fbpx Vetrarsól í Karíbahafi | Vita

Vetrarsól í Karíbahafi

með Celebrity Apex

Bókaðu þína ferð

Myndagallerí

Á skemmtiferðaskipi suður um höf 

Celebrity Apex
19. febrúar - 01. mars 
Fararstjóri: Lilja Jónsdóttir

 

Orlando og Key West á Flórída - Bimini á Bahamas - Puerto Plata í Dómíníska lýðveldinu og Grand Turk á Turks & Caicos 

Stutt ferðalýsing:
Flogið til Orlando í Flórída með Icelandair 19. febrúar. Gist í Orlando í 2 nætur áður en haldið er í siglinguna sem tekur 7 daga.  Á þessum 7 dögum verður komið við á Key West ásamt þremur yndislegum eyjum í Karíbahafinu. Fyrsta stopp er á Key West þaðan sem siglt verður til Bimini á Bahamas, svo Puerto Plata í Dómíníska lýðveldinu og að síðustu Grand Turk á Turks & Caicos. Einnig eru 2 dagar á sjó þar sem hægt verður að njóta alls þess sem þetta frábæra skip,Celebrity Apex, hefur uppá að bjóða. Eftir siglingu er síðan komið aftur til Orlando og flogið heim seinni partinn..

Um skipið
Celebrity Apex er annað skipið í Edge-flokki Celebrity Cruises og var tekið í notkun árið 2021. Skipið var hannað á nútímalegan hátt með áherslu á lúxus og nýstárlega tækni, sem gerir það að einstöku skemmtiferðaskipi.
Hvert einasta skref við hönnunina, frá fyrstu skissum upp í sýndarveruleika, var unnið í þrívídd. Hönnunin á skipinu er í algjörum sérklassa, algjört augnakonfekt og hönnunarsprengja fyrir fagurkera. Celebrity Apex býður upp á einstaka blöndu af lúxus, nýsköpun og þægindum, sem gerir það að frábæru vali fyrir þá sem vilja upplifa nútímalega og glæsilega siglingu.

Flugtafla:

Flugnúmer Dags Flugvöllur Brottför Flugvöllur Lending
FI 689 19. febrúar Keflavík 17:15 Orlando Int. 20:35
FI 688 28. febrúar Orlando Int. 17:55 Keflavík 06:15 + 1

Siglingaleið:

Dagur Áfangastaður  Koma Brottför
21. febrúar Orlando ( Port Canaveral), Flórída    15:30
22. febrúar Key West, Flórída 10:30 17:00
23. febrúar Bimini, Bahamas 08:00 17:00
24. febrúar Á siglingu    
25. febrúar Puerto Plata, Dómíníska lýðveldið 08:00 18:00
26.febrúar Grand Turk, Turks & Caicos 08:00 17:00
27.febrúar Á siglingu    
28. febrúar Orlando, ( Port Canaveral ), Flórída  07:00  

 


Florida Hotel_3.jpg

Fimmtudagur 19. febrúar -  Ferðin hefst Keflavík - Orlando
Flogið er með Icelandair seinnipart 19.febrúar eða um klukkan 17:15 og áætluð lending í Orlando kl. 20:35. Rútan bíður hópsins og ekið er beint á The Florida Hotel & Conference Center þar sem gist er í 2 nætur fyrir siglingu.


florida-hotel-pool-view.jpg

Föstudagur 20. febrúar Orlando, Flórída
Frjáls dagur að njóta á hótelinu sem er við Florida Mall þar sem yfir 160 verslanir eru. Einnig er mikið úrval veitingastaða í verslunarmiðstöðinni og allt um kring. Einnig er hægt að njóta í notalegum sundlaugargarði hótelsins.   


the_ Florida_ Hotel_Conference_ Center

Laugardagur 21. febrúar Orlando  - Celebrity  Apex
Eftir morgunverð er ekið til Port Canaveral og tekur aksturinn rúmlega eina klukkustund. Upp úr hádegi er komið að Port Canaveral og innritað í skip. Upplagt að nýta sér hádegisverðarhlaðborðið áður en útsýnis er notið í útsiglingunni. Celebrity Apex leggur úr höfn kl.15:30


celebrity_apex.jpg

Sunnudagur 22. febrúar  Key West, Flórída
Þegar Celebrity Apex leggst að bryggju í Key West, fáum við að upplifa litríkan, afslappaðan og einstakan stað sem þekktur er fyrir sjarma, sögu og afslappað andrúmsloft. Þetta er syðsti punktur meginlands Bandaríkjanna og fullkominn staður til að njóta í einn dag.


key-west.jpg

Mánudagur 23. febrúar Bimini, Bahamas
Bimini, einn nálægasti eyjaklasi Bahamaeyja við Flórída,  aðeins um 80 km frá Miami og býður upp á einstaklega tærar strendur, rólegt andrúmsloft og afslappað Bahama-viðmót. Eyjarnar samanstanda af North Bimini og South Bimini sem eru frægar fyrir náttúrufegurð, sjávarævintýri og áhugaverða sögu.


bimini.jpg

Þriðjudagur 24. febrúar  Á siglingu
Njótið þess að skoða skipið, leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð - eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur.
Matur og drykkur allan daginn, svo bíður 3ja rétta kvöldverður og glæsileg sýning um kvöldið. 


celebrity_edge_magic_carpet.jpg

Miðvikudagur 25. febrúar  Puerto Plata, Dóminíska Lýðveldið.
Puerto Plata er elsta borgin í norðurhluta Dóminíska lýðveldisins og mikill ferðamannastaður. Borgarmyndin er heillandi, hafið umlykur borgina og í baksýn gnæfa fjöllin yfir hana. Skemmtilegt er að heimsækja lifandi hafnarsvæðið, Malecon, en þar eru litríkar verslanir og fjöldi bygginga frá 19. öld. Borgin er fræg fyrir Parque Independencia (eða Parque Central) en garðurinn er fullur af fallegum pálmatrjám og byggingum í viktorískum stíl. Í Puerto Plata er hægt að fara með kláfum upp í fjöllin og virða fyrir sér stórbrotið útsýni yfir borgina. Einnig er hægt að heimsækja kakóræktun.


puerto_plata_dominican_republic_2.jpg

Fimmtudagur 26. febrúar  Grand Turk, Turks & Caios 
Grand Turk er höfuðeyja Turks og Caicos-eyja og sannkölluð karabísk paradís. Eyjan er þekkt fyrir töfrandi hvítar strendur, tærblátt haf, og rólega, afslappaða stemmingu. Hún er líka sögulega merkileg – hér er talið að Kristófer Kólumbus hafi fyrst stigið á land í árið 1492.


cel_at_resort_deck_6.jpg

Föstudagur 27. febrúar  Á siglingu
Síðasta dagsins er notið á skipinu. Hvort sem kosið er að vera úti á dekki í sólinni og láta stjana við sig og skemmta af starfsfólki skipsins eða vera innandyra þar sem margt er um að vera, hvort sem er útsölur á göngugötunni, taka á því í ræktinni, láta stjana við sig í nuddi eða öðru í heilsulindinni, eða bara njóta þessa að vafra um skipið.


cel_at_grand_plaza.jpg

Laugardagur 28. febrúar  Orlando - Kennedy Space Center - heimferð
Celebrity Apex leggur að bryggju í Orlando klukkan 07:00 og þá er að njóta síðasta morgunverðarins í skipinu. Farið frá borði um klukkan 09:00 þar sem rútan bíður hópsins. Stoppað er við Kennedy Space Center þar sem gestir fá tækifæri til að skoða það sem miðstöðin hefur upp á að bjóða, áður en haldið er út á flugvöll.
Flug Icelandair er með brottför kl. 17:55  áætluð lending kl 06:15 að morgni 01. mars


kennedy_space_center.jpg

 

 

Sjá nánari ferðalýsingu
Bókaðu þína ferð
  • Hagnýtar upplýsingar

  • Verð og innifalið

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef MCO

    8

    Eftirmiðdagsflug

  • Gjaldmiðill

    USD

    Dollar

    Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun