Róm
Hið ljúfa líf
Myndagallerí
Róm - Á eigin vegum
Lækkaðu verð ferðarinnar með Vildarpunktum!
Í Rómarborg er meira að skoða en í nokkurri annarri borg í heiminum og aðeins er hægt að krafsa í yfirborðið á fáum dögum. Helsti kostur borgarinnar er þó að stutt er á milli allra áhugaverðu staðanna en það er þægilegt að ganga í Róm og alls staðar eru garðar og torg til að hvíla lúin bein.
Fáar borgir vekja aðra eins aðdáun og heilla jafn mikið og Rómarborg þar sem fortíð og nútíð renna saman á einstakan máta.
Borgin eilífa hefur hún verið kölluð og ber nafn með rentu. Rómaborg hefur um aldir verið sögusvið keisara, páfa og pílagríma sem lagt hafa leið sína til borgarinnar. Engin borg stenst samanburð við Róm þegar kemur að sögufrægum stöðum og byggingum. Hér er Péturskirkjan, Vatíkanið, Sixtínska kapellan með stórkostlegum málverkum eftir Michelangelo og aðra listamenn, Rómartorgið eða Foro Romano, Kólósseum, Panþeon og Navónutorg.
Risavaxið listasafn
Hér skópu frægustu meistarar endurreisnarinnar og barrokktímans sín fegurstu verk sem gera borgina að risavöxnu listasafni. Róm er líka borg hinna glæsilegu gosbrunna og er Trevíbrunnurinn líklega þekktastur eftir að Fellini notaði hann í atriði í mynd sinni Hið ljúfa líf, La Dolce Vita.
Tískan
Róm er líka ein af háborgum tískunnar og engir eru Ítölum fremri þegar kemur að hönnun og tísku. Það er gaman að versla í Róm, hvort sem er í verslunum heimsfrægra hönnuða, í freistandi sérverslunum við Spænsku tröppurnar eða á hinum líflega flóamarkaði, Porta Portese.
Kvöldin í Róm
Kvöldin í Róm eru seiðmögnuð og eftir dýrlegan málsverð að hætti Rómverja, sem enn velja hráefnið af sömu kostgæfni og keisararnir, er lagt út í nóttina og hið ljúfa líf tekur við.
Aðventan
Það sem færri vita er að aðventan í Róm er dásamleg og jólamarkaðir eru um alla borg. Þann 8. desember er mikil hátíð þegar páfinn messar við Spænsku tröppurnar og þúsundir manna fylgjast með.
Róm
Róm - Á eigin vegum
Lækkaðu verð ferðarinnar með Vildarpunktum!
Í Rómarborg er meira að skoða en í nokkurri annarri borg í heiminum og aðeins er hægt að krafsa í yfirborðið á fáum dögum. Helsti kostur borgarinnar er þó að stutt er á milli allra áhugaverðu staðanna en það er þægilegt að ganga í Róm og alls staðar eru garðar og torg til að hvíla lúin bein.
Fáar borgir vekja aðra eins aðdáun og heilla jafn mikið og Rómarborg þar sem fortíð og nútíð renna saman á einstakan máta.
Borgin eilífa hefur hún verið kölluð og ber nafn með rentu. Rómaborg hefur um aldir verið sögusvið keisara, páfa og pílagríma sem lagt hafa leið sína til borgarinnar. Engin borg stenst samanburð við Róm þegar kemur að sögufrægum stöðum og byggingum. Hér er Péturskirkjan, Vatíkanið, Sixtínska kapellan með stórkostlegum málverkum eftir Michelangelo og aðra listamenn, Rómartorgið eða Foro Romano, Kólósseum, Panþeon og Navónutorg.
Risavaxið listasafn
Hér skópu frægustu meistarar endurreisnarinnar og barrokktímans sín fegurstu verk sem gera borgina að risavöxnu listasafni. Róm er líka borg hinna glæsilegu gosbrunna og er Trevíbrunnurinn líklega þekktastur eftir að Fellini notaði hann í atriði í mynd sinni Hið ljúfa líf, La Dolce Vita.
Tískan
Róm er líka ein af háborgum tískunnar og engir eru Ítölum fremri þegar kemur að hönnun og tísku. Það er gaman að versla í Róm, hvort sem er í verslunum heimsfrægra hönnuða, í freistandi sérverslunum við Spænsku tröppurnar eða á hinum líflega flóamarkaði, Porta Portese.
Kvöldin í Róm
Kvöldin í Róm eru seiðmögnuð og eftir dýrlegan málsverð að hætti Rómverja, sem enn velja hráefnið af sömu kostgæfni og keisararnir, er lagt út í nóttina og hið ljúfa líf tekur við.
Aðventan
Það sem færri vita er að aðventan í Róm er dásamleg og jólamarkaðir eru um alla borg. Þann 8. desember er mikil hátíð þegar páfinn messar við Spænsku tröppurnar og þúsundir manna fylgjast með.
-
Hagnýtar upplýsingar
-
Verslun og þjónusta
-
Skoðunarferðir
Hagnýtar upplýsingar
Flugvöllur:
Flugvöllurinn er Rome Airport Fiumicino (FCO).
Flug:
Flugið tekur u.þ.b. 4 1/2 klukkustund.
Farangur:
Leyfilegt er að taka með sér 1 tösku sem vegur að hámarki 23 kg og er mest 158cm á lengd, ef flogið er á almennu farrými.
Hægt er að finna nánari upplýsingar um leyfilegan farangur á vefsíðu Icelandair.
Gistináttaskattur:
Við vekjum athygli á gistináttaskatti sem borgaryfirvöld í róm innheimta af ferðamönnum. Hann er 5-7 evrur á mann á nótt, misjafnt eftir hótelum. Skattur þessi greiðist beint til hótelsins við brottför.
Tímamismunur:
Frá 26. október til 30. mars er Róm einum tíma á undan, en frá 30. mars til 25. október eru Róm tveimur tímum á undan
Greiðslukort:
Lang flestar búðir og veitingastaðir taka öll helstu kreditkort. Ekki er hægt að treysta því að hægt sé að greiða fyrir vöru eða þjónustu með debetkorti, en að sjálfsögðu er hægt að taka pening út úr hraðbönkum, hvort sem er út á kredit- eða debetkort. Nota þarf PIN-númer á allar greiðsluvélar. Þetta á við bæði um verslanir og veitingastaði.
Samgöngur:
Umferðin er talsverð og hröð svo farið varlega, en oftast sýna ökumenn fótgangandi tillitssemi.
Það eru þrjár jarðlestabrautir (metro) í Róm, linea A, B og C. Miðar í samgöngutæki eru seldir í sjálfsölum á lestarstöðvum og í tóbaksvörubúðum, “Tabacchi.” Miðar eru stimplaðir við innganginn fyrir neðanjarðarlestarnar en sé ferðast með strætó er miðinn stimplaður þegar komið er inn í vagninn. Neðanjarðarbrautirnar ganga á 7-10 mín. fresti frá 5.30 til 23.30 (á laugardögum til 0.30). Strætisvagnar ganga frá 5.30 til 24.00 og næturvagnar á hálftíma fresti frá 0.30 til 5.30. Merktir með uglu.
Verðlag:
Verðlag á Ítalíu hefur hækkað talsvert síðustu ár. Á hótelum er svipað verðlag og hér heima. Öll þjónusta, þ.á.m. matur, drykkur, hreinsun o.fl., getur verið dýr. Hafa ber í huga að barir og aðrir veitingastaðir á aðaltorgum eru nær alltaf dýrari en í hliðargötum. Einnig er tvenns konar verðlag í gangi á börum. Ódýrara ef menn standa við barinn og drekka hvort sem er bjór eða kaffi, en hærra verð ef setið er til borðs. Munurinn er þó kannski ekki slíkur að maður spái í það í stuttri dvöl í borginni
Vatn:
Ávallt skal drekka flöskuvatn en kranavatn er í góðu lagi til tannburstunar og þvotta.
Þjórfé:
Það er ekki nauðsynlegt að skilja eftir þjórfé en þó er það oft gert. Á veitingahúsum er miðað við ca 5% af heildarreikningi. 10% er ofrausn. Á börum eru skilin eftir u.þ.b. 20 cent, -fer eftir neyslu og fjölda og hvort setið var við borð. Mörg veitingahús hafa bætt þjónustu –servizio- inn á reikninginn. Skoðið því reikninginn vel áður en farið er að gefa þjórfé. Auðvitað fer þetta eftir því hvort menn eru sáttir við þjónustuna og matinn. Í leigubílum er algengt að bæta 5% við upphæðina. Töskuburðarmenn fá um 50 cent fyrir hverja tösku.
Aðgát skal höfð:
Mikill erill er í Rómarborg svo gætið vel verðmæta. Veski hefur maður alls ekki í rassvösum og óvarlegt er að hafa fjármuni og kreditkort á sama stað. Notið innanklæðaveski! Þegar gengið er á gangstéttum er tryggara að vera ekki með veski/töskur á öxlinni götumegin (“töskuhrifsarar!”). Varað er sérstaklega við vasaþjófum en þekktir vinnustaðir vasaþjófa eru t.d. markaðir, torg og almenn samgöngutæki.
Tryggingar:
Öllum ferðalöngum er ráðlagt að fara vel yfir sínar tryggingar áður en lagt er af stað í ferðalag og kaupa sérstaka ferðatryggingu sé hún ekki þegar innifalin í korti eða heimilistryggingu viðkomandi. Einnig er gott að hafa meðferðis tryggingaskírteini frá Tryggingastofnun ríkisins, komi eitthvað óvænt upp á.
Vekjum athygli á skatti sem borgaryfirvöld í Róm innheimta af ferðamönnum. Þetta eru €6 Evrur á mann á nótt og greiðist beint til hótels við brottför.
Verslun og þjónusta
Verslanir
Nú er tækifærið til að versla töskur og skó en Ítalir eru algjörlega sér á báti í úrvali á fylgihlutum.
Opnunartími er virka daga frá kl: 9.00 - 13.00, sumar búðir opna aftur kl. 15.30 og aðrar kl. 16:00 og loka síðan kl. 19:30 eða 20:00.
Í miðbænum eru þó flestar búðir opnar allan daginn og sumar til kl. 21:00. Í Trastevere eru líka búðir opnar fram eftir kvöldi. Á laugardögum er opið fram til 20 og í miðborginni eru flestar búðir opnar á sunnudögum. Einnig eru verslanir oft lokaðar fram að hádegi á mánudögum. Flestar verslanir taka við kreditkortum. Prútta má á mörkuðum.
Frægur flóamarkaður á sunnudagsmorgnum í Róm er á via Portuense, via Ettore Rolli, piazza og via Ippolito Nievo. Gott er að hafa augun á vasaþjófum á svæðinu.
Ath! Tax-free ávisanir eru ekki gefnar út af verslunum nema verslað sé fyrir meir en 155 evrur.
Hvar á að versla?
Þú finnur 4000 fm H&M verslun í miðbænum á via del corso. Einnig er stór verslun við Piazza vittorio Emanuel (rétt hjá Termini) sem er ítölsk verslun svipuð og H&M.
Vía del Governo Vecchio er einkar skemmtileg gata fyrir þá tískuglöðu. Þar eru búðir fullar af fatnaði eftir unga tískuhönnuði. Hátísku er að finna á götunum sem liggja þvert á og samhliða Via Condotti og Via del Babuino. Verðið er ríflegt en gæðin eftir því.
Í Via Gesu e Maria (hliðargötu frá Via del Corso) er II Discount dell’Alta Moda, sem er verslun sem býður upp á eldri árganga af hátískuvörum á lágu verði (afsláttabúðir taka ekki kreditkort).
Þeir sem eru í leit að íþróttafatnaði koma við í versluninni Cisalf Largo Brindisi við San Giovanni neðanjarðarstöðina.
Via del Corso og Via Nazionale eru góðar verslunargötur ásamt Via Appia Nuova gata þar sem hægt er að gera góða kaup á öllum almennum fatnaði.
Á Via Cola di Rienzo er einnig hægt að versla allt milli himins og jarðar á góðu verði.
Má svo geta þess að Ítalía er gósenland fyrir lestrarhesta og er Feltrinelli International, Via V.E.Orlando 84 sögð stærsta enska bókabúðin á Ítalíu og selur bæði nýjar og notaðar bækur.
Engar „kringlur“ (malls) eru í miðborg Rómar, en í úthverfi fyrir sunnan borgina er Centro Commerciale Eurome í Via Cristoforo Colombo 714 þar sem er m.a. H&M-verslun. Aðrar stórverslanir í úthverfunum heita m.a. Galleria Porta Di Roma og Roma Est.
Eins og að ofan greinir er helsta verslunarhverfið í borginni út frá –Via del Corso- en sú gata nær frá Piazza Venezia og út á Piazza del Popolo.
Verðið spannar allan skalann en hægt er að gera kjarakaup, einkum í skófatnaði.
Skoðunarferðir
Í Róm bjóðum við upp á skemmtilegar skoðunarferðir um Róm í samvinnu við Rómarrölt.
Ferðirnar eru valkvæðar og má bóka í bókunarvélinni sem hluta af pakkanum.
Miðbæjarrölt, hjarta Rómar
Miðbæjarröltið hentar vel til að kynnast borginni, við skoðum stórbrotna og hrífandi staði og fræðumst um sögu þeirra og uppruna. Meðal annars Spænsku tröppurnar, Trevi gosbrunninn, Pantheon hofið að utan, Navona torgið og endum ferðina á Campo de' Fiori torginu. Þar er að finna fullt af skemmtilegum veitingastöðum og fjölskrúðugt mannlíf.
Aventinorölt, leyndar perlur
Aventino hæðin er eitt af hornum Rómarborgar sem engin má missa af. Byrjum ferðina á að skoða kirkju Heilags Valentínusar og gin sannleikans (La bocca della veritá). Göngum upp að Rósagarðinum þar sem er ótrúlegt útsýni yfir forna kappreiðarleikvanginn Circus Maximus og handan hans til Keisarahallanna fornu á Palatinum. Skoðum svo Appelsínugarðinn sem býður uppá stórkostlegt útsýni yfir borgina. Þar er einnig að finna perlu Aventino hæðar, Santa Sabina kirkjuna sem reist var 422-432 eftir Krist. Heimsækjum Norræna listamanna setrið í Róm sem var stofnað 1860. Kíkjum í gegnum frægasta skráargat borgarinnar og sjáum hvaða leyndardóm það felur. Göngum svo niður í Testaccio-hverfið, rólegt og hefðbundið rómverskt hverfi, þar sem Monte Testaccio, fjall úr brotnum leirkerum frá tíma Rómverja, stendur í miðju hverfisins. Að lokum heimsækjum við hinn líflega Testaccio-markað, þar sem hægt er að njóta ítalskra matarupplifana og stemningar.
Keisararölt, hin forna Róm
Byrjum á að sjá hvar Júlíus Sesar var myrtur og heimsækjum gyðingahverfið. Förum upp á Capitol hæðina, á torgið sem Michelangelo hannaði, þar sem við sjáum yfir Foro Romano. Göngum Via dei Fori Imperiali þar sem við sjáum yfir gömlu keisaratorgin, Foro di Augusto, Foro di Cesare og Foro Traiano og endum á að skoða Colosseum hringleikhúsið að utan og Sigurboga Konstantínusar mikla. Þessi ferð hentar vel til að kynnast sögu fornu Rómar og Colosseum og er svo tilvalið að fara á eigin vegum inn í Colosseum.
Markaðsrölt, Porta Portese
Sögulegi Porta Portese markaðurinn er staðsettur í hinu heillandi Trastevere hverfi og er sá frægasti og stærsti í borginni og með þeim stærstu í Evrópu. Heimsókn á markaðinn er sannur sunnudagssiður fyrir Rómverja. Hann býður upp á fjölbreytt úrval, allt frá fatnaði (nýjum og gömlum, notuðum og vintage) og fylgihlutum til fornmuna. Vintage muni, nútímalist, málverk, bækur, skartgripir, úr, húsgögn, vínyl og geisladiskar, raftæki og margt fleira.
Porta Portese markaðurinn er sannkölluð paradís fyrir þá sem elska verslun og vintage.
Hildur Hinriksdóttir, hönnuður mun leiða ykkur um markaðinn og gefa ykkur góð ráð hvernig og hvar er hægt að gera góð kaup, einnig mun hún kynna ykkur fyrir hluta markaðarins sem heimamenn þekkja vel, en fer oft framhjá þeim er heimsækja hann í fyrsta sinn. Við heimsækjum Roberto sem hefur verið að selja á markaðnum á hverjum sunnudegi s.l. 40 ár.
Mælum með að mæta í góðum skóm og með reiðufé (helst i smáum seðlum)
Trastevererölt, matur, menning og mannlíf
Trastevere hverfið sem er ákaflega líflegt og skemmtilegt. Veitingastaðir og kaffibarir á hverju horni og götulíf fjörlegt. Skoðum tvær helstu kirkjur hverfisinns Santa Maria di Trastevere og Santa Cecilia. Þræðum þröng stræti og kynnumst kynngimagnaðri stemmingu Trastevere hverfisins og margrómuðu veitingastöðum þess.
Þessi ferð er kjörin til að kynnast matarmenningu Rómverja, heimsækjum þrjá rótgróna staði hverfisins þar sem við fáum að smakka rómverska hrísgrjónabollu með ragúsósu og mozarella osti, síðan fáum við okkur drykk á hverfisbarnum og komum svo við í lítilli súkkulaðiverksmiðju (lokuð í júlí og ágúst).
Vatikanrölt, Péturskirkjan
Við skoðum Péturstorgið og Péturskirkjuna, stærstu og mikilvægustu kaþólsku kirkju í heimi, sem er staðsett í Vatíkanríkinu og var byggð ofan á gröf Péturs Postula. Kynnumst sögu frumkristninnar og sögu Vatíkansríkisins.
Á sunnudögum gefst tækifæri á að sjá Páfann þegar hann flytur ávarp á Péturstorginu, L'Angelus della domenica.
Gististaðir
Kort
Ariston, Róm
Vefsíða hótels
Hótel Ariston er mjög huggulegt hótel, vel staðsett, í stuttu göngufæri við hina frægu kirkju Santa Maria Maggiore, Colosseum, Roman Forum og hið skemmtilega og líflega Monti hverfi þar sem allt iðar af lífi á kvöldin og finna má frábæra veitingastaði. Í Monti eru líka spennandi litlar búðir með fallegum listmunum og hönnunarvörum.
Termini stöðin er aðeins örfáum metrum frá og þar er hægt að taka lest (Metro) eða strætó til allra átta s.s í Vatikanið eða Trastevere hverfið hinumegin við ánna Tiber. Einnig er hægt að fara í aðeins lengri göngutúra frá hótelinu og ganga að til dæmis Trevi gosbrunninum, Campo de Fiori torginu og Spænsku tröppunum. Gönguferð um borgina er jú eitt stórt listasafn.
Herbergin eru fallega innréttuð ýmist með antik eða nýtískulegum stíl ásamt allri nútíma tækni sem gerir dvöl þína ánægjulega. Á Ariston er rúmgóð og björt gestamóttaka með einstaklega góðri þjónustu, morgunverðarsalur með hlaðborði og skemmtilega innréttaður bar, T-Twenty bar. Einnig er vel útbúin líkamsræktarstöð á hótelinu sem gestir hafa frían aðgang að.
Ariston er systurhótel Morgana hótelsins sem er staðsett beint á móti Ariston og er einnig í boði hjá VITA
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 32 km
- Miðbær: Í miðbænum
- Veitingastaðir: Í nágrenninu
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Líkamsrækt
- Nettenging: Þráðlaus nettenging gegn gjaldi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Kaffivél
Fæði
- Morgunverður
Morgana
Vefsíða hótels
Hótel Morgana er fyrsta flokks hótel og vel staðsett í sögulegri borginni. Hótelið hefur verið vinsælt meðal ferðalanga sem leita að góðu og þægilegu hóteli á meðan á dvöl þeirra stendur. Einstaklega vel er tekið á móti gestum og þjónustan öll til fyrirmyndar. Morgana er í stuttu göngufæri við hina frægu kirkju Santa Maria Maggiore, Colosseum, Roman Forum og hið skemmtilega og líflega Monti hverfi þar sem allt iðar af lífi á kvöldin og finna má frábæra veitingastaði. Í Monti eru líka spennandi litlar búðir með fallegum listmunum og hönnunarvörum.
Termini stöðin er aðeins örfáum metrum frá og má með auðveldum hætti ferðast með lest (Metro) eða strætó til allra átta s.s í Vatikanið eða í Trastevere hverfið sem hvoru tveggja er staðsett hinumegin við ánna Tiber. Fyrir þá sem kjósa lengri göngu þá er hægt að ganga frá hótelinu að til dæmis Trevi gosbrunninum, Campo de Fiori torginu og Spænsku tröppunum og á þessum leiðum er alltaf margt fleira að sjá sem áhugavert er, Róm er jú sem eitt stórt listasafn.
Herbergin eru fallega innréttuð með antik húsgögnum, ekki mjög stór en með allri nútíma tækni sem gerir dvöl þína þægilega í alla staði. Mögulegt er að fá fyrir minni hópa s.s saumaklúbba eða fjölskyldur, herbergi í sér húsi með sameiginlegri aðstöðu fyrir morgunverð og setustofu. Þessi herbergi þarf að sérpanta hjá okkur. Á Morgana er gestamóttaka og inn af henni er bar og setustofa þar sem notalegt er að fá sér drykk og „aperitivo“ seinnipartinn eftir langan og sögulegan dag í borginni. Gestir á Morgana hafa frían aðgang að líkamsræktinni á systurhótelinu Ariston, sem staðsett er beint á móti Morgana og er einnig í boði hjá VITA.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 32 km
- Miðbær: Í miðbænum
- Veitingastaðir: Í nágrenninu
Aðstaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Morgunverður
Myndagallerí
The Inn at the Spanish Steps
Algjör lúxusÞakgarður með útsýni yfir spænsku tröppurnar
Frábær staðsetning
» Nánar
The Inn at the Spanish Steps
Vefsíða hótels
The Inn at the Spanish Steps er eitt af best geymdu leyndarmálum Rómarborgar og eins og nafnið ber með sér stendur það rétt við Spönsku tröppurnar. Þetta er lítið lúxus hótel staðsett við eina frægustu verslunargötu borgarinnar, Via Condotti með öllum frægustu merkjabúðunum.
Í göngufæri eru margir af áhugaverðustu stöðum borgarinnar eins og Trevi gosbrunnurinn, hið fræga Navona torg, Pantheon og fl.
Við hliðina á hótelinu er hið sögufræga kaffihús Antico Caffè Greco sem stofnað var árið 1760.
Húsið er friðað og var áður virðulegt íbúðarhús byggt í kringum 1800. Húsið hefur allt verið gert upp og er búið öllum nútíma þægindum. Friðsælt og einstakt heldur húsið sögulegu gildi sínu frá þeim tíma er það var byggt.
Falleg verönd, þakgarður, er á efstu hæð hótelsins með útsýni yfir spænsku tröppurnar. Þar á þeirri hæð er einnig að finna hjarta hótelsins „Lounge“, setustofa með notalegu og afslappandi andrúmslofti, kjörið að setjast þar, úti eða inni, fyrir cocktail eða drykk ásamt smakki á léttum réttum eða fyrir síðdegis teið. Drykkir og líkjörar eru settir fram á fallegt antikborð og kaffi er alltaf í boði. Morgunverður er borinn fram á þessari hæð og mögulegt að sitja úti og njóta.
Herbergin eru fallega innréttuð, í anda hússins, með rómantískum blæ. Herbergin eru misjöfn að stærð og lögun, öll búin helstu þægindum.
Ekki er mögulegt að kaupa ferðir til og frá flugvelli með rútum VITA. Eingöngu leigubílar komast að þessu hóteli og bjóðum við aðstoð við að bóka það fyrirfram ef þess er óskað.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 32 km
- Miðbær: Í miðbænum
- Veitingastaðir: Í nágrenninu
Aðstaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Lyfta
- Nettenging: gegn gjaldi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Morgunverður
-
Veðrið
-
Flugtími
Kef FCO
4,5 klst
Morgunflug
-
Gjaldmiðill
€Evra
Gengi
-
Rafmagn
220
-
Bjórverð
Meðalverð 5-7 EUR
Veitingastaðir og kaffihús
Fátt er eins afslappandi eins og að sitja á ekta ítölsku kaffihúsi á fallegu torgi af, horfa í kringum sig og virða fyrir sér lífið í borginni.
Almennir veitingastaðir “opna” eldhúsið ekki fyrr en kl. 19:30 og flest allt er lokað fyrir hádegi á mánudögum. Ristorante (dýrast), Trattoria/Tavola calda/Pizzeria (ódýrari), Bar(ir) (ódýrastir). Á börum/skyndibitastöðum er yfirleitt fyrst greitt við kassann og fengin kassakvittun, “scontrino”, og henni síðan framvísað við afgreiðsluborð.
Veitingastaðir og kaffihús:
Mannlífið er fjörugt í Róm jafnt að degi sem á kvöldin og hefur sinn sérstæða ítalska brag. Út um allt í Róm eru skínandi kaffihús og má þar nefna Sant’Eustachio á samnefndu torgi sem er talið besta kaffihús Rómar og viðeigandi fyrir Íslendinga, sem eru miklir kaffidýrkendur, að sötra þar dýrindis kaffi. Café Rosati á Piazza del Popolo er einnig eitt af þekktari kaffihúsum borgarinnar og Antico Café Greco í Via Condotti skammt frá Spænska torginu á sér fræga sögu frá því að menntaðir menn sóttu menningarborgina Róm heim. Giolitti, Via Uffici del Vicario 40, er vinsæll viðkomustaður á kvöldin í Róm og þar er boðið upp á kökur og ís af betra taginu.
Veitingastaðir borgarinnar eru flestir prýðisgóðir og þá má finna nánast í hverri götu, bæði dýra og ódýra. Fyrir þá sem vilja fá sér góðan málsverð er tilvalið að fara í Trastevere hverfið eða hverfið í kringum markaðstorgið Campo dei Fiori og út eftir götunum Via Monserrato og Via dei Banchi Vecchi. Þar eru veitingastaðir sem innfæddir flykkjast á. Sama má segja um Via del Governo Vecchio, göturnar upp að Santa Maria di Pace kirkjunni og við Fontana di Trevi og Piazza di Spagna. Að benda á staði er nú oft að bera í bakkafullan lækinn.
Hér eru nokkrir veitingastaðir sem farþegar okkar hafa mælt með:
Osteria dei Belli
P.di S. Apollonia 9
Góður staður í Trastevere rétt við Piazza Sta Maria
Sardenískt eldhús.
Il Brillo Parlante
Via della Fontanella 12 (nálægt Piazza del Popolo)
Pizzeria og ristorante, vinsæll hjá heimamönnum.
Otello alla Concordia
Via Croce 8
Ekta rómverkst eldhús, nálægt Piazza di Spagna.
Da Francesco
Piazza del Fico
Trattoria – Pizzeria
Sor Lella
Via Ponte Quattro Capi 16
Veitingastaður í fínni kantinum, frekar dýr.
Il Chianti
Via del Lavatore 81/82 A
Skemmtilegur staður í nánd við Fontana di Trevi
L´Orso 80
Via dell Orso 33, nálægt Piazza Navona, rétt við Tíber.
Campo di Fiori torgið
Sögufrægt torg
Það er eitthvað við það að versla á torginu, enda sögufrægt torg þar sem almúgamenn og höfðingjar hafa í gegnum aldirnar nuddað saman nefjum og keypt í matinn. Við mælum með að þið farið þangað og verslið fyrir heimferðina, það er ekkert betra en að koma heim með góðan parmesan ost, bragðgóða skinku , ilmandi krydd, ferskan aspas, ævintýralegt pasta og svo eru reyndar skemmtilegar skóbúðir sem ættu að kæta einhvern! Fyrir bakkelsis unnendur er skilda að koma við í bakaríinu Forno Campo de ´fiori við hliðina á veitingastaðnum La Carbonara, þetta bakarí er algjörlega guðdómlegt, og hefur verið á þessum stað síðan 1970. Það gæti verið góð hugmynd að kveðja Róm með því að standa þolinmóður í röð með öðrum ítölum og kaupa sér sætabrauð og borða á torginu meðan mannlífið er skoðað og við lofum okkur því að koma aftur til Rómar.
Taverna Trilussa
Vinsæll af heimamönnum
Veitingastaðurinn er afar vinsæll af heimamönnum, staðsettur í hinu heillandi Trastevere hverfið þar sem ilmandi staðir og kaffihús gleðja með fjölbreyttri flóru af fólki. Maturinn hér er algjörlega í sérflokki og enginn á eftir að gleyma Ravfioli Mimosa eftir að hafa bragðað á því, en hann er talinn besti pastaréttur hússins. Þjónarnir á staðnum eru skemmtilega kærulausir, með góðan húmor og passa sig að brosa ekki of mikið! Með matnum er hægt að smakka á frábærum vínum en Vínkjallarinn telur liðlega 1000 víntegundir. Gaman frá því að segja að Trillusa hlaut "Certificate of Excellence 2014" frá Tripadvisor.
Heimilisfang: Trilussa Via del Politeama 23/25 Trastevere