Vetrarsól í Karíbahafi
Arúba, Bonaire og Grand Cayman
Myndagallerí
Sól og hiti í febrúar - Sigling í Karíbahafinu
Celebrity Eclipse
24. febrúar - 9. mars
Fararstjóri: Kristjana Lilja Wade
Orlando og Ft. Lauderdale, Flórída - Kralendijk, Bonaire - Oranjestad, Aruba - George Town, Grand Cayman.
Stutt ferðalýsing
Flogið með Icelandair einni partinn 24. febrúar, lending í orlando og ekið beint á hótel þar sem gist er í Orlando í 3 nætur fyrir siglingu. Í siglingunni er komið við á þremur yndislegum eyjum í Karíbahafinu sem eru. Bonaire, Aruba og Grand Cayman áður en haldið er aftur til Flórida og komið í lang í Ft. Lauderdale. Ekið aftur til Orlando þar sem gist er eina nótt áður en haldið er heim á leið.
Flugtafla
Flugnúmer | Dags | Flugvöllur | Brottför | Flugvöllur | Lending |
---|---|---|---|---|---|
FI689 | 24. febrúar | Keflavík | 17:15 | Orlando | 20:35 |
FI688 | 09. mars | Orlando | 18:55 | Keflavík | 06:15+1 |
Siglingarleið
Dagur | Áfangastaður | Koma | Brottför |
---|---|---|---|
27. febrúar | Ft. Lauderdale, Flórída | 15:30 | |
28. febrúar | Á siglingu | ||
1. mars | Á siglingu | ||
2.mars | Kralendijk, Bonaire | 09:00 | 18:00 |
3. mars | Orenjestad, Aruba | 08:00 | |
4. mars | Orenjestad, Aruba | 16:00 | |
5. mars | Á siglingu | ||
6. mars | George Town, Grand Cayman | 08:00 | 18:00 |
7. mars | Á siglingu | ||
8. mars | Ft. Lauderdale | 07:00 |
Ferðatilhögun.
Mánudagur 24. febrúar. Keflavík - Orlandó
Flogið með Icelandair seinni part 24. febrúar eða um kl. 17:15 og lent í Orlando kl: 20:35 að staðartíma. Flugið tekur tæpa 8 klst. Þegar komið er út út flugstöðinni bíður rútan eftir hópnum og ekið á hótel Home2 Suites by Hilton Orlando South Park þar sem gist er næstu þrjár næturnar.
Þriðjudagur 25. og miðvikudagur 26. febrúar
Tveir fyrstu dagarnir teknir rólega í Orlando. hægt að að skoða næsta umhverfi, fara í búðir eða bara að njóta veðursins og leggjast á bekk við sundlaugina.
Fimmtudagur 27. febrúar Orlando - Celebrity Eclipse
eftir morgunverð er ekið til Ft. Lauderdale og tékkað inn um hádegisbil. Gott að nýta tímann fram að brottför að finna klefann sinn, fá sér léttan hádegisverð þar sem mikið úrval er að mags konar réttum eða ganga um skipið og byrja að njóta. Þegar kemur að brottför er gaman að koma sér fyrir á góðum stað uppi á þilfari og fylgjast með þegar Eclipse siglir út innsiglinguna að Port Everglades höfninni.
Föstudagur 28. og laugardagur 1. mars Á siglingu
Fyrstu tveir dagarnir eru á sjó og siglt suður Karíbahaf og alla leið að norðurströndum Suður- Ameríku. Á fyrri deginum er gott að nota morgunin í að skoða skipið og mun fararstjóri ganga um skipið og kynna það fyrir hópnum svo auðveldara sé að rata um það. Mikið er um að vera þessa daga sem skipið er á siglingu og hægt að velja úr alls konar kynningum, námskeiðum eða bara að njóta þess að njóta sólar og þjónustu um borð sem er fyrsta flokks, hvort sem það er að láta dekra við sig í nuddi eða snyrtingu eða bara á sundlaugardekkinu. á kvöldin eru síðan 3ja rétta máltíðir auk þess að fara í leikhúsið eða njóta tónlistar frá frábærum listamönnum sem eru um allt skip.
Sunnudagur 2. mars Kralendijk, Bonaire
Kyrrlætið einkennir Kralendijk, höfuðborg Bonair-eyju sem tilheyrir Hollensku Attillaeyjum. Þó er litagleðin við völd í kalksteinshúsunum þar sem bleikir, appelsínugulir og lime-grænir litir kallast á. Bonaire er þekkt fyrir frábærar aðstæður til köfunar, sjávargrunnið í kringum eyjuna er einn stór
vatnasportgarður, en ekki síður fyrir breiður flamingófugla, góðar gönguleiðir og eina spilavítið í Karíbahafi þar sem berfættir eru boðnir velkomnir
Mánudagur 3. og þriðjudagur 4. mars. Oranjestad, Arúba
Tveir dagar á þessari yndislegu eyju, Celebrity Eclipse leggur að bryggju kl 8 að morgni 3. mars og fer ekki fyrr en kl 16:00 daginn eftir.
Á hrífandi fagurri suðurströnd Arúba stendur höfuðstaður eyjunnar, Oranjestad. Útskornar hurðir í bland við hefðbundnar hollenskar flísar og opnar verandir á marglitum, reisulegum húsunum ljá þessum gamla hollenska höfuðstað eyjunnar einstaklega sjarmerandi blæ. Hér mættust ólíkir siðir og venjur frumbyggjanna og hollensku nýlenduherranna og til varð einstaklega heillandi samfélag. Þeir sem heimsækja eyjuna í dag geta notið þess besta úr báðum menningarheimum auk þess að njóta fegurðar strandlengjunnar, frábærra aðstæðna til köfunar og spennandi næturlífs.
Miðvikudagur 5. mars Á siglingu
Heill dagurtil að njóta lífsins um borð í skipinu, sem nu siglir til Grand Cayman. Njótið þess að skoða skipið, leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð - eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur. Matur og drykkur allan daginn, svo bíður 3ja rétta kvöldverður og glæsileg sýning um kvöldið.
Fimmtudagur 6. mars George Town, Grand Cayman.
George Town er litrík og leiftrandi borg, þar sem allir ættu að geta upplifað ævintýri við sitt hæfi, hvort sem það er með því að sleppa sleppa fram af sér beislinu í tollfrjálsum verslunum eða sökkva sér í snorkl, leggjast í bátsferðir eða á silkimjúkar sandstrendur, nú eða heilsa upp á viðkunnanlegar
stingskötur við næsta sandrif.
Föstudagur 7. mars. Á siglingu
Síðasta dagsins er notið á skipinu. Hvort sem kosið er að vera úti á dekki í sólinni og láta stjana við sig og skemmta af starfsfólki skipsins eða vera innandyra þar sem margt er um að vera, hvort sem er útsölur á göngugötunni, taka á því í ræktinni , láta stjana við sig í nuddi eða öðru í heilsulindinni, eða bara njóta þessa að vafra um skipið.
Laugardagur 8. mars Ft. Lauderdale og Orlando
Celebrity Eclipse leggur að bryggju í Ft. Lauderdale kl. 07:00 og þá er að njóta síðasta morgunverðarins í skipinu. Farið frá borði um kl. 09:00 og ekið sem leið lyggur til Orlando og síðasta nóttin aftur á hóteli í Orlando. Dagsins og kvöldsins notið í Orlando áður en haldið er heim á leið.
Sunnudagur 9. mars Heimferð.
Morgunverður á Home2 Suites by Hilton Orlando South Park og eftir að tékkað er út er haldið út á flugvöll. Flogið er heim með Icelandair FI 688 og áætluð brottför kl. 18:55 og lending í Keflavík. kl 06:15 að morgni 10. mars.
-
Flugtími
Kef MCO
8
Eftirmiðdagsflug
-
Gjaldmiðill
USDDollar
Gengi