Morgado í Portúgal

36 holu golfparadís í Algarve.

 • Pakkaferðir
  +
  -
  +
  -
  +
  -

  Verð frá

  197.000 kr    og 12.500 Vildarpunktar** Á mann í tvíbýli í 8 nætur, golfbíll innifalinn

 • Flug

Myndagallerí

Golfbíll alla daga (ótakmarkað) innifalið!

Morgado er í Algarve héraði í Portúgal, staðsett í fallegum dal á milli Monchique hæðarinnar og Poritmao. Frá flugvellinum í Faro er u.þ.b. 45 mín akstur og 70 km. Sjá kort.

Í stórkostlega fallegri náttúru eru tveir spennandi en ólíkir golfvellir við glænýtt hótel. Klúbbhúsið og hótelið eru lágreistar byggingar sem falla einstaklega vel inní náttúru staðarins.

Morgado golfvöllur var opnaður 2003 og er par 73. Hann er 5.875m langur af gulum teigum og 4.824 m af rauðum teigum. Brautirnar eru nokkuð opnar, stórar flatir sem gaman er að slá inná og það þarf að vanda sig að pútta því þær geta verið hraðar. Stórkostlegt útsýni er yfir fallega náttúruna sem er einkenni þessa vallar. Morgado er nokkuð auðveldur í göngu. Sjá skorkort.

Alamos er styttri en ekki síður spennandi. Alamos var opnaður 2006 og er par 71. Hann er 5.055m af gulum teigum og 4.291m af rauðum teigum. Þrátt fyrir að völlurinn er stuttur þarf að vanda sig til að ná góðu skori á þessum bráðskemmtilega velli. Sjá skorkort

Báðir vellirnir eiga það sameiginlegt að vera umkringdir einstakri náttúru og frá völlunum er enga byggð að sjá og kyrrð og ró svífur yfir staðnum. Fyrir framan klúbbhúsið er glæsilegt æfingasvæði, talið með þeim betri í Evrópu, með 2 "driving range" púttflötum og vippflötum.
Hér er hægt að skoða kynningarmyndaband um vellina.

Í 30 mín. akstursleið frá Morgado er stórkostlegur golfvöllur Onyria Palmares. Völlurinn var nýlega kosinn besti golfvöllur Evrópu og einstakt tækifæri er að prófa þessa perlu í ferðinni. Nánari upplýsingar hjá fararstjóra erlendis.

Það er ekki langt í líf og fjör en önnur stærsta borgin í Algarve héraðinu Portimao er í aðeins 15 mín. akstursfjarlægð frá Morgado. Carvoeiro er lítill strandbær og þangað er u.þ.b. 25 mín akstur. 
Hér er hægt að lesa meira um svæðið.

Sjá nánari ferðalýsingu
 • Pakkaferðir
  +
  -
  +
  -
  +
  -

  Verð frá

  197.000 kr    og 12.500 Vildarpunktar** Á mann í tvíbýli í 8 nætur, golfbíll innifalinn

 • Flug

Morgado - Portúgal

Í byrjun október var ég þátttakandi í golfferð til Morgado í Portúgal með VITAgolf.

Ég vill þakka Vitagolf fyrir frábæra ferð. Vellirnir, umhverfið, aðstaðan og ekki hvað síst þjónustan voru eins og best verður á kosið. Boðið var uppá tvo 18 holu velli, mjög ólíka, annar langur par 73 með talsverðri víðáttu, hinn styttri par 71, meiri staðsetningarvöllur. Báðir vellirnir eru í einstaklega fallegu umhverfi og vel hirtir. Við komuna fengum við „okkar“ golfbíl, þ.e. við höfðum sama bílinn allan tímann.  Mjög þægilegt fyrirkomulag. Við skiluðum honum á kvöldin í hleðslu, gátum skilið eftir okkar dót og kylfurnar þrifnar. Ótakmarkað golf og fríir æfingaboltar á mjög góðu æfingasvæði.

Herbergin eru stór, vel innréttuð og þrifnaður til fyrirmyndar. Allt þjónustufólkið, hvort sem var á barnum eða í golfbílaafgreiðslunni voru einstaklega lipur og brosmild. Maturinn var góður og boðið var upp á ekta grill með nokkrum tegundum af sósum. Vitagolf hafði samið við hótelið um 6 evru gjald fyrir drykki með matnum og þá var innifalið ótakmarkað vatn, gos, bjór, hvítt og rautt að vild. Afar hagstætt boð sem flestir nýttu sér.

Davíð fararstjóri stóð sig mjög vel, með allt vel skipulagt, við áttum fyrirfram bókaða teiga alla morgna og Davíð aðstoðaði okkur við að bóka seinni hringinn. Ekki var svo veðrið til þess að spilla ánægjunni. Varla sást skýhnoðri á himin og hitastigð 24+ alla dagana. Ég hef ekki mikla reynslu af skipulögðum golfferðum, en þessi ferð kom þægilega á óvart. Ekki spurning um að við hjónin munum nýta okkur VITAgolf á næsta ári.

Takk kærlega fyrir mig og mína. 
Einkunn: 9,8 af 10 mögulegum

 

- Hákon Hákonarson GR, 20 okt. 2016

 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef -> Fao

  4,10 klst

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Gististaðir

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Tengdar ferðir