Des Alpes Hotel
Vefsíða hótels
Hótel Des Alpes er þriggja stjörnu hótel staðsett við aðalgötuna í Selva við hliðina á hótel Armin sem margir þekkja. Það eru því um 400 metrar að skíðakláfnum Ciampinoi en möguleiki er á að taka skíðarútu sem stoppar um 50 metra frá hótelinu.
Á hótelinu er góður veitingasalur sem bæði er fyrir gesti og gangandi. Mikill metnaður er hjá veitingastaðnum að hafa alla matargerð í hæsta gæðaflokki þar sem aðallega er boðið upp á þjóðlega rétti, enda er ítölsk matargerð heimsþekkt. Þarna er einnig bar þar sem er tilvalið að fá sé eitthvað hressandi eftir góðan dag í fjallinu.
Hótelgestir geta valið um að vera með hálft fæði innifalið eða aðeins morgunverð.
Herbergin eru ágæt og vel búin nútímaþægindum eins og þráðlausu interneti, sjónvarpi, síma, öryggishólfi, kaffivél, hárþurrku og fullbúnu baðherbergi þar sem ýmist er sturta eða baðkar. Sum herbergjanna eru með svölum. Í boði eru einstaklings, tveggja og þriggja mannaherbergi, bæði standard þar sem allar innréttingar eru úr eik og herbergin teppalögð og svo superior herbergi, en þau eru parketlögð og sum hver með setkrók, því stærri og rúma allt að fjóra (superior herbergin þarf að panta sérstaklega).
Skemmtilegir veitingastaðir, apres-ski barir og verslanir eru í léttu göngufæri frá hótelinu og stutt er í almenningssamgöngur til að komast til næstu bæja. Hótelið er fjölskyldurekið og sér hún Prizka aðallega um reksturinn og tekur vel á móti öllum. Þetta er hentugur kostur fyrir þá sem vilja einfalda gistingu á góðu verði.
Aðeins er í boði ferðir til og frá flugvellinum í Verona. Rútuferðina þarf að bóka aukalega gegn gjaldi.
*Ath ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar, Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Frá flugvelli: 192 km
- Frá miðbæ: Í miðbænum
- Frá skíðalyftu: 400 m
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Þráðlaust net
- Gestamóttaka
- Bar
- Veitingastaður
Vistarverur
- Öryggishólf
- Sjónvarp
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði