fbpx Islantilla á Spáni | Vita

Islantilla á Spáni

Vinsælasti áfangastaður íslenskra kylfinga í 25 ár!

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Vinsælasti áfangastaður íslenskra kylfinga í 25 ár! Endurbætt og betra hótel. Ótakmarkað golf með golfbíl.

Hægt er að sjá allar dagsetningar og flugtíma í bókunarvél hér til hægri.

Í ágúst 2019 urðu eigendaskipti á Islantilla Golf Resort. Nýir eigendur ákváðu að fara út í endurbætur á hótelinu sem var lokað meðan á framkvæmdum stóð eða frá 1. nóv 2019 til 20. mars 2020. 

Hér eru taldar upp helstu breytingar sem hafa verið gerðar á hótelinu:

 • Herbergin: Alveg nýtt útlit, ekkert teppi og nýtt sjónvarp.
 • Almenn svæði: Gestamóttaka, gangur og sundlaugasvæði hafa verið endurnýjuð.
 • Veitingastaður: Bæði veitingastaður og barinn hafa fengið nýtt og bjartara útlit.
 • Annað: Ýmislegt sem gestir sjá ekki endilega, svo sem loftræsting, vatnslagnir,svalir og aðrar viðgerðir.

Islantilla er í Andalucia héraði ekki svo langt frá landamærum Portúgals. Aksturinn frá Faro flugvelli til Islantilla tekur u.þ.b. 1 klst. og 5 mín.  Sjá kort.

Það er ekki að ástæðulausu sem Islantilla Golf hefur notið ómældra vinsælda farþega okkar sl. ár. Margir sækja þangað ár eftir ár enda hentar völlurinn kylfingum með mismunandi getu og flestum líkar afar vel hinar breiðu brautir og stóru flatir vallarins. 

27 holu golfvöllur hótelsins er með gott æfingasvæði til að æfa höggin og stutta spilað á bæði púttflöt og flöt til að vippa inná. Klúbbhúsið er beint á móti hótelinu. Nýtt! Kylfuleiga sem sendir kylfur til Islantilla ef farþegar óska eftir að fá leigðar kylfur. Nú er hægt að fá leigt sett á staðnum fyrir þá sem vilja ferðast létt. Í Islantilla bænum er lítill verslunarkjarni og þar er m.a. apótek, ýmsar verslanir og matvöruverslun. Meðfram strandlengjunni eru veitingastaðir og barir. Video kynning frá Islantilla

 

Sjá nánar um Islantilla
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Innifalið á Islantilla

 • Flugupplýsingar

 • Hagnýtar upplýsingar

Gististaðir

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef FAO

  4,10 klst

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

 • Golf

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun