fbpx Costa del Sol, Malaga

Costa del Sol

Skemmtileg og þægileg

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Skoða tilboð

Fuengirola, Torremolinos, Benalmadena, Estepona og Marbella

Dásamleg sólarströnd, fjölbreytt og skemmtileg

Lækkaðu verð ferðarinnar um allt að 60.000 kr á mann með Vildarpunktum Icelandair

Hvað gæti verið dásamlegra en að eyða fríinu sínu á sólarströnd? Costa del Sol nær yfir meira en 150 km af suðurströnd Spánar og hefur byggst upp sem einn vinsælasti áfangastaður í Evrópu, vegna frábærrar staðsetningar. Veðurfar svæðisins er með allra besta móti og endurspeglast ekki síst í því að nafn þess, Costa del Sol, þýðir einfaldlega Sólarströnd. Það nafn ber svæðið svo sannarlega með rentu því gera má ráð fyrir um 24°C meðalhitastigi, um 300 sólardögum á ári og strendurnar eru snyrtilegar og líflegar. Höfuðstaður svæðisins er Malaga en strandlengjan teygir sig yfir nokkra heillandi bæjarkjarna sem áður voru fiskiþorp og hefur hver kjarni sín sérkenni. Stærstu kjarnarnir eru Fuengirola, Torremolinos, Benalmadena, Estepona og Marbella. 


costa_del_sol_marbella_vintage.jpg

Andrúmsloftið á Costa del Sol er afslappað en þar er þó jafnframt fjörugt næturlíf fyrir þá sem vilja fara út að skemmta sér. Fjölmargir góðir veitingastaðir og barir eru á svæðinu og gaman að upplifa matarmenningu og vínmenningu Andalúsíu en héraðið er eitt fremsta víngerðarsvæði Spánar. Segja má að á Costa del Sol sé allt til alls fyrir fríið í sólinni; vatnaíþróttir og fjölbreyttir útivistarmöguleikar, skemmtigarðar, menning, verslun og frábær tækifæri til sólbaðsiðkunar. Costa del Sol er einnig eitt besta golfhérað Spánar en þar eru meira en 60 flottir vellir. Hvað meira þarf til?


costa_del_sol_marbella_golf.jpg

Malaga
Malaga er hafnarborg og höfuðstaður Costa del Sol svæðisins. Borgin er næststærsta borg Spánar en hún þekkist á gullinni sandströnd og háreistum nútímalegum hótelum sem gnæfa yfir. Í sitthvorum enda borgarinnar standa fornar byggingar sem á árum áður voru hluti af varnargarði borgarinnar. Á öðrum endanum er Gibralfaro kastali og á hinum endanum stendur Alcazaba höllin en hlutar hennar voru reistir á 11. öld. Í borginni eru fjölmörg söfn, kirkjur, sögu- og menningarminjar og einnig eru þar haldnar ýmsar hátíðir. Listamaðurinn Pablo Picasso fæddist í Malaga og hans er minnst með ýmsum hætti í borginni. Borgin er ekki síst þekkt fyrir spennandi tapasmenningu. 


costa_del_sol_alcazaba_holl.jpg

Marbella og Puerto Banus
Marbella hefur löngum þekkst sem leikvöllur hinna ríku og frægu enda eru skemmtisnekkjur, golfbílar og merkjavara algeng sjón þar um slóðir. Þar er stutt í lúxusinn sem gerir það að verkum að svæðið hefur á sér stórborgarlegan blæ en um leið vel varðveitta andalúsíska sögu, til dæmis er þar vel varðveittur, gamall bæjarkjarni. Veitingastaðir í heimsklassa, lúxushótel og keppnisgolfvellir laða að sér ákveðna tegund ferðamanna. Svæðið er þekkt fyrir hágæða tískuverslanir, líflega næturklúbbamenningu og auðvitað Puerto Banus hafnarsvæðið þar sem hægt er að ganga um, virða fyrir sér snekkjurnar og njóta útsýnisins. Veðurfarið er einstaklega gott í Marbella því þar er mikið skjól og sjórinn því stilltur.  Í verslunarmiðstöðinni „La Canada“ er að finna allar helstu verslanir og merkjavöru.


costa_del_sol_marbella.jpg

Benalmadena og Torremolinos
Strandbæirnir Benalmadena og Torremolinos eru hlið við hlið en þó eru þeir ólíkir og hafa ólíkt andrúmsloft. Benalmadena costa er við ströndina og þar eru flest hótelin. Puerto Marina höfnin er mjög vinsæll ferðamannastaður. Þar eru einnig líflegir veitingastaðir og barir. Við sjávarsíðuna er fjöldinn allur af litlum sandströndum til að prófa og á þeim stærri er öll helsta þjónusta. Meðfram strandlengjunni er göngugata sem nær alla leiðina til Torremolinos en þar er hægt að rölta um í rólegheitum, dag sem nótt og grípa sér tapas eða ljúffenga fiskrétti. Í Benalmadena eru einnig skemmtigarðurinn Tivoli World og sjávardýragarðurinn Sea Life


costa_del_sol_benalmadena.jpg

Þrátt fyrir að Torremolinos hafi verið fyrsti bærinn á þessu svæði til að fara frá því að vera fiskiþorp í það að vera alvöru alþjóðlegur ferðamannastaður, um miðja síðustu öld, hefur hann þó haldið í sinn ósvikna bæjarbrag og stoltið yfir upprunanum er augljóst. Þetta er áfangastaður sem er unun að heimsækja allt árið um kring, því veðrið er hlýtt og viðmótið sömuleiðis. Göngugata nær frá Benalmadena og alla leið í gegnum Torremolinos og þar sem nánast engin bílaumferð er í næsta umhverfi strandlengjunnar fylgir göngunni mikil afslöppun. Fjölmargir veitingastaðir, barir og klúbbar eru á svæðinu svo þar ætti engum að leiðast.


costa_del_sol_torremolinos_strond.jpg

Fuengirola
Fuengirola er vinsæll áfangastaður sem laðar að sér hvers konar sóldýrkendur. Mikið skjól á svæðinu gerir það að verkum að þarna er afar milt veðurfar og stilltur sjór. Svæðið hentar því fyrir alla; fjölskyldur sem vilja leika sér á ströndinni og í sjónum, ferðamenn sem vilja slaka á við sjávarsíðuna og þá sem hafa áhuga á að stunda vatnaíþróttir af ýmsu tagi. Í Fuengirola, eins og hinum bæjunum, eru margar góðar sandstrendur þar sem hægt er að leigja sólbekki, leggjast niður með kaldan drykk í hönd og sleikja sólina. Einnig er hið sígilda í boði eins og að fara á brimbretti, vindbretti, sjóskíði, hjólabát, stunda köfun, siglingar eða fara að veiða. Eftir strandlengjunni liggur göngugata þar sem val er um klúbba, veitingastaði, kaffihús og bari – allt eftir því hver stemningin er hverju sinni.


costa_del_sol_fuengirolamijas.jpg

Flogið með Icelandair
Láttu þér líða vel og njóttu afþreyingar og frábærrar þjónustu Icelandair alla leið til Costa del Sol og aftur á leiðinni heim. 

Veldu þitt sæti
Þú getur valið þitt sæti um borð í vélum Icelandair þegar þú ferðast með VITA. Hafðu ferðalagið eins og þú vilt hafa það!

Afþreyingarkerfi um borð
Yfir 600 klukkustundir af afþreyingarefni um borð í vélum Icelandair. Þú getur horft á nýjar eða klassískar kvikmyndir, sjónvarpsþætti og heimildarmyndir. Einnig er hægt að hlusta á innlenda og erlenda tónlist. Þú ert með snertiskjá fyrir framan þig og ræður ferðinni. 

Safnaðu Vildarpunktum
Viðskiptavinir VITA safna auk þess 2.300 Vildarpunktum fyrir valdar ferðir í leiguflugi ef bókað er á vefsíðu.

Sjá nánar um Costa Del Sol
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Hagnýtar upplýsingar

 • Afþreying

 • Flogið með Icelandair

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef AGP

  5 klst

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun