Istanbúl
Ógleymanleg, töfrandi og lífleg
Myndagallerí
Istanbúl er stórborg í Tyrklandi sem liggur á mörkum Evrópu og Asíu. Borgin endurspeglar menningaráhrif mismunandi heimsvelda og er bæði fjölmenn og víðfeðm.
Á hverju götuhorni er gómsætur biti og dásamleg sætindi af ýmsu tagi. Réttir eins og Simit, Lahmacun og Döner Kebab eru hver með sínu sniði og bakkelsið er framandi og skemmtilegt. Verslanir á svæðinu eru einnig áhugaverðar og fjölbreyttar. Það er sérstaklega ánægjulegt að heimsækja litríka markaðinn Grand Bazaar, sem er einn stærsti og elsti markaður í heimi.
Afþreying á svæðinu
Sultanahmet er sjarmerandi og sögulegur miðbær þar sem helstu kennileiti borgarinnar eru samankomin á afmörkuðu svæði. Það er því auðvelt að ferðast fótgangandi og komast yfir mikið á stuttum tíma.
Hin goðsagnakennda og tilkomumikla Bláa moska trónir yfir með mínaret turnana sína og við hliðina á henni er stórmoskan heimsþekkta: Ægisif, Hagia Sophia.
Skemmtilegt er að fara í siglingu um Bospórusundið, sem skilur að evrópska og asíska hluta borgarinnar. Siglingin er í boði á öllum tímum dags, þar á meðal við sólsetur. Frá bátnum er einstakt útsýni yfir borgina.
Það er einnig ómissandi að fara í baðhúsin, sem heimamenn kalla hammam.
Slík heimsókn er yfirleitt margþætt, með stöðvum eins og sánum, gufuböðum, skrúbbherbergjum, saltherbergjum og laugum.
Enn betra er að njóta þessarar baðmenningar í einni af hinum stórfenglegum byggingum frá 17. öld sem Tyrkjaveldið skildi eftir sig.
Sagan
Saga borgarinnar er rík og spannar meira en tvö þúsund ár. Í dag er Istanbúl ekki aðeins söguleg perla heldur einnig mikilvæg menningar- og viðskiptaborg Tyrklands. Hún stendur sem lifandi minnisvarði um liðna tíma og sýnir hvernig saga og nútími mætast á ógleymanlegan hátt.
Gömul arfleifð blandast saman við nútímann og myndar fallegt og sjarmerandi umhverfi. Með heimsókn til Istanbúl stígurðu inn í hjarta heimssögunnar. Istanbúl er ógleymanleg, töfrandi og lífleg.
-
Veðrið
-
Flugtími
Kef IST
7,5
Morgunflug
-
Gjaldmiðill
EUREvra
Gengi