiða þarf fyrir leigu á öryggishólfi og smábar. Fjölskylduherbergi eru með tveimur samliggjandi rúmum og svefnsófa. Þau taka tvo fullorðna og tvö börn 11 ára og yngri. Einnig er hægt að panta svokölluð star prestige herbergi sem eru á efstu hæðunum. Þau hafa sér sólbaðsaðstöðu og setustofu.
Í aðal veitingasal hótelsins er matur borinn fram á hlaðborði. Alþjóðlegur matur, en áhersla lögð á matreiðslu heimamanna. Til viðbótar við hlaðborðið geta gestir farið á grillstaðinn og valið af matseðli.
Vinsamlega athugið, á Iberostar hótelunum er krafa um snyrtilegan klæðnað. Ekki er leyfilegt að vera í sundfötum á veitingastöðunum. Á kvöldin í matsal er mælt með að gestir séu til dæmis ekki í stuttbuxum.
Karaoke barinn er gríðarlega vinsæll hjá þeim sem vilja taka lagið og sundlaugarbarinn er undir stráþaki og þar má fá drykki og létta rétti á daginn. Skemmtidagskráin er lífleg með lifandi tónlist, fjölbreyttum sýningum, leikjum o.fl.
Sundlaugargarðurinn er ljómandi fínn og ein sundlaug er upphituð allan veturinn. Gestum stendur til boða að fá handklæði á hótelinu til afnota í hótelgarðinum. Greiða þarf tryggingargjald 5 EUR í byrjun, sem fæst endurgreitt í lok ferðar.
Tækjasalur, borðtennis, barnaklúbbur, borðtennis, tennisvellir og netþjónusta. Þrír kílómetrar eru á næsta golfvöll.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 18 km
- Miðbær: Göngufæri
- Veitingastaðir: Já
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Gegn gjaldi
- Herbergi: Herbergi fyrir tvo og fjölskylduherbergi fyrir fjóra. Fjölskylduherbergi eru ávallt með einu hjónarúmi og svefnsófa.
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi, 3,30 EUR á dag eða 16,90 EUR á viku
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
JOIA El Mirador by Iberostar, Costa Adeje
5 stjörnu lúxus hótel í “boutique” stílNálægt einni af fallegustu ströndum Tenerife
Eingöngu fyrir fullorðna
» Nánar
JOIA El Mirador by Iberostar, Costa Adeje
Vefsíða hótels
Iberostar Grand hotel El Mirador er við Playa del Duque ströndina Costa Adeje megin á suðurströnd Tenerife.
Hótelið er í fallegum 2000 m2 garði með sundlaugum, sólbekkjum, sóltjöldum, handklæðum og annari fyrirtaks aðstöðu til sólbaða og afslöppunar. Allt er stílað inná klassa og glæsileika á þess lúxushóteli sem er eingöngu fyrir fullorðna og með býður gestum gistingu í fallegum svítum.
Um 25 metrar eru að hinnar fallegu Duque strönd, sem af mörgum er talin fallegasta ströndin á Tenerife. Iðandi mannlíf, barir, kaffihús, veitingastaðir og fallegar smáverslanir og verslunarhús eru í göngufæri.
Á hótelinu eru 120 fallegar svítur. Allar svítur eru með himnasæng og verönd eða svölum. Svíturnar eru loftkældar með fataherbergi, interneti, sjónvarpi, öryggishólfi, smábar, tónlistarrásum og síma. Baðherbergi eru vel búin með aðskildu baðkari og sturtu, rakspegli, baðslopp, inniskóm og hárþurrku.
Hótelið skartar þremur veitingastöðum og tveimur börum. Sundlaugarbarinn er mjög huggulegur og þar má fá fyrirtaks paellu og ferskt sjávarfang auk ýmissa léttra rétta. Tosca barinn er vinsæll og opinn frá klukkan 10 á morgnana og til miðnættis. Morgunverður er borinn fram á veitingastaðnum El Mirador og þar er einnig hægt að borða kvöldverð, sem borinn er fram á hlaðborði. Hægt er að kaupa morgunverð eða hálft fæði. Glæsilegasti veitingastaður hótelsins er El Cenador þar sem réttir frá Kanaríeyjum - gjarnan í nútíma búningi eru í fyrirrúmi.
Vinsamlega athugið, á Iberostar hótelunum er krafa um snyrtilegan klæðnað. Ekki er leyfilegt að vera í sundfötum á veitingastöðunum. Á kvöldin í matsal er mælt með að gestir séu til dæmis ekki í stuttbuxum.
Auðvelt er að stunda íþróttir og aðra afþreyingu á hótelinu. Vel búinn tækjasalur, borðtennis, skvass, vatnsleikfimi í sundlauginni. Skammt frá hótelinu er köfunarstöð þar sem bæði byrjendur og lengra komnir lagt stund á köfun. Brimbretti og alls kyns vatnasport er við strendurnar.
Sjö holu golfvöllur er í næsta nágrenni, stutt er á aðra golfvelli og leiðbeinir starfsfólk hótelgestum með bókanir á golfvelli.
Hótel Iberostar Grand hotel El Mirador, eingöngu fyrir fullorðna og gist í svítum með himnasæng. Algjör lúxus.
ATH. Mögulegt er að sérpanta herbergi með aðstöðu fyrir fatlaða
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 25 min
- Miðbær: Göngufæri
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Herbergi: Svítur
- Nettenging: Gegn gjaldi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Iberostar Selection Sábila, Costa Adeje
Stórglæsilegt hótelFyrir 16 ára og eldri
Einstök staðsetning
» Nánar
Iberostar Selection Sábila, Costa Adeje
Vefsíða hótels
Glæsilegt hótel á Tenerife. Staðsetningin er einstök á Iberostar Sábila, með beinu aðgengi að strandgötunni við Torviscas-ströndina í Costa Adeje.
16 ára aldurstakmark er á hótelinu.
Í hótelinu eru 470 fallega innréttuð herbergi og svítur sem rúma tvo eða þrjá fullorðna. Herbergin eru björt, innréttingar nútímalegar og stílhreinar, í ljósum við og hvítum litum. Flísar eru á gólfum. Alls staðar er loftkæling og upphitun, sími, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, lítill ísskápur og þráðlaus nettenging. Smábar og öryggishólf eru gegn gjaldi. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og baðvörur. Hægt er að fá herbergi sem fylgir Nespresso kaffivél, baðsloppur og inniskór. Við öll herbergi eru svalir eða verönd með útsýni yfir sundlaugina, á haf út eða til fjalla.
Hlaðborðin svigna undan heitum jafnt sem köldum réttum að morgni, í hádegi og á kvöldin og hægt er að fylgjast með kokkunum að störfum. Þema er breytilegt eftir dögum en áherslan á staðbundna og alþjóðlega rétti í bland. Snarl er og svalandi drykkir eru í boði á sundlaugarbarnum. Tveir aðrir barir sjá um að hótelgestir þjáist ekki af þorsta.
Í hótelgarðinum eru tvær sundlaugar og sólbekkir og sólhlífar allt um kring. Á þakveröndinni er sundlaug og hvíldarhreiður með bar, Balíbeddum og sérstöku nektarsvæðis. Starfsfólk sér gestum fyrir afþreyingu frá morgni til kvölds með lifandi tónlist og skemmtiatriðum.
Vinsamlega athugið, á Iberostar hótelunum er krafa um snyrtilegan klæðnað. Ekki er leyfilegt að vera í sundfötum á veitingastöðunum. Á kvöldin í matsal er mælt með að gestir séu til dæmis ekki í stuttbuxum.
Á Iberostar Sábila er aldeilis hægt að slaka á og dekra við sig því að heilsulindin er til fyrirmyndar með nuddpottum og gufu og áherslu á vatnsmeðferðir af ýmsu tagi, auk úrvals annarra nudd- og líkamsmeðferða. Þeir sem þurfa á útrás frekar en slökun að halda geta sótt eróbikktíma, lyft lóðum eða sprett úr spori á hlaupabretti.
Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er kjörbúð, bílaleiga og þvotta- og þurrhreinsiþjónusta.
Hótelið er á einstökum stað við Torviscas ströndina í Costa Adeje og er aðeins ætlað 16 ára og eldri. Það er frábær kostur fyrir þá sem vilja hvort sem er slaka á í dekri á sundlaugarbakkanum, í heilsulindinni eða á gylltum sandinum við sjóinn, en einnig þá sem kjósa afþreyingu, útrás í vatnasporti eða öðrum hamagangi, stutt frá veitingastöðum og verslunum í bænum.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 18.5 km
- Strönd: Við Torviscas ströndina
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
- Minibar: Gegn gjaldi
- Kaffivél: Hægt að fá herbergi með Nespresso kaffivél
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Jardin Tropical, Costa Adeje
Flott hótelsamstæðaRétt hjá Aquapark og Siam Park
Einstaklega fallegur hótelgarður
» Nánar
Jardin Tropical, Costa Adeje
Vefsíða hótels
Jardin Tropical er glæsileg hótelsamstæða alveg við sjóinn á Adeje-ströndinni, rétt við Colon-smábátahöfnina og vatnsrennibrautagarðana Aquapark og Siam Park.
Í samstæðunni eru 390 vistarverur sem skiptast í eins og tveggja manna herbergi og svítur. Hótelbyggingin sjálf er í arabískum stíl en herbergin eru innréttuð á einkar stílhreinan og nútímalegan hátt. Öll eru þau búin nútímaþægindum eins og loftkælingu og upphitun, síma, flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum og kvikmyndaleigu, öryggishólfi og smábar. Á baðherbergjum er hárþurrka, baðvörur, baðsloppur og inniskór. Þráðlaus háhraðanettening er á herbergjum gegn gjaldi. Svalir með húsgögnum fylgja öllum herbergjum en útsýnið er ýmist út á hafið, yfir hótelgarðinn eða til fjalla.
Þegar kemur að mat og drykk ættu allir að finna eitthvað að sínu skapi því að í hótelinu eru fimm veitingastaðir. Hver þeirra hefur sína áherslu en Miðjarðarhafsmatargerð er einkennandi fyrir þá. Kaffihús er á hótelinu og setustofubar og þeir sem vilja meira tjútt geta tekið snúning á næturklúbbnum á hótelinu.
Hótelgarðurinn er einstaklega fallegur og gróðursæll, heilir 12.000 fermetrar að stærð. Þar er bæði saltvatns- og ferskvatnslaug og sérstök laug fyrir börnin. Sérstakur krakkaklúbbur er starfræktur á hótelinu. Sólbaðsaðstaða er til fyrirmyndar og hægt að kæla sig niður með svalandi drykk á sundlaugarbarnum.
Líkamsræktaraðstaða er í hótelinu, einnig heilsulind með gufubaði, tyrknesku baði og nuddpottum. Ýmsar nudd- og líkamsmeðferðir eru í boði og hægt er að panta nuddmeðferð á hótelherbergin. Þá er hér einnig hárgreiðslu- og snyrtistofa og gjafavöruverslun.
Gestamóttakan opin allan sólarhringinn. Öryggishólf í gestamóttökunni. Þar er hægt að leigja bíl og reiðhjól, skipta gjaldeyri, fá þvotta- og strauþjónustu, þurrhreinsun og barnagæslu.
Þetta er einkar glæsileg hótelsamstæða á góðum stað við Adeje-ströndina. Aðeins tekur um 5 mínútur að ganga niður að sjónum. Aqualand-vatnsrennibrautagarðurinn er þarna rétt hjá þar sem börnin geta skemmt sér konunglega.
Eins er Siam Park nálægt sem er talinn einn flottasti vatnsrennibrautagarður í heimi.
Ekki má svo gleyma golfvöllunum sem eru nokkrir og ekki langt undan.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 18 km
- Strönd: Við strönd
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Nettenging: Gegn gjaldi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Myndagallerí
Jardines de Nivaria, Costa Adeje
Nálægt ströndFallegur garður
Flottir veitingastaðir
» Nánar
Jardines de Nivaria, Costa Adeje
Vefsíða hótels
Jardines de Nivaria er fallegt 5 stjörnu hótel vel staðsett, stutt frá Fanabe ströndinni á Costa Adeje.
Hótelgerðurinn er stór og rúmgóður, með bekkjum og tveimur sundlaugum og snakkbar. Heilsulind er á hótelinu og góð líkamsræktaraðstaða, gufubað og nuddmeðferðir. Á hótelinu er úrval veitingastaða, á la carte og hlaðborðsveitingastaður og bar þar sem boðið er uppá ljúfa píanótónlist. Á sumrin eru skemmtanir og lifandi tónlist á kvöldin.
Herbergin eru fallega innréttuð og snyrtileg. Hægt er að velja um comfort herbergi, herbergi með garðsýn, superior herbergi með sjávarsýn og junior svítur. Minibar er hægt að fá gegn gjaldi, sjónvarp er á öllum herbergi, loftkæling, kaffivél og öryggishólf. Sum herbergin eru með baðkari og önnur með sturtu. Frítt þráðlaust internet er um allt hótelið. Þurrhreinsun og þvottaþjónusta gegn gjaldi.
Fjarlægðir
- Strönd: 5 mín
- Veitingastaðir: Allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Te eða kaffivél
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Handklæði fyrir hótelgarð
- Nettenging
- Nettenging: Frítt Wi-fi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Minibar
- Herbergi
- Minibar: Gegn gjaldi
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
La Siesta, Playa de las Américas
Fallegur garður með sundlaugHeilsulind
Skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa
» Nánar
La Siesta, Playa de las Américas
Vefsíða hótels
La Siesta er gott hótel, vel staðsett á Playa de las Americas ströndinni. Hótelið er þriggja hæða bygging, U-laga, með fallegum garði, sundlaug og barnalaug, heilsulind og skemmtidagskrá.
Stutt er til strandarinnar og göngugatna þar sem verslanir, barir, veitingahús og kaffihús eru á hverju strái og örstutt yfir að hótelunum Villa Cortes, Vulcano, Bitácora og Parque Santiago.
Hótelið býður upp á skemmtidagskrá á hverjum degi fyrir alla aldurshópa. Leikir í sundlauginni á daginn og lifandi tónlist, skemmtiatriði og diskó á kvöldin. Á staðnum er hárgreiðslustofa, heilsurækt, tækjasalur og heilsulind. Heilsuræktin er innifalin ef þú ert gestur á La Siesta, utanaðkomandi geta þó borgað inn til að fá aðgang. Heilsulindin er innifalin fyrir þá sem hafa bókað á „Club Alexandre” herbergjunum. Þar er upphituð inni sundlaug.
Hægt er að velja um að gista í hefðbundnum herbergjum eða svokölluðum „Club Alexandre” herbergjum. Venjulegu herbergin eru misstór, en öll rúmgóð. Þau eru loftkæld með hárþurrku, sjónvarpi, síma öryggishólfi og litlum setkrók. Einnig er hægt að fá smábar gegn greiðslu en ekki er hægt að fá tóman smábar/ísskáp.
Club Alexandre herbergin eru jafn stór og hefðbundin herbergi, en þau eru öll með garðsýni og betur útbúnum baðherbergjum. Kaffivélar fylgja þessum herbergjum en kaffihylki aðeins við komu á hótelið. Eftir það þarf að kaupa kaffihylkin en þau eru meðal annars seld í móttökunni. Gestir fá einnig baðsloppa og inniskó.
Nettenging er gegn gjaldi en getur verið hæg og er misjöfn milli herbergja. Netið hefur verið í lagi í sameiginlegu rými hótelsins.
Hægt er að panta herbergi með hjólastólaaðgengi. Herbergin eru flest með baðkar.
„Magic Park“ eða Töfragarðurinn, er skemmtigarður sem staðsettur er á hótelinu og er hugsaður fyrir börn á öllum aldri. Garðurinn skiptist í tvö svæði. Annars vegar svæði fyrir krakka á aldrinum 2-9 ára. Á því svæði eru rennibrautir, ýmis leiktæki, leiksvið og aðstaða þar sem krakkar geta litað og málað. Hins vegar er svæði fyrir eldri börn og fullorðna með leiktækjum, fótboltaspilum, keilu, borðtennis, biljarð-borðum o.fl. Greiða þarf fyrir aðgang að flestum tækjunum.
Einnig er aðgengi að ,,Paddle Court" sem er svipaður og tennisvöllur.
„El Drago“ er veitingasalur hótelsins, bjartur og huggulegur. Þar ganga gestir að morgunverði og kvöldverði af hlaðborði. Hægt er að skipta út kvöldverði fyrir hádegisverð. Snakkbar er á sundlaugarsvæðinu og á hótelinu er einnig þægilegur píanóbar þar sem gjarnan er skemmtidagskrá á kvöldin.
Vikulega eru þemakvöld á hótelinu og eru þau ýmist inni eða úti. Þar má nefna Kanaríeyjakvöld, ítölsk kvöld og grillveislu í garðinum.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 15 min akstur
- Miðbær: Er í hjarta Playa de las Américas
- Veitingastaðir: Allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Gegn gjaldi, en athugið að hún getur verið misjöfn milli herbergja.
- Handklæði fyrir hótelgarð: Handklæði fyrir sundlaugargarð kosta 0,50 cent pr dag. Hægt er að leiga þau í móttöku.
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Minibar
- Hárþurrka
- Herbergi: Herbergjategund: "Standard" og "Club Alexandre" herbergi
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
- Kaffivél: Fylgir Club Alexandre herbergjunum
Fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
Landmar Costa Los Gigantes Family Resort, Puerto de Santiago
Fjölskylduvænt. Allt innifalið. Fjölbreytt skemmtun fyrir börnin» Nánar
Landmar Costa Los Gigantes Family Resort, Puerto de Santiago
Fæði
- Án fæðis
Myndagallerí
Landmar Playa La Arena, Puerto de Santiago
Glæsilegur sundlaugagarður. Sérstök svæði eingöngu fyrir fullorðna. Úrval í mat og drykk» Nánar
Landmar Playa La Arena, Puerto de Santiago
Fæði
- Án fæðis
Myndagallerí
Marylanza íbúðir, Playa de las Américas
Gott og rólegt íbúðahótelHentar vel barnafjölskyldum
Fínn hlaðborðsveitingastaður
» Nánar
Marylanza íbúðir, Playa de las Américas
Vefsíða hótels
Marylanza er gott íbúðahótel við Las Americas golfvöllinn á Amerísku ströndinni. Ströndin og miðbærinn með iðandi mannlífi, veitingastöðum og verslunum er í léttu göngufæri. Hentar vel barnafjölskyldum.
Í hótelinu eru 217 bjartar og rúmgóðar íbúðir, ýmist með einu eða tveimur svefnherbergjum, og rúma frá fjórum og upp í sex einstaklinga. Stærri íbúðirnar eru á tveimur hæðum. Innréttingar eru stílhreinar og fallegar, ljósir veggir og gólf, húsgögn í dökkum við. Flísar eru á gólfum. Sjónvarp með gervihnattarásum er í öllum íbúðum og öryggishólf, gegn gjaldi. Í eldhúskrók er helluborð, örbylgjuofn, kaffivél, ísskápur og öll nauðsynleg áhöld. Á baðherbergjum er hárþurrka og baðker með sturtu. Verönd eða svalir með húsgögnum eru við allar íbúðir. Nettenging er gegn gjaldi.
Á hlaðborðsveitingastaðnum Tagoror er borinn fram morgunverður, hádegis- og kvöldverður. Matreiðslan er alþjóðleg, með mismunandi þema, og hægt er að fylgjast með kokkunum að störfum. Við sundlaugina er snarl- og drykkjabarinn La Palapa, þar sem boðið er upp á rétti af hlaðborði og matseðli í bland við ljúffenga drykki. Á Kentia eru í boði sælkeraréttir af matseðli. Setustofubarinn er opinn fram á kvöld og þar er hægt að sötra kaffidrykki jafnt sem kokteila undir lifandi tónlist. Skemmtidagskrá er nokkur kvöld vikunnar með diskóteki og annarri afþreyingu fyrir allan aldur.
Sýningarnar eru fjölskylduvænar.
Barnaklúbbur er starfandi um 4 klst á dag og mini-disco öll kvöld.
Í hótelgarðinum eru þrjár sundlaugar, bláa, græna og barnalaugin. Græna laugin og barnalaugin eru upphitaðar. Sólbaðsaðstaða er til fyrirmyndar með sólbekkjum, sólhlífum og handklæðaþjónustu. Sérstakt leiksvæði er fyrir börnin.
Heilsulindin Spacio10 er í hótelinu. Þar er gufubað og tyrkneskt bað, góð innisundlaug og hvíldarhreiður. Boðið er upp á nudd og aðrar líkamsmeðferðir. Líkamsræktaraðstaðan er hin glæsilegasta.
Marylanza íbúðahótelið hentar þeim sem þrá hvíld og endurnæringu á líkama og sál, hvort sem er með því að slaka á í heilsulindinni og liggja á sundlaugarbakkanum en ekki síður þeim sem nærast á lífi, fjöri og nægri hreyfingu. Líkamsræktaraðstaðan er til fyrirmyndar og Las Americas golfvöllurinn er við hlið hótelsins. Stutt er í miðbæinn með verslunum og veitingastöðum og ströndin er í léttu göngufæri.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 17 km
- Miðbær: Í léttu göngufæri
- Strönd: ca 1 - 1.5 km
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Íbúðir
- Lyfta
- Nettenging: Gegn gjaldi
- Líkamsrækt: Gegn gjaldi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Íbúðir
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Myndagallerí
Mediterranean Palace, Playa de las Américas
Frábær staðsetning á amerísku ströndinniFjölbreytt afþreying í boði
Uppgert 2024!
» Nánar
Mediterranean Palace, Playa de las Américas
Vefsíða hótels
Mediterranean Palace er gott og einstaklega vel staðsett hótel. Það er miðsvæðis á Playa de las América og steinsnar frá strönd. Sundlaugargarðurinn er ævintýralegur með 300 fm sundlaug sem er umkringd rómverskum styttum og annarri 1.000 fermetra laug en umhverfis hana eru gosbrunnar og geysifínt sólbaðssvæði.
Hótelið er heill heimur útaf fyrir sig með sínum ævintýralegu sundlaugargarði , veitingastöðum, börum og snakkbörum. Aðal veitingastaður hótelsins býður uppá girnilegt hlaðborð alla daga með úrvali af þjóðlegum og alþjóðlegum réttum, auk þess að vera með sérstök þemakvöld. Hægt er sitja úti eða inni (fer þó eftir veðri).
The Beach Club, við Playa del Camisón, er notalegur staður við sjóinn. Þar er borinn fram matur á daginn, en á kvöldin breytist staðurinn í stóran bar og mörg kvöld er skemmtidagskrá með lifandi tónlist.
Snakkbarinn Marco Antonio er fínn fyrir létt hádegissnarl og er með ágætan krakkamatseðil. Heilsu- og safabarinn við sundlaugina er með fersk salat og nýkreistann djús.
Á hótelinu eru 535 herbergi , öll loftkæld með síma, sjónvarpi, öryggishólfi, hárþurrku og verönd eða svölum. Hægt er að panta minibar gegn greiðslu. Ekki er hægt að fá tóman minibar // ísskáp. Herbergi snúa ýmist yfir garðinn og sundlaugina eða að götu. Þráðlaust net er í herbergjum og sameiginlegu rými.
Lifandi og líflegt hótel með sundlaugum, barnalaugum, nuddpottum og þremur tennisvöllum. Einnig mini-golf, líkamsrækt, tækjasalur og alls kyns íþróttatímar eins og tai chi og jóga. Borðtennis, billjard og prógramm í garðinum alla dag.
Hægt er að fá strandhandklæði gegn 15 EUR tryggingu sem er endurgreidd þegar handklæðinu er skilað.
Hárgreiðslustofa, smáverslanir og klúbbar fyrir börn og unglinga. Öll barnaaðstaða til fyrirmyndar. Heilsulindin “Mare Nostrum SPA Thalassotherapy Centre” er svo annar heimur og sjón er sögu ríkari.
Líf og fjör fyrir lífsglatt fólk!
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 20 km
- Miðbær: Í miðbænum
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Lyfta
- Herbergi: Tvíbýli
- Nettenging: Frítt Wi - Fi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Minibar: Gegn gjaldi
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Myndagallerí
Paradise Park Fun Lifestyle Hotel, Los Cristianos
Litríkt og fallegt hótelÍ Los Cristianos
Góð aðstaða
» Nánar
Paradise Park Fun Lifestyle Hotel, Los Cristianos
Vefsíða hótels
Paradise Park Fun Lifestyle Hotel er fallegt og snyrtilegt hótel í Los Cristianos. Gott andrúmsloft og vinalegt starfsfólk, heilsulind, góður matur og öll helstu þægindi til að eiga ógleymanlegt frí í sólinni.
Á hótelinu eru 394 herbergi af ýmsum stærðum og gerðum. Þau skiptast í einstaklingsherbergi, tveggja manna herbergi, stúdíóíbúðir og svítur. Premium m/2 herbergjum er herbergi með tveimur svefnherbergjum og kaffiaðstöðu, ekki eldhúsi. Herbergin eru ólík að hönnun og með ólíkar innréttingar en eiga það sameiginlegt að bjóða upp á nútímalegt, róandi og þægilegt andrúmsloft. Á öllum herbergjum er internet, sjónvarp, loftkæling, öryggishólf og minibar. Sum herbergi eru með svefnsófa. Svalir eða verönd fylgja öllum herbergjum og útsýni er yfir garðinn eða út á hafið. Baðherbergin eru flísalögð og þar eru sturta, hárþurrka og helstu snyrtivörur.
Á hótelinu er einn aðalveitingastaður þar sem boðið er upp á veitingar af hlaðborði á meðan matreiðslumenn leika listir sínar. Seinna á kvöldin eru sýningar settar upp í þessu rými. Sér hlaðborð er borið fram fyrir smáfólkið sem dvelur á hótelinu. Tveir barir eru í hótelgarðinum og þar er hægt að panta drykki og snarl yfir daginn. Þeir gestir sem vilja enn meiri afslöppun geta pantað mat upp á herbergið sitt.
Hótelgarðurinn er rúmgóður og búinn öllu því helsta sem þarf til að slaka á og sleikja sólina. Fimm sundlaugar eru á hótelinu, sumar þeirra eru úti í hótelgarðinum og sumar inni á heilsulindinni. Þar er notalegt að sitja með góðan drykk í hönd og horfa á útsýnið. Á hótelinu er góð heilsulind með nuddpotti og fjölmörgum meðferðum. Einnig er þar líkamsræktaraðstaða sem gerir gestum kleift að halda rútínunni í fríinu.
Ýmis afþreying er á hótelinu en til dæmis starfar þar teymi sem sér um skemmtun á daginn og á kvöldin. Starfræktur er krakkaklúbbur sem hefur ofan af fyrir þeim yngri.
Hótelið býður einnig upp á skutl á ströndina.
Paradise Park Fun Lifestyle Hotel er flottur kostur fyrir ólíka hópa ferðamanna og hentar fólki á öllum aldri.
Fjarlægðir
- Strönd: 15 mín gangur
- Flugvöllur: 15 mín
- Veitingastaðir: Allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
Myndagallerí
Parque la Paz, Playa de las Américas
Mjög snyrtilegt íbúðahótelStutt á strönd og í miðbæinn
Sundlaug og barnalaug
» Nánar
Parque la Paz, Playa de las Américas
Vefsíða hótels
Parque la Paz er huggulegt 3ja lykla íbúðahótel, rétt hjá “Laugaveginum” við Playa del Las Américas ströndina.
Hótelgarðurinn er með sundlaug, barnasundlaug, fyrirtaks sólbaðsaðstöðu og skemmtidagskrá á kvöldin. Hótelið er á fjórum hæðum og þar eru 221 íbúðir. Það tekur um 5 mínútur að fara í bæinn eða á ströndina.
VITA er með íbúðir sem eru með einu og tveimur svefnherbergjum og stofu yfir sumartímann. Yfir vetrarmánuði eru eins herbergja íbúðir í boði.
Íbúðirnar eru bjartar og mjög snyrtilegar með flísalögð gólf og vönduðuð húsgögn. Þær eru ágætlega rúmgóðar og vel búnar með síma, sjónvarpi, brauðrist, kaffivél, ísskáp, öryggishólfi gegn gjaldi og svölum eða verönd.
Það er ekki loftkæling en boðið er uppá viftu.
Hótelbyggingin er byggð umhverfis fallegan garð sem er með sundlaug, sólbekkjum (án endurgjalds), barnasundlaug og leiksvæði fyrir börn. Þar er einnig útiveitingastaður og sundlaugarbar, þar sem hótelgestir geta fengið sér létta rétti og drykki. Á kvöldin er boðið upp á skemmtidagskrá.
Í aðal veitingasal hótelsins er matur borinn fram á hlaðborði. Alþjóðlegur matur, en þó með áherslu á matarmenningu heimamanna. Tveir barir eru á hótelinu, annar inni og hinn við sundlaugina.
Biljarðborð og netþjónusta eru einnig í boði. Íbúðir fyrir fatlaða eru á jarðhæð hótelsins.
Fæði: morgunverður, með hálfu fæði eða með öllu inniföldu (fullt fæði og innlendir drykkir).
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 18 km
- Miðbær: 5 min gangur
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Vifta
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
- Sjónvarp: Gegn gjaldi
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Parque Santiago III, Playa Americas
Frábær staðsetning á Amerísku ströndinniFrábært sundlaugasvæði og vatnsrennibrautir fyrir börnin
Fjölskylduvænt
» Nánar
Parque Santiago III, Playa Americas
Vefsíða hótels
Parque Santiago III er gott og eftirsótt íbúðahótel á líflegum stað við Amerísku ströndina á Tenerife. Þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Örstutt er bæði að fara á ströndina eða að skreppa í búðir, á veitingastaðinn eða hvert annað sem hugurinn leitar.
Vart er hægt að hugsa sér betri staðsetningu á hóteli. Verslunarhús, minni verslanir, veitingahús, barir og önnur afþreying er götumegin við hótelið og hinum megin er ströndin. Undir hótelinu er verslunarmiðstöð með mörgum veitingastöðum. Barir, kaffihús og alls konar ferðamannabúðir eru í næsta nágrenni. Þar sem sumar íbúðir hótelsins snúa út að mannlífi aðalgötunnar á Amerísku ströndinni þá verður að gera ráð fyrir því að eitthvert ónæði sé í einhverjum íbúðum.
Íbúðirnar eru í nokkrum byggingum á Parque Santiago III . Hótelið er mjög stórt svo nokkur gangur getur verið frá gestamóttöku að íbúðum. Ekki eru lyftur í öllum byggingum.
Þarna má einnig finna sundlaugar og fyrirtaks sólbaðsaðstöðu með sólbekkjum sem ekki þarf að greiða fyrir. Á Parque Santiago III er glæsilegt leiksvæði fyrir börnin (10 ára og yngri) með barnalaug og rennibrautum og er barnaleikvöllur fyrir yngstu kynslóðina. Líkamsrækt er einnig á svæðinu.
Hægt er að velja um stúdíóíbúðir með eða án garðsýn, íbúðir með einu svefnherbergi og stofu með eða án garðsýn eða íbúðir með tveimur svefnherbergjum og stofu. Í öllum herbergjum er eldhúskrókur eða eldhús, stofa, sjónvarp, sími, öryggishólf og svalir. Hægt að leigja örbylgjuofn í gestamóttöku. Vifta er í íbúðunum og er hún staðsett í stofunni en þær eru ekki loftkældar. Hægt er að leigja fleiri viftur ef þarf í gestamóttöku.
Íbúðir með tveimur svefnherbergjum eru sumar þannig að annað svefnherbergið er á efri hæð en þá er ekki hurð sem lokar það af frá neðri hæðinni.
Ath. Íbúðir á hótelinu geta verið mismunandi og eru ekki allar innréttaðar eins. Hvorki er hægt að fá fyrirfram staðfest hvernig íbúð maður fær né velja staðsetningu hennar.
Fjarlægðir
- Strönd: Við strönd
- Miðbær: Er í miðbænum
- Flugvöllur: 19 km.
- Veitingastaðir: Í næsta nágrenni
Aðstaða
- Eldhúsaðstaða
- Sundlaug
- Te eða kaffivél
- Þvottaaðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Líkamsrækt
- Nettenging
- Lyfta: Ekki í öllum byggingum
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Vifta
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Íbúðir/herbergi með aðstöðu fyrir fatlaða: Þarf að panta sérstaklega
Fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Myndagallerí
Parque Santiago IV, Playa de las Américas
Einstök staðsetningFrábær sundlaugagarður
Fjölskylduvænt
» Nánar
Parque Santiago IV, Playa de las Américas
Vefsíða hótels
Parque Santiago IV er gott og eftirsótt íbúðahótel á líflegum stað við Amerísku ströndina á Tenerife. Þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Alveg við ströndina og svo er örstutt að skreppa í búðir á veitingastaðinn eða hvert annað sem hugurinn leitar. Hinum megin við götuna er svo Parque Santiago III.
Vart er hægt að hugsa sér betri staðsetningu á hóteli. Verslunarhús, minni verslanir, veitingahús, barir og önnur afþreying rétt hjá og hinum megin er ströndin. Þar sem sumar íbúðir hótelsins snúa út að mannlífi aðalgötunnar á Amerísku ströndinni þá verður að gera ráð fyrir því að eitthvert ónæði sé í einhverjum íbúðum.
Íbúðirnar eru í nokkrum byggingum á Parque Santiago IV sem standa hlið við hlið, hótelið er mjög stórt svo nokkur gangur getur verið frá gestamóttöku að íbúðum. Ekki eru lyftur í öllum byggingum.
Á hótelinu er stór sundlaug og fyrirtaks sólbaðsaðstaða, með sólbekkjum sem ekki þarf að greiða fyrir.
Í garðinum er einnig veitingastaður og snarlbar. Þarna er einnig líkamsrækt, móttaka opin allan sólarhringinn og frí nettenging
Hægt er að velja um stúdíóíbúðir með eða án garðsýn, íbúðir með einu svefnherbergi og stofu með eða án garðsýn eða íbúðir með tveimur svefnherbergjum og stofu. Í öllum herbergjum er eldhúskrókur eða eldhús, stofa, sjónvarp, sími, öryggishólf og svalir. Hægt að leigja örbylgjuofn í gestamóttöku. Vifta er í íbúðunum og er hún staðsett í stofunni en þær eru ekki loftkældar.
Íbúðir með tveimur svefnherbergjum eru sumar þannig að annað svefnherbergið er á efri hæð en þá er ekki hurð sem lokar það af frá neðri hæðinni.
Ath. Íbúðir á hótelinu geta verið mismunandi og eru ekki allar innréttaðar eins. Hvorki er hægt að fá fyrirfram staðfest hvernig íbúð maður fær né velja staðsetningu hennar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 19 km
- Miðbær: Er í miðbænum
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Nettenging
- Lyfta: Ekki í öllum byggingum.
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Vifta
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Íbúðir
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Playaolid, Costa Adeje
Vefsíða hótels
Playaolid er íbúðahótel á sérstaklega góðum stað á Costa Adeje ströndinni á Tenerife. Fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar eru allt um kring.
Á hótelinu eru fjölbreyttir möguleikar í boði þegar kemur að gistingu en þar er hægt að bóka 202 gistimöguleika sem henta fjölbreyttum hópum ferðamanna. Annars vegar er um að ræða hefðbundnar íbúðir og svítur og hins vegar sérstakar fjölskylduíbúðir og fjölskyldusvítur sem eru vel búnar þægindum fyrir fólk sem ferðast með börn. Einnig er hægt að leigja rúmgóðar stúdíóíbúðir. Hönnunin á herbergjum og íbúðum er klassísk og nútímaleg. Vistarverur eru rúmgóðar og bjartar með smá litagleði hér og þar. Flísar eru á gólfum. Í öllum vistarverum er loftkæling, frítt internet, snjallsjónvarp með gervihnattastöðvum, setustofa, míníbar, lítið eldhús og öryggishólf. Öllum svítum og íbúðum fylgja svalir eða verönd. Baðherbergi eru afar snyrtileg en þau eru flísalögð og þar er baðkar, sturta og hárblásari.
Veitingaaðstaðan á hótelinu er frábær en þar er boðið upp á ferskan, bragðgóðan og fjölbreyttan mat. Á morgnana er borinn fram girnilegur morgunverður á hlaðborði og yfir daginn er hægt að panta mat á veitingastaðnum eða snarl á barnum.
Á kvöldin er hægt er að fylgjast með matreiðslufólki leika listir sínar og á hverju kvöldi er nýtt þema. Fjölbreyttir barir eru á hótelinu, meðal annars í hótelgarðinum þar sem yndislegt er að sitja með góðan drykk í hönd og kæla sig niður í sólinni.
Hótelgarðurinn er þægilega stór en þar eru þrjár sundlaugar ásamt sólbaðsverönd með nóg af sólbekkjum og sólhlífum. Tvær af sundlaugunum eru upphitaðar og er önnur þeirra sérstaklega ætluð börnum. Krakkaklúbbur er á hótelinu og ýmislegt við að vera fyrir þau sem yngri eru. Fyrir þá sem vilja eyða deginum við sjávarsíðuna tekur um 15 mín. að ganga niður á strönd.
Playaolid er góður kostur fyrir fjölbreytta hópa ferðamanna. Andrúmsloftið á hótelinu er hlýlegt og leitast er við að öllum líði vel. Hægt er að leigja hjól og bíla í gestamóttökunni en starfsfólkið þar er alltaf tilbúið til að hjálpa gestum að skipuleggja fríið sitt og bóka ferðir.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 18 km
- Strönd: Torviscas ströndin - 15 mín. gangur
- Miðbær: Stutt frá Gran Sur og San Eugenio verslunarmiðstöðvunum.
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Allt innifalið
Myndagallerí
Princess Inspire Tenerife, Costa Adeje
Eingungis fyrir fullorðnaGóð staðsetning
Fallegur garður
» Nánar
Princess Inspire Tenerife, Costa Adeje
Fæði
- Án fæðis
Myndagallerí
Roca Nivaria Gran Hotel, Playa Paraiso
Lúxus fjölskylduhótelFallegt útsýni yfir sjóinn
Rennibrautir í garðinum
» Nánar
Roca Nivaria Gran Hotel, Playa Paraiso
Vefsíða hótels
Rova Nivaria Gran Hotel er 5 stjörnu lúxus fjölskylduhótel staðsett í um 10 km frá Costa Adeje. Í göngufæri frá hótelinu eru veitingastaðir og barir.
Garðurinn er stór og fallegur. Tvær sundlaugar eru í garðinum, önnur er saltvatnslaug og upphituð allt árið, hin er ferksvatnslaug. Góð sólbaðsaðstaða er í garðium og einnig á efstu hæð hótelsins. Barnalaugar eru í garðinum með rennibrautum og leiktækjum. Frábært barnadagskrá með ýmis konar afþreyingu. Tennisvöllur er við hótelið og hægt er að kaupa tenniskennslu. Góð líkamsræktaraðstaða er á hótelinu og heilsulind með nuddpottum, afslöppun og nuddmeðferðir í boði. Nokkrir veitingastaðir eru á hótelinu, bæði à la carte og hlaðborðsveitingastaður, ásamt bar í gestamóttökunni og sundlaugarbar í garðinum.
Herbergin eru ágætlega rúmgóð og í nútímalegum stíl. Öll eru þau með loftkælingu, sjónvarpi, öryggishólfi, minibar gegn gjaldi, hárþurrku og kaffiaðstöðu. Frítt þrálaust internet er um allt hótelið. Sólbekkir eru á svölunum, baðsloppur og inniskór. Hægt er að velja um herbergi með og án sjávarsýn, junior svítur og superior svítur. Hálft fæði eða allt innifalið.
Fallegt hótel með glæsilegri aðstöðu fyrir alla aldurshópa.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 30 mín akstur
- Miðbær: 20 mín akstur á Playa de las Americas
- Veitingastaðir: Í göngufæri frá hótelinu
Aðstaða
- Sundlaug
- Þvottaaðstaða
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Minibar
- Hárþurrka
- Minibar: Gegn gjaldi
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
Myndagallerí
Royal Hideaway Corales Beach, La Caleta
LúxusAðeins 18 ára og eldri
La Caleta
» Nánar
Royal Hideaway Corales Beach, La Caleta
Vefsíða hótels
Fallegt útsýni, glæsilegur arkitektúr og lúxus einkenna þetta hótel. Hótelið er vel staðsett í La Caleta. Stutt er á ströndina og úrval veitingastaða í göngufæri.
Royal Hideaway Corales Beach er lúxus hótel með svítur sem rúma einn til tvo. Hótelið er hannað á stórkostlegan hátt til að líkja eftir stóru skemmtiferðaskipi og er aðeins fyrir 18 ára og eldri og er því tilvalið fyrir pör eða brúðhjón sem vilja lúxus. Svíturnar eru nýtískulegar og allar með glæsilegu útsýni yfir sjóinn.
Hótelið býður upp á fjölbreytt úrval af veitingastöðum, þar á meðal glæsilegt morgunverðarhlaðborð, A la carte veitingastaðinn San Hó sem sérhæfir sig í japanskri matargerð "Nikkey Fusion", 1* Michelin veitingastaðinn The Corner of Juan Carlos, ítalska veitingastaðinn Il Bocconcino og alþjóðlega staðinn Starfish. Á hótelinu er einnig hefðbundin ítölsk ísbúð. Á þaki hótelsins er flottur bar með geggjuðu útsýni yfir sjóinn þar sem dásamlegt er að slaka á og spjalla með góðan kokteil við hönd. Í hótelgarðinum eru tvær sundlaugar og frábær sólbaðsaðstaða ásamt snarlbar. Heilsulind hótelsins býður upp á mikið úrval af nuddi og meðferðum. Persónulegur aðstoðarmaður heilsulindarinnar er til staðar. Heilsulindin státar af sjö lúxus heilsulindarsvítum fyrir fegurðar- og vellíðunarmeðferðir. Einnig er dásamlegt að slaka á nuddpotti, eimbaði, gufubaði eða bara njóta þess að svamla um í saltvatnslauginni. Góð afþreying er á hótelinu s.s. lifandi tónlist, skemmtidagskrá á kvöldin, tímabundin gallerí svo eitthvað sé nefnt. Einnig er hægt að bóka í allskonar afþreyingu gegn gjaldi. Golfvöllur er í 3km fjarlægð frá hótelinu.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 23 km
- Strönd: 50m Playa de La Enramada
- Veitingastaðir: 700m
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Handklæði fyrir hótelgarð
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Spring Hotel Vulcano, Playa de las Américas
Frábær staðsetningGróðursæll sundlaugagarður
Skemmtidagskrá á hverjum degi
» Nánar
Spring Hotel Vulcano, Playa de las Américas
Vefsíða hótels
Spring hotel Vulcano er mjög gott 4 stjörnu hótel á besta stað í hjarta Amerísku strandarinnar. Við hótelið er stór gróðursæll garður með sundlaug, barnalaug og fjölda sólbekkja.
Ströndin er um 300 metra frá hótelinu og stutt er að göngugötum með verslunarhúsum og sérverslunum. Barir, veitingahús og kaffihús eru á hverju strái og hótelin Villa Cortes, La Siesta og Parque Santiago eru steinsnar frá hótel Vulcano.
Hótelið býður upp á skemmtidagskrá á hverjum degi. Sundleikfimi og leikir í lauginni eru á daginn. Fjölbreyttar sýningar eru á kvöldin, einnig lifandi tónlist og dans. Við hótelið er tennisvöllur og einungis einn km. er á golfvöllinn Club de Golf las Américas.
Herbergi eru 365 talsins, mjög rúmgóð og geta rúmað þrjá gesti. Öll loftkæld, með síma, sjónvarpi, smábar gegn gjaldi (1 eur á dag), öryggishólfi, hárþurrku og svölum eða verönd.
Hægt er að tryggja sér herbergi með svölum sem snúa yfir sundlaugargarðinn gegn auka greiðslu. Þar er öryggishólf án aukagjalds og handklæði til að nota við sundlaugina.
,,UP" herbergi á Vulcano bjóða uppá meiri þjónustu eins og aðstoð með töskur uppá herbergi, aðgangur í heilsulind, aðgangur á þakverönd með þægilegri aðstöðu, drykkjum og snarli. Herbergin eru betri með baðslopp og inniskóm, gjöf við komu og Nespresso kaffivél (hylkin ekki innifalin).Einnig er nettenging og öryggishólf innifalin sem er gegn gjaldi annars. Ef gist er 7 nætur eða lengur er einnig einn kvöldverður og 30 min nudd.
Í aðal veitingasal hótelsins er matur borinn fram á hlaðborði, eins og gjarnan tíðkast á Spáni og á það bæði við um morgun- og kvöldverð. Á hótelinu er einnig pianóbar og snakkbar við sundlaugina.
Hótel Vulcano er einstaklega góður kostur á sanngjörnu verði og hafa gestir verið hæstánægðir þar í gegnum tíðina
Gott er að hafa í huga að leyfilegt er að reykja við sundlaugina á afmörkuðu svæði, en hvorki er leyfilegt að reykja inn á herbergjum né út á svölum.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 20 km
- Miðbær: Í miðbænum
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Lyfta
- Nettenging: Þráðlaust net á sameiginlegu rými og tölvur í gestamóttöku
- Heilsulind: Hægt að panta heilsumeðferðir og hárgreiðslu
- Herbergi: Tveggja manna herbergi með og án garðsýnis
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Minibar: Gegn gjaldi
Fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
Royal Hideaway Corales Suites, La Caleta
LúxusStórar íbúðir/svítur
La Caleta
» Nánar
Royal Hideaway Corales Suites, La Caleta
Vefsíða hótels
Fallegt útsýni, glæsilegur arkitektúr og lúxus einkenna þetta hótel. Hótelið er vel staðsett í La Caleta. Stutt er á ströndina og úrval veitingastaða er í göngufæri.
Á hótelinu eru 114 stórar sérhannaðar og nýtískulegar íbúðir/svítur, sú minnsta er 80 fm og sú stærsta um 150 fm. Allar íbúðirnar eru með stórum veröndum, vel útbúnar með glæsilegu útsýni yfir sjóinn.
Á hótelinu er A la carte veitingastaður sem bíður upp á alþjóðlega og spænska rétti en einnig er hægt að borða af hlaðborði á veitingastaðnum Olivia. Á þaki hótelsins er flottur bar með geggjuðu útsýni yfir sjóinn sem dásamlegt er að setjast á og njóta staðar og stundar. Í hótelgarðinum eru tvær sundlaugar og frábær sólbaðsaðstaða ásamt snarlbar. Mjög góð heilsulind er á hótelinu þar sem dásamlegt er að slaka á en einnig er hægt er að panta sér fjölmargar meðferðir. Mikil afþreying er á hótelinu s.s. lifandi tónlist, skemmtidagskrá á kvöldin, sérstök þemakvöld eru á veitingastaðnum, tímabundin gallerí og krakkaklúbbur svo eitthvað sé nefnt. Einnig er hægt að bóka allskonar afþreyingu gegn gjaldi. Golfvöllur er í 3km fjarlægð frá hótelinu.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 23 km
- Strönd: 50m Playa de La Enramada
- Veitingastaðir: 700m
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Íbúðir
- Handklæði fyrir hótelgarð
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Íbúðir
Fæði
- Morgunverður
- Án fæðis
Myndagallerí
Sol Sun Beach Apartamentos, Costa Adeje
Einfaldar íbúðir en á besta stað við Playa Fanabe» Nánar
Sol Sun Beach Apartamentos, Costa Adeje
Fæði
- Hálft fæði
Myndagallerí
HG Tenerife Sur, Los Cristianos
Vel staðsettStutt í verslanir, veitingastaði, bari og ströndina
Góður kostur á sanngjörnu verði
» Nánar
HG Tenerife Sur, Los Cristianos
Vefsíða hótels
HG Tenerife Sur er vinalegt íbúðahótel á góðum stað í Los Cristianos - stutt í verslanir, veitingastaði, bari og ströndina.
Í boði eru rúmgóðar stúdíóíbúðir og íbúðir með einu svefnherbergi. Í þeim öllum er gervihnattasjónvarp, sími og svalir.
Í eldhúskrók er helluborð, ofn, ísskápur, brauðrist og hraðsuðuketill. Gegn gjaldi er hægt að fá afnot af öryggishólfi og interneti á sameiginlegum svæðum.
Tekið skal fram að á þessu hóteli er ekki hægt að fá íbúðir með sérstöku hjólastóla aðgengi.
Á hótelinu er góður sundlaugargarður og þar er sundlaug og barnalaug. HG Tenerife Sur er með leikherbergi, barnaleiksvæði og líkamsræktaraðstöðu. Einnig er hægt að panta nudd og bóka í sauna gegn gjaldi.
Auk þess er skvassvöllur á svæðinu en þar þarf að panta tíma gegn gjaldi.
Á veitingastað hótelsins er hægt að fá morgun-, hádegis- og kvöldverð. Einnig er á hótelinu bar, verslun og þvottahús.
● Hálft fæði í boði - gengið er frá því á staðnum,
Athugið að mögulegt er að lenda á þriðju hæð í lyftulausu húsi. Sum húsin eru 7 hæðir en þar eru lyftur.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 15 km
- Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni
- Strönd: Um 600 m eða 10 mín ganga á Los Cristianos strönd
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Lyfta
- Nettenging: Gegn gjaldi, í tölvuherbergi og þráðlaust net við sundlaugarbar
- Íbúðir: Stúdíó íbúðir (mjög rúmgóðar) og íbúðir með einu svefnherbergi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Loftkæling: Nei
- Vifta: Já í loftinu við svefnaðstöðu
Fæði
- Hálft fæði
- Án fæðis
Myndagallerí
Tigotan Lovers & Friends, Playa de las Américas
Flott og nútímalegtÆtlað 18 ára og eldri
Á miðri Amerísku ströndinni
» Nánar
Tigotan Lovers & Friends, Playa de las Américas
Vefsíða hótels
Dreamplace Tigotan Lovers & Friends er sérlega flott hótel á miðri Amerísku ströndinni, ætlað 18 ára og eldri. Veitingastaðir og heilsulind í hótelinu og aðeins nokkurra mínútna gangur niður á strönd.
Í hótelinu eru 416 herbergi, um 26 fermetrar og 50 fermetra svítur sem ætlaðar eru einum og allt að þremur fullorðnum. Innréttingar eru stílhreinar, í hvítum og björtum litum. Parkett er á gólfum. Loftkæling, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, smábar, öryggishólf og þráðlaus nettenging er alls staðar. Á baðherbergjum er baðker eða sturta, hárþurrka og ókeypis baðvörur. Hægt er að panta Romance herbergi þar sem svefnherbergi og baðherbergi eru í opnu rými með nuddbaðkeri og regndropasturtu og stillanlegri lýsingu.
Með Romance herbergjum fylgir ,"Exclusive service" en hún felur í sér hraðsuðuketil og Nespresso vél á herbergjum, slopp og inniskó, lúxus baðvörur og flösku af vatni við komu á hótel.
Einnig fá gestir í þessum herbergjum ótakmarkaðann aðgang að “Exclusive Lounge” og 1 dag í viku er hægt að borða á veitingastað hótelsins, Santa Rosa Grill.
Hægt er að kaupa aukalega "Exclusive service" með öðrum herbergjatýpum.
Hlaðborð er á morgnana, í hádeginu og á kvöldin á Areca-veitingastaðnum og er mismunandi þema í matreiðslunni eftir dögum. Hægt er að borða inni eða úti á verönd. Santa Rosa Grill býður upp á ljúffengar steikur og fiskrétti af matseðli. Setustofubarinn er rúmgóður og veitir svalandi skjól frá geislum sólarinnar.
Á þakveröndinni er sólbaðsaðstaða, infinity-sundlaug og nuddpottur og er óhætt að segja að útsýnið þaðan sé óviðjafnanlegt. Það nær þó ekki yfir nektarsvæðið þar sem þeir sem það kjósa geta sólað sig á Adams- og Evuklæðum. Barinn Café del Mar er einstaklega flottur og á kvöldin sér plötusnúður um fjörið.
Í hótelgarðinum er sundlaug og góð sólbaðsaðstaða í kring með bekkjum og sólhlífum, nuddpotti og Balíbeddum. Á sundlaugarbarnum er boðið upp á allar gerðir drykkja og hádegisverð af matseðli. Starfsfólk sér um skemmtidagskrá frá morgni til kvölds.
Í heilsulindinni Vitanova er gufubað og boðið er upp á alls kyns slakandi nudd- og líkamsmeðferðir, jafnvel undir beru lofti. Líkamsræktaraðstaða og hárgreiðslu- og snyrtistofa eru einnig í hótelinu.
Móttakan er opin allan sólarhringinn. Þar er bíla- og hjólaleiga, miðaþjónusta og þvottahús.
Tigotan er glæsilegt hótel á frábærum stað á Amerísku ströndinni, aðeins ætlað fullorðnum. Það er allt til alls á hótelinu sjálfu en allt í kring er iðandi mannlíf, verslanir, veitingastaðir og afþreying af öllu tagi.
Hægt er að innrita sig fyrirfram á vefnum.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 18 km
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
- Strönd: nokkurra min gangur niður á strönd
- Miðbær: Á miðri Amerísku ströndinni
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Minibar
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
Villa Cortes Gran Luxe Spa, Playa de las Américas
Byggt í mexíkönskum stílEinkaströnd
Vel staðsett
» Nánar
Villa Cortes Gran Luxe Spa, Playa de las Américas
Vefsíða hótels
Villa Cortes er vel staðsett á Amerísku ströndinni. Á hótelinu er fallegur sundlaugargarður, herbergi með teppum og tekki, heilsulind, setustofur og góðir veitingastaðir.
Hótelið er byggt eins og mexíkanskur herragarður með 151 herbergi.
Íburðarmikil málverk á veggjum, efnismikil gluggatjöld, lampar og fallegar tekk mublur prýða hótelið. Herbergin eru loftkæld, öll með baðslopp, hárþurrku, sjónvarpi, öryggishólfi, smábar, síma og svölum eða verönd. Þráðlaus nettenging er í boði í sameiginlegum rýmum og herbergjum. Einnig er Ihome á herbergjum og Nespresso kaffivél.
Hægt er að sérpanta svítur.
Veitingastaðir hótelsins eru nokkrir, opnir á mismunandi tímum. Veitingastaðurinn Veracruz er með girnilegt morgunverðarhlaðborð. Á Bräuhaus er oftast opið fram á kvöld. Þar er falleg verönd og þýskt yfirbragð. Beach Club er með dásamlegt útsýni. Þar fást léttir réttir yfir daginn og oftast fram á kvöld. Tiziano er ,,a la carte" veitingastaður með suðræna miðjarðarhafsrétti.
La Sirena er hádegisverðarstaður við sundlaug. Pancho Villa er mexíkóskur staður sem er oftast opinn á sunnudögum. Opnunartímar geta breyst og upplýsingar um opnununartíma veitingastaðanna og bara má fá í gestamóttöku, en ekki eru allir staðirnir opnir á sama tíma.
Þrír barir eru á Villa Cortes, einn í gestamóttöku, annar er píanóbar, stundum með lifandi tónlist og svo er þægilegur strandbar.
Andrúmsloftið á Villa Cortes er einkar notalegt í garðinum er stór sundlaug og þægilegir sólbekkir. Gengið er beint úr garðinum niður á litla einkaströnd.
Heilsulindin er með tyrknesku baði og fínustu nuddarar auka á vellíðan hótelgesta. Einnig má taka vel á í tækjasalnum eða spila tennis við hótelið.
Villa Cortes er Europe hótel. Þetta er hótel fyrir þá sem vilja vera nálægt strönd í huggulegu umhverfi með fjölbreytta þjónustu.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 20 km
- Miðbær: Í miðbænum
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Í gestamóttöku og þráðlaust á herbergjum
- Herbergi: Tveggja manna herbergi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
-
Veðrið
-
Flugtími
Kef TFS
5 klst
Morgunflug
-
Gjaldmiðill
€Evra
Gengi
-
Bjórverð
2 EUR
-
Rafmagn
220 Volt
Ameríska-Ströndin
Ströndin er á sunnanverði Tenerife er stundum kölluð „Leikvöllurinn“ á eyjunni, sökum fjölbreytta afþreyingarmöguleika. Hvort sem þú vilt slappa af eða sletta ærlega úr klaufunum (nú eða sitt lítið af hvoru), þá er Ameríkuströndin fullkomin. Úrval af veitingastöðum, verslunum, börum og næturklúbbum. Einnig er margt í boði fyrir fjölskylduna eins og vatnasport, bátsferðir, hvalaskoðun og guli kafbáturinn. Fyrir þá sem þurfa smá hreyfingu er hægt að panta sjóskíði, fara í tennis, keilu eða golf á eyjunni. Hægt er að fá upplýsingar um þjónustu og afþreyingu á hótelunum.
Ameríska ströndin er vinsælasta svæðið á suðurhluta Tenerife. Þar er eitthvað fyrir alla, sannkallaður leikvöllur þar sem af nógu er að taka.
Einnig er hægt að gista á öðrum og rólegri stöðum á eyjunni.
Costa Adeje
Afþreying
Einn besti golfvöllur eyjarinnar rétt við ströndina á Costa Adeje. Einnig er hægt að prófa brimbretti, leiga sjóketti eða einfaldlega svamla í rólegheitum í sjónum.
Adeje gerir sig út fyrir fjölbreytta útivist þar sem framboðið er mjög mikið. Náttúrufegurðin gerir þennan stað einkar skemmtilegan, en þrátt fyrir rólegheitin er auðvelt að komast í aðeins meiri fjör og læti, til að mynda á Ameríkuströndinni sem er í aðeins nokkurra mínútna akstursfjarlægð frá Adeje.
Fyrir fjölskyldufólkið
Stutt er í Aqualand og Siam Park, Go Kart og bíó í verslunarmiðstöðinni Gran Sur svo eitthvað sé nefnt.
Los Cristianos
VINSÆLL KOSTUR
Los Cristianos var fiskiþorp sem í gegnum árin stækkaði og varð vinsæll kostur.
Mesta lífið er í kringum göngugötuna sem liggur meðfram ströndinni. Þessi langa göngugata er þekkt fyrir góða veitingastaði, bari og kaffihús sem bjóða upp á fjölbreytta rétti frá öllum heimshornum sem og hefðbundna rétti frá Kanaríeyjum. Á kvöldin færist enn meira líf í hverfið og gleðskapurinn hefst.
Aðalströndin
Aðalströndin er löng, með gylltum fallegum sandi, sléttum sjó og fjölbreyttri skemmtun. Þar er nóg af sólbekkjum og sturtuaðstaða. Næsta strönd er Playa de las Vistas sem er einnig góð strandlengja með gulum, mjúkum sandi og gnægð af fjölbreyttri afþreyingu. Vatnaíþróttir eru mjög vinsælar á þessu svæði en hægt er að skemmta sér á hjólabát eða jafnvel prófa sig áfram á brimbretti.
Verslanir
Aðeins í burtu frá strandlengjunni og göngugötunni er heilt völundarhús af verslunum. Þar eru smáar og stórar verslanir, verslanir sem selja dýra hönnun og verslanakeðjur en allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á þessu svæði. Jafnframt eru þar fjölmörg kaffihús og barir sem dreifast um þessa verslunarparadís.
Vatnagarðar
Vatnagarðarnir Aqualand og hinn stórkostlegi Siam Park, einn af flottustu vatnagörðum í Evrópu, eru í grenndinni og þar eru spennandi rennibrautir og margt fleira skemmtilegt.
Elín Guðrún Sigurðardóttir
Elín flutti til Tenerife árið 2014 og býr þar ásamt eiginmanni og syni.
Elín er fædd á Akranesi árið 1973 og ólst upp í Hvalfjarðarsveit, Borgarfirði. Eftir stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi fór hún að vinna við verslunarstörf. Árið 1998 hóf hún störf hjá Skeljungi og vann þar í 14 ár sem verslunarstjóri og síðan sem verkefnastjóri. Úr olíunni og bensíninu flutti hún sig yfir í skrifstofu-og skólavörur hjá A4 og vann þar í eitt ár sem verslunarstjóri í A4 í Skeifunni. Árið 2014 flutti hún til Tenerife og býr þar í dag ásamt eiginmanni og syni. Hún á einnig uppkomin son sem býr á Íslandi.
Elín mun taka vel á móti VITA farþegum á Tenerife.
Birna Böðvarsdóttir
Birna hefur síðustu ár búið á Tenerife með eiginmanni sínum.
Birna fæddist árið 1967 og ólst upp í Breiðholtinu. Árið 1986 flutti hún til Vestmannaeyja þar sem hún starfaði sem dagmóðir. Árið 2001 flutti hún svo til Akureyrar og starfaði sem verkstjóri við ræstingar. Síðustu ár hefur Birna svo búið á Tenerife ásamt eiginmanni sínum. Þau eiga 5 uppkomin börn og 11 barnabörn sem öll búa á Íslandi. Birna er einstaklega gestrisin og mun taka vel á móti farþegum Icelandair VITA á Tenerife.