fbpx Palmares í Portúgal | Vita

Palmares í Portúgal

Lúxus 5 stjörnu hótel við stórkostlegan 27 holu golfvöll!

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Ferðir í haust 2023
3 - 13.  október
13 -23. október

ATH: Í þessum ferðum er enginn fararstjóri. Það er mjög takmarkað framboð eða 16 manns og því upplagt fyrir litla hópa eða fólk sem þekkist vel, t.d. tvenn hjón.

Palmares Beach House Hótel er lítið 20 herbergja lúxus hótel. Staðsett á hinum stórkostlega 27 holu Palmares golfvelli og í aðeins 700 metra fjarlægð frá ströndinni. Palmeras Beach House Hotel og golfvöllurinn eru skammt frá hinum sögufræga bæ, Lagos í Portúgal sem á sér yfir 2000 ára sögu en þar búa nú um 18,0000.- manns.  Lagos Frá Palmeras er um 10-15 mín. akstur og þar má finna veitingastaði, verslanir og ýmsa þjónustu. Hótelið er afar fallegt, telur 20 herbergi/svítur í ljósum mjúkum litum með rúmgóðum svölum og er aðeins fyrir fullorðna.  Allar svíturnar skarta dásamlegri útsýn yfir „links“ brautir Palmeras vallarins, Meia Praia ströndina, Lagos og Lagos flóann. Hótelið er staðsett milli „links“ brautanna og golfskálans og fellur einstaklega vel inn í náttúruna enda var leitast við að halda í náttúrulegt umhverfi, ró og slökun við byggingu þess. Veitingastaður hótelsins býður upp á ferska Miðjarðarhafsmatargerð í notalegu umhverfi.  

Golfvöllurinn er hannaður af Robert Trent Jones Jr og hefur verið einn mest verðlaunaðasti golfvöllur Portúgals í gegnum árin sem og í 26 sæti af 100 bestu golfvöllum í Evrópu 2018. Hann samanstendur af þremur 9 holu slaufum: Alvor, Lagos og Praia hver með sínu einkenni. Með fallegu útsýni og 9 holu links völlinn við ströndina býður Palmares golfvöllurinn uppá einstaka upplifun. 

Klúbbhúsið á Palmares er mjög nýtískulegt með stórkostlegu útsýni yfir golfvöllinn, ströndina og sjóinn. Í klúbbhúsinu er veitingarstaðurinn Al Sud sem hefur fengið Michelin stjörnu. 

Flogið er í beinu leiguflugi til Faro með Icelandair. Palmares er um einn klukkutími akstur frá flugvelli. 

 

Rástímar Páskar 4.-13. apríl:

05-04-2023: 08:51, 09:00, 09:09
06-04-2023: 08:51, 09:00, 09:09
07-04-2023: 08:51, 09:00, 09:09
08-04-2023: 08:51, 09:00, 09:09
09-04-2023: 08:51, 09:00, 09:09
10-04-2023: 08:51, 09:00, 09:09
11-04-2023: 08:51, 09:00, 09:09
12-04-2023: 08:51, 09:00, 09:09

Rástímar í haust 

3.-13. október:
04-10-2023: 09:00-09:27
05-10-2023: 08:06-08:33
06-10-2023: 09:18-09:45
07-10-2023: 12:27-12:54
08-10-2023: 09:18-09:45
09-10-2023: 09:18-09:45
10-10-2023: Frídagur
11-10-2023: 09:18-09:45
12-10-2023: 09:18-09:45

13.-23. október
14-10-2023: 09:09-09:36
15-10-2023: 09:18-09:45
16-10-2023: 09:18-09:45
17-10-2023: 09:18-09:45
18-10-2023: 09:18-09:45
19-10-2023: 09:18-09:45
20-10-2023 Frídagur
21-10-2023: 09:18-09:45
22-10-2023: 09:18-09:45

 

*Aukagolf eftir fyrstu 18 holurnar er eingöngu hægt að panta og borga á staðnum og fer eftir hvaða rástímar eru lausir hverju sinni. Verð á mann 92 evrur fyrir 18 holur með golfbíl eftir kl 14:00.

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Innifalið

  • Flugupplýsingar

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef FAO

    4

    Morgunflug

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun