Puerto de la Cruz
Á norðurhluta Tenerife
Heillandi og líflegur bær
Einn af helstu áfangastöðum á Kanaríeyjum en þessi heillandi og líflegi bær hefur verið einn sá vinsælasti á eyjunni um árabil. Bærinn er staðsettur á norðurhluta Tenerife og kúrir þar í fallegu umhverfi í Orotava dalnum sem er sérstaklega gróðursæll en þar á sér meðal annars stað ræktun suðrænna ávaxta.
Gamli bærinn
Gamli bærinn er mjög fallegur og þar má greina einstakan stíl og karakter Kanaríeyja. Skemmtilegt er að ganga um aðlaðandi hafnarsvæðið og svæðið í kringum gömlu höfnina er þakið í þröngum steinlögðum strætum þar sem finnast hefðbundin kaffihús og barir í nýlendustíl. Í bænum er mikið úrval af góðum verslunum með merkjavörur, heillandi torgum og skemmtilegum ferðamannastöðum sem finna má víða.
Loro Parque
Dýragarður þar sem hægt er að skoða höfrunga, háhyrninga, sæljón og páfagauka. Annar garður, Lago Martianez, er hannaður af kanaríeyska arkitektinum og listamanninum César Manrique. Þar eru nokkrar sundlaugar og stöðuvatn með saltvatni en í kring eru fallegir garðar. Playa Jardín hefur fallega sandströnd og þar er frábært að slaka á en einnig eru garðarnir Jardin Botánico og Parque Taoro góðir staðir fyrir þá sem vilja rólegheit.
Hvort sem planið er að fara í rómantískt frí með elskunni sinni, fjölskyldufrí eða slaka á í sólinni með vinahópnum er Puerto de la Cruz frábær áfangastaður fyrir alla þá sem vilja rólegheit, sól og menningu.