fbpx Morgado í Portúgal | Vita

Morgado í Portúgal

36 holu golfparadís í Algarve

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Golfbíll innifalinn og ótakmarkað golf!

Hægt er að sjá allar dagsetningar og flugtíma í bókunarvél hér til hægri.

Morgado er í Algarve héraði í Portúgal, staðsett í fallegum dal á milli Monchique hæðarinnar og Poritmao. Frá flugvellinum í Faro er u.þ.b. 45 mín akstur og 70 km. Sjá kort.

Í stórkostlega fallegri náttúru eru tveir spennandi en ólíkir golfvellir við nýlegt hótel. Klúbbhúsið og hótelið eru lágreistar byggingar sem falla einstaklega vel inn í umhverfið.

Morgado golfvöllur var opnaður 2003 og er par 73. Hann er 5.875m langur af gulum teigum og 4.824 m af rauðum teigum. Brautirnar eru nokkuð opnar, stórar flatir sem gaman er að slá inná og það þarf að vanda sig að pútta því þær geta verið hraðar. Stórkostlegt útsýni er yfir fallega náttúruna sem er einkenni þessa vallar. Morgado er nokkuð auðveldur í göngu. Sjá skorkort.

Alamos er styttri en ekki síður spennandi. Alamos var opnaður 2006 og er par 71. Hann er 5.055m af gulum teigum og 4.291m af rauðum teigum. Þrátt fyrir að völlurinn er stuttur þarf að vanda sig til að ná góðu skori á þessum bráðskemmtilega velli. Sjá skorkort

Báðir vellirnir eiga það sameiginlegt að vera umkringdir einstakri náttúru og frá völlunum er enga byggð að sjá og kyrrð og ró svífur yfir staðnum. Fyrir framan klúbbhúsið er glæsilegt æfingasvæði, talið með þeim betri í Evrópu, með 2 "driving range" púttflötum og vippflötum.
Hér er hægt að skoða kynningarmyndaband um vellina.

Í 30 mín. akstursleið frá Morgado er stórkostlegur golfvöllur Onyria Palmares. Völlurinn var nýlega kosinn besti golfvöllur Evrópu og einstakt tækifæri er að prófa þessa perlu í ferðinni. Nánari upplýsingar hjá fararstjóra erlendis.

Það er ekki langt í líf og fjör en önnur stærsta borgin í Algarve héraðinu Portimao er í aðeins 15 mín. akstursfjarlægð frá Morgado. Carvoeiro er lítill strandbær og þangað er u.þ.b. 25 mín akstur. 

 

Sjá nánar um Morgado
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Innifalið á Morgado

 • Flugupplýsingar

 • Hagnýtar upplýsingar

Morgado umsögn

Við höfum farið með stóra hópa í félagsferðir til Morgado, en sá staður hefur hentað okkur fullkomlega. 

Tveir frábærir golfvellir, hvor með sinn karakter, fyrsta flokks hótel og úrvals þjónusta, eru nokkrar ástæður fyrir því að Morgado hentar einstaklega vel fyrir kylfinga af öllu getustigi. Peter og starfsfólk hans hjá VITAgolf fá hæstu einkunn fyrir alla aðstoð í undirbúningi og á meðan ferð stendur, en allt hefur staðist 100% 

Kærar þakkir og kveðjur frá GKG-ingum.

- Úlfar og Agnar Már - október 2021

Gististaðir

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef Fao

  4,10 klst

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

 • Golf

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun