fbpx Costa Adeje | Vita

Costa Adeje

suðurströnd Tenerife

Fjölmargir valkostir í boði

 

Það skiptir ekki máli hvort þú ert á eftirlaunaaldri eða barn, á Costa Adeje ættu allir að finna eitthvað sem hentar þeim en sérstaklega er fjölbreytt úrval af afþreyingarmöguleikum utandyra. Ef til vill langar þig að þeysast um á sæþotu eða prófa vindbretti, skoða hvali eða fylgjast með höfrungum svamla um í náttúrulega umhverfi eða jafnvel slaka á í bátsferð meðfram strandlengjunni. Kannski kíkja í golf, en þarna um slóðir eru frábærar aðstæður til að spila golf, til dæmis býður Golf Costa Adeje klúbburinn upp á keppnisvöll með stórbrotnu útsýni og fallegri hönnun. Ef ferðast er með börnum eru fjölmargir valkostir í boði, til dæmis tveir stórskemmtilegir vatnsrennibrautagarðar; Siam park sem er einn sá stærsti og besti í Evrópu og Aqualand þar sem er ótrúleg höfrungasýning og margar spennandi rennibrautir. 

 

Strendurnar

Strendurnar á suðurhluta Tenerife eru með þeim bestu sem finnast á Kanaríeyjum en þar er þægilegur sjávarhiti mestan hluta ársins. Hin flotta strönd Playa del Duque er framúrskarandi en þar rennur gylltur og mjúkur sandur saman við fallegan og tæran sjóinn. Fjöldinn allur af sólbekkjum er á ströndinni og göngugatan er lífleg en þar eru veitingahús og barir í góðum gæðaflokki. Fañabé er einnig sérstaklega skemmtileg og löng strandlengja og góðum aðstæðum til að synda. Paraiso ströndin er í rólegri vík en þar finnast fjölbreyttar tegundir af fiskum sem skemmtilegt er að kanna nánar.

 

Verslanir

Verslanir með merkjavöru eru hvarvetna á Costa Adeje en verslunarmiðstöðvar eru mjög miðsvæðis og nálægt strandlengjunni. Á kvöldin iðar allt af lífi í bænum þar sem gestir gæða sér á góðri blöndu af alþjóðlegri matargerð og heimsækja bari, tónlistarviðburði og fleira. 

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun