fbpx The Inn at the Spanish Steps í Róm. Við Spænsku tröppurnar. Ódýrt og gott

The Inn at the Spanish Steps
5 stars

Vefsíða hótels

The Inn at the Spanish Steps er eitt af best geymdu leyndarmálum Rómarborgar og eins og nafnið ber með sér stendur það rétt við Spönsku tröppurnar. Þetta er lítið lúxus hótel staðsett við eina frægustu verslunargötu borgarinnar, Via Condotti með öllum frægustu merkjabúðunum.

Í göngufæri eru margir af áhugaverðustu stöðum borgarinnar eins og Trevi gosbrunnurinn, hið fræga Navona torg, Pantheon og fl.

Við hliðina á hótelinu er hið sögufræga kaffihús Antico Caffè Greco sem stofnað var árið 1760. 

Húsið er friðað og var áður virðulegt íbúðarhús byggt í kringum 1800. Húsið hefur allt verið gert upp og er búið öllum nútíma þægindum. Friðsælt og einstakt heldur húsið sögulegu gildi sínu frá þeim tíma er það var byggt.

Falleg verönd, þakgarður, er á efstu hæð hótelsins með útsýni yfir spænsku tröppurnar.  Þar á þeirri hæð er einnig að finna hjarta hótelsins „Lounge“, setustofa með notalegu og afslappandi andrúmslofti, kjörið að setjast þar, úti eða inni, fyrir cocktail eða drykk ásamt smakki á léttum réttum eða fyrir síðdegis teið. Drykkir og líkjörar eru settir fram á fallegt antikborð og kaffi er alltaf í boði. Morgunverður er borinn fram á þessari hæð og mögulegt að sitja úti og njóta.

Herbergin eru fallega innréttuð, í anda hússins, með rómantískum blæ. Herbergin eru misjöfn að stærð og lögun, öll búin helstu þægindum.

Ekki er mögulegt að kaupa ferðir til og frá flugvelli með rútum VITA. Eingöngu leigubílar komast að þessu hóteli og bjóðum við aðstoð við að bóka það fyrirfram ef þess er óskað.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 32 km
 • Miðbær: Í miðbænum
 • Veitingastaðir: Í nágrenninu

Aðstaða

 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Lyfta
 • Nettenging: gegn gjaldi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun