fbpx Ariston í Róm. Við Colosseum, Roman Forum, Spænsku tröppurnar. Miðsvæðis

Ariston, Róm
4 stars

Vefsíða hótels

Hótel Ariston er mjög huggulegt hótel, vel staðsett, í stuttu göngufæri við hina frægu kirkju Santa Maria Maggiore, Colosseum, Roman Forum og hið skemmtilega og líflega Monti hverfi þar sem allt iðar af lífi á kvöldin og finna má frábæra veitingastaði. Í Monti eru líka spennandi litlar búðir með fallegum listmunum og hönnunarvörum.
 
Termini stöðin er aðeins örfáum metrum frá og þar er hægt að taka lest (Metro) eða strætó til allra átta s.s í Vatikanið eða Trastevere hverfið hinumegin við ánna Tiber. Einnig er hægt að  fara í aðeins lengri göngutúra frá hótelinu og ganga að til dæmis Trevi gosbrunninum, Campo de Fiori torginu  og Spænsku tröppunum. Gönguferð um borgina er jú eitt stórt listasafn.

Herbergin eru fallega innréttuð ýmist með antik eða nýtískulegum stíl ásamt allri nútíma tækni sem gerir dvöl þína ánægjulega. Á Ariston er rúmgóð og björt gestamóttaka með einstaklega góðri þjónustu, morgunverðarsalur með hlaðborði og skemmtilega innréttaður bar, T-Twenty bar. Einnig er vel útbúin líkamsræktarstöð á hótelinu sem gestir hafa frían aðgang að.

Ariston er systurhótel Morgana hótelsins sem er staðsett beint á móti Ariston og er einnig í boði hjá VITA

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 32 km
 • Miðbær: Í miðbænum
 • Veitingastaðir: Í nágrenninu

Aðstaða

 • Veitingastaður
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Líkamsrækt
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging gegn gjaldi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Kaffivél

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun