fbpx Malaga borg | Vita

Malaga borg

Sólríkt veður, verslanir strandlíf og ríkt menningarlíf

Ferðir
Flug

Myndagallerí

Malaga er lífleg hafnarborg á suðurströnd Spánar og höfuðstaður Costa del Sol svæðisins. Hún er næststærsta borg Spánar og sameinar suðræna stemningu við ríka sögu og menningu. Borgin þekkist á gullinni sandströnd og háreistum hótelum, en í sitthvorum enda borgarinnar má sjá fornar byggingar sem áður voru hluti af varnargarði hennar. Á öðrum endanum stendur Gibralfaro kastali með útsýni yfir borgina og höfnina, og á hinum endanum trónir Alcazaba höllin en hlutar hennar voru reistir á 11. öld.

Höfnin Muelle Uno er lífleg og skemmtileg að rölta um – þar er gaman að virða fyrir sér snekkjurnar, njóta mannlífsins og fá sér góða máltíð með útsýni yfir sjóinn. Rétt hjá Muelle Uno er ströndin í Malaga.

Göngugötur borgarinnar eru fullar af lífi og lit. Þar má einnig finna fjölmörg söfn, kirkjur, sögu- og menningarminjar. Ein þekktasta göngugatan er Calle Larius en þar má finna fjöldan allan af verslunum, veitingastöðum o.fl.

Listamaðurinn Pablo Picasso fæddist í Malaga árið 1881 og hans er minnst með ýmsum hætti í borginni. Picasso Malaga-safnið var opnað árið 2003 eftir langa bið og þar er að finna glæsileg verk. Einnig er hægt að skoða húsið þar sem hann fæddist og bjó í þegar hann átti heima í Malaga.

Tapasmenningin er órjúfanlegur hluti af matarupplifun í Malaga - hvort sem sest er á litla staði í gamla bænum eða við sjávarsíðuna.

Málaga hentar jafnt fyrir menningarferð, sólardaga og notalega borgarupplifun en þar er svo sannarlega hægt að versla og má þar finna allar helstu verslanir.

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
  • Hagnýtar upplýsingar

  • Afþreying

Sjá alla gististaði
  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef AGP

    5 klst

    Morgunflug

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Kortasýn

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun