fbpx Pestana Village | Vita

Pestana Village
4 stars

Vefsíða hótels

Pestana Village er fallegt 4 stjörnu hótel staðsett við sjóinn í Lido hverfinu og í um 30 mín göngufæri frá miðbæ Funchal. Garðurinn er mjög stór og gróinn og hannaður til að vera í stíl við Madeira, tré og plöntur skipa stóran sess. Sundlaug er í garðinum og barnalaug ásamt sólbekkjum. Veitingastaðirnir eru þrír, bæði hlaðborð og á la carte. Einnig eru þrír barir þar af einn í sundlaugagarðinum. Lítil líkamsræktaraðstaða er á hótelinu og upphituð innisundlaug.

Herbergin eru 92 talsins þar af 87 stúdíó. Þau eru rúmgóð og vel útbúin með litlu eldhúsi með ísskáp. Sjónvarp er í herbergjum, öryggishólf og frítt þráðlaust internet er um allt hótelið. Vifta er í lofti. Baðherbergi eru með hárþurrki og baðkari með sturtu.

Aðstaða

  • Sundlaugabar
  • Lyfta
  • Líkamsrækt
  • Gestamóttaka
  • Barnasundlaug
  • Bar
  • Veitingastaður
  • Skemmtidagskrá
  • Sundlaug

Vistarverur

  • Eldhúsaðstaða
  • Verönd/svalir
  • Ísskápur
  • Vifta
  • Öryggishólf
  • Sjónvarp
  • Hárþurrka

Fæði

  • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun