Komdu með í notalegt frí á sólströnd Spánar þar sem líflegar og skemmtilegar ferðir eru í boði. Fjölbreytileg dagskrá, hreyfing, gönguferðir og margt fleira. Spilakvöld, spilabingó, dans og góður matur. Í ferðinni er lögð áhersla á samveru, létta dagskrá og skemmtilegar skoðunarferðir en Costa del Sol er áfangastaður sem er þekktur fyrir góða veðráttu, fallegar strendur og góðan mat.
Fararstjóri er Lilja Jónsdóttir en hún hefur verið fararstjóri í skemmtisiglingum og í ferðum „Gott Fólks“ bæði á Benidorm og Tenerife undanfarin ár. Það er alltaf glaumur og gleði í kringjum Lilju. Lilja menntaði sig í Bretlandi og lauk námi frá Ferðamálaskóla Íslands vorið 2010.
Komdu með í notalegt frí á sólströnd Spánar þar sem líflegar og skemmtilegar ferðir eru í boði. Fjölbreytileg dagskrá, hreyfing, gönguferðir og margt fleira. Spilakvöld, spilabingó, dans og góður matur. Í ferðinni er lögð áhersla á samveru, létta dagskrá og skemmtilegar skoðunarferðir en Costa del Sol er áfangastaður sem er þekktur fyrir góða veðráttu, fallegar strendur og góðan mat.
Fararstjóri er Lilja Jónsdóttir en hún hefur verið fararstjóri í skemmtisiglingum og í ferðum „Gott Fólks“ bæði á Benidorm og Tenerife undanfarin ár. Það er alltaf glaumur og gleði í kringjum Lilju. Lilja menntaði sig í Bretlandi og lauk námi frá Ferðamálaskóla Íslands vorið 2010.
Leyfilegt er að taka með sér eina innritaða tösku ef flogið er á almennu farrými. Hún má að hámarki vega 23 kg og heildarumfang (lengd + breidd + hæð) má ekki vera meira en 158 cm, að meðtöldu handfangi og hjólum.
Sjá nánar á vefsíðu Icelandair.
TÍMAMISMUNUR:
Á sumrin er tímamismunurinn tvær klukkustundir, á undan. Á veturnar er tímamismunurinn ein klukkustund á undan.
GREIÐSLUKORT:
Lang flestar búðir og veitingastaðir taka öll helstu kreditkort. Ekki er hægt að treysta því að hægt sé að greiða fyrir vöru eða þjónustu með debetkorti, en að sjálfsögðu er hægt að taka pening út úr hraðbönkum, hvort sem er út á kredit- eða debetkort.
SIESTA
Margir fara í hádegisverðarhlé um miðjan daginn og loka flest þjónustufyrirtæki, skrifstofur og verslanir frá um það bil 13:30 til um það bil 16:30 eða í u.þ.b. 3 tíma.
ÖRYGGI:
Á flestum baðströndum gilda ákveðnar öryggisreglur því ekki eru alls staðar starfsmenn á öryggisvakt. Öryggisreglur eru þannig:
• Rauður fáni: Bannað er að fara í sjóinn. Getur varðað sektum.
• Gulur fáni: Aðgát skal höfð við böð.
• Grænn fáni: Ládeyða, gott baðveður.
SÓLBÖÐ
Ráðlagt er að fara varlega í sólböðin fyrstu dagana eftir komu, eða á meðan húðin er að venjast sólinni. Góð regla er að bera alltaf á sig sólaráburð nokkrum mínútum áður en farið er út í sólina. Bera verður á líkamann með reglulegu millibili til að viðhalda virkni og forðast þannig sólbruna. Munið að drekka nóg af vatni þegar legið er í sólbaði, fyrst og fremst til að forðast sólsting og/eða uppþornun. Einkenni sólstings eru ógleði, þreyta, höfuðverkur og jafnvel hár hiti. Gott ráð við roða eða vægum sólbruna er að bera Aloe Vera- krem eða hreina jógúrt á svæðið. Einnig er ráðlagt að nota höfuðfat til að forðast sólsting.
TRYGGINGAR:
Öllum ferðalöngum er ráðlagt að fara vel yfir sínar tryggingar áður en lagt er af stað í ferðalag og kaupa sérstaka ferðatryggingu sé hún ekki þegar innifalin í korta- eða heimilistryggingu viðkomandi. Einnig er gott að hafa meðferðis tryggingaskírteini frá Tryggingastofnun ríkisins, komi eitthvað óvænt upp á.
APÓTEK:
Apótek bera nafnið Farmacia á spænsku og eru auðþekkt á stórum grænum krossi. Yfirleitt er auðvelt að nálgast lyf í apótekum við minni háttar kvillum. Sum apótek eru með næturopnun og hægt er að fá upplýsingar hjá læknum, leigubílstjórum eða í hótelmóttöku um hvaða apótek er með næturvakt hverju sinni. Annars eru þau opin til 20:00.
LÆKNISÞJÓNUSTA
Ef grunur leikur á veikindum skal hiklaust leita til læknis. Sama á við ef slys verða. Á svæðinu eru læknastofur (Clínica) sem bjóða upp á læknisþjónustu allan sólarhringinn. Þar eru yfirleitt enskumælandi læknar sem geta komið í vitjun á gististaði ef þess er óskað. Einnig bendum við á að móttakan á hótelinu getur verið ykkur innan handar
Mikilvægt er að hafa vegabréf og tryggingarskjöl (bláa alþjóðlega tryggingarskírteinið frá TR E-111) meðferðis þegar læknisaðstoðar er leitað.
BANKAR:
Oftast opnir frá kl. 09:00 til 14:00 alla virka daga. Á laugardögum er stundum opið frá kl. 09:00 til 12:00. Hraðbankar eru víða og mælum við með að nota þá sem eru hjá bankaútibúum. Hægt er að taka út peninga í hraðbönkum, en athugið þá að hafa PIN númer kortsins við hendina. Þegar verslað er út á kredit- og debetkort í búðum er fólk stundum beðið um að sýna vegabréf til að staðfesta að þeir eigi kortið.
KRANAVATNIÐ:
Bragðast ekki vel. Við mælum með að keyptar séu vatnsflöskur í matvöruverslunum til drykkjar og matargerðar.
MOSQUITOFLUGUR:
Lifa hér og því er skynsamlegt að bera á sig svokölluð anti-mosquito krem eða úða þegar rökkva tekur (slík krem/úðar er hægt að kaupa í apótekum og í flestum matvöruverslunum). Við hvetjum ykkur til að leita hiklaust til læknis ef þið fátið slæmt bit.
ÞJÓRFÉ:
Það tíðkast að gefa 5-10% þjórfé fyrir góða þjónustu, og á það sérstaklega við um veitingastaði. Í leigubílum, á kaffihúsum og börum er stundum upphæðin rúnuð að næstu heilu tölu. Oftast er þjórfé skilið eftir á borðinu. Stundum er sérstakt þjónustugjald innifalið.
BÍLALEIGUBÍLAR
Rétt er að hafa í huga að væntanlegur ökumaður þarf að hafa gilt ökuskírteini og vegabréf til að geta tekið bíl á leigu. Við árekstur þarf alltaf að kalla til lögreglu og fylla út skýrslu, bæði fyrir bílaleiguna og leigutaka. Ath. rafræn ökuskirteini eru ekki gild á Spáni.
ALMENNINGSVAGNAR
Ganga yfirleitt á 15-30 mínútna fresti.
LEIGUBÍLAR
Eru þægilegasti ferðamátinn og þá er auðvelt að finna. Bílarnir eru vanalega hvítir að lit með gulu skilti og ljósi á þeim ef þeir eru lausir. Auðveldast er að veifa þeim út á götu eða láta gestamóttöku eða veitingastaði panta þá.
Allir leigubílar eiga að vera með gjaldmæli en þó taka þeir yfirleitt fast verð fyrir ákveðnar vegalengdir. Einnig er hægt að nota bæði Uber og Bolt.
Verð frá: 229.900 kr. á mann m.v. 2 í stúdíó íbúð áSol Puerto Marinameð hálfu fæði
Sjá nánar verð og möguleika á dagafjölda í bókunarvél.
Innifalið: Flug, íslenskir farar- og skemmtanastjórar. Gisting með hálfu fæði, ásamt glasi af borðvíni eða vatni með kvöldverði.
Ekki innifalið: Akstur milli flugvallar og hótels.
Hægt er að nota hvaða upphæð sem er af Vildarpunktum þegar kemur að því að greiða fyrir pakkaferðir.
Á hótelinu eru 343 íbúðir sem skiptast í stúdíóíbúðir og íbúðir með einu til tveimur svefnherbergjum. Íbúðirnar eru rúmgóðar og í þeim er góð birta því veggirnir eru ljósmálaðir og stórir gluggar eru á vistarverum. Parket er á gólfum og sum húsgögn viðarlituð sem gerir hönnunina hlýlega. Í íbúðunum eru svalir með útihúsgögnum en frá flestum svölum er sjávarsýn og góð sól yfir daginn. Í öllum íbúðum er loftkæling, frítt internet, sjónvarp, sími og öryggishólf. Íbúðirnar hafa einnig fullbúið eldhús með ísskáp, örbylgjuofni, kaffivél, tekatli og brauðrist. Baðherbergin eru flísalögð en þar eru baðkar og sturta, hárþurrka og hárvörur.
Á hótelinu eru veitingastaðir sem bjóða upp á alþjóðlega og innlenda rétti af hlaðborði. Þrír barir eru á hótelinu þar sem hægt að panta létta rétti og svalandi drykki hvort sem þú ert í kósý stemningu inni á hótelinu, við sundlaugina eða niðri á strönd. Í næsta nágrenni við hótelið eru svo fjölmargir veitingastaðir og barir og margir strandveitingastaðir sem sérhæfa sig í steiktum fiski. Á hótelinu er svo lítil verslun þar sem hægt er að ná sér í nauðsynjar.
Hótelgarðurinn er stór og fallega hannaður með græn svæði, pálmatré og annan gróður og fallega sundlaug en úr garðinum er útsýni til sjávar. Í kringum sundlaugina og barnasundlaugina er góð sólbaðsaðstaða.
Á daginn er krakkaklúbbur ásamt skemmti- og íþróttadagskrá fyrir alla fjölskylduna en við hótelið eru til dæmis tveir tennisvellir og inni á hótelinu er leikjaherbergi. Á kvöldin eru haldin partý, sýndir söngleikir, skemmtanir og lifandi tónlist. Hótelið er á fallegum stað á ströndinni, rétt við göngugötuna sem liggur meðfram strandlengjunni í Torremolinos og aðeins í stuttri göngufjarlægð frá fjörinu á hafnarsvæðinu. Staðsetning hótelsins er þar af leiðandi góð fyrir þá sem vilja skemmta sér því við höfnina eru spilasalir og veitingastaðir, verslanir, klúbbar, barir og mikið mannlíf. Sol Timor Apartamentos hótelið er frábær kostur fyrir ferðamenn sem vilja vera út af fyrir sig en vera nálægt öllu og njóta þjónustu hótelkeðju.
HEY!
Fjarlægðir
Flugvöllur: 9 km
Strönd: 150 m frá La Carihuela á Montemar svæðinu
Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
Sundlaug
Skemmtidagskrá
Veitingastaður
Bar
Barnadagskrá
Barnaleiksvæði
Barnasundlaug
Gestamóttaka
Íbúðir
Líkamsrækt
Lyfta
Nettenging
Aðgengi fyrir fatlaða: Efri hæðir aðgengilegar með lyftu
Lilja Jónsdóttir hefur starfað í ferðageiranum sl. 30 ár, bæði sem sölumaður, fararstjóri og skemmtanastjóri.
Lilja Jónsdóttir menntaði sig í ferðamálafræðum í Bretlandi og lauk einnig námi frá Ferðamálaskóla Íslands vorið 2010.
Hún hefur verið fararstjóri í skemmtisiglingum um Karíbahafið, a.m.k. tvisvar á ári undanfarin 10 ár. Þau skip sem Lilja hefur siglt með ásamt sínum farþegum eru frá Royal Caribbean Cruise line, Celebrity Cruises, Carnival Cruises og Norwegian Cruise line. Hún hefur einnig verið fararstjóri í skíðaferðum á Ítalíu og með eldri borgara á suðrænum slóðum eins og t.d.Costa del Sol, Benidorm, Mallorca og Tenerife.
Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA