fbpx Róm | Vita

Róm

Hið ljúfa líf

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Róm  - Borgin eilífa og dásamlega

Beint flug með Icelandair

20. - 24. september, 4 nætur
11. - 15. október, 4 nætur

Í Rómarborg er meira að skoða en í nokkurri annarri borg í heiminum og aðeins er hægt að krafsa í yfirborðið á fáum dögum. Helsti kostur borgarinnar er þó að stutt er á milli allra áhugaverðu staðanna en það er þægilegt að ganga í Róm og alls staðar eru garðar og torg til að hvíla lúin bein. 

Fáar borgir vekja aðra eins aðdáun og heilla jafn mikið og Rómarborg þar sem fortíð og nútíð renna saman á einstakan máta.
Borgin eilífa hefur hún verið kölluð og ber nafn með rentu. Rómaborg hefur um aldir verið sögusvið keisara, páfa og pílagríma sem lagt hafa leið sína til borgarinnar. Engin borg stenst samanburð við Róm þegar kemur að sögufrægum stöðum og byggingum. Hér er Péturskirkjan, Vatíkanið, Sixtínska kapellan með stórkostlegum málverkum eftir Michelangelo og aðra listamenn, Rómartorgið eða Foro Romano, Kólósseum, Panþeon og Navónutorg. 

Risavaxið listasafn

Hér skópu frægustu meistarar endurreisnarinnar og barrokktímans sín fegurstu verk sem gera borgina að risavöxnu listasafni. Róm er líka borg hinna glæsilegu gosbrunna og er Trevíbrunnurinn líklega þekktastur eftir að Fellini notaði hann í atriði í mynd sinni Hið ljúfa líf, La Dolce Vita. 

Tískan

Róm er líka ein af háborgum tískunnar og engir eru Ítölum fremri þegar kemur að hönnun og tísku. Það er gaman að versla í Róm, hvort sem er í verslunum heimsfrægra hönnuða, í freistandi sérverslunum við Spænsku tröppurnar eða á hinum líflega flóamarkaði, Porta Portese. 

Kvöldin í Róm

Kvöldin í Róm eru seiðmögnuð og eftir dýrlegan málsverð að hætti Rómverja, sem enn velja hráefnið af sömu kostgæfni og keisararnir, er lagt út í nóttina og hið ljúfa líf tekur við.

Aðventan

Það sem færri vita er að aðventan í Róm er dásamleg og jólamarkaðir eru um alla borg. Þann 8. desember er mikil hátíð þegar páfinn messar við Spænsku tröppurnar og þúsundir manna fylgjast með.

Nánari ferðalýsing
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Hagnýtar upplýsingar

 • Skoðunarferðir

 • Verslun og þjónusta

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef FCO

  4,5 klst

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

 • Rafmagn

  220

 • Bjórverð

  Meðalverð 5-7 EUR

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun