Siglingar á eigin vegum

Bókaðu draumasiglinguna

Upplýsingar um ferð: 

Bókaðu þér siglingu undir ferðalýsing. Við gefum svo út ferðagögnin. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Myndagallerí

Hefur þig langað í draumasiglinguna en vantar aðstoð við að ákveða siglingu og bóka flug.
Við hjá VITA getum bókað fyrir þig allan pakkann. Hafðu samband og við gefum þér verð í flug og siglingu með Celebrity Cruises eða Royal Caribbean Cruise Line.

Hér fyrir neðan getur þú einnig bókað siglingu á eigin vegum. 

Bókaðu siglingu með Celebrity Cruises eða Royal Caribbean Cruise Line. Bókunin þín kemur til VITA og sölumenn okkar aðstoða þig við framhaldið. Við getum bókað flug og gistingu fyrir og/eða eftir ferð. Við útbúum ferðagögn og erum tengiliður þinn á ferðalaginu. 

Hér getur þú bókað beint hjá Celebrity Cruises. 

sigling_hnappur.jpg

Celebrity Cruises er 4 ½ stjörnu skipafélag og flotinn samanstendur af 10 skipum í tveimur flokkum, „Solstice“ og „Millenium“.
Þjónustustigið er hátt enda eru tveir í áhöfn að hugsa um hvern farþega. Andrúmsloftið er heldur slakara en hjá RCCL og gestir eru eldri enda eru siglingar gjarnan langar og til framandi áfangastaða um allan heim. Salarkynni eru glæsileg, verslanir flottar, allur aðbúnaður fyrsta flokks, maturinn góður og drykkir oftast innifaldir.
Sigling með lúxusskipum Celebrity Cruises er ógleymanleg upplifun.

Hér getur þú bókað beint hjá Royal Caribbean. 

sigling_hnappur_royal.png

Royal Caribbean Cruise Line er 4* skipafélag og telur flotinn 25 skip í dag. Haustið 2016 kemur Ovation of the Seas, stórglæsilegt eins og önnur skip í Quantum klassanum.
Skip RCCL tilheyra mismunandi flokkum, enda misstór, en eiga það sameiginlegt að þjónusta og aðbúnaður er fyrsta flokks. Gestir um borð eru í yngri kantinum, meðalaldur er 35 – 40 ár og gríðarlega mikið lagt upp úr sýningum, skemmtiatriðum og afþreyingu fyrir börn. Þá er boðið upp á barnaklúbba og sérstök sundlaugarsvæði sem henta fjölskyldum.
Sífellt fjölgar veitingastöðum um borð og víst er að dvöl um borð í skipum RCCL er ævintýri líkust.

Sjá nánari ferðalýsingu
Upplýsingar um ferð: 

Bókaðu þér siglingu undir ferðalýsing. Við gefum svo út ferðagögnin. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél FF

  -

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  $

  Dollar

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði